Vísir - 01.08.1916, Side 3

Vísir - 01.08.1916, Side 3
VÍSIR 5)retv^\xt óskast til að bera YISI út um bæinn. Krone Lageröl er best Urval af karfmanna & kvenna Regnkápum kom með e.s. ISLAND í Austurstræti 1. Asg. G. Gunnlaugsson & Co, Tvær góðar kýr til sölu nú þegar, eða síðar í sum- ar. Ennfremur viljugur og vel vax- inn einiiiur klárhesiur. — Uppl. hjá Helga Bergs. Sími (á virkum dögum) 249. LÖGMENN 1 Oddur Gíslason yflrréttarmálafiutninicsmaSur Laufásvegi 22. Venjulega heirna kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Pétur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Hverfísgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . 1 VATRYQGIhiGAR 1 1 j 430SSSSBSSEV Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Bogi Brynjólfsson yfirréttarmálaflutnlngsmaCur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [u;pil. Skrifstofutimi frákl. 12— og 4—o e. — Talsími 250 — Det kgl. octr> Brandassurance Comp. Váiryggir: Hús, húsgögn, vöru- aiskonar. Skritstoíutími8-12 og -28, Austurstræti 1. N. B, Nleisen. Verkuð sauðskinn fást hjá Sláturfélagi Suðurlands ttm&ntega Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz 1916. Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 24 —- Frh. — Þetta er talsvert skáldsögulegt, sagöi frú Schoville og klappaði saman höndunum. Þó hún væri feitlagin og rólynd hafði hún þann sið að klappa saman höndunum og reka upp óp við og við þegar hún talaði. — Hvernig vildi það til ? spurði hún Fronu. Hann hefir þó ekki, vænti eg, frelsað yður frá að hrapa fyrir björg, eða neitt þess háttar? Og þér hafið ekki minst á þetta meö einu einasta orði, Corliss! Segið mér nú satt og rétt frá því hvernig þetta bar til. Eg brenn af löngun eftir að fá fulla vissu um það. — Ó, sussu! Það var nú svo sem ekkert merkilegt við það, flýtti hann sér að segja. Eg meina að það bar ekkert uierkilegt við í það sinn. Eg, — það er að segja við — Hann hrökk við, því Frona greip alt í cinu fram í fyrir honum, og það var ekki gott að vita hvað henni kynni aö delta í hug að segja. — Hann sýndi mér gestrisni, Það er nú alt og sumt, sagði hún. Og eg þori óhikað að mæla meö steiktu kartöflunum hans. Og hvaö kaffið hans snertir, þá er þaö hið mesta fyrirtak — hvorttveggja hrein- asta fyrirtak — þegar maður er gíorhungraður. — Vanþakkláta stúlka, stamaði hann út úr sér. Hún brdsti. Nú var hann kyntur háum og giannvöxnum undirforingja úr lög- regluliðinu. Hann stóð við ofninn og var að tala um matvælaástandið við lágvaxin, hvatlegan mann, sem auðséð var að ekki kunni við sig í stássi því, sem hann hafði orðið að klæðast við þetta hátíðlega tæki- færi. Corliss naut nú þess að hann hafði fengið gott uppeldi og var vanur að umgangast fólk. Hann gekk á roilli manna og skeggræddi fram og aftur um ýmsa hluti. Del Bishop öfundaði hann mjög af þessu, því hann vissi ekkert hvernig hann átti aö bera sig til í slíku samkvæmi. Hann haföi sest á fyrsta stólinn, sem fyrir honum varð, og beið meö óþreyju eftir því að einhver af gestunum stæði á fætur til þess aö kveðja, svo hann gæti lært af því hvernig hann ætti að fram- kvæma þá mikilsverðu athöfn. Hann var að bollaleggja með sjálfum sér hvernig hann ætti að fara að kveðja. Hann þóttist viss um að hann væri neyddur til að kveðja Fronu sérstaklega, en hitt vafðist fyrir honum hvort hann myndi eiga að kveðja hina gestina alla með handabandi, eða ekki. Hann hafði aðeins ætlað allra snöggvast að líta inn til þess að heilsa Fronu, en hitti þá svona á að þarna stóð veizla, sem hann ekki hafði haft minstu hugmynd um. Corliss hafði verið í samræðu við ungfrú Mortimer. Og að því búnu stóð hann upp og gekk áfram. Del Bishop náði þá í hann. Gullneminn haföi undir eins þekt Corliss aftur, þó hann aðeins hefði séð hann áður eitt augna- blik, þar sem hann stóð í tjald- dyrum sínum í Happy Camp. Og nú fékk Bishop málið. Hann sagðist vera Corliss óendanlega þakklátur fyrir að hann hefði hýst Fronu, þegar hann sjálfur hefði verið að villast og orðið alt of seinn með farangur hennar. Hvert vináttumerki, sém henni væri sýnt, væri jafnframt vináttumerki við sig, og hann gæti bölvað sér upp á að hann skyldi muna það eins lengi og hann ætti nokkra lepp- tusku til að hyija sig í. Hann von- cði að hún hefði ekki gert honum mikiö ónæði. Ungfiú Frona hefði sagt að rúmfötin hefðu verið af skornum skamti, en það hefði ekki veriö svo mjög kalt þá nótt, það hefði borið meira á storminum en kuldanum, svo hann ímyndaði sér að henni hefði ekki orðið neitt verulega kalt. — Corliss vildi sem minst um þessa næturgistingu tala þarna, svo hann vatt sig af - Del Bishop svo fljótt sem hann gat. En Davíö Harney, sem ekki var kominn i þessa veizlu af neinum misskilningi, var ekki eins feiminn og Del Bishop. Honum fanst það skyída sín, við svona tækifæri, að ryðja sér til þess rúms sem hon- um, Eldorado-konginum og marg- földurn miljónaeiganda, bæri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.