Vísir - 10.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 10.08.1916, Blaðsíða 2
VlSIR ViSIR A i g re i ð s i a blaðslns á Hótel Islaud er opin frá kl. 8—7 á hverj- um rlegi, Inngangnr frá Vallarstrsetl, Skrlfstofa á satnu stað, inng. irá AðaÍ6tr. — Rlistjórlnn tll vlðtaii Iri kl. 3—4. Síral 400.— P, ö, Box 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABUSINNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Hugulsemi. Fyrir nokkru síðan var formanni »Eknasjóös Reykjavíkur., síra Jó- hanni Þorkelssyni dómkirkjupresti, fært 500 kr. bankavaxtabréf. Er það gjöf til sjóðsins frá Framfara- félagi Reykjavíkur. Um nokkur undanfarin ár hefir Framfarafélagiö lítið látið á sér bera. Þar áður hafði það talavert lálið til sín taka um nokkurt ára skeið. — Þessi gjöf mun vera fyrirboði nýs lífs og endurnýjaðrar samvinnu inn- an félagsins. Brezkir fangar í Þýzkalandi. Það hefir lengi legið orö á því að heríangar Þjóöverja lifðu við sult og harðrétti. En Þjóöverjar neita því og segja aö herföngum sé ætluö meiri matvæli en lands- mönnum sjálfum. Brezka stjórnin hefir faliö sendiherra Bandaríkjanna að rannsaka meöferð Þjóðverja á enskum föngum og nýlega hafa verið birtir kaflar úr skýrslu hans í blöðunum. Þar segir meðal ann- ars: Því miður hefir ekkert verið gert til aö bæta híbýli fanganna. Skál- arnir í Ruhleben eru troöfullir. Á þessum tveim árum, sem ófriðurinn hefir staöið, hafa yfirvöldin haft nægan tíma til bæta úr annmörkun- um. Það er óbærilegt að sjá ment- aða menn hýsta í hesthúsum, sex í hverjum bási. Og á loftunum er hvert rúmið við annað. Birtan er svo lítil aö illmögulegt er aö Iesa. Og hvernig eiga þessir vesalingar aö lifa annan vetur, ef þeir geta ekki lesið. — Á heyloftunum upp- yfir er ástandið enn verra. I einu skálaloftinu eru aðeins 10 fet til mænisins, og til hliðanna að eins 4 '/3 fet upp í súðina. Oólfið er 10 og 13metrar. Rúmin standa svo þétt að varla verður gcngið á milli þeirra. Og þarna búa 64 menn. Gluggarnir eru svo litlir, að hálfdimt er inni og getur ekki hjá því farið, að sjón fanganna stórspillist, ef þeir veröa þá ekki alveg blindir. Og þetta hálfrökkur hlýtur að þjá þá andlega og jafn- vcl hafa sturlandi verkanir. Fangarnir eru skyldaöir lil að fara út, hvernig seni viörar, þegar á þá er kallað lil eftirlils, oft í regui. En þeír geta ekki þurkað af sér nokkra spjör; upphitunin er í megnasta ólagi. Ýmislegt, setn jafnvel hegningarhúsföngura er ekki neitað um, svo sem sápu, er mér sagt að fangarnir í Ruhleben hafi aldrei fengið, — Ýms yfirvöld hafa þráfaldlega lofaö að bæta úr göll- unum á húsnæðinu. Og eins og það er, er ástandið óþolandi, og stórhættulegt ef fangarnir eiga að búa viö það einn vetur enn. Eg er sannfæröur um, að nán- 1 ustu umsjónarmenn fanganna gera alt, sem í þeirra valdi stendur til aö bæta úr því, sem aflaga fer, en þeir hafa ekki vald til þess. En hjá því getur ekki farið, að eftir- lilsmenn æðri yfirvalda viti hvað aflaga fer. — — •, Enska stjórnin hefir falið sendi- herranum að vekja athygli þýzku stjórnarinnar á þessu vantíræðaá- standi í Ruhleben og skora á hana aö bæta úr því og láta föngunntn meiri þægindi í té. Immelmann. Frægasti flugmaður ÞJóðverja látinn. Ásamt öörum þýzkum flugmanni, háöi Immelmann orustu í loftinu viö þrjár franskar flugvélar á vest- urvígstöðvunum, en hrapaði úr 2000 feta hæö og dó þannig svo sem hraustum og fífldjörfum flugher- manni sæmir. Hann var talinn beztur flugmaður í her Þjóðverja og jafnvel fremri en Navarre hinn franski, sem sagt var að skorað hefði hann á hólm í Ioftinu. — Jarðarför Immelmanns fór fram í Dresden á Þýzkalandi meö framúr- skarandi mikilli viðhöfn, og ersagt að jafn-tilkomumikil sorgarathöfn hafi ekki farið fram þar í borginni í raanna minnum. Enda var Immel- mann dýrkaður af þýzku þjóðinni sem þjóðhetja, og vafasamt að hún hafi meiia dálæti á nokkrum öðr- um manni. Annar maður í flugher Þjóð- verja, Bölcke að nafni, ungnr að aldri eins og Immelmann, er þó talinn að vera honum nær jafn- snjall. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ----- Frh. Litlu síðar kom Morrison og og tveir menn með honum með fult fangið af þurru grasi og eft- ir fyrirsögn Bleiks þá settu þeir það í smá hrúgur fram með ár- bakkanum. Þeir fóru svo aftur til þess að sækja meira og fóru með það á sama hátt og áður. Næsta verk þeirra var það að skifta sér þannig að tveir voru við hvorn enda á hrúguröðinni, byrjuðu þeir svo að kveikja í heyinu og gerðist það á svip- stundu. Grasið var þurt og logaði vel. Þegar þeir höfðu kveykt í því öllu slökti Bleik Ijósin á bifreið- inni. Brátt heyrðu þeir að flugvélin nálgaðist. Loginn á vellinum leið- beindi henni. Loks námu hjólin við jörðu og hún rann fram með loganum og nem staðar á sand- fletinum. Maður stökk þegar út úr flug vélinni og kom til þeirra, Bleik gekk fyrstur og ávarpaði komu- mann. »Þú náðir ágætri lendingu, drengur minn. En hvað kom þér til að takast slíka hættuför á hend- ur?« »Eg hefi komist í hann all- krappann síðan eg fór frá Hen- don«. Bleik nefndi Tinker fyrir mönn- unum sem með honum voru og sagði svo: »Jæja Tinker, segðu mér nú hvað fyrir þig kom á Ieiðinni: Tinker studdist upp við bif- reiðina og sagði þeim frá ferð- inni eins og hún haföi gengið. Þeger hann hafði lokið sögunni stóðu allir þegjandi dálitla stund. Loks rauf Bleik þögnina. sÞetta er mjög kynlegt. Sagðir þú ekki að flugvélin hefði kom- ið frá Cardiff?« »Jú, að minsta kosti virtist mér svo eftir stefnunni* svaraði Tin- kér. — »Heldurðu að hún hafi snúið í vestur af því hún sá þig?« spurði Bleik aftur. »Nei, það hygg eg ekki. Hún var búin að snúa sér í vesturátt þegar eg sá hana fyrst«. »Eftir því að dæma sem á eft- ir kom virðist þetta ekki rétt hjá þér«, svaraði Bleik. »Eftir sögn T I L. MINNIS: Baðhúsið oplö v. d. 8-8, ld.kv. :til 11 Borgarsi.skrifst. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki oplnn 10-4, K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8*/, siðd Landakotsspít. Sjúkravltj.timi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 LandBbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d> daglangt (8-9) Melga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasaínið opið Þ/,-21/, siöd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, siiimd. 9-1 Samábyrgöln 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vifilsstaðahæiið. licinisóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opiö sd. þd, find. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Klrkjustræti 121 Alm. lækningar á þrlðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á tr.ið- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir ki. 10-2 og 5-6. þinni fiaug hún til vesturs þang- að til hún var á móts við Pem- brókarsker. Þar bilaði vélin hjá þér og þú neyddist til að lenda. Hún lækkaði líka flugið til sama staðar og þú, en í staðinn fyrir að lenda, eins og þú hélst hún mundi gera, þá hækkaði hún sig aftur, eftir að búið var að kasta útbyrðis þessum hvíta hlut, er lenti skamt frá húsunum. Og áður en »Grái Örninn« hafði lent höfðu mennirnir náð hlutnum*. »Já, það er alveg rétt«. »Hvernig leit þessi hlutur út, drengur minn?« »Nú, eg sá hann að eins í svip, og og mér sýndist það vera lítill pappírsstrangi. »Eftir nokkrar mínútur var skot- ið á þig og lítur heljst út fyrir, að þessi loftsending hafi blásið þeirn þeirri morðárás í brjóst. Það ér enginn efi á því, að þeir hafa ætlast til að þú kæmist ekki lifandi frá eynni. Hefði skemdirn- ar á vélinni verið alvarlegri og þar af leiðandi þurft lengri tíma til viðgerðar, þá lítur út fyrir að þeim hefði tekist að leggja þig að velli. Og strax og þú varst kominn af stað aftur þá veitti flugvélin þér eftirför. »Eins og eg hefi sagt þá er þetta mjög kynlegt. Ekki vissu þeir sem í flugvélinni voru hver þú varst eða hvað þú cetlaðir að gera, svo að það lítur út fyrir að hver flugmaður sem hefði farið eins að og þú, hefði sætt sömu meðferð. Og þar með er skýrt, að það var ekki þú sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.