Vísir - 10.08.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 10.08.1916, Blaðsíða 3
V I S!l R þeir vildu leggja að velli, heldur þann sem stýrði flugvélinni, sem hafði veitt þeim eftirför, hver sem það varl Með öðrum orðum, þeir hafa ekki kært sig um að nokkur vissi um ferðir þeirra. Frh. LÖGMENN Qdd*jv Gísfason ytlrréttarmáiaf!utnlnKSf«aður Laufásvegí 22. Venjulega heima kl. 11-12 og4-5 Siml 26 Péiur Magnússon, yfirdómslögmaBur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima k! 5—6 . Bogi Brynjóifsson yfirréttarmáiaflutnlngsm&Our, Skrifstofa í Aöalstræti 6 luppij. Skrifstofutimi frákl. 12— og 4-6 e. — Talsími 250 — VAT«YGG1NGAR Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsimi 254 Dat kgi. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. SkrifstofuiímiS-12 og -28 Austurstræti 1. N. B. Nielsen. ^tangaveiði fyrir eina stöng fæst leigð í Elliðaánum. Uppl. í verzlun Sturlu Jónssonar. Barnakennara- staðan við farskólann í Mosfellshreppi er laus. Kenslutími 5—6 mán. Umsóknir séu komnar til undir- ritaðs fyrir 15. sept. n. k. Skúli Gruðmundsson Úlfarsfelli. jKrone Lageröl er best Hitt og þetta Húsnæðisleysi. Við rannsókn, sem lögreglan í LunrJúnum gerði fyrir skömmu að næturlagi, kom i ljós, að 1500 katl- menn og 350 konur og börn urðu að ráfa um göturnar á nóttunni vegna þess aö þau höföu hvergi húsaskjól. „ Nýjar kosningar lil þingsins á Englandi kosta um 36 milj. kr, Fiugnavelðar eru iökaðar mikið í Chicago. — Hefir fé verið lagt til höfuðs flug- unum, eins og víða hefir veriö far- ið að, ti! að útrýma rottum. Því auk þess að valda mönnum mikl- ttm óþægindum, erti flugur oft mjög hættulegar. 232 menn keptu um verðlaun, sem heitin voru þeim, er dræpu flestar flugurnar. Drápu þeir svo raargar^ að þær fyltu 10 fðt. Fyrstu verðlaun hlaut I2áradreng- ur. Hann hafði dtepið 5V8 niilj- ón flugna og fyltu þær 100 lítra <!át. Hann veiddi flugurnar í gildrur sem hann hafði sjálfur fundið upp. Verðlaunin voru 100 dollarar. f Persíu er sagt að ekkjur safni tárum sinum á flöskur fyrst eftir að maöurinn er dáinn. Þær fá ekki að giftast aft- ur fyrr en þær hafa grátið tvær flöskur fullar. — Það fylgir ekki sögunni hve stórar flöskurnar eru. Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 33 Frh. Eldorado-kongurinn virti hinn nákvæmlega fyrir sér, þangað til hann loksins virtist ranka við sér. — Bíðiö þér viö, flýtti hann sér aö segja þegar hann sá að Vin- cent ætlaöi aftur að taka til máls, l|ú kannast eg við yður. En þér höföuö ekkert skegg áður. Látum °kkur Sjá — 1886, haustið 1887, sumariö 1888, — já, það var þá. Sumarið 1888 kom eg siglandi á timburflota niður Stewart-fljótið/ hlaðinn af elgsdýrabógum, og var að flýta mér aö komast áfram með þá áður en þeir yrðu ónýtir. Og niður á Yukon-ánni mætti eg yöur. Og eg stdð fast á því að það væri miðvikudagur en félagi minn þótt- lst viss um aö það væri föstudagur, en þér sögðuð okkur það rétta, — SUnUudagur minnir mig þaö væri! J*> sunnudagur var þaö. Ojæja. — Það eru nu- jjöin níu ársíðan. Og við áttum skifti saman, skiftum á elgsdýrakjöti og mjöli og lyftidufti og — sykri. Já, hamingjan góöa. Hvað eg varð feginn að mæta yöur þá! Komið þér nú heim til mín einhverntíma. Eg á dálaglegan skúr- kofa uppi í brekkunni. Lykillinn hangir æfinlega úti fyrir dyrunum. Komið þér þangað og dveljið eins lengi og yður lystir. Mér þykir slæmt aö eg verð nú undir einsað yfirgefa yður, en eg verð að fara niður að samkomuhúsinu til að heimta skatlana mína — sykrið. Ungfrú Frona getur sagt yður hvernig á því stendur. — Mig furðar á þessu, Vincent, sagði Frona, þegar hún var búin að sTcýra honum frá sykurvandræð- um Davíðs. Þetta land hlýtur aö hafa verið sannarleg eyðimörk fyrir níu árum síðan. Og að hugsa sér að þér skttlið hafa verið hér á slóðum í þá daga. Segið mér af því ferðalagi. Vincent ypti öxltím. — Það er ekki mikið né merki- legt af því að segja, sagöi hantí. — Það var hin mesta sneypuför, óhappatík og ekki til að miklastaf- — Já, — en segið mér nú af henni, samt sem áður. Mér þykir svo gaman *aö því að heyra um þess háttar æfintýri. Sneypuför, sem þér svo kallið, er þó tilraun til þess aö gera eitthvað. Hvað var það sem þér voruð að reyna að gera? — Nú jæja. Ef þér endilega óskið þess, þá get eg í fáum orö- um sagt yður alt, sem er frásagna vert, um/þetta. Eg fékk þávitlausu hugmynd að finna nýja leið um- hverfis hnöttinn. Og í þágu vís- indanna og blaöamenskunnar, — sérsfaklega þó blaðamenskunnar, — ásetti eg mér að leggja leið mína yfir Alaska, þaðan yfir Behrings- sund á ís og komast til Norður- álfunnar í gegnum Norður-Síberíu. Þetta var stórfengleg fyrirætlun því leiðin lá að mestu gegnum alveg óþekt lönd. En því miöur mis- hepnaðist fyrirrækið. Eg komstyfir sundið, en í Síberíii gekk ferða- lagið illa, — og það var alt sam- an Tamerlan að kenna, er eg van- ur, að minsta kosti, að hafa mér til afsökunar. — Ulysses! hrópaði frú Scho- ville hástöfum og klappaði saman lófunum, um leið og hún gekk til þeirra. Ulysses vorra tíma! En hvað það er skáldlegt. — Já, svaraði Frona, en svo hættir hann aö segja frá i miðju kafi, nýbúinn aðj nefna mannsnafn frá löngu liðnum tímum. Það er ekki fallegt af yður, herra Vincent, þvt við klárustum úr forvitni rrema þér skýrið okkur frá hvernig Ta- merlan var orsök í því að ferð yðar mishepnaðist. Hann hló. En þaö var auðséð að hann var ekki viljugur á að halda áfram sögunni. — Þegar Tamerlan fór með eldi og sverði yfir Austur-Asíu þá lagði hann alla bygð í eyði og fólkið flýði í allar áttir. Flestir flýðu langt inn í Síberíu, austur og norður, og ættkvíslir Mongóla settust að á ströndum fshafsins. — En þetta þreytir ykkur víst? — Nei, nei 1 sagði frú SchoviIIe. Þetta er ágætt, þér segið svo ljóm- andi vel frá að það minnir mig á — á — — Líklega á Macauiy, sagði Vincent og brosti. Þér vitið að eg er blaðamaður, og það hefir haft mikil áhrif á hvernig eg kemst að orði. En nú skal eg gæta mín betur. — Jæja, svo eg byiji þá aftur, þar sem fyr var frá horfið, þá hefði eg nú haldið ferðinni á- fram hefðu ekki þessir Mongólar verið þarna. Og í stað þess að vera neyddur til að giftast lýsis- lyktandi prinsessu, taka þátt í bar- dögum á milli kynþáttanna og ræna breindýruro, heföi eg getað í friði og ró haldið áfram ferð minni til Pétursborgar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.