Vísir - 09.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 09.08.1916, Blaðsíða 2
VISIR A J g; r e i ð s I a blaðslns á Mótcl Island er opin frá kl, 8—7 á hvcrj- um degi, Inngangnr Irá Vallarstrætl, Skrifstofa á satna atað, Inng. Irá Aðalstr, — Hitstjórlnn tfl vlðtals frá kl. 3—4. * Sími 400. - P. O. Bok 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Þjóðverjar í Asíulöndum Tyrkja. Aldingarð.urínn í Eden rís upp aftur. Norski prófessorinn Gjelsvik, sem mörgum er hér kunnur fyrir afskifti hans af íslandsmálum, skrifar grein meö þessari fyrirsögn í norska blaöið »Syn og Segn«. Þar segir meöal annars: Það sem Þjóöverjar ætluöu sér meö ófriönum var að skapa sér varnir gegn því, sem þeir kalla »slavisku hættuna®. Þaö er slav- iska hættan, sem ógnar öllu þýzku, ekki aðeins í Þýzkalandi, heldur einnig í Austurríki. Og auk þess að tryggja sér örugga leið til nýlenda. Hér getur veriö um tvær leiðir aö ræða: sjó eöa land. Til þess að ná yfirráðum á hafinu vcröa Þjóðverjar aö leggja undir sig Belgíu og koma Frakklandi á kné. En þó var eugin vissa fyrir því,aö þeir gætu boðið Bretum út áhafinu, er þeir auk flotans urðu að halda uppi svo öflugum landher, að aör- ar þjóðir á meginlandinu yrðu þeim ekki ofjarlar. En landleiðin liggur um Austurríki, Serbíu, Búlgaríu og Tyrkland og þaðan til Egyptalands og Persíu. — Frá Egyptalandi ligg- ur svo leiðin opin til Indlands með tímanum. Þegar Búlgarar gengu í ófriðinn gaf stjórn þeirra út ávarp lil þjóð- arinnar, þar sem svo er komist aö orði: • Aðalmarkmið ófriðarins er að fiytja landamærin til landamæra Austurríkis og Ungverjalands*. — Þetta eru fá orð í fullri meiningu. Búlgarar áttu að verða samherjar Þjóðverja og fá fyrir það tögl og hagldir á Balkan. Og þarna er Ieiðin sem Þjóð- verjar ætla að komast að auðsupp- sprettunnm. Asíulönd Tyrkja og Persfa geyma afskaplegan auö í V t skauti sínu. Eufrat og Tigris eru jafnvatnsmikil fljót og a dögum Nebukaðnesar, þegar Mesopotamía var miöstöö ' heimsmenningarinnar. Aldingarðurinn í Eden getur risið þar aftur úr rústum, ef landiö kemst undir stjórn siöaðra manna, svo að hver maður eigi víst að íá þá upp- skeru sem lianu sáir til. Og Þjóð- verjar eru þeir karlar í krapinu, að þeir mundu ciufæiir um að siða Tyrkjann, ef þeir kæmust í færi við hann og til þess væri aö vinna að gera landiö eins arðberandi og í gamla daga. Palestína er svo gerð frá skap- arans hendi, að þar »drýpur smjör af hverju strái*. Maöur sem var þar á ferð og sá sléllurnar fögru í nánd við Genesaretvatniö, minnir mig, spurði Englending sem hann hitti, hvers vegna þær væru ekki ræktaðar. Englendingurinn svaraði : Ef einhver ræktaði eitthvað hér, þá mundu Kurdarnir koma og hirða uppskeruna. Alveg eins og fugl- arnir, sem eru snemma á ferli og tína kirsuberin einum eða tveim dögum áður en þau eru orðin sæmilega þroskuð, baia til þess að eiga það víst að fá þau. Eg skil það ekki, hvaða tjón heimurinn getur beðið við það að Þjóðverjar komist þangað. Þaö yrði til þess, að sá hluti jarðarinn- ar, sem sennilega er bezt gerður i frá skaparans hendi, kæmi mann- kyninu að fullum notum. Það væri í samræmi viö boðorðiö, sem bibl- ían segir fr?, þegar vorum fyrstu ! foreldium var fenginn aldingarður- | inn í Eden til gæzlu og ræktunar. i Þaö er mín skoðun, að það yrði j heiminum til blessunar að Þjóð- verjar kæmust þangað. Bretar táða yfir meiri nýlendum en þeir geta haft not af, Rússar og Frakkar einnig, Þannig gætu Þjóðverjar náð til i. nýlenda, þó að Þýzkalandi sé ilia í i sveit komið til að fást við nýlendu- byggingu utan Norðurálfnnnar. »Hvers vegna þurfa Þjóðverjarað eignast nýlendur, spyrja menn. Líð- ur þeim ekki fullvel í nýlendum annara ? Eða komast þeir ekki fyrir heima ? Nú, til hvers nota Bretar, Frakkar og Rússar öll þau land- Hæmi sem þeir eiga utan Norður- álfunnar ? Þaö sem einum leyfist, i verður öðrum ekki bannað. Engri þjóð geðjast að því, að þeir synir hennar, sem verða að fara úr landi, vegna þess að ekki er rúm fyrir þá heima, verði und- irlægjur annara. En þeir sem setjast : að í löndum annara, njóta ekki sömu réttinda og þeirrar þjóðar i menn, sem landið á, að minsta kosti í fyrsta lið. Stórar þjóðir, SIR sem þykjast hafa mátt til þess, vilja því eignast nýlendur. Útbreiðslu- þörfin er fyllilega eðlileg. Míu skoöun er því, að ef Þýskaland fær útrás um Balkan, þá veröi þaö eins- konar öryggispípa fyrír Noröurálf- una ; því lífskraftur þýsku þjóðar- innar er meiri eu svo, að hanu verði fjötraður. Um 80 miljónir Þjóðverja búa inniluktir í þéttbýli í Noröurálfunni. Eg tel hér ekki aðeins Þjóðverja í Þýskalandi held- ur einnig í Austurríki og Sviss. — Að loka þá inni væri að stífla fljót. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. 3. kapituli. Barátta og sigur. Þegar Morrison kom inn til Bleik og sagði honum að til flug- vélar sæist hjá Westword Ho!. þá kom Bleik fyrst til hugar að það mundi vera Tinker. Hann klæddi sig í skyndi og var að hugsa um ieið hvernig á því gæti staðið að drengurinn hefði stofnað sér í þá hættu að vera á ferð um nóttina. En þá datt honum í hug að skeð gæti, að þetta væri sama fiugvél- in sem förin voru eftir á árbökk- unum. Ef svo væri, hvers vegna kom hún aftur þangað, sem ráð- herranum hafði verið stolið? Þegar hann var klæddur fór hann út úr herberginu og fann Morrison fyrir utan. »Jæja«, sagði Bleik um leið og þeir gengu niður stigann. »Haf- ið þér nokkuð nýtt að segja ?« Morrison hristi höfuðið. »Ekkert annað en það, að hing- að kom maður með þau boð, að flugvél hefði sést á hringflugi hátt í lofti hjá Westward Ho! Eg sagði manninum að hafa bif- reiðina tilbúna. Eg þóttist vita að þér mynduð vilja fara strax þangaðí. Bleik þakkaði. Þeir flýttu sér út. Fyrir utan dyrnar beið stór grá bifreið búin til brottferðar. Bleik og Morrison fóru báðir upp í bifreiðina og héldu þegar af stað. Þegar þeir voru komnir út á þjóðveginn fór bifreiðin með þeim hraða sem hún hafði mest- an og eftir skamma stund komu þeir til Westward Ho? Bleik sá strax gult og rautt Ijós hátt uppi í loftinu. Hann stansaði bifreiðina og heyrði þá glöggt hávaðann í flugvélinni — Á Ijósunum sá hann að hún flaug T I L M I N N I S: Baðhúsið opiö v. d. 8-8, Id.kv, jlil 11 Borgarst.skrlfit. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laulásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravltj.timl ki, 11-1. . Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn oplnn v. d. daglangt (8-9) Heiga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugrlpasainið opið Þ/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hclmsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustrætl 12 i Alm. læknfngar á þrlðjud, og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlæknlngar í Lækjargötu 2 á mið- vikud, kl. 2—3. aiuisféhirðir kl. 10—2 og 5—6. í stórum hring yfir völlunum. — Hann stóð kyrr nokkra stund og hlustaði á ganghljóð vélarinnar. Svo sneri hann sér að Morrison. »Þetta er fiugvélin mín«, sagði hann stuttlega. »Eg gæti þekt ganghljóð vélarinnar hvar sem væri, Af einhverjum ástæðum hefir drengurinn hætt á að fljúga hingað, þótt dimt væri, og bið- ur nú eftir að við hjálpum hoti- um til að lenda*. Morrison leit upp og flautaði lágt. — »Sá er ekki alveg huglaus«, sagði hann. »Hvernig ætlið þér hjálpa honum til að lenda?« Bleik svaraði ekki strax, en horfði fram fyrir sig. Loks ans- aði hann: »Viljið þér fara til mannanna sem halda vörð og biðja þá að ná nokkru af þurru grasi sem vex fram með ánni og er mjög hátt? Við þurfum nokkur föng af því. Á meðan skal eg sjá um annað sem gera þarf«. »Bleik steig upp í bifreiðina og ók henni að siéttum velli þar skamt frá. Völlur þessi lá fram með ánni og endaði við dálitla sándbreiðu, skamt frá stað þeim, sem förin höfðu sést eftir flug- vélina, sem þeir héldu að stolið hefði ráðrranum. Hann stansaði bifreiðina og slökti ljósin. Svo kveikti hann aftur og slökti á víxl í nokkra stund, svo lét hann þau loga og köstuðu þaugeislunum langt fram fyrir sig. Bleik vissi að Tinker mundi sjá þessi Ijósmerki ef alt vœri með feldu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.