Vísir - 30.07.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 30.07.1916, Blaðsíða 3
VlSIR TILKYNNUG. Samkvæmt satnþykt bæjarstjórnarfrá 20. júlí síðastl. hækkar verð á öllu gasi frá .1. ágúst næstk. og reiknast gas frá þeim tíma þannig: Gas til Ijósa á 40 aura tenmtr. hver, —---- suðu,hitunaroggangvéla30a. Sjálfsalagas (Automat) á 35 a. tenmtr. Allir þeir gasnotendur, sem hafa sjálfsala, verða að borga mis- mun þann sem af hækkuninni leiðir, eftir reikningi um leið og gas- mælarnir eru taemdir. Ennfremur tilkynnist, að frá 1. ágúst verða húseigendur sjálfir að annast gröft, ofanímokstur og múratavinnu við húsæðalagningar Breytingar og viðhald á innanhúslagningum verða notendur eða húseigendur einnig að bera frá sama tíma að telja, þar með taldar sjálfsalalagningar (Automat). 26. júlí 1916. SassVóí ^e$fe\av\feuY. Með e/s ISLAND fáum við töluvert af Cylinderolíu. Hiö fslenska stelnolfuhlutafélag. Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz 1916. Drekkið CARLSBERG PILSNER Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrlr fsland Nathan & Oísen. Sketi^ur óskast til að bera YISI út um bæinn. §w\&\% auut$s\tiu*\ ttmauteua VATRYGGINGAR Brunatrygglngar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miöstræti 6 — Talsími 254 Oet kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti I. N. B. Nlelsen. Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 22 Frh. Þeir gengu niöur strætið, fram hjá vðruhúsunum og mörgum hundasleðum. Þaö var hríðarveður. Snjórinn, sem sleðamennirnir höföu verið að bíöa eftir, var nú kominn. Þeim var svo mikill hægöarauki að hon- uro þegar þeir fóru í kaupstaðinn, til að fá sér vetrarforðann. — Það er kátbroslegt, sagði Davíð um leið og þeir gengu eftir aðalsttætinu niður á árbakkann, já, kátbroslegt er þetta sannarlega! Hér ráfa eg nú, sem á tvær fimm hundruð feta námalóðir í Eldorado- námunum, og máske dálítið meira. En þær eru að minsta kosti fimm miijóna viröi. — Og eg get þó ekki fengið sykurögn út í kaffið mitt eða grautinn. Fjandinn hafi alt þetta! Fari þetta bölvaða land fjandans til! Eg sel alt og fer — fer beiua lciö aftur til Bandaríkj- anna! — Já, það er nti hættast við þvf! svaraði Jakob, Þetta hjal hefi eg nú heyrt fyr. Ef mig minnir rétt þá höfðuö þér nú ekki neitt annað einu sinni en kjöt til aðlifa á í heilt ár, þegar þér voruð upp við Stewart-vatnið. Og þegar þér voruð upp við Tannana-fljótið þá lifðuð þér á laxaslógi og hunda- kjöti. Svo maður ekki rninnist nú á verulegu hallærisárin tvö sem þér hafið þraukað af hér. Fyrst þér eruö ekki farinn burtu fyrir Iðngu síðan þá farið þér aldrei. Ög þér munuð bera hér beinin. Og það verður líklega mitt verk að skifta dánarbúinu yðar. Nei, þér eruö nú orðinn rótgróinn hér. Það vitið þér sjálfur. _ Eg skal veðja að eg verð kominn til Parísar áriö 1910, sagði Eldorado-kongurinn, hálf-aumingja- legur. En Jakob hlustaði ekki á hann. Hann staröi á Lauru, sem nú var biiin að létta og seig hægt og hægt af stað eftir vökínni á ánni. Þar voru mörg hundruð vonsvik- inna, nestislausra manna innanborðs. Þeir, sem hópast höfðu niðurað ánui, til þess að sjá skipiö leggja af stað, hypjuðu sig nú hciin á leið. Jakob og nokkrir menn með honum voru eftir. Aðrir ekki. Þeir töluðu allir um hungrið og neyð- ina, sem vofði yfir, en báru sig þó allir vel. Jafnvel Davfð var búinn að gleyma raunum sfnum. Hann var hættur að formæla landinu og sykurleysinu. En nú kom hann alt í einu auga á lítinn, svartan depil, sem rak með fshraflinu iiiður ána. — Sko! hrópaði hann, þarna er bátur að brjótast gegnum fsinn. Eftir ótal króka og snúninga innanum ísrekið á ánni náðu þeir, sem á bátnum voru, að ísskörinni, og létu nú reka niður með henni. Biöu þeir færis ef einhvers staöar yrði fyrir þeim vök svo þeir gætú náð til lands. Þegar þeir komu aö rennunni, sem höggvin hafði verið fyrir gufuskipið, tóku þeir röskiega tii áranna og náðu brált landi, Þeir, sem á árbakkanum stóöu, tóku vel á móti þeim og drógu bátinn á land. Farangurinn, sem í honum var, var leðurtaska, tvær ábreiður, kaffikanna, steikarpanna og mal- sekkur, næstum tómur. Mennirnir voru að dauða komnir af kulda. Þeir skjögruðu þegar þeir gengu. Davíð stakk upp á að hressa þá á brennivíni og ætlaði að fá þá með sér i þeim erindagerðum taf- arlaust. En annar þeirra staldraöi þó við og rétti Jakob krókloppna hendina um leið og hann sagði. — Hún kemur. Við fórum fram hjá bátnum hennar fyrir klukku- tíraa síðan. Hann getur komið fyrir nesið á hverju augnabliki. Eg hefi líka nokkur bréf til yðar, meöferð- is, en um það getum við talað sföar. Eg má til aö fara og fá mér ein- hverja hressingu. Hann snéri sér við til þess að fylgjast með Davíö, en varð um leiö litið til árinhar og kallaði upp: — Þarna kemur hún fyrirnesiö! — Farið þið nú, piltar, til þess að fá brennivínið, og segið þið kaupmanninum að skrifa það hjá mér, sagði Davíð, en þið verðið að afsaka að eg ekki kem og drekk með ykkur. Eg verð að vera kyr héma. isiim var þéttur á ánni og illur við að eiga. Það var bæði krap og rekís. Af árbakkanum sást glögt að fjórir menn stóðu og stjökuöu jök- unum frá bátnum. Og þegarhann færðist nær sást greinilega að kveu- maöur stóð f afturstafni við stýris- árina. Og augu Jakobs tindruðu, þegar hann sá bana. Honuin þótti það góður fyrirboði að sjá hana við þennan starfa. Það bar vott um þrek og stríðslöngun þá, sem átti að liggja í blóðinu. Honum fanst þetta færa sér heim sanninn um að þessi ár, sem íuín hafði varið til þess að auðga anda sinn hefðu ekki haft veiklandi áhrif á lfkamann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.