Vísir - 07.08.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 07.08.1916, Blaðsíða 3
V ( SI R fyrirskipanir, þá hefði honum þótt gaman að mega láta Gráa Örninn reyna skjótleika sinn, til þess að gera keppinaut sínum einhverja skráveifu og njósna um ferðir hans En þar sem hann var orðinn á eftir tímanum, og Bleik mundi búast við að finna hann í West- ward Ho! þá ákvað hann að halda þangað beina leið. En keppinautur hans var ekki alveg á því að sleppa honum að svo stöddu, setti vélina á fulla ferð og stýrði í veginn fyrir hann. Ekki leið á löngu áður en hann varð var við að skotið var á hann úr flugvélinni. Hann skeytti því ekki en horfði beint fram fyrir sig og herti á hraðanum, þangað til að hraðamælirinn sýndi að flug- vélin fór 90 mílur á klukkustund. Hann lét þar við numið og leit aftur fyrir sig og gætti að óvini sínum, sem stöðugt fjarlægðist. Eftir 20 mínútur leit hann við aftur og var hann þá horfinn. Hann var að hælast um í hug- anum hve laglega hann hef ði snúið hann af sér; þegar hann heyrði háan hvell, sem stafaði frá vél- inni. í sömu svifum stanzaði vélin og flugvélin tók að falla. Tinker stýrði henni skáhalt nið- ur á við. Hann leit út fyrir borð- stokkinn og sá að það var langt til lands. Hann reyndi að koma vélinni af stað aftur og tókst það að nokkru leýti. Flugvélin lét að Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 30 ---- Frh. — Nú! En hvað stendur svo í þessu blaði! — Eins og eg sagði, þá kostar blaðið mig fimtíu dollara, og það er eina blaðiö, sem fáanlegt er hér um slóðir. Allir eru að drepast úr forvitni eftir að fá nýjar fréttir. Þess vegna hefi eg nú boðiö fáeinum útvöldum að' koma hingað í dag- stofuna yðar í kvöld, ungfrú Frona, það er eina almennilega stofan sem til er hér, — og svo má Iesa blaðið hátt þar, eða þeir geta skifzt á um að !esa það, þangað til þeir eru orðnir þreyttir á því — það er að segja ef þér viljið lána stof- una. — Já. Það‘ er svo sem velkom- •ð. Og þaö var sannarlega vel gert af yður að----- Hann bandaði með hendinni: — Já, það var nú það, sem eg hélt. En eins og þér sögöuð áðan, Verslunarmaður Reglusamur maður, 24 ára — af mjög góðu fólki kominn — óskar eftir atvinnu við verslun sem innanbúðarmaður eða pakkhús- maður, nú þegar eða í haust. Getur tekið að sér skriftir á kontór í viðlögum. Tilboð með kaupi sendist afgr. blaðsins mrk. 14. Bifreiðarfélag Rvíkur í Vonarstræti. Sími 405. Leigir bíla í lengri og skemri ferðir. — Ef bíll er leigður til Pingvalia heilan dag er beðið á Þingvöllum endurgjalds laust allan daginn. — Til Þingvalla fer bíll venjulega á þriðjudögum, fimtu- dögum og Iaugardögum. Pantið pláss tímanlega í síma 405. LOGMENN VATRYGG8NGAR Oddur Gíslason yflrréttðrmálaflutningismaöur Laufásvegi 22. Venjulega heirna kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Pétur Magnússon, yfirdómslögmaöur, Hveríisgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . Bogi Brynjóifsson yflrréttarir.álaflutningstnaður, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [u pij. Skrifstofutími frá kl. 12— og 4 —6 e. — Talsími 250 — Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kgL octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Ausíurstræíi 1. N. B. Nlelsen. stjórn þótt kraftur vélarinnar væri lítill. Hann vissi gjörla hvar hann var og vissi að roeð þessu lagi gæti hann komist til Lundeyjar, sem var ekki alllangt í burtu. — Hann flaug eina míluna eftiraðra það lét harkalega í vélinni og gangurinn var óreglulegur. Flug- vélin lækkaði stöðugt í lofti. Hann leit útfyrir borðstokkinn og sá að Lundeyja lá skamt frá til hægri, í sömu svifum varð sprenging aftur í vélinni og hún stanzaði. Hann lét flugvélina svifa skáhalt niður og vonaði að sér tækist á þann hátt að ná til eyj- arinnar. Hann vissi að hún var flatlend og því engin hætta á að lenda þar. Fimm hundruð fet eftir, — tvö hundruð fet. Hann renndi sér niður á sléttan völl fast við stóra grjótnámu og sá hann að nokkrir menn voru í námunni, sem horfðu á hann. þegar hjólin námu við jörð var eins og steini væri létt af honum, hann hélt að hann væri nú kominn úr öllum kröggum, en það er sjaldan ein báran stök; áður en hann vissi af var flug- vélin komin á hliðina og hann heyrði háan brest, er honum virt- ist heldur ills vitandi. , Prenlsmiöja Þ. Þ. Clementz, 1916. þá er það nú svo aö eg varösyk- urlaus. En hver einasta sái, sem vill fá svo mikið sem aö renna auga á blaðið í kvöld verður borga fimm kúfaða bolla af sykri. Fimm, stóra, kúfaða bolla annahvort af púðursykri eða hvítasykri. Og eg tek það skriflegt af þeim og sendi strax mann heim til þeirra á morg- un til aö sækja sykrið. Frona varö alveg hissa þegar hún heyrði þetta. Samt áttaði hún sig fljótt og fór að hlæja, — Þetta var tnesta hygginda- bragö. Eg skal lána stofuna, þó það verði nú mesti óhræsis kjafta- gangur út úr þessu öllu saman. Er það í kvöld, Davíð?’ Áreiðau- lega í kvöld? Já, það er það. Og vitanlega fáið þér borgun fyrir stofulánið, eins og þér setjið upp. — Já, og pabbi verður líka að borga fimm bolia fyrir að fá að vera viö. Þaö megiö þér ekki láta bregðast. Davíð brosti. Ánægjan skein á andliti hans. — Eg skal muna það, sagði hann. Veriö þér vissar utn það, al- veg vissar! — Og eg skal sjá um að hann komi, sagði hún. -- Og annað kvöld fer eg með blaöiö í samkomuhúsið. Fréttirnar í þvf verða nú þá ekki orðnar alveg eins glænýjar. En eg skal líka selja þær ódýrara þar, — til dæmis einn bolla af sykri fyrir hvert nef. Eg hygg það veröi lík- lega hér um bil sanngjarnt verð. Hann stóö nú upp og néri sam- an lófunum, mjög ánægjulegur. 10. k a p í t u 1 i. í horninu á veitngastofunni, rétt hjá hljóðfærinu, sat Corliss. Hann var að skeggtæða viö Trethaway hersir. Hann var hraustur og þrekmikill maöur, sem þrátt fyrir hærurnar og aldurinn, sem orðinn var sexlíu ár og þrjú betur, ekki leit út fyrir að vera eldri en margur maðurinn um þrítugt, Hann hafði lengi verið námaverkfræðingur, og getiö sér svo góðan orðstýr að Bandaríkin báru eins gott traust til hans eins og England til Corliss. Þeir voru bara orðnir góðir vin- ir þessir menn, og auk þess gátu þeir í starfi sínu hvor um sig orö- iö hinum mikið að liði. Þaö var heppilegt mjög að vel féll á með þessum mönnum, því á þeirra heiðum hvíldi vandasamt starf, sem gott var að þeir gátu unnið að í sátt og einingu. Herbergið var fult af tóbaksreyk. Alt að því hundrað menn, klædd- ir í loöskinnafatnað eða þykk ullar- íöt, sátu fram með veggjunum. Steinolíulamparnir og kertaljósin í stofunni gáfu frá sér daufa birtu, því loftiö inni var mjög þungt og muggulegt. Eitthvaö tíu pör dönzuðu fram og aftur um gólfið. Og í gegnum dyrnar í hinum enda stofunnar sást inn í annað stórt herbergi og var það enn þéttskipaðra mönnum. Þaðan heyrðist glasagiaumur, og hringlið í spilapeningum og ten- ingum, setn kastað var títt og ótt. Nú opnaðist lítil hurð skamt þar frá sem þeir sátu, Corliss ogTre- thaway hersir. Kom þar inn kona klædd í loðskinnskápu. — Þér eruð sannarleg frostdrottn- ing í kvöld, kæra Lucilla, sagði Trethaway við hana, Hún hrisli höfuðið og fór úr loðkápunni og tók af sér ytri skóna, og á meðan skiflust þau, hún og hersirinn, á nokkrum hnyttnum spaugsyrðum. En hún lét sem hún sæi ekki Corliss, sem þó stóö rétt hjá þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.