Vísir - 13.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 13.08.1916, Blaðsíða 2
VlSlR VISIR A f g r e I ð s 1 a blaðsins á Hóiel Island er opin frá kl, 8—7 á hverj- ' um, degi, Inngangur Irá Vallarstrætl. Skrifstofa á satna stað, jnng. írá Aðalstr, — Ritstlórlnn tll viðtals frí kl. 3-4. Sími 400. - P. O. Box 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATAButílNNI, Hafnarstr. 18. Siml 269 Frægur læknir látinn. Einn af frægustu skurðlæknum heimsins, sir Victor Horsley, er ný- láiinn. Hann var staddur austur í Mesopotamíu í erindumensku stjórn- arinnar, fekk þar sólstungu og and- aðist úr henni. — Horsley var eink- um frægur fyrir skurðlækningar sín- ar á æxlum í heiianum, og var í þeirn talinn langfærastur allra lækna heimsins. Hann far fæddur 1857. jSamisögli' Landsins Landsritstjórinn (?) fræðir lesend- ur sína á því í grein, sem hann kall- ar »Samkvæmni stjórnarblaðanna«, í siðasta tbl. blaös síns, að það sé >erfitt að segja ósatt, svo að ekki verði uppvísU. Og síst skal rengja hann um það, endaætti honum að vera það kunnugast. Jafnvel í þessari hálfs dálks grein sinni rekur hann sig á sannleikann í þeim orðum sínum. Hann segir að fsafold og Vísir séu ekki sammála um það, i samn- ingamálinu enska, að krafa Brefa um forkaupsrétt á ísl. afurðum væri ný krafa. Og hann er svo óvar- kár að vitna í bæði blöðin, þessari staðhæfingu sinni til sönnunar. Tilvitnunin í Vísi er rétt. En svo skjátlast honum. Hann' segir: En /safold sama dag er ekki á sama máli. Hr- Sveinn Björnsson minn- ist í »Yfirlýsingu« sinni hveigi á »nýj'a kröfu*. Vænlanlega er hinn sprenglæröi málfræöingur ekki svo einfaldur að hann skilji ekki að í þessum orð- am í yfirlýsingu Sv. ,B.: »en þvf yar yfir lýst, að það yrði ekkiskil- ið á þann hátt (orðalagið í 2. gr. samkomulagsins) að íslenzka stjórn- in ætti að skylda seljendur beint eða óbeint til að bjóða umboðs- manni Breta þær vörur o. s. frv.« JBtó&ent^a*, » komið. HwudíLm 'fvinaAQn þýða einmitt það, að Sv. B. álítur að forkaupstéttarkrafan hafi verið »ný krafa*. Þá er eihnig í ritstjórnargrein í ísafold sama dag kpmist svo að orði: »Ekki ætti blaðið (Dagsbrún) eða landsmenn að hafa hag af því að halda því fram, að stjórnin hér — og alþingisnéfndin ... — hafi brotið samkomulagið. Slík staðhæfing væri miður heppileg. Og þótt »Landið« hans B. Kr. af skiljanlegum ástæð- um haldi sl(ku fram, þá er ðskiljan- legt, hversvegna Dagsbrún gerir það«; Einnig af þessum orðum blaðs- ins er augljóst, að það telur kröf- una nýja. Þaö verður að gera ráö fyrir því að Landsriistjórinn hafi lesið að minsta kosti yfirlýsingu Sv. B., sem hann vitnar í, ög er því ekki nm nema tvent að gera: annaðhvort fer hann með ósannindi af ásettu ráði, eða hann er einfaldari en svo að hann geti talist með fullu viti, byggir staðhæfingu sína á því, að Sv. B. minnist ekki á nýja kröfu« — þ. e. notar ekki þau orð. — Gula dýrið. Leynilögreglusaga. Frh. »Við skulum rökræða þetta bet- ur. Effir því sem við höfum séð þá er óhætt að fullyrða að flug- vélin sem flaug héðan hafi verið óvanalega stór. Þegar hún fór héðan hélt hún í áttina til Mars- eyjar. f gcer mættir þú flugvél sem var stærri en flúgvélar eru vanalega. Hún hélt til Marseyj'ar og sendi einhver skeyti til bú- endanna þar og það lítur út fyrir að þetta skeyti hafi verið orsök í morðtilraun þeirri, sem framin var við þíg. »Eg á bágt með að trúa því, að þetta hafi verið tilviljun ein. Ef svo hefir verið þá er það að minsta kosti afar einstæð tilvilj- un. Ög eg held að reynandi sé að greiða eitthvað úr þessu leynd- armáli. Þess vegna skaliu fara og búa »Örninn« til ferðar. Eftir stundarfjórðung höldum við af stað til Marseyjar«. Tinker varð himinglaður út af því að mega fara aftur til eyjar- innar og flýtti sér álejðis til flug- vélarinnar. Bleik hélt í hægum sínum á eftir honum og fór þang- að sem Morrison beið og þrír menn aðrir. Hann sagði þeim að eins að hann ætlaði að bregða sér frá í flugvélinni og mundi að öllum Iíkindum koma aftur seinna um daginn.— Þeirgengu þangað sem f lugvélin var. Tin- ícer var að hita'upp vélina. Bleik tók fram loftfaraklœði sín og færði sig í þau, setti hettu á höf- uð sér og steig svo„upp í flug- I vélina. Tinker gaf mönnunum merki sem héldu vélinni, svo þ'eir sleptu. Flugvélin rann dálítinn spöl eftir bakkanum og hóf sig svq upp. Bleik stýrði henni í norður og þeirri stefnu hélt hann þangað til hann kom á móts við Welsstföndjna, þá sneri hann í vestur. Þeir þutu áfram hverja míluna eftir aðra. Loks sáu þeir Pembrókarhérað og litlu síðar skerjaklasann sem liggur þar fram undan. Bleik leit snöggvast á lands- uppdráttinn sem hann hafði með sér og breytti enn stefnunni. Um leið kom hann auga á slóran svartan þríhýrning á sjónum. — Tinker gaf honum til kynna að það yæri eyjan sém hann hafði lent á daginn áður. Bleik hélt áfram dálitla stund áður en hann lét flugvélina lœkka í lofti. Svo lækkaði hann flugið. Hann sveif lægra og lægra. Húsin á eynni urðu augljös. Alt í einu var eins og eyjan teygði sig upp á móti þeim og í sömu svifum nám flugvélin við jörðu, á sama stað og Tinker hafði lent daginn áður. Strax og flugvélin var stöns- uð stökk Bleik út úr henni og Tinker á eftir. TILMINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 BorgarsUkrifát. i brunastöð opin v. d • 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og i-7 Bæjargjaldk, Laufásv. ki, 12-3 og 5-7 v.d Islandsbauki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.timi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjóm til viö- ials 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimfnn oplnn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið 1V.-21/, siðd. Pósthúslð oplð v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 ÞJóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ó k e y p i s lækning háskólans Klrkjustræti 121 Ahn. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þrlðjud. kl. 2—3. Augnlækningar t Lækjargötu 2 á mið- vikud. W. 2—3. andsféhirðir k!. 10-2 og 5-6. »Taktu marghleypuna í hönd þér, drengur minn. Að vísu sá eg engan mann, en ólíklegt er að enginn hafi séð okkur eftir reynslu þinni í gær, þá vitum við hvernig viðtökum við getum bú- ist við«.- Tinker tók af sér hettuna og dróg fram ínarghleypuna. Bleik gerði slíkt hið sama og héldu þeir síðan inn í skóginn sem lá heim að húsunum. Frh. Elliðaárnar eða Sogið. Norski verkfræðingurinn Lange sem hér hefir verið að mæla vatnsaflið f Elliðaánum, til undir- búnings undir kostnaðaráætlun um byggingu rafmagnsstöðvar fyrir Reykjavík, fór utan í gær á Ceres. Hafði hann einnig athug'- * að Sogið, og komist að þeirri niðurstöðu að ekki borgaði sig að svo stöddu að nota það. — Vatnsafl Elliðaánna segir hann muni vera alt að 2500 hestöfl og muni það nægja bænum fyrst um sinn. En ef nota ætti Sogið s álítur hann að taka yrði miklu meiri kraft úr því en þörf er fyr- ir nú, og mundi þá kostnaðurinn vérða svo miklu meiri, að selja yrði hvertihestafl sem nota ætti miklu hærra verði en úr Elliða-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.