Vísir - 07.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1916, Blaðsíða 2
VtSlR VÍSI R A f g r e 1 ð s 1 a blaðslns á Hótel Island er opin frá kl. 8—7 á hverj- um degi, Inngangur frá Valiarstræti, Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til vtðtals frá k). 3—4. Sími 400.- P. O. Box 367. Bcst að vcrsla i FATABÚÐINNl! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri som yngrl. Hvergi betra að versla en í FATABUÐiNNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Hvað á að gera? Eg var að því kominn að setja „Dýrtíðin" fyrir ofan þessar lín- ur. En þá mintist eg þess, að þeir menn hafa verið all-margir hér á landi, er neitað hafa því að hér sé nokkur dýrtíð. — Afkoma manna var síðastliðið ár eftilvill miklu betri alment en í venju- legu árferði, að eg nú ekki tali um stórgróðamennina. í fyrra- sumar þótti mörgum blöðin slá óþarflega mikið á barlómsstreng- ina, og reynslan þykir hafa sann- að, að þau hafi að óþörfu gert horfurnar svartar. En það er gott, að vera við því versta búinn, þó að vel ræt- ist úr. Og eg álít dýrtíðarskraf blaðanna þakklætisverðara en slag- orð þeirra manna, sem sannspáir þykjast hafa orðið. Og velværi það farið, ef menn ættu ekki eft- ir að sjá eftir því, að þingið gerði ekki einhverjar ráðstafanir til al- mennrar dýrtíðar hjálpar, í líka átt og Sveinn Björnsson stakk upp á. En eg ætlaði ekki að tala um liðna ttmann, heldur þann ókomna. — Eg ætla heldur ekki að tala um horfurnar í sveitinni, þó að þar verði ekki sagt, að bjart sé framundan, ef ofan á hálfgerðan fellisvetur á að bætast grasleysis og óþurkasumar, svo að fóður- birgðir bænda verða bæði litlar ug hálfónýtar en verð afurðanna miklum mun lægra en í fyrra. Ér ekki ólíklegt, að mörgum þyki ástandið til sveita öliu ískyggi- legra en í bæjunum. En er ástandið ískyggilegt hér í Reykjavík, til dæmis? Ef kol hækka í verði um þriðj- ung frá því sem verið var í fyrra, steinolía um alt að helming og aðrar nauðsynjar eftir því, þá er ástandið ískyggilegt. Og engin vissa er fyrir því, að vinna verði eins mikil og eins borguð og í fyrra. Fiskaflinn getur orðið minni og sérstaklega er það víst að launakjör sjómanna verði lakari en þau voru. Og ef tekj- ur manna minka en vöruverð hækkar að mun, þá er ástandið ískyggilegt. það er áreiðanlega ekkiofsagt, að það væri vel farið, ef menn ættu ekki eftir að sjá eftir því, að þingið gerði ekki einhverjar ráðstafanir til almennrar dýrtíðar- hjálpar. En nú voru þessar ráðstafanir ekki gerðar — og hvað á þá að gera? Mjólk hækkar um 33%, stein- olía um 150%, kol um 200% og alt annað eftir því. það er altaf gott að líta í kring- um sig og sjá hvað aðrir gera. í Danmörku eru mönnum gefn- ir 25 aurar í verði hvers punds af kjöti. f Björgvin fá bæjarbú- ar mjólkina fyrir 18 aura lítirinn með tilstyrk bæjarsjóðsins. Eg veit ekki hvað framleiðendurnir fá þar fýrir mjólkina, en það er vafalaust alt að því helrriingi meira. þar hefir bæjarsjóður líka keypt eldsneyti handa bæjarbúum, og ætlar að selja það með miklum aff'öllum. Getur Reykjavík ekki gert eitt- hvað þessu líkt fyrir sína íbúa? — Jú, vitanlega. Bærinn hefði átt að vera búinn að kaupa kol til haustsins, að minsta kostþhálfs- vetrarforða. Og þessi kol ætti ekki að selja hærra verði en kolaverðið var í fyrra. Mismun- inn yrði bærinn að fá að láni hjá Jandssjóði þangað til betur árar. — Skilja mætti sauðina frá höfr- unum og selja efnamönnum kol- in fullu verði, og er þá úr vegi rutt aðalmótbárunni, sem færð var gegn því, að hækka ckki gasverðið. Eins ætti að haga steinolíu- kaupum og sölu. Eg ætla ekki að þrátta um mjólkurverðið við mjólkurfram- leiðendur. það virðist svo al- gerlega sjálfsagður hlutur, að bæj- arstjórnin láti rannsaka það.hvort verðið er ósanngjarnlega hátt, að allar deilur um það ættu að vera óþarfar. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu, að verðið sé of hátt, þá verður að ætla að hún geti fundið einhver ráð til þess að vekja verðlagsnefndina. — En ef svo skyldi fara, að verðið væri sanngjarnt, 30 aurar fyrir'líterinn, þá á hún að fara að dæmi bæj- arstjórnarinnar í Björgvin, — og borga ákveðinn hluta af verði hvers líters af mjólk fyrir þá sem ekki geta keypt eins mikið af henni og þeir nauðsynlega þurfa, vegna þess hve hátt verðið er. í Björgvin er farið þannig að, að bærinn gefur út „mjólkur- kort“ þ. e. skýrteini fyrir því, hve mikinn hluta mjólkurverðsins bæjarsjóður tekur að sér að borga og útbýtir þeim til manna eftir efnum og ástæðum. Mjólkursal- arnir taka við þessum kortum sem borgun, það sem þau ná, og innheimta þann hluta verðsins hjá bæjarsjóði, en það sem á vantar borga kaupendur úr sín- um vasa. það varðar bæinn og þjóðfé- lagið svo mikils að börn og sjúk- lingar geti fengið þá mjólk, sem þeim er nauðsynleg, að þetta má ekki láta afskiftalaust. Að endingu ætla eg að benda bæjarstjórninni á það, að árang- urinn af fisksölunni í fyrra, þó ólag væri nokkurt á henni, var betra en svo, að hún geti van- virðulaust „lagt árar í bát“ í því efni. — En ef þessar ráðstafanir yrðu gerðar, sem hér hefir verið bent á að framan og bæjarstjórn annast einnig um að bæjarbúar geti fengið fisk með skaplegu verði — ja, þá munu margirsegja að við meiru sé ekki að búast. R. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Hann beygði sig niður til þess að festa þráðinn og tókst það strax. þegar því var lokið ætl- aði hann að ganga til húsanna og leita aðstoðar hinna tveggja manna, sem hann hafði séð koma út úr húsinu til þess að koma flugvél- inni af stað. En ekki hafði hann fyrr stigið fæti á jörðina, en hann heyrði skot og kúla þaut með miklum hvin rétt fyrir ofan höf- uð honum. Tinker sneri sér skjótlega við og kallaði hátt: „Halló!“ „Hver er þar?“ kallaði hann. Hann heyrði annað skot og það var eina svarið, sem hann fékk. Að þessu sinni fór kúlan ígegn- um kápuermina á hægri handlegg hans. „þetta eru heldur heitar við- tökur sem eg fæ hérna, það verð eg að segja“, sagði hann og horfði undrandi í áttina sem skotin komu úr. „Skot þessi hafa varla lent svona nálægt mér af tilviljun einni Halló!“ Hann heyrði enn skot. Hann flýtti sér upp í flugvélina og þrýsti á rásarhanann. Um leið T 1 L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. .til II Borgarst.skrifát. I brunastöð opin v. d 11-3 Baejarfóg.skrlfst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d islandsbankf opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Laudsbaukinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugrlpasafnið oplð P/,-21/, siðd, Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráösskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vifilsstaöahælið. Hcimsóknartíini 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustræti 121 Alm. læknlngar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslæktilngar á fóstud, kl. 2-3. Tanulækningar á þriðjnd. kl. 2—3. Angnlækuingar i Lækjargöiu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10-2 og 5-6. og vélin fór af stað runnu tveir menn út úr skóginum. Annar þeirra stanzaði miðaði byssunni og skaut. Kúlan hvein við eyra Tinkers. Flugvélin rann af stað og lyfti sér upp. Nú fékk hann dembu af höglum, en honum varð ekkert meint við. „Örninn“ hækk- aði flugið stöðugt. þegar hann var kominn hátt í loft upp kom hann auga á flugvélina, sem hafði verið óbeinlínis orsök í ógöngum hans. Hann sá að hún var hér um bil tvö þúsund fet í lofti uppi og hann undraðist mikið hvernig hún hagaði sér. Hún flaug í hring og var að leika sér að hættuleg- um snúningum. það leit út fyrir að sá sem í henni var hefði held- ur lítið að gera. En Tinker vissi upp á sínar tíu fingur hvert markmið stýri- mannsins væri með þessum glóps- leik. Hann mundi eftir hvíta bögglinum sem hann hafði séð að kastað var niður úr flugvélinni og tveir mennirnir frá húsinu hlupu til og náðu. Og honum kom til hugar hin svívirðilega á- rás, sem gerð hafði verið áhann strax á eftir. Hann var í engum vafa um að flugvélin var að gæta að honum. En hann skildi ekki hvaða ástæður gætu verið til þess. Um leið og hann sneri flrigvél sinni til austur sá hann að hin kom á eftir honum og lækkaði sig í loftinu, og var nú í sömu hæð og hann. Ef Bleik hefði verið með honum, og hann hefði ekki verið bundinn við ákveðnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.