Vísir - 13.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1916, Blaðsíða 4
VÍSIR H e r 1 e i ð i n g Fl ó r u. Af Englandsför Flóru eru nú komnar allnákvæmar fregnir í Austra frá 3. þ. m. Er svo sagt þar að farþegarnir hafi borið skips- höfninni á Flóru mjög vel söguna og einkum Hansen skipstjóra. — En það sem merkilegra er, er það að „einnig virtist farþegunum öll- um vera mjög hlýtt til Englend- inga þrátt fyrir að þeir höfðu vald- ið allmiklum hlykk á leið Flóru, en sökum hins hlýja viðmóts og samúðar er þeir mættu hjá Eng- lendingum, er þeir höfðu mök ' við, og eftir að hafa fengið betri þekkingu á ástæðum þeim sem fyrir hendi eru hjá ensku þjóð- iinii nú á þessum heljartímum, komust þeir til betri skilnings á kringumstæðunum, sem óhjá- kvæmilega færði þá nær hinni ensku þjóð", að því er Austri segir. — Landgöngu voru Bretar búnir að leyfa öllum farþegunum í Leith og 9 farþegar, sem ætluðu til Danmerkur og Noregs, fengu að fara þar í land og með járn- braut til Newcastle til að ná þar í skip. Er þetta eftirtektarvert yegna þess að annars er mjög erfitt að fá landgönguleyfi í Leith, svo að það jafnvel hefir verið talið ófáanlegt. Afskifti Dana, Austri flytur útdrátt úr fyrir- lestri landlæknis og er þar skýrt frá afskiftum Dana af máli þessu á þessa leið: »Til Lerwick kom Flóra 13. júlí á hádegi. —Símaði landlæknir þá bæði til íslenzku stjórnarinnar og sendiherra hennar í London,Björns Sigurðssonar, og lét vita hvernig komið var. Einnig var simað til sendiherra Dana í London og hann beðinn að gera gangskör að því að farþegarnir herteknu kæmust sem fyrst heim aftur, o: til Siglu- fjarðar. Sendiherrann gerði þá fyrirspurn um hvort fólkið vildi komast til Siglufjarðar á íslandi eða Siglufjarðar í Noregj!! Var honum skýrt frá að fólkið vildi heldur komast til Siglufjarðar á íslandi! Tveim dögum eftir að sendiherrann hafði fengið þessar nauðsynlegu upplýsingar, gerði hann fyrirspurn um það hvort farþegarnir á Flóru hefðu fengið eitthvað að borða! Jú, honum var svarað að ekki skorti mat — og síðan hafa Flóru- farþegarnir ekki heyrt neitt frá sendiherra Dana í London." „Til Leith kom Flóra 21. júlí um hádegi. Sneri landlæknir sér þá þegar bréflega til danska konsúls- ins þar; skýrði honum frá öllum málavöxtum í þeirri von að hann tækist á hendur að greiða úr vand- , ræðum farþeganna. Með bréfinu lét hann fylgja símskeyti til konu sinnar er hann bað konsúlinn að annast um sending á. Að tveim dögum liðnum kom konsúllinn til skips og tjáði land- lækni að hann hefði þá fyrst feng- ið bréf hans. Konsúllinn taldi mál Flórufarþeganna mjög erfitt viðureignar og lét á sér heyra að hann treysti sér ekki að ráða fram úr vandræðunum. Afhenti hann landlækni símskeytið og taldi vafa- samt að það fengi að fara gegnum símann, eftirlitið væri svo strangt. í skeytinu stóð ekkert annað en „Vellíðan — kveðjur", tók land- læknir við þvi og sendi sjálfur. Kvaddi hann síðan konsúlinn og þakkaði honum umhyggjuna. Eru hér með talin afrek Danaíþessu vandamáli. Meðan á þessu stóð hafði sendi- herra íslendinga í London, Bj. Sig., útvegað landlækni landgöngu- leyfi í Leith. Hafði enska stjórn- i in fúslega gefið landlækni vega- bréf (eftir að henni var kunnugt hvaða „manneskja" hann var) er heimilaði honum að vera í landi f Leith (og Edinburgh) frá kl. 9—9 daglega." Að lokinni ferðasögunni segir Austri, að stjórnmálablæ hafi brugðið á ræðu landlæknis. Hafði hann þá vikið að því, hve óeðli- legt væri, að utanríkismál vor væru í höndum Dana. Reynslan hefði sýnt það síðan stríðið hófst, að þá skorti bæði þekkingu og vilja til að verða oss að gagni í þeim málum. Allur vandinn væri látinn hvíla á herðum íslenzku stjórnarinnar, og væri það gott, því á því sjáist að íslendingar séu færir um að bjarga sér sjáifir einnig í utanríkismálum, enda ættu þeir að keppa að því marki að fá fullveldi yfir öllum sínummálum og sinn eiginn sigl- ingafána. Gerði landlæknir hálft um halft ráð fyrir því, að hann hefði svift sig atkvæðum til landskosn- Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 12. ágúst Asigkomulag Austurríkismanna er orðið ískyggi- legt. Þeir hafa yfirgefið Lemberg og Stanislau. Italir hafa tektð borgirnar Rubia og Doberdo. Portúgalar hafa sent hersveitir til' Frakklands. inganna með ræðu sinni, en ekki finst Austra „að tilgangur hans hafi beinh'nis verið sá, að „spila af sér" atkvæðum með henni!" Sprengik úlna-sprenging í lew-York. —o— 2000000 sterlingspunda tjón. Sunnudagsmorguninn 30. júlf höfðu oröiö ægilegar sprengikiílna- sprengingar í New-York. Sagt er að eidur muni hafa komið upp í skotfærageymsluhúsi og borist í flutni ngabát, sem hlaðinn var sprengi- kúlum. — Sptenglngarnar voru svo stórfeldar aö mikill hluti borgarinnar lék á reiðiskjálfi og var eins og skothríð væri hafin á borgina, því kúlnabrotunum rigndi á húsþökin í New-Jersay og Ellis-Island. í Brooklyn hentust menn úr rúm- uniini. Bryrnar yfir East-»River rið- uðu til og skýjaskafarnir gnötruöu. Broadway var þakinn af glerbrot- um, því þar var ekki ein rúða heil í nokkrum glugga. — Á Black Tom, tanga, sem gengur útífjörð- inn nálægt frelsisstyttunni hrundu vöruhús National Storage Comp. tíl grunna ög eru þær skemdir taldar 1500000 sterlingspunda virði, en alt tjón sem af sprengingunum varð í borginni lágt reiknað 2 míljónir punda. Um manntjón er ekkert fallyrt í þeim fregnum, sem Vísir hefir séð. — Spreningainar uröu þrjátíu. Ekki er þess getið til, að Þjóö- verjar séu valdir að þessu, og er fregnin þd tekin úr eusku blaði. — En varla miinu þeir þ<5 gráfa það. að Bandaríkjamenn fái slíkan smjörþef af verkunum sprengikúln- anna, sem þeir selja fjandmönnum þeirra. i r VINNA 1 Kaupakona óskast á á g æ 11 heimili. Uppl. á Suðurg. 6. [67 TAPAÐ-FUNDI H Marrchetta með gullhnapp hef- ir glatast. (Þvottahúsnúmer 9Q7). Skilist á^afgr. Fundarlaun. ]60 mmmmmmwmmm HÚSNÆÐI I Herbergi til Ieigu fyrir feröafólk í Lækjargötu 12 B. [305 Herbergi með húsgögnum til Ieigu í Bárunni. [14 Kona með son sinn 8 ára gaml- an óskar eftir 2 herbergjum með eldhúsi í kyrlátu og góðu húsi, frá 1. næsta mánaðar. — í stað eldhúss gæti smáherbergi með vatni og gassuðuvél komið fil mála. Uppl. gefur Helgi Bergs. Sími 249. [47 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá i. okt. C. Nielsen, afgreiðsla ( Ouiu- skipafél. sameinaða. [262 1—2 herbergi og eldhús eða aðgangur að eldhúsi óskast til leigu sem fyrsteðal. okt. Uppl. á Hverfisg. 41, bakaríinu. [64 I KAUPSKAPUR Saltfiskur til sölu'. A.v.á. [65 Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Gatöarsstræti 4 (gengið upp írá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesiurgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjólar fást beztir^ Oarða- str. 4. [299 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjólar fási og verða saum- aðir í Lækjargötu 12 A. [30 Barnakerra óskast til kaups eða leigu. A. v. á. [63 I LEIGA 1 Veiðistöng óskast til ieigu um hálfsmánaðartími. Menn snúi sér til Árna Ólafssonar Árnasonar, Suðurg. 14. Sími 401. [66 Prentsniiöja Þ. Þ. Clementz, 1916.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.