Vísir - 31.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 31.07.1916, Blaðsíða 2
vtSlR VISIR A f g r e i ð s I a blaðslns á Hótel Island er opin frá kl. 8—7 á hverj- um degl, Inngaugur Irá Vallarstrœtl. Skrifstofa á sama stað, Inng. (rá Aðalstr, — Ritstjórlnn tll vlðtals Iri kl. 3-4, Síml 400,— P, O. Box 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngrl. Hvergi betra að versla en í FATABUfllNNI, Hafnarstr. 18. Siml 269 I Eystrasalti. Fregnir eru altaf að koma af smáskærum milli Rússa og Þjóð- verja í Eysfrasalti, og saka hvorir aðra um brot á hlutleysi Svíþjóðar. Þann 10. þ. m. réðust rússneskir tundurbátar á tvö þýzk flutninga- skip, »Lissabon* og »Worms« út undan Skelette-á í Svíþjóð. Skips- hafnirnar komust í björgunarbáfana en Rússar náðu einum bátnurn. í honum var skipstjórinn af Worms og sænskur hafnsögumaður, og lóku Rússar þá með sér. Þeir sem í hin- um bátnum voru segja að Rússar hafi skotið á þá á leiðinni í land. Þjóðverjarnir fuliyrða að skipin hafi verið innan Iandhelgi Svíþjóðar, er á þau var ráðist. Þýzkt skip, »Annelise«, frá L.ú- beck var nýlega á leiö til Kristjaníu frá þýzkri höfn, Skipið kom við í Helsingborg og tók þar hafn- sögumann, en er það var komið á leið þaðan, sáu skipsmenn hvar katbátur fór að þeim og gaf þeim merki urn að stöðva skipið en skaut þó ekki. Annelise var innan sænskr- ar landhelgi og kom skipstjóra og hafnsögumanni saman um að skeita ekki um skipanir kafbátsmanna en hraða ferðinni beint til lands. Þeg- ar þeir áttu eftir eina sjómílu til Lysekil, kom sænskur' tundurbátur á móti þeim á fullri ferð, snéri þá kafbáturinn tii hafs, en Annelise komst heilu og höldnu til ákvörö- unarstaðar sfns. Frakka. Úrslit ófriðarins eru undir því komin, hvorir hafa meiri og öfl- ugri skotfæri. Bandamenn voru langt á eftir Þjóðverjum í skot- færaframleiðslu í upphafi ófrið- arins, eins og kunnugt er, því urðu þeir að auka skotfæragerð- ina ákaflega og koma a fót iðn- aði, sem als ekki hafði þekst í löndunum áður. — Eftirfarandi skýrsla sýnir hvað skotfærafram- leiðsla Frakka hefir aukist mikið frá ófriðarbyrjun til síðustu ára- móta, miðað við að framleiðslan hafi verið 1 í ófriðarbyrjun. Dagl. framl. orðin 1D/5’15 31/i3’ 15 Vélbyssur 23 63 Handbyssur 31 179 75 m/m fallb. 11 19 Sprengiefni 7 17,7 75 m/m sprengik. 14 29 Stærri 8,5 35 Fallbyssur á vígellinum Stórar 1 23 Skotgrafabyssur 1 í júlf 15 1,6 Af þessu sést, að þar sem framleiðslan hefir vaxið minst hef- ir hún 17 faldast en mest 179 faldast. — Á vígvellinuni voru í í árslok 1915 23 þungar fallbyss- ur á móti hverri einni í upphafi ófriðarins og smærri byssur 16 á móti hverjum 10. Fyrst í stað er sagt að framleiðslan hafi vax- tiltölulega lítið, marga erfiðleika við að stríða, verkamannaeklu, hráefna og kola, og ekki síst að nýjar verksmiðjur varð að byggja fjölmargar. En nú er framleiðsl- an aukin með sívaxandi krafti og sagt að enn vanti mikið á að hámarksframleiðslunni sé náð. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Hann stanzaði í Northam og spurðist fyrir um hvar Morrison ætti heima. Honum var strax sagt til vegar og eftir skamma stund var hann komin á áfanga- staðinn. Hann stanzaði bifreiðina fyrir framan aðalhliðið og leit á klukkuna meðan verið var að opna. Klukkan var níu. Hann hafði ferið tvöhundruð mílur á átta tímum. Hliðið var opnað og hann ók inn eftir breiðum trjá- göngum, sem lágu heim að hús- inu. Hann tók eftir, að gluggi var opnaður á efri hæð og hann sá hvítum skyrtuermum bregða fyrir. Hann ók vagninu til hlið- ar og stanzaði, hljóp síðan út úr honum og upp tröppurnar sem lágu inn í húsið götumegin. þar stóð maður í kveldverðarklæðum og beið hans. Hann rétti fram hendina um leið og Bleik komst á efsta þrepið. „þér heitið Bleik, býst eg við ? Ó, já, já, nú þegar eg sé framan í yður þá kannast eg við yður. Eg heiti Morrison. Eg fékk símskeyti frá yður um miðdaginn og hefi beðið yðar með óþreyju“. „Engar nýjungar?" spurði Bleik um leið og hann hristi hendina á Morrison og lyfti upp hettunni. Morrison hristi höfuðið. „Ekkert hefir frést nýtt ennþá. En komið þér nú og borðið með mér kveldverð, þá skal eg segja yður það sem eg veit“. Bleik færði sig úr rykklæðum sínum, þvoði sér um hendurnar og fylgdi síðan húsbóndanum inn í borðstofuna. „Gjörið þér svo vel“, sagði húsbóndinn. „þér hljótið að vera hungraður Eg skal segja yður frá þessu meðan þér borð- ið“. Bleik settist að borðinu og gjörði sér gott af réttunum sem á borð voru bornir og meðan sagði hinn söguna, sem var að mestu einsog Bleik hafði heyrt áður. þegar hann kom að því er hann hafði fengið skeytið frá Bleik, þagnaði hann snöggvast og drakk eitt staup af portvíni og hélt svo áfram: „Eg þarf ekki að segja yður að eg leytaði allan daginn og nokkrir nábúar mínir tóku þátt í leitinni. þessi leit okkar mun hafa vakið nokkra athygli, en eg þori að segja að engan grunar neitt sem ekki hefir verið sagt frá þessu leyndarmáli, enda vissi enginn um að hergagnaráðherrann væri hérna. Eg var í Westward Ho þegar eg fékk símskeyti yð- ar og samkvæmt beiðni yðar hafði eg stöðugt gætur á hvort ekki sæist til flugvélarinnar, en það hefir ekkert á henni borið enn“. „það er allkynlegt“, sagði Bleik. „Félagi minn fór frá London klukkan tvö og ferðin hefði ekki átt að taka meira en fjóra tíma. Hvenær hættuð þér leitinni?" „Ekki fyr en fór að rökkva. Eg lagði svo fyrir að eg yrði strax látin vita og til flugvélar- innar sæist. En engin boð hafa enn komið. Eg flýtti mér heim til þess að hitta yður en eg bjóst ekki við yður fyrr en klukkan tíu í kveld". Frh. T I L MINMIS: BaðhÚBÍÖ opiö v. d. 8-8, ld.kv, til 11 Borgarat.skrifji. i brunastöö opín v. d 13-3 Bæjarfóg.skrifsí. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaidk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. satnk, sunnd. 81/, siöd Landakotsspit. Sjúkravitj.tíini kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbökasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opiun v. d. daglangi (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugrlpasafniö opið F/,-21/, siðtl. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12- 2 og 4-t). Stjórnavráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifiisstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafniö opiö sd. þd, fmd. 12-2 Ökeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12: Alm. lækningar á þriðjud, og föstud kl. 12-1. Eyrna-, nef- og háislækningai á fösfud. kl. 2-3. Tanniækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augniækningar í Lækjargötu 2 á miö- vikud, ki. 2—3. andsféhirðir kl. 10-2 og 5-6. Skemtivagnar með ágætishestum til leigu í Iengri og skemri íerðir. Sími 341. Stoja með forstofuinngangi og helst móti sól, óskast frá 1. október. Upplýsingar gefur KJARTAN ÓLAFSSON, rakari. Rúmenía, Það er haft eftir símfregnuni frá Reuter í Amsterdam þ. 11. þ. m., að fréttaritari »Berliner Tage- blatt* í Rúmeníu, Dr. Leo Ledfer, þyki ástandið þar í landi ískyggi- legt. Segir hann að landsstjórn- inni sé tnjög umhugað um að missa ekki af rétta tækifærinu til að skerast í leikinn og fylgist því af hinum mesta áhuga með því sem við ber á öllum víg- stöðvunum, einkum í Bukovinu og Oaliciu. Þó heldur hann að hún muni ekki telja bandamönn- um sigurinn svo vísan, að hún þori að ganga í lið við þá, fyr en Rússar eru komnirí Karpata- fjöllin. Það tefur Rúmena líka, að því er hann ætlar, að þeir vilja fyrst koma uppskeru sinni í hlöðu og auka skotfœrabirgðir sínar, áður en þeir leggja út í nokkur stórræði. En þess þyk- ist hann fullviss, að Rúmenar muni ekki hugsa til að ganga í lið við Miðveldin. Þeir hafi lofað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.