Vísir - 03.08.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 03.08.1916, Blaðsíða 3
VlSIR satnningum er þegnum beggja rikja tryggöur réttur yfir eignum í báð- ura löndum. Eins og kunnugt er þefir ekki enn oröið úr friöslitum milli Þjóð- Tvær góðar kýr til sölu nú þegar, eða síðar í sum- ar. Ennfremur viljugur og vel vax- nn einlitur klárhestur. — Vöraflutningar íást með mótorbátnum HEEA um Faxaflóa verja og ítala. Uppl. hjá Helga Bergs. Sími (á virkum dögum) 249. Afgreiðsla hjá G. Gíslasoti & Hay, SÍMI 481. 4--5 hreinlátir tóbaksskurðarmenn geta nú þegar fengið atvinnu við Landstjörnuna. LÖGMENN Oddur GísJason yflrréttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 ____________Simi 26__________ Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfísgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—5 . Bogi Brynjólfsson yflrróttarmálaflutnlngsmaOur, VATRYGGINGAR Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgi. ocfr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, búsgögn, vðru- alskonar. Skriístofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nieisen. U «9 C' oP «S cc o$ e o <A oSS o 1*0 Krone Lagerölfer best Prentsmiðja P. P. CLEMENTZ. — 1916. Skrifstofa i Aðalstræti 6 [u'pij. Skrifstofutimi frákl. 12— og 4— 6 e. — Talsími 250 — Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 26 ---------------- Frh. En Corliss varð þess fljótt full- viss að hugur sjaldan fylgdi máli, þó þetta ælti sér stað, en var aðeins Ijótur ávani, sem umgengnin á þessum slóðum átti sök á. En það voru tvær hliðar á sam- kvæmislífinu í Dawson. f húsum Jakobs Welse, og nokkrum ööruro húsum þar, kom saman fólk, konur og karlar, sem stóöu á svipuðu þjóðfélagsstigi, og Iögðu sig í fram- króka til að gera heimsóknir þessar aðlaðandi og skemtilegar. En samt sem áður var það nú svo aö karlmönnunum var þetta ekki fullnægjandi. í Dawson var Hka til önnur hlið á samkvæmislífinu, mjög ólík hinni, cn sem engu síður dró menn að scr. það voru veitingastaðirnir, sem hér er átt við. Á þessum stöðuni komu menn saman til þess að tala sig sarnan um ýms fyrirtæki, verzla meö náma- réttindi og Iandeignir, ræða um nýjustu fréttir og viðburöi í um- heiminum og fleira og fleira. Menn af öllum stéttum hittust þar. Þar voru spilaborð og danz- salir. Á þessa staði varð Corliss líka að koma oft, sakir atvinnu sinnar. En þetta líkaði Fronu ekki. Hún hafði nú sínar skoðanir um hvað væri »gott siðferði«. Komu þær skoðanir hennar ekki vel heim við áiit almennings þar á staðnum. Varð það orsökin til hins fyrsta sundurlyndis milli hennar og Corliss. Fronu þótti mjög gaman að því að aka í hundasleða. Það var því dag einn í nóvetnbermánuði, aö hún steig á sleða sinn og ók á harða spretti eftir veginum niður með áuni, Þennan dag var hörku- frost. Undir eins og hún var kom- in út yfir takmörk bæjarins stökk hún af sleðanum og hljóp fram með honum. Þannig hélt hún áfram, ýmist akandi eða hlaupandi, langa leiö, unz alt í einu að hún ók fram á kvenraann, sem sat þar og horfði út í biáinn. Það duldist ekki að hún haföi verið að gráta. Og það var nóg til að vekja með- aumkun og eftirtekt Froiiu. Augu þessarar konu stóðu full af tárum. Andlitsdrættir hennar báru vott um vonleysi og hugarkvöl. Frona stöðvaði hundana, og gekk til hennar. — Hafiö þér meitt yður? Get eg nokkuð hjálpað yður? spurði hún. Og þó konan hristi höfuðið neitandi hélt hún áfram: — En þér megið ekki sitja hér hreyfingarlaus. Það er grimdarfrost og þér verðið skammkalin á stutt- um tíma. Þér eruð meira að segja orðin kalin á kinnunum. Svo fór hún að nudda kalblettina upp úr snjónum. — Fyrirgefið þér, sagði konan og stóð á fætur hálf vandræðaleg. Eg er yður mjög þakklát, en mér er ekkert kalt, eins og þér getiö ímyndað yður þegar eg er svona klædd. Hún sýndi Fronu um leið loðskinnsfóörið undir kápunni sinni. Og svo var eg alveg nýlega sezt hér niður. Frona tók eftir því að konan var mjög fríö sýnum og skraut- búin. En henni gazt samt ein- hvern veginn ekki að henni og langaði til að hafa sig á burtu. — Eg hefi alls ekki meitt mig, sagði konan. Það var einungis ósjálfrátt að eg varð svona við- kvæm, og hefir víst komiö til af því að sitja hér og horfa út yfir þessa ömurlegu, snæþöktu eyöi- mörk. — Já, þvingaði Frona sig til að svara, eg skil það vel. Það gelur virzt ósegjanlega tómlegt að líta yfir svona landslag, — en svona áhri hefir það samt aldrei á mig. — Það kemur til því að upp- eldi okkar og lífskjör hafa veriö ólík, svaraði konan. Þetta er ekki í sjálfu sér landslaginu að kenna, þó það hafi ólík áhrif á mismun- andi lundarfar manna. Konan þagnaði allra snöggvast en rak svo upp hvellan og sker* andi hlátur, sem hljómaði ilia í eyrum Fronu. Frona gekk nokkur skref áfram, í áttina til sleða síns, en konan rétti þá út hendina og sagöi, næstura því með biðjandi röddu: — Standiö þér við stundarkorn og talið við rnig. Það er langt síö- an eg hefi hitt mentaðan kven- mann að máli. Þér eruð — já, sjáið þér nú til, eg þekki yður, — þér eruð dóttir Jakobs Welse og nafn yðar er Frona Welse. Er þetta ekki rétt? Frona hneigöi höfuðið til sam- þykkis, þó henni einhvern veginn væri ekki meira en svo um það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.