Vísir - 14.08.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 14.08.1916, Blaðsíða 3
V I S’l R fyrir einhverju hvítu í glugganum, eins og verið væri að gefa merki. „þetta var einhverskonar merki, Tinker", sagði hann. „því leng- ur sem eg horfi á stað þenna því ver lízt mér á hann. Við skulum samt komast að leyndardómi þessa staðar áður en við förum héðan, ella skal eg hundur heita en ekki Sekton Bleik“. Frli. ^tangaveiði tyrir eina stöng fæst leigð í Eiliðaártum. Uppl. í verzlun Sturlu Jónssonar. Krone Lageröl er best Divanteppi í iniklu úrvali, nýkomin í Austurstræti 1. S jðttnntattgsson & tio. Blátt Karlmannsfata Cheviot sérlega fallegt í Austurstræti 1. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Hið öfluga og velþekta brunabótaféiagið W O L O A (Stofnað 1871) tekur að sér alskonar brunatryggingar Aðaíumboðsmaður fyrir Island Halldór Eiríksson (Bókari Eimsk'pafélagsius) Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar. A. V. Tuiinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 Det kg!. ocir* Brandassurance Comp. Vátryggir; Hús, húsgögn, vöru- alskouar. SkriístofutímíS-12 og -28. Austurstræii 1. N. B. Nlelsen, Oddur Gíslason yflrrétiarmáiailuiningsrnaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. I i-12 og 4-5 Sím! 26 Péítrr Magnússon, yfirdómslögmaCur, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima ki 5—6 . Sogl Brynjólfsson yfirréttarmálafiutningsmaCur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [urpij. Skrifstofutimi frá kl. 12— og 4-6 e. — Talsími 250 — Pretsmiðja Þ. P. Ctementz. 1916. Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 37 ---- Frh. En svo voru, aftur á mdti, aðrir sem ekki sáu sólina fyrir honum. Trethaway hafði alloft verið svo óforsjáll að tala niðrandi um'hann. Höfðu meðhaldsmemi hnns þolað það illa. Trethaway iagði því slíkt niður framvegis. En einu sinni þegar Corliss hafði hlustaö á langa lofræöu, sem frú Schoville hélt um Vincent, leyfði hann sér að brosa háðslega. Og sá hann þá að Frona hieypti brúnum og roönaði. Þá þagnaði hann. Einu sinni varð honum það þó, með nokkuö bitrum orðum að minnast á bardagann í leikhúsínu, og bar ekki Vincent vel söguna. Hefði hann þó víst gert það enn rækilegar, ef Frona hefði ekki dreg- ið úr honum. — Já, sagði húu, Vincent hefir sjálfnr sagt mér frá þessu. Það var, ef mig minnir rétt, í fyrsta skifti sem hann hitti yður. Þiö börðust allir knálega með honum, — þér og Trethaway og fleiri. Hann raup- aði mikið af framgöngu ykkar í það sinn, Corliss bandaði með hendinni, til þess að þagga niður í henni. — Nei, nei, hélt hún áfram. Eftir því sem honum sagðist frá þá beiíluð þið knálegri vörn. Það hlýtur aö vera mjög skemtilegt, að minsta kosti svona við og við, að fá að leika lausum hala. Og gott er það fyrir heilsuua, einkum þegar maður svo, þegar berserksgangur- inn er runninn af manni, geturró- legur hugle>tt alt saman, og sagt við sjálfan sig: ,Þetta er aðeins önnur hliðin á mér. Þeíta eru bara Ieifar villimenskunnar frá gömlum, löngu liönum tímum, Corliss gat ekki annað en bros- að smátt. Og það espaði Fronu eun meira. \ — Segið mér, Corliss, hélt hún áfram, er ekki þessi lýsing mín rétt? Voru ekki tilfinningar yðar þannig? Hann niintist þess nú hvernig hann hafði alveg verið viti sínu fjær í þessari sennu, þegar hann sló manninn svo að hann féll til jarðar. Hann samþykti því lýsingn Fronu nieð því að hneigja höfuðið — Og voruð þér upp með yður af þessu, eða funduð þér til blygð- unar fyrir þaö? spurði hún. — Eiginlega var það hvorttveggja, þó freniur hið fyrnefnda, svaraði hann. Eg játa að fyrst var eg yfir mig kátur af þessum aðförum mín- um, en svo fór eg eftir á að finna til blygðunar ytir þeim. Þetta hélt vöku fyrir inér nóttina eftir. — Og svo? — Endirinn varð sá, að eg varð upp ^með mér af öllu saman. Eg gat ekki að því gert. Hálft um hálft óafvitandi miklaðist eg af þessu, með sjálfum mér. En annað veifið skammaðist eg mín. En eg hafði ekki átt upptökin og bland- aði mér í þetta í bezta tilgangi. Eg iðrast þess ekki. Eg myndi breyta alveg á sama hátt ef þetta kæmi fyrir aftur, — Og það er líka alveg rélt, svaraði Frona, En hvernig gekk fyrir Vincent? — Fyrir Vincent? Hann komst vel út úr öllu, — með heiðri og sóma. En eg átti alt of annríkt til þess að eg veitti honum effirtekt. — En hann lók þó eftir yðnr. — Mjög líklegt. Og eg myndi sjálfsagt hafa veitt honum nánari eftirtekt ef eg hefði vitað að yður væri það hugleikið. Þegar Corliss skildi við hana, gladdi það hann að hann ekki hafði lýst viðureigninni neitt nákvæmlega. En jafnframt geröi hann sér ljósa grein fyrir því, hve kænlega Vin- cent hefði farist frásögnin, þegar hann skýrði Fronu frá því er fram hafði farið. * * * * * * * * * Tveir karlmenn og einn kven- maður! Engin þrenning er öflugri en þessi til þess að framleiða sorg og óhamingju. Enda leið ekki á löngu áður en það fór að koma í ljós í Dawson og varð Bishop að- alorsökin til þess að flýta fyrir úr- slitunum. Þetta bar við á sleðaferö sem Bishop og Corliss fóru í einhverj- um erindagerðum til Miller Creek. — Eg skal svei mér eltki brenna kertaljósum þegar eg er búinn að finna gullið, sagði Bishop í önug- um róm um leið og hann skorð- aði kaffikönnuna meö ísmolum, það getið þér krossbölvaö yöur upp á, Corliss! — Bara steinolíu? spurði Cor- liss um leið og hann hagræddi fleskinu á pönnunni og helti deig- inu í hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.