Vísir - 14.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 14.08.1916, Blaðsíða 4
VISIR og breska samkomulagið Landið var nýlega að fiagga með því, að blaðið » í s 1 e n d - i n g u r « á Akureyri væri sér sammála um breska samkomu- iagið. — Hvað hæft er í því geta menn séð á eftirfarandi ritstjórn- argrein, sem birtist í »íslendingi« þ. 4. ágúst (daginn fyrir kosn- ingarnar): ) >Bretar herða á kröfunum. Hinn 28. júlí bárust landstjórn- inni nýjar kröfur frá Bretum. — Ræðismaður þeirra í Reykjavík tjáði stjórnarráðinu skriflega: að breska stjórnin geri þá kröfu að engu skipi verði leyft að hlaða þeim vörum, sem í neðanskráðri reglugerð segir, né fái afgreiðslu úr íslenskri höfn, nema umboðs- manni Breta hafi áður verið veitt- ur kostur á að kaupa þær, og að breska stjórnin sé neydd til að halda áfram ótakmarkað að synja um allan aðflutning hing- að frá Englandi, þar til þessari kröfu verði fullnœgf. Að Bretum var full alvara með að hefta aðflutninga hingað til lands, ef kröfum þessum yrði ekki fullnægt, sýndu þeir með því að stöðva kolaskip lands- stjórnarinnar og 2 skip, sem voru á leið hingað með síldartunnur frá Noregi. Tilgangur Breta er vitanlega sá, að stöðva hér framleiðsluna á þeim afurðum, sem þeir ekki vilja að komist til óvina- landa sinna, Norðurlanda eða Hollands, ef þeir fengju ekki kröf- unum framgengt. Landstjórnin afréð að fara að vilja Breta og hefir í samráði við velferðarnefndina sett reglugerð þar að lútandi, og birtist hún á öðrum stað hér í blaðinu*. Væntanlega kemst Landið nú að þeirri niðurstöðu, að »stjórn- arblöðin* séu orðin þrjú, því nú er »íslendingur« fallinn í sömu sektina frá þess sjónarmiði, og Vísir, að vilja ekki að óséðu dæma skilning stjórnar og vel- ferðarnefndar rangan. Þjóðstefnuræksnið. Enn er hann aö gjamrna aö mér í síöustu Þjóöstefnu, Tólfkonga- vitsvefarinn alþekti. Sver hann sig þar mjög í ætt þeirra ferfætlinga, sem gelta því hærra og fólslegar sem meira er reynt aö þagga niö- ur í þeim, þangaö til svo óþyrmi- lega er sparkaö í þá, að þeir hlaupa ýifrandi í burtu. — Og heimskan og illgiinin er svo megn, aö hann gætir þess ekki, aö hann gefur sér sjálfum á kvoftinn, þegar hann er að reyna' aö svívirða mig og Vísi. — Um Vísi segir hann, aö hann sé »snepill«, »sem aldrei hefir flutt nokkra ærlega hugsun eða sagt heil- brigt orö um nokkurt málefni.« — Eg þekki nú ekki Vísi svo vel frá þeim tímum, er Einar Benediktsson var mest við hann riðinn og ritaði í hann, að eg geti neitt fullyrt um, aö hve miklu leyti þetta getur til sanns vegar færst um hann þá. En líklegt þykir mér þaö ekki, því aö bæöi munu fleiri menn hafa skrif- að í hann þá en Einar, og ekki er heldur óhugsandi, að Einari hafi þá getað orðið það á óvart, ekki síður en nú, aö setja viö og viö ein- hverja ærlega hugsun á pappírinn — eftir öörum, — En á síðari lítnum er blaöiö mér allvel kunn- ugt, og veit eg t. d. að »Þjóðstefna« lét það vera eilt hiö fyrsta verk sitt, aö taka upp eftir honum hug- myndina í gjaldamáiinu, Um mig gefur ræksnið það í skyn að eg sé »yfirgefinn ofdrykkju- ræfill« — veit eg raunar ekki við hvaö hann á með því, en eg sé að Itann nefnir ofdrykkju,. og mun fleirum en mér blöskra það. Þaö vita allir, aö mannræfill sá, sem hér gengur undir nafninu Tólfkongavits- vefarinn, hefir um mörg ár verið miður sín fyrir ofdrykkju sakir, og margir eru þess fullvissir að hann þjáist af »kronisku« ölæði, svo sem ritsmíðar hans og bera vott um. Situr því illa á hræinn sjálfu, hálf- hengdu og dinglandi í snörunni, að vera að reyna aö svíviröa aðra með sinni eigin smán. Að fara að rökræða nokkurt mál við slíkt ræksni kemur mér ekki til hugar. Enda sér hver maöur, sem greinar hans les, aö það er til- gangslaust verk. Því þar er öllu snúið við og rangt skýrt frá orð- um og ummælum, þó sett séu innan tiivitnunarmerkja, og lopinn síðan spunninn út af því. Enda verður ekki við öðru búist af slíku mórölsku ræksni. Eg hefi aldrei neitaö því, að í Þjóðstefnu hafi veriö vikiö að ýms- um iandsmálum, eða »tillögum um breytingar á ýmsum meginmálum Iandsins*. Eg hefi neitað því, að gefnu tilefni, að Tólfkongavitsvef- arinn hafi nokkurn tíma sett fram nokkra frumlega tillögu í þeim málum, sem við hann verði kend, og við það stend eg. — Eg hefi Iíka neitað því, að Þjóðstefna sé málgagn »óháöra bænda« og því einnig því, að þær skoðanir, sem þar kunna að hafa komið fram verði eignaðar þeim flokki. Ölæðisvaðall Þjóðstefnuræksnis- ins um vegamál, bankamál, fátækra- mál o. s. frv. er því út í hött, — En það gæti eg frætt ræksnið um, ef hann hefði nokkurntíma »ljóst« augnablik, að það þarf meira að gera til þess að hafa áhrif á stjórn- mál landsins, en að vaða elginn botnlausan um ýms mál í blaði, sem enginn metur neins. Og Tólf- kongavitsvefarinnn kemst sýnilega aldrei lengra í stjórnmálunum en þorskurinn á þinghúsínu : að verða Iandinu til skammar í augum ó- kunnugra útlendinga. Af skiljanlegum ástæðum heldur ræksniö, að Vísir hljóti að vera leigður, keyptur eða seldur. Sjálft hefir það nú síðan á útmánuðum í vetur auglýst sig til sölu í Þjóð- stefnu, en enginn viljað bjóða. Og í reiði sinni er það nú að bjóða sig kauplaust til fjósaverkanna hjá Gesti á Hæli. — En Gestur veif, að smjörið mundi falla í verði, ef þaö fréttist að hann hefði slíkan fjósamann, og því verður ræksnið aö róa einn á Þjóðstefnu. Þaö er skiljanlegt, að hann reyni að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að það sé hatur sem honum roæti í afskiftum hans af landsmál- um ; en það sést einmitt á því, hve mikið hann talar um hatur, völsku- hatur o. s. frv, að hann rennir grun í það að enginn hatar hann. Hann er langt fyrir neðan það, að geta orðið fyrir hatri. F.n fyrir- litningin er sárari en hatrið, það finn- ur ræfillinn og þess vegna gjamm- ar hann. — Vitið og siöferðisþrek- ið er þó ekki nógu mikið til þess, að hann geti séð eða vilji sjá einu leiöina út úr fyririitningunni. Hann gjammar of mikið og þess vegna sparka þeir i hann, sem ekki þekkja hann, aðrir ganga fram hjá honum þegjandi. Og eg mun nú láta þetta spark nægja, þangað til hann er búinn aö læra að skríða á kviðnum og dingla rófunni, Reykvikingur. 1 | HÚSNÆÐI j Herbergi til leigu fyrir ferðafólk í Lækjargötu 12 B. [305 Herbergi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [14 Kona með son sinn 8 ára gaml- an óskar eftir 2 herbergjum með eldhúsi f kyrlátu og góðu húsi, frá 1. næsta mánaðar. — í stað eldhúss gæti smáherbergi með vatni og gassuðuvél komið til mála. Uppl. gefur Helgi Bergs. Sími 249. [47 2—3 herbergi og eldhús óskast til leigu frá 1. okt. C. Nielsen, afgreiðsla Oufu- skipafél. sameinaða. [262 1—2 herbergi og eldhús eða aðgangur að eldhúsi óskast til leigu sem fyrst eða 1. okt. Uppl. á Hverfisg. 41, bakaríinu. [64 Lyklar tyndir. — Skilist gegn undarl. A. v. á eiganda. [68 KAUPSKAPUR Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Garöarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str. 4. [299 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjólar fást og verða saum- aðjr í Lækjargötu 12 A. [30 Barnakerra óskast tii kaups eða leigu. A. v. á. [63 Steinbítsriklingur, ágætur, til sölu. Laugav. 67 niðri. [69 Snemmbær kýr til sölu. Sig. Halldórsson, Þingh.str. 7. [71 Nýlegur þvottapotfur til sölu með sanngjörnu verði á Skóla- vörðustíg 26 A. [72 Skæðaskinn ágætt, fæst nú á ^rrakfusttg 1. Könnu- Exportkaff i ð góða er nú komlð aftur í 1, Margarine besta tegund í JxMzsiís

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.