Vísir - 12.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 12.08.1916, Blaðsíða 4
Qullfoss-hesiarnir, Frh. frá 2. bls. Hvort hr. J. Ö O. hefir betra eða verra álit á mér eöa öörum, sem flylja út hesla er mér gersam- lega sama um. Hann hefði eflaust ávalt álitið þann verstan, sem hefði orðið tii þess að bera til baka ósannindin og misskilninginn í rit- flónsku hans, hver sem það nú hefði orðið. En meini hr. J. Ö. O. það með glósum sínum aö eg hafi vísvitandi farið illa með þærskepn- ur, sem eg hef átt og umgengist þá lýsi eg hann lúalegan ósann- indamann að þvi og skora á hann að sanna það. Tvö ný atriði kemur hr. J. Ö. O. með í seinni grein sinni, sem, eins og vænta mátti, eru bæði misskiln- ingur og ósannindi. Hann teiur slys, sem vildi til við brú eina fyrir neðan Lögberg með þeim hætti að hestur datt út af brúnni og stórslasaðist, hafa verið því aö kenna, að rekstrarmenn ræku of hart, en svo lá í þessu, að grað- hestur hljóp á hestinn og hratt honum út af. Hitt atiiöið, sem hr. J. Ö. O. hefir auðsjáanlega þótst násérniðri á, er um fylfulla meri, sem hann segir að eg hafi keypt við Þjórsár- brú, en svo hafi hún kastað við Ölfusárbrú. En þetta strandar á þremur skerjum. I fyrsta lagi var hryssa þessi alls ekki keypt að Þiórsárbrú, í öðru lagi keypti eg alls ekki hrossin, Hr. Skúli Thor- arensen í Gaulverjabæ mældi hrossin, skoðaði þau og samdi um kaupini og í þriðja lagi var hryssan alls ekki ætluð til útflutnings. Þvf þar sem eg á jarðir austur í Landeyjum keypti eg milli 70 og 80 hross, mest tveggja vetra, svo og folalds- merar og fylfullar merar og skyldi sumt af þeira eftir auslur í Land- eyjum, en sumt viö Ölfusárbrú og létreka þau að Stóra-Hrauni. Já, svo fór nú um sjóferð þá, Jóhann minn, en mikil er fávizkan að láta sér koma til hugar að menn sem aldir eru upp í sveit sjái það ekki er merar eru komnar að köstum. Til þess heföi eg ekki einusinni trúað yður, Jóhann minn. Vagnskröltið í eyrum yðar, sem þér berið yður svo illa undan, get eg því miður ekki gefið yður á- kveðna skýringu ú, en líklegt tel eg að eitthvað hringli iiinan í yðar eigin höfði. Og sýnilegt er það, það sjá fleiri en þér, að eitthvað trufiar yður, þegar þér takiö penn- ann. Gúnnar Sigurðsson (frá Selalæk). ____________ V i Aö gefnu tilefni vottast aö hest- ar þeir, scm reknir voru af bryggju er GuJlfoss fór héðan síðast voru 57 að tölu. 5 i R Guðm. Sigurðsson, Páll Gestsson, Lögbergi, Elliðakoti. Þýzkt heiftarverk. Brezkur skipstjóri dæmd- ur til dauðaoglíflátinn. Keisarinn staðfestir dóminn. Föstudaginn 28. júlí tilkynti þýzka stjórnin opinberlega, að brezkur skipstjóri, Charies Fryatt, hefði ver- ið dæmdur til dauða og lfflátinnaf herrétti þýzka flotans í Brussel, fyr- ir aö hann hafði reynt að sökva þýzka kafbátnum U. 33 um kvðld- ið 28. marz 1916/ með því að sigla skipi sínu »Brussel« á hann. Segir í tilkynningunni, að kafbát- urinn hafi hitt Brussel í nánd við Maas vitaskipiö oggefið þvímerki um að halda kyrru fyrir og sýna fána sinn, en skipstjóri ekki skeytt því, en snúiö skipi sínu snögt gegn kafbátnum og reynt að sigla hann í kaf. Munaði aðeins fáum fetum að kafbáturinn gæti stungið sér, áður en ásigling varö. Fyrir þetta hafi Fryatt fengið guliúr að verð- launum hjá ensku flotamálastjórn- inni og mjög lofsamleg ummæli í neöri málstofu enska þingsins. Dauöadómurinn var bygöur á því, að Brussel var ekki herskip og Fryatt ekki hermaður og hafi hann því komið þarna fram sem »launvígismaöur« og væri hann því réttdræpur. En það er alkunnugt, að sam- kvæmt alþjóðalögum hafa verzlun- arskip rétt. til aö verjast, þegar á þau er ráðist af óvinaskipi. Og í reglum þeim sem Þjóðverjar hafa sjálfir sett um meðferð hertekinna skipa, er sagt berum orðum: að er verzlunarskip beitir vörnum, gegn skoðun eða hertöku, þá beri að beita öllum brögðum til að brjófa varnirnar á bak aftur, en með skips- höfnina skuli farið sem lier- fanga. — Og enginn efi er á því, að Þjóðverjar hafa tekið margar skipshafnir, sem beitt hafa vörn, en þó ekki dæmt skipstjórana til líf- láts fyrir það, fyr en þetta. Þjóðverjar náöu skipinu Brussel seint í júnímánuði, að haldið er fyr- ir svik farþega eins sem á skipinu var. Bretastjórn fói þá þegarsendi- herra Bandaríkjanna í Berlín, að hafa gát á því, hvaö við fangana yrði gerL; og 1. júlí tilkynti hann að skipshöfnin hefði öll veriö flutt til Ruhleben og væri höfð þar í gæzlu. — En 18. júlí sá brezka stjómin í hollenzliu blaði, aö leiða œtti Fryatt fyrir herrétt, Símaði bún þá þegar til sendiherra Bandaríkj- anna og baö hann aö rannsaka hvað hæft væri í því. — En síðan fréttist ekkert um afdrif málsins, fyr en stjórninni barst eftirfarandi skýrsla frá sendiherranum um afskiffi hans af málinu í símskeyti dags. 27. júlí, 5 e. b. «20. og 22. þ. m. skrifaði eg þýzka iitanríkismálaráöuneylinu um mál Fryatts, skipstjóra á s/s Brussel og fór fram á að fá að út- i vega honum verjanda. Svar fékk eg ekki fyr en í gær, og þá munn- legt á þá leið, aö máliö yrði dæmt í dag í Brussel, og því var bætt viö, að utanríkismálaráðuneytið hefði beðið um að málinu yröi frestað ef það væri mögulegt. — í dag hefi eg fengiö skriflegt svar, þar sem sagt er að ómögulegt sé að fresta málinu, vegna þess að leiða þurfi kafbátsskipshöfnia sem vitni, en hana megi ekki tefj'a Iengur. — Neumann majór er útnefndur verj- andi Fryatts. Hann er á friðartím- um málaflutningsmaður og »justiz- ráð að nafnbót.* Af þessum gangi málsins þykir þaö auðsætt, að þýska stjórnin hafi af ásettu ráði reynt að flýta málinu sem mest og koma í veg fyrir af- ski'ti sendiherra Bandaríkjanna af því, og að »málshöfðun« hafi að eins verið til málamynda, því að forlög Fryatts hafi verið ákveöin fyrir fram. Afskifti keisarans af málinu eru þau aö því er símað hefir veriö til emkra blaöa frá Haag, að dóminum var símleið- is skotiö til herráðsins i aðalher- búðum Þjóðverja tii staðfestingar og undir forsæti keisarans og aö viðstöddum Falkenhayen yfirhers- höfðingja Þjóðverja var dómurinn staðfestur. — Staöfestingin var send símleiðis til baka og Fryatt líflátinn samdægurs. skila þvf á Laugav. 20 B gegn fundarlaunum. [62 F u n d i s t hefir hnakkur og hnakktaska. Rétfur eigandi vitji á Skólavörðustíg 27. [61 Dugleg stúlka getur strax feng ið vist á Vesturg. 23 uppi. [51. Stúlka, þrifin og lipur í um- gengni, sem skilur nokkuð í dönsku, óskaststrax á barniaust heimili. Vesturg. 23 uppi. [56 r HÚSNÆÐI Herbergi til Ieigu fyrir ferðafólk í Lækjargötu 12 B. [305 Herbergi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [14 Kona með son sinn 8 ára gaml- an óskar eftir 2 herbergjum með eldhúsi í kyrlátu og góðu húsi, frá 1. næsta mánaðar. — í stað eldhúss gæti smáherbergi með vatni og gassuðuvél komið tii mála. Uppl. gefur Helgi Bergs. Sími 249. [47 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. okt. C. Nielsen, afgreiðsla Oufu- skipafél. sameinaða. [262 I KAUPSKAPUR I TAPAfl-FUNDI* 1 Sá sem kynni að hafa tekið reiðbeisii með siifurstöngum A porti Siggeirs Torfasonar er vin- samlega beðinn að skila því til Jóns frá Vaðnesi. [54 Svört drengja vatnskápa hefir tapast nálægt Völundarbryggju. Skilist á Lindarg. 1 B. [59 Manchetta með gullhnapp hef- ir glatast. (Þvottahúsnúmer 997). Skilist á afgr. Fundarlaun. ]60 Tapast hefir kvenúr á götum bœjarins. Finnandi beðinn að Langsjöl og þrfhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengiö upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Veslurgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjólar fást beztir í Garöa- str. 4. [299 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verö. [3 MorgunkjóJar fást og verða saum- aðir í Lækjargötu 12 A. [30 Skyr fæst á Orettisg. 38. [55 Gott hús með nokkurri lóð á góðum stað í bænum óskast. — Tilboð merkt 109 sendist agfr. blaðsins. [57 Stœrri og smærri hús tii sölu. Uppl. hjá Einari Markússyni, Laugarnesi, [58 Barnakerra óskast til kaups eða leigu. A. v. á. [63 Maður sem hefir góða þekkingu ámót-, orum og skipstjóra réttindi, ósk- ar eftir skipstjórastöðu á mótor- bát, sem er að stærð 25—30 smálestir, og ef honum líkar bát- urinn og mótorinn vel, þá óskast að fá keyptan part í bátnum. — Tilboð merkt 9711 sendist afgr. Vísis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.