Vísir - 30.07.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 30.07.1916, Blaðsíða 4
VfSlR í fiarveru minni frá 30. júlí til 27. ágúst gegnir próíessor Sæmundur Bjarnhéðins- son læknisstörfum fyrir mig. Jón Hj. Sigurðsson héraðslæknir. í fjarveru minni frá 1.—16. ágúst gegnir hr. læknir Halldór Hansen læknisstörfum fyrir mig. Matthías Einarsson. Frá Balkan Engin ný tíöindi eru sögð af Balkan í síðustu erlendum blöðum, sem hingað hafa komið (til 12. þ. m.) önnur en þau, að franskir og brezk- ir flugmenn hafi kastað sprengi- kúlum á Monastir og Rupelvígið, þar sem hersveitir Búlgara hafast við og þýzkir flugmenn hafa ný- lega kastað 15 sprengikúlum á Sa- loniki. Heyútflutningur bannaður í loiegi. Landbúnaðar-ráðuneyti Norð- manna hefir tilkynt að útflutningur á heyi frá Noregi verði bannaður frarnvegis. Gróðafíkn og fjárglæfrar. —o— í útlöndum og þá einkum á Noröurlöndum, eru menn um þess- ar mundir svo gráðugir í að kaupa hlutabréf í skipafélögum, að úr hófi keyrir og ekkert vit er í því. Þeg- ar ný félög eru mynduð keppast menn um að bjóða fram féð og komast ekki að, en hlutabréf í gömlum félögum eru seld fyrir margfait verð. Forstjóri sameinaða gufuskipa- féiagsins danska hefir nýlega ritað grein um þetta efni í «Berlingske Tidende*. Með nákvæmum út- reikningi hefir hann komist að þeirri niðurstööu, að hvert hundr- að í hlutabréfum þess Sameinaða sé 205 króna virði. En þau gauga nú kaupum og sölum fyrir 420 krónur, hvert hundtað. Mismunur- inn er hér um bil 200 % af öllu hlutafé félagsins, eöa um 50 milj. króna. Þessi margföldun (þreföld- un) á verðgildi hlutafjárins ætti að hyggjast á gróðavonum félagsins í framlíðinni eöa núverandi verögildi skipastólsins. Bókfært verð hans er 30 miljónir og ælti hann eftir þessu að vera 90 miljóna kr, virði, en það er hann ekki, segir forstjóri félagsins. því það er ekki hægt að selja hann. Að lokum fullyrðir hann að þetta háa verð á hluta- bréfum þessum nái ekki neinni átt einkum vegna þess að verzlunar- sln'öið, sem búist er við að hefjist að ófriðnum loknum, muni verða áætlunarskipum þungt í skauti. í norskum blöðum er varaö viö auglýsingum, þar sem boðin eru út hiutabréf í nýjum skipafélögum og «allar upplýsingar gefnar á þessum og þessum stað*. — Er það sýni- legt, að fjárglæframcun eru farnir að nota sér þessa hlutabréfagrægði fólksins og selja hlutabréf í félög- unum sem aldrei verða til — og hverfa svo. Landshrafninn i fer í hring. — o — Fyrir skömmu síðan flutri Vísir fyrir mig nokkrar athugasemdir út af ritsmíð „Hrafns" nokkurs í Landínu. Lesendur Vísis muna því e. t. v., að Hrafn þessi hélt því fram, að með „samningum" stjórnar vorrar við Breta, væru íslendingar sviftir vernd Norður- landa. — Eg benti á að íslenzku samningarnir gætu ekki skuld- bundið Norðurlönd umfram þær kvaðir, sem lagðar væru á skip þeirra, sem héðan flytja farma, hvert sem innihald þeirra samn- inga annars kynni að vera. þeir gætu því heldur ekki svift Svía, Norðmenn eða Dani, sem kynnu að kaupa hér vörur f.o'.b., vernd Norðurlanda. „Hrafn" fer nú aftur af stað í Landinu 28. þ. m., og svarar at- hugasemdum mínum á þá leið, að það, að vörur hafi komist og kom- ist til Norðurlanda (þrátt fyrir samningana) sanni ekki annað en það, að Norðurlönd séu stórveldi sem að sínu leyti láta ekki beygja sig undir samning, sem íslenzka stjórnin hafi gert — einsog hann hafi alltaf sagt, „Hrafn" sjálfurl — Svo bætir hann því við, að „stjórn- arblöðin" verði því að finna upp einhverjar nýjar blekkingar, því þessar dugi ekkil! Mér þykir „Hrafn" vera orðinn ; gamansamur. Um leið og hann með þessum auðsæja hringsnún- ingi, viðurkennir að þessi upp- fundning hans: að „samningarnir" svifti oss vernd Norðurlanda, sé ekkert annað en blekking, ! brigslar hann öðrum um blekk- J ingartilraunir! \ „Hrafn" les Lögréttu; það er ; auðséð. En hann les hana sýni- ' lega eins og skratrinn les biblí- , una, svo sem góðum og gildum þversummanni sæmir. — Lögrétta vakti nýlega athygli á því, að á- kvæði reglugerðar landsstjórnar- innar í 4. gr. um að sendandi skuli sæta sömu sektum og skip- stjóri, ef skipstjóri brýtur skuld- bindingu sína um að koma við í j brezkri höfn, gæti orðið hættulegt íslenzkum útflytjendum, og er það rétt athugað. En „Hrafn" grípur þetta hálmstrá og reynir að spinna úr því nýjar blekkingar um að samið hafi verið um meira en að skylda skipin til að koma við í brezkri höfn. En í sjálfu sér sannar þetta ein- mitt það gagnstæða. þvíefsamið hefði verið um að banna alla sölu og útflutning á afurðum vorum til Norðurlanda og Hollands, eins og Landið hefir haldið fram, þá var viðkomuskyldan ibrezkrihöfn alsendis óþörf, og sízt þörf þungra sektarákvæða í því sambandi. Og sízt af öllu var þá ástæða til að taka skuldbindingu af hverjum einstökum útflytjanda um að flytja ekki vörur til nefndra landa, eins og þó hefur verið gert eftir að samkomulagið var komið á. En það er nú orðið á eftir tím- anum að þrátta um innihald þessa samnings, einsog kunnugt er. Og ekki er það ólíklegt, að lands- menn geti að nokkru leyti þakkað Landinu og þeim bjargvættum ís- lands, sem að því standa, hvernig nú er komið. A. B. Kaupakonu vantar að Bieiðholti. Talið við Sigurgísla Ouðnason hjá Zimsen. m I KAUPSKAPUR 1 Langsjöi og þrfhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). {43 Reyttur og óreittur lundi fæst í íshúsinu. Einnig lundafiöur. [196 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekiim á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjdlar vænstir og ódýiast- ir á Nýlendugötu 11 B. áður á Vesturgötu 38. [447 Frímerki keypt háu verði í Báru búð (bakhúsinu) frá kl. 11—1 f. m. og 7—8 e. m. [295 Mjólkurhúsið á Grettisgötu 38 vill daglega fá keypta 50—100 Itr. af nýmjólk nú þegar eða frá 1. september næstk. [297 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str. 4. [299 Barnavagn óskast til kaups nú þegar. A. v. á. [302 Friíisfandandi eldavél, brúkuð óskast til kaups. A. v. á. [303 Nýlegt tjald, kompás, fín vegg- klukka (mahogni) stórt borö o. fl. fæst með góðu verði á Laugavegi 22 (steinh.). [304 Snotur íbúö, 3—5 herbergi eftir ástæðum óskast frá 1. október n. k. ADar uppl. gefur B. Stefáns- son í Austurstræti 3. Sími 37. [263 1 herbergí með aðgang að eld- húsi í rólegu húsi, helzt í Vestur- bænum, óskast frá 1. ág. eða I, okt. Uppl. á Veslurgötu 24 (uppi). [265 2—3 herbergi og eldhds óskast til leigu frá 1. október. Hansen á Lindargötu 1 (uppi), [294 Herbérgi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [163 2—3 herbergi og eldhús óskast 1. okt. næstk. fyrir fámenna fjðl- skyldu. Fyrirfram borgun um Iengri tíma ef óskað er. A. v. á. [184 Herbergi til leigu fyrir ferðafólk í Lækjargötu 12 B. [305 r TAPAB — FUNDIfl ] Sparisjóðsbók fundin. Uppl. í Bárunni. [288 Tapast hefir á götum bæjarins mansettuhnappur úr gulli. Finn- andt er beðinn að skila honum á Laugaveg 70 gegn fundarlaunum. [306

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.