Vísir - 01.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 01.08.1916, Blaðsíða 4
ViSIR Enn um Grullfosshestana Herra Gunnar Sigurðsson frá Selalæk liefir gert nokkrar athuga- semdir við grein mína í 200 tbl. »Vísis«, þar sem hann í blaðinu í gær skrifar langa grein til andsvara, en meginþorri þeirrar ritsmíðar er útúrsnúningar og hártoganir, samt játar hann sumt satt að vera, en sum aðfinnsluatriði mín minnist hann ekki á, sjálfsagt vegna þess að þau voru svo augljós að á móti þeim tjáði ekki að rnæla. Skrafdrjúgast verður honum um hrossafjöldan sem fór með skipinu, og að hans hey hafi verið yfrið nóg, en gefur samt jafnframt í skyn að H. Zollner hafi vanhagaö um hey, en Iýsir svo jafnframt það til- hæfulaus ósannindi að símað hafi verið eftir heyi þegar farið var að skipa hestunum út. Á mðti því þýðir greinarhöf. ekki að mæla, að hey var fengið hjá Samúel Ólafs- syni söðlasmið þá um daginn eftir að farið var að skipa hestunum út. Greinarhöf. neitar því að fleiri hestar hafi átt að fara með skipinu en 225, en hvers vegna voru þá rekin á annað hundrað hross upp úr bænum aftur um kvöldið ? Hvaða þýðingu hafði það að láta þau standa meginhluta dagsins niður á bryggju ef þau hafa ekki átt að sigla ? Mögru hrossunum heföí þó sannarlega ekki veitt af að vera á höguní þenna dag. Heyrt hefi eg að dýralæknir hafi gert afturreka nokkur tryppi hjá G. S. þenna dag, en varla get eg trúað því að þau hafi verið á ann- að hundrað. Hr. Gunnar Sigurðsson viður- keunir þó, að nýja heyið frá Viöey hafi ekki veriö vel þurt. Það er sjálfsagt engin skreytni í því fólgin hjá höf. Hvað skyldi annars hafa verið mörg þúsuud pund af vatni í þessum 1500 pd. ? Greinarhöf. viðurkennir líka að heyið frá Lækjarbotnum hafi verið slæmt, en bætir því við, að hann hafi fengið það lánað en ekki keypt. Þaö gerir svo sáralítinn mismun í þessu efni hvort það^er keypt eða lánað, var jafnmikill óþverri hvort sem var, tæplega gefandi heslum í gaddharðindum hvað þá útflutnings- hrossum á sumardegi. Eg þóttist hafa það úr ábyggilegum stað að dýralæknir hefði rekið það til baka — en ef það er rétt hjá greinar- höf. að það hafi farið með hest- unum, þá er eg sannfærður um að dýralæknir hefir aðeins látið það fara með það fyrir augum að hest- arnir rótuðu því undir sig í lest- ina, en ekki til fóðurauka Það er rangt hjá höf. að «alómögulegt« hafi verið að fá hey í bænum í vor, því þetta sama kvöld fékk þó Gunnar Sigurðsson hey allgott inn á Laugavegi, en hann hefir sjálf- sagt þurft að borga það, en ekki fengið það lánaö. Svo ætti það að vera, Gunnar minn Sigurösson frá Selalæk, að það væri ykkar áhugamál að hest- arnir litu seni bezt út er þeir kæmu 'til útlanda, en manni hefir núvirzt hið gagnstæða hafi átt sér alt of oft staö hingað til hjá sumum hrossaútflytjendum — ekki þó öllusti. Og það er gleðilegt ef þéirætlaað fara alment að bæta ráð sittíþessu efni. — En ekki hefi eg beinlínis trú á því að G. S. gangi þar á undan með góðu fordæmi; fremur gæti eg trúað Guðm. Böðv. eða máske Dan. Daníels. til þess aö lag- færa. eitthvað í þessu efni ef þeir vildu léttan á leggja. Ef að hinir yngri matvælakaup- menn bæjarins ættu að taka sér til fyrirmyndar heyið sem sutn útflutn- ingshrossin hafa fengið á sjóleið- inni, þa hefðu þeir sannarlega ekki þurft aö vera vandlátir með vöru- kaup sín. Annars kemur »myglað mjöl* ekki þessu máli við, það er rétt fyrir greinarhöf. að athuga þaö sérstaklega, sér til dægrastyttingar í sumarfríinu. Hvað var klukkan þegar hestarnir voru teknir úr haganum um morg- uninn? Og hvað var hún þegar þeir komu í hagann aftur um kvöld- ið? Margir hestar komu á »planið« áður en kl. var 11. Skipið fór ekki fyr en kl. 8 morguninn eftir, og það hafa menn sagt mér sem farið hafa á milli landa með útflutnings- fénaði að aldrei líði skepnunum jafn illa, sem þá þcgar skipin liggi kyr inni á höfnum. Höf. viðurkennir þó að ýmislegt sé athugavert við útskipunina, þó bann reyni að snúa út úr því á þann veg að betra sé að hafa taug en púða, en ef viö legðum saman með athugasemdir okkar, þá gæti orðið úr því stór réttarbót fyrir hestana og þá er tilgangi mínum náð, og þó alt vitið í þá »bót« kæmi frá G. S. þá skyldi eg vera honum þakklátur fyrir. Óþarfi er fyrir G. S. að bera kvíð- boga fyrir þvt að eg muni skemma fyrir dýraverndunarstarfseminni með ritsmíðum mínum, fremur ber eg kviðboga fyrir að hann skemmi fyrir hrossaverzlun landsins með útflutningi sínum. Ef eg fæ bend- ( ingu um það frá yfirboðurum mín- mínurn að hætta að skrifa um þetta mál, þá er að taka því, en eftir bendingum G. S. fer eg alls ekki. Glósur Gunnars Sigurðssonar um manninn sem horfeldi er hann bjó í sveit. vísa eg heim til höf. aftur sem mér persónul. alveg óviðkom- andi. Eg skal ekki rengja Gunnar Sig- urðsson um það að hann kunni að hafa nefnt við rekstarmenn sína að reka hrossin gætilega, en ef svo hefur verið þá virðist sem þeir hafi gleymt því furðu fljótt, sanfanber slysið er varð á suðurleið er stóðið kom að austan síðast. Af því að hr. Gunnar Sigurðsson bendir mér á aö eg muni ekki hafa vit á að skrifa um þetta mál, þá vildi eg í sama máta og mesta bróð- erni mega benda honum á, að eg hefi fylstu ástæðu til að ætla að hann sé ekki þeim starfa vaxinn að kaupa hross til útflutnings, því eg vil ekki ætla að aðrar hvatir ráði en grunn- hygni hjá þeitn manni, sem kaupir fylfulla hryssu við Þjórsárbrú, en sem kastar svo er hún kemurútað Ölvusárbrtí, lítið vit virðist vera í að kaupa svoleiðis gripi til útflutnings og ef það væri með ásetningi gert, þá er mikil harka ef ekki annað vera í því fólgið, en eg hygg að slík misgrip stafi af því að maður- inn veit ekki betur, - þá mælir öll sanngirni með því að á því sé tekið með vægum tökum. Ýmislegt fleira mætti um skrif Gunnars Sigurðssonar segja og út- flutning á hrossum í sambandi við þaö, en að þessu sinni læt eg staö- ar numið. Illa hefur mér æfinlega látið i eyrum skrölt í tómum vögnum, en einna hæðsta og skröltmesta hljóðið hefur mér virst koma frá tótnum j fjaðralausum vagngarmi austan Þjórs- '. ár, sem var þó búinn að vera til aðgerðar annað veifið í Rvík í ein , 8-9 ár. j Rvík 29. júlf 1916. j* I KAUPSKAPUR 1 Langsjöl og þrfhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjólar vænstir og ódýrast- ir á Nýlendugötu 11 B. áður á Vesturgötu 38. [447 Mjólkurhúsið á Grettisgötu 38 vill daglega fá keypta 50—100 Hr. af nýmjólk nú þegar eða frá 1. september næstkf [297 Morgunkjólar fást beztir í Garöa- str. 4. [299 Vöölur vil eg kaupa. Jón Sigurðsson á Laugavegi 54. [1 Barnaskór á 1 árs til 2 ára fást á Njálsgötu 29 uppi. [2 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Brúkaðir skóleistar af öllum stæröum óskast til kaups. Valdi- mar Kr. Guðmundsson, Langanes- spftala. [4 r HÚSNÆÐI 1 Herbergi til leigu fyrir ferðafólk i Lækjargötu 12 B. [305 Eitt gott herbergi (eða tvö þá annað minna) og með sérinngangi, vantar mig frá 1. október. Engil- bert Hafberg hjá Zimsen. [5 [ TILKYNNINGAR Jóh. ögm. Odússon. Eineykis Skemtivagn óskast keyptur. Tilboð merkt »Vagn« sendist afgr. þessa blaðs fyrir 6. þ. m. Gott hús á góðum og fallegum stað í bænum er til sölu, með fallegri lóð, mikilli eða lítilli, eftir því sem hentar. ÞÓRÐUR úrsmiður JÓNSSON vísar á. Hatti með fangamarki, sem tek- inn var í misgripum í gærkvöldi úr forstofunni á Skjaldbreið óskast skilaö þangað til afgreiðslufólksins. [308 I TAPAfl—FUNDlfi I Budda hefir tapast trá Bergstaða- stræti og inn á Grettisgötu. Skilist á Grettisgötu 44. [6 Hjól af handvagni fundið. A. v.á. [7 Sunnudaginn 23. þ. m. tapaðist frá Reykjavik að Kolviðarhóli bögg- ull með dagblöðum (Vísir) og Langsjali. Finnandi vinsamlega beðinn að skila til Þorleifs Jóns- sonar í Kaupangi í Reykjavík gegn fundarlaunum. [8 [ LEIGA I Heyhlaða og hesthús tii leigu. A. v. á. [309

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.