Vísir - 30.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 30.07.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR Afgreiðsla blaðslns á Hótel ísland er opln frá kl. 8 7 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarsirœtl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórlnn tll viðtals frá kl. 3-4. Síml 400,— P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Siml 269 sem kirkjumálaráðherrann danski Hutti til að koma Arboe Rasmus- sen til Vaalse, var fyrst samþykt í fólksþinginu, en breytt í landsþing- inu í þá átt sem I C. Christensen óskaöi, að það yrðu undantekning- arlög fyrir A. Rasmussen einan. Pólksþingið hafnaði því með 41 atkvæði gegn 26 og samþykli afíur frumvarp stjórnarinnar, En þegar það kom í iandsþingið annað sinn féll miðlunartillaga Christensens meö 26 atkv. gegn 24, en frumv. sljórnarinnar féll þegar á eftir, voru 43 atkv. gegn frumvarpinu, en ein 6 með því. Kristilegt Dagblad skritar daginn eftir, 28. jiíní, um þessi málalok nieðal annars: Ráðherra og flokkur hans urðu alveg forviða yfir þessum úrslitum, sem oss virðast alveg eðiileg. En svona fer þegar menn vilja ekki sinn.a staðreyndum, af því að menn viíja fyrir hvern mun veröa ofan á í baráttunni. I Þeir hafa ekki viljaö lúta hæsta- réttardóminum í máli Arboe Ras- mussens, en reynt að skýra hann svo sem í honum feldist sá úr- skurður, sem ekki er þar. Hæstiréttur hefir ekki útkljáð neitt um, hvort A, R. geti veriö þjóð- kirkjuprestur. Það atriði er jafnt og áður í höndum kirkjustjórnar — biskups og ráðherra. Úrskurður Poulsens biskups er í yfirdómnum, en ráðherra vildi ekki styðjast við hann. Ráðherra villfá A. R. viðarkendan þjóðkirkjuprest með nýrri embættisveitingu, og hann vill vinna að svæsinni kirkjupóli- tík. Að því stefndi »litla« frum- varpið hans, er hann fekk biskup- ana tilað mæla með, sem oss er óskiljanlegt. Á hinn bóginn lánaðist honum eigi að fá samþykki ríkisdagsins. Atkvæðagreiðslan í gær var ósigur í báðum aðalatriðum málsins. Fulitrúar Ieikmanna vilja hvorki vinna að því að þjóðkirkjan verði almenn tiúarbragðastofnun, néflytja eftirlit trúmála frá biskupunum í hendur stjórnmálaráðherra, sem ef til vill aðhyllist enga trúarjátningu*. Þegar svona fór, setti kirkjuráð- herra A. R. í Vaalse, og Iét jafn- framt viðkomandi biskup, Wegener, vita, að ráöuneytið teldi ekki þörf neins biskupsbréfs viö slíka bráða- byrgðarsetningu. En biskup var á ööru máli. Hann laldi það ein- * mitt réttindi biskupa einna, sam- kvæmt allri venju að setja presta - til bráðabyrgðarþjónustu,. og sam- kvæmt símskeytunum hafa biskup- arnir (allir?) orðiö samtaka um að andmæla þessari ráðstöfun ráöa- neytisins. — Eg set spurningu við »allir«, þótt skeytið gæfi ekki til- efni til þess, en það er ótrúlegt að yngsti biskupinn, Ludvigs í Ála- borg, hafi fylgt þar hinum að mál- um, því að hannfylgir ráðaneytinu í stjórnmálum, og vaiði stundum gjörðir þess frekar en klerkum al- ment þótti ástæða til, enda töldu margir að biskupsembæitið hefði verið launin fyrir þær varnir. — En hafi Lúðvígs biskup, sem er ötull áhugamaður nm öll trúniál, orðið hinum samferða í andmæl- unum, þá mun ráöanaytið hafa orðið »forviða« að nýju, og þótt það koma úr hörðusfu átt. S. G. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ------ Frh. Svona er sagan eins og skrif- arinn sagði mér hana, Eg veit þér sjáið, Bleik, hvílíka óheill þetta hvarf ráðherrans hefir í för með sér. { kveld átti hann að vera á fundi með stjórninni. Á morgun verður annar mikilsverður fund- ur og á fimtudag ætlaði hann að halda ræðu í Biomingham um hergagnaframleiðsluna. Forsœtisráðherranum hafa þeg ar verið sagðir allir málavextir. J Hann kom til mín og sagði að nauðsyn krefði að ráðherran yrði fundinn hið allra fyrsta. Þetta er alt sem eg get sagt yður. Þér • getið athugað málið frá yðar ' eigin sjónarmiði en finnið að eins ráðherrann hið allra fyrsta. Viljið þér taka málið að yður nú þegar?« »Auðvitað miin eg gera alt sem eg get til þess að greiða úr þessu* sagði Bleik og stóð upp. »Eg skal taka til starfa strax. Haldið þér að skrifarinn geti gefið frek- ari upplýsingar?« »Ekki býst eg við því«, svar- aði Sir John. — »Eg hefi spurt hann f þaula og sagt yðui alt sem hann sagði mér«. »Það er gott«, svaraði Bleik. »Þá byrja eg athuganir mínar á staðnum sem þeir hurfu frá.«.— Hann tók hatt sinn og staf, kvaddi lögreglustjórann meö handabandi og gekk út. Úti á götunni beið . hans stór bifreið og sat lærisvenn hans, sem Tinker hét, við stýr- ið. — »Upp Bakarastræti, fljótt!* Þegar þeir voru komnir heim fleygði Bleik frá sér stafnum og hattinum. »Sestu niður drengur minn, eg þarf að ræða nokkuð við þig«, sagði hann. Tinker kastaði húfunni sinni á borðið og settist niður. »Það hefir komið fyrir mjög alvarlegt mál, Tinker. Hergagna- ráðherrann og Sir Hector Arm- strong hafa báðir horfið er þeir léku »go!f« í Westward Ho! — Síðan sagði hann Tinker alla sög- una og er hann hafði lokið henni hélt hann áfram: »Pað væri að eins til þess að eyða tímanum að koma með I nokkrar ágiskanir. Við verðum að komast strax á staðinn sem atburðurinn gerðist. Eg verð að játa að flugvélin, sem drengurinn gat um, þykir mér grunsamleg, en auðvitað getur sá grunur að engu orðið þegar maður hef- ir rannsakað staðinn. Þess vegna er skjótfæri aðalatriðiö. Fáðu þér bifreið og áktu til Hendon. Símaðu til mannanna sem geyma fyrir mig »Gráa Örninn«: og beiddu þá að hafa hann til taks þegar þú kemur. Þegar þangað er komið skaltu strax stíga í flug- vélina og halda til Devon. Reyndu að lenda eins nálægt leikvellin- um í Westward Ho! og þú get- ur. Eg mun koma á eftir þérog hitta þig þar. Taktu matarbita með þérogeyddu ekki tímanum til ónýtisc Áður en Bleik hafði lokið við síðustu setninguna var Tinker kominn að símanum og hafði hringt upp mennina sem flugvél- ina geymdu í Hendon. Hann bað þá um að hafa »Gráa Örn- inn« búinn til flugs er hann kæmi Síðan þreif hann húfuna sína og kvaddi Bleik og þaut út. Bleik gekk inn f fataherbergið, lét smá- muni nokkra ofan í handtösku sína og kallaði á hundinn sinn, er Pétur var kallaður. Eftir nokk- ur augnablik var hann kominn T I L M I N N IS: Baöhúaið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrif.it. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 Og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3og5-7v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alrn. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til viö- tals 10-12 LandsbókaBafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn oplnn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-2'1, siðd. Pósthúsið oplð v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-ö. Stjórnarráðsskrifstofumar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustrætl 121 Alm. lækningar á þriðjud. og fóstud kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fðstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargðtu 2 á ir.ið- vlkud. kl. 2-3. andsféhirðir kl. 10—2 og 5-6. Skemtivagnar með ágætishestum til leigu f lengri og skemri ferðir. Sími 341. ------------ u . .i mmamms út á götu og upp í bifreiðina, sem þaut af stað með feikna hraða áleiðis út úr borginni. Hann stansaði einu sinni á Ieiðinni til þess að síma til Morri- sons og láta hann vita að hann væri á leiðinni til hans. Frh. Kjötverð lækkar f Danmörku um 60 au. kgr. Danska stjórnin hefir undanfarið verið að leita ráða til að lækka kjotverðið þar í landi. Nefnd hefir veriö skipuð í málið og hún lagt fram tillögur, sem alment er vel tekið og búist við að nái fram að ganga. ViII hún leggja útflutnings- toll á kjötið, 7 aura á kgr. í lif- andi þunga, og við það hlýtur verðið innanlands að lækka jafn mikið. En auk þess er lagt til, að af op- inberu fé verði lagt fram sem svar- ar 25 aurum fyrir hvert kgr., sem sett er innanlands, og lækkar verð- ið þá fyrir neytendur um samtals 32 aura hvert kgr. í lifandi þunga, en það svarar til 60 aura lækkunar á kjðtverðinu frá því sem nú er. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.