Vísir - 01.08.1916, Síða 2

Vísir - 01.08.1916, Síða 2
V I S I R VI S I R A f g r e 1 ð s I a blaðslns á Hótel Island er opin frá kl, 8—7 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn tll vlðtals fri kl. 3—4. Síml 400.- P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNi, Hafnarstr. 18. Sími 269 Mjólkurverðið »Hvað er sannleikur?* spurði Pílatus forðum. Slíka spurningu má sífelt leggja fyrir sjálfan sig og aöra á öllum tímum, en oft vill ganga misjafnlega að svara eða sanna það svo með rökum, að spyrj- andi sannfærist. Nú, á þessum ó- friðartímum er erfitt að átta sig á mörgu, sérstaklega hinu margbreytta viðskiftalífi þjóðanna. Oss íslend- inga varðar auðvitað mest um hag og viðskifti þjóðar vorrar, enda eru nú risnar alvarlegar deilur um af- skifti stjórnar vorrar á þessu sviði. Varðar það að vísu hvern einstak- ling þjóðar vorrar. En svo eru önnur einstök viðskiftaatriði, sem enn meir taka til einstaklinganua, og er eðlilegt aö þeir Iáti þar til sín heyra, sem þykjast eigá þar mál að verja eða kæra, eða færa til leið- réttingar á einhvern hátt. Eitt af þessum málum er mjólkurverzlunin við Reykjavik. Þar sem mjólkur- kaupendur hafa þegar látið til sfn heyra sökum væntanlegrar verð- hækkuuar á mjólk, og eg er einn af mjólkurframleiðendum, þá langar mig aö hugleiða þetta mál nokkuð. »Mjólkurþurfi« heldur því fram, að mjólkurverðiö sé nú þegar nógu hátt fyrir mjólkurframleiðendur, eða jafnvel óþarflega hátt, — byggir það á því, að kýr hafi hækkað í verði um helming síðan stríðið hófst. — Hér er margt, sem mjólkurþurfa hefir láðst að athuga, að mér virð- ist. Kýr voru að smá stíga í verði fyrir stríðið, stafar sennilega af því aö markaðurinn fyrir þær hefir ver- ið að stækka fyrir eðiilega rás viö- burðanna. Reykjavíkurbúum fjölgar, þeir þurfa því meirí mjólk, mjólkur- framleiðendum fjölgar því Iíka. — Gömlu mjólkurframleiðendurnir smá- stækka lika, þeir auka ræktaða Iand- ið hjá sér, og auka máske útlend fóðurkaup. Enn eru kýr ekki það dýrar, að þessir mjólkurframleið- endur telji það tilvinnandi að ala kýrnar upp sjálfir. Nærliggjandi og jafnvel fjærliggjandi sveitir veröa aö ala kýr upp handa nefndum mjólk- urframleiðendum, en sauðfé og hross smáhækka í verði, fóöur borðarsig betur á annan hátt en nota þaö til kálfauppeldis, nema kýrverð hækki, mjólkin líka orðin dýrari út um sveitirnar fyrir hækkað smjörverð. Svo kemur stríöið með dýrtíð sína. Þá keyrir um þverbak. Kjöt stígur geipilega, öllum nautkindum fargaö til slátrunar, sem unt er, aldraðar kýr í góðum holdum ieggja sig hátt á þriðja hundrað kr. Kúm fækkar nokkuð viö þetta, en þörf fyrir kýr til viðhalds bústofninum í nágrenni Reykjavíkur hið sama. Engum dettur í hug að gefa kost á góðum mjólkurkúm fyrir jafnlágt verð og þaö, sem gefið er fyrir afnámsgripi, hvað þá minnna. — Mjólkurframleiðendum er því nauð- ugur einn kostur af tveim, aö kaupa gripina þessu háa verði, eða breyta til um atvinnu eöa draga úr mjólk- urframleiðslunni. Nenni ekki að benda á annmark- ana við slíkt, kann þó að koma að því að einhverju leyti síðar, en hér kemur líka hjálp, Bankarnir hafa venju fremur mikil peningaráð, greiöist því stórum tll fyrir með peningalán. Þótt kýr kynni að vera helmingi dýrari nú en fyrir stríðið (sem þær eru nú ekki), þá hefir það ekki svo ýkja mikla þýöingu fyrir framleiðslukostnaðinn. Þó «Mjólkurþurfi», að mig minnir, geri ekki mikiö úr hækkuðu verði ungkálfa, þá er það meir en nóg til þess aö greiða vexti af fé því, setn liggur í kýrverðshækkuninni, um lítil eða engin afföll er að ræöa, þar sem afnámskýr leggur sig, með því sem fengist hefir fyrir sumar- nyt hennar, eins mikið og ung og góð kýr kostar að vorinu, eða alt aö því, sumar jafnvel meira. «Mjólkurþurfi« hefir verið sann- gjarn að kannast við, að ástæða væri til verðhækkunar á mjólk nú á þessum tímum, ef hún hefði ekki þegar fyrir strfðiö vérið orðin að óþörfu mikils til of dýr. Eg vona ' því, að hann sé svo íéttsýnn og 1 sannleiksleitandi, að hann af fram- ■ ansýndum rökum sjái, að ekkert er • hægt að byggja á þessu háa kýr- verði um þaö, hvað er sannvirði mjólkur, og ef haun hefir trú á því, að verölagsnefndin taki mikiö tillit til áskorana hans og bendinga í þessu máli, þá ætti hann að flýta sér aö biðja hana aö doka við, hér kunni aö vera misreiknitigur. Eg held meira aö segja, aö hann hafi ekki sjálfur haft trú á þessari kenningu sinni, þvi hún hefði, ef sönn væri, eins og hún uppruna- lega var sett fram, ein nægt til þess að sanna, að mjólkurverðið nú er fullhátt, hvað þá ef það kemst upp í 30 aura ; en eins og menn vita, er «MjóIkurþurfi nú farinn að færa það sem sönnun fyrir of háu mjólkurveröi nú, að það hafi þeg- ar fyrir stríðið verið mikils til of hátt. »Mjólkurþurfi« hefir senni- lega farið aö hugsa rækilega um þetta mjólkursölumál, þegar hann var búinn að skrifa fyrri eða fyrstu grein sína nú á dögunum um þetta mál, og þá komist aö þeirri niöur- stöðu, að það væri hæpiö að mjólk- urframleiðendur stæðu sig við aö selja mjólkina sama veröi og fyrir stríöið, þótt kýrverðið hafi hækkað um alt að helmingi, þegar hann fór að hugsa út í það, að mjólkur- framleiðendur og fjölskyldur þeirra þurfa lífsviöurværis alveg eins og aðrir menn, en allar lífsnauðsynjar þeirra stíga í veröi, þelta frá þriöj- ung og upp í helming og meira. (Framh.) Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. »Eg skil ekki hvers vegna Tin- ker er ekki kominn enn«, sagði Bieik. »Skeð getur að vélin hafi bilað hjá honum á leiðinni. Ef svo er mun hann varla halda áfram í nött, en bíða þangað til birtir. Ef yður væri ekki á móti skapi vildi eg aka til Westward Ho! til þess að athuga staðinn*. »Auðvitað, eg er búinn til að aðstoða yður til hvers sem vera skal. Eg sé mjög vel hversu alvarlegt mál þetta er. Mennirn- ir voru báðir gestir mínir ogfell- ur mér þetta óhapp því ver en ella. Eg veit að fjarvera þeirra er ómetanlegur skaði allri þjóð- inni en hagur óvinum vorum. Eg skil ekki hver hefir þorað að framkvæma slíka fífldirfsku*. Bleik stóð upp og kveikti sér í sigarettu. »Það er ekki til neins að gera neinar ágiskanir enn þá«, sagði hann. »Þegar við höfum athugað málið vandlega og dregið saman allar þcer leiðbeiningar sem við getum náð í, þá getum við fyrst farið að mynda okkur einhverja skoðun á málinu. — En meðal annara orða, hafið þér pokana sem þeir höfðu með sér?« »Já eg hefi þá inn á skrifstofu minni. Viljið þér sjá þá?« »Þegar við komum aftur«, sagði Bleik. »Ef þér eruð tilbúinn held eg að væri best fyrir okkur að halda af stað«. TIL M I N N I S: Baðhúsið oplö v. d. 8-8, ld.kv, til 1] Borgarst.skrifát. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg, op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið F/,-21/, siðd. Pósthúslð opið v. d. 9-7. suund. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-Ö. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahæiið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ökeypis lækning háskólans Kirkjustræt! 12: Alm. lækningar á þriðjud, og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Skemtivagnar með ágætishestum til leigu í lengri og skemri ferðir. Sírni 341. Þeir gengu út úr slofunni og út í ganginn. Þar beið þjónn eftir þeim með kápur þeirra og hettur. Bifreiðin sem Bleik kom í var fyrir neðan tröppurnar, úti í garðinum, þeir stigu upp í hana og héldu af stað. Þegar þeir voru skamt á veg komnir sjá þeir að maður kemur á móti þeim. Hann var kominn af æskuskeiði og gekk eins og hermaður. Bleik sá strax að þetta var uppgjafa hei- maður, Honum kom það því ekki ■ á óvart er Morrison sagði hon- um að þetta væri majór Hart er verið hefði með honum er hið leyndardómsfulla hvarf ráðherr- ans kom fyrir. Bleik bauð honum að fylgjast með þeim og tók hann boði hans. Síðan héldu þeir af stað aftur og héldu áleiðis til West- ward Ho! Bleik hafði oft leikið á völlun- um hjá Westward Ho! og þekti því vegin mjög vel. Hann stans- aði því ekki fyrr en hann var kominn fram hjá veitingaskálan- um og rétt að völlunum. »Hér var það sem við byrjuð- um að leita«, tók Morrison til máls, þegar þeir höfðu stigið út úr vagninum. »Eg býst við að þér viljið byrja hér líka. Við ættum að hitta nokkra af leitar- mönnunum þá og þegar. Frh.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.