Vísir - 18.08.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 18.08.1916, Blaðsíða 3
V I S"l R Mótor-veiðiskip. ^Kótovttúttw *& s^ xumteaa $% \on, $em ev \ smföum \ JSanmotuu 03 á a& veta JuUbúiuu 2.0. ma\ n&stu., $»^ nú þegar me? ^auutj^ovuu vexol )t$; S^\pÆ ev fcu,u> $»** Veritas hæsta flokk e* *ttao fotu 3*hn&s- ve\5\ 03 vevouv óvauateua vaudað ao ottu (t^H. Byggingarsamningur og teikningar til sýnis virkilegum kaupendum. Jón S. Espholin. pt Hótel Island. ¦JMV VATRYGGINGAR B runatryggi ngar, sœ- og stríðsvátryggingar [A. V. Tulinius, Miös'træti 6 — Talsimi 254 Det kgl. oetr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgðgn, vðru- alskonar. Skrifstofutíiti iS-12 og 2-8. Austurstræti 1. N. B. Nlelsen. Drehgur óskast strax til að bera Vísi út um bæinn. atéiXé------&4X4----------££££------m& r?&&-------tfTO5-----------ÍES2J-------fOTkJ Hið öfluga og velþekta brunabótafél. wr wolga -sw (Stofnaö 1871) tekur að sér alskonar brunatryggingar Aðalumboösmaður fyrir fsland Halldór Eiríksson (Bókari Eimskipafélagsins) BHHMB1 LOGMENN >«H» SeudÆ auul$s\íiQat Umauteua Bretar hindra vöruflutninga frá Amerfku til Noregs. Oddur Gfslason yflrróttarmalaflutnlngsmaður Laufánvegl 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Pétur Magnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Sími 533 — Heima kl 5—6 . ' Bogl Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppi]. Skrifstofutimi frá kl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Pretsmiðja Þ. Þ. Cletnentz. 1916 —o— Samningar ganga erfiðlega.f »Dagbladet« í Kristjaníu segir svo frá 31. júií: Bretar hafa lagt nýjar tálmanir í veg fyrir matvæla- Hutninga til landsins. Sem stendur eru tveir erindsrekar fyrir nylendu- vörukaupm. og feitmetisinnflytjéndur staddir í Engl. Þeir hafa í dag símað heim að þeir yrðu að hverfa heim aftur við svo búið næstu daga. Þeir fái engu til vegar komið, fyr en lokið sé vissum samningum, sem nú standi yfir milli norsku og breeku stjórnarinnar. Umboðsmað- Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 41 Frh. Þetta bar til á heiðrikum og frosthöröum degi í desembermán- uöi. Sólin var farin aö lækka á lofti. Geislar kvöldsólarinnar brotn- uöú á kristöllum íss og snævar. Þetta varpaði tðfrandi undraljóma yfir fannþaktar grundir og hæðir. Þau gengu nú áfram í þessari tðfrabirtu. Snjórinn marraði og iskraði undir fæti við hvert spor. Þau mæltu hvorugt orð frá munni, svo hugfangin voru þau af vetrar- dýrðinni umhverfis þau. Alt í einu heyrðu þau hróp og kóll í sterkum karlmannsróm. Þau stðnzuðu. Þar næst heyröu þau ákaft hundagelt og fótadyn á hjarn- ittu. Þau sáu nú hóp af úlfahundum, héluðum, meö tungurnar flakandi út. úr kvoftunum og rennsveitta. Þeir strituðu upp brekkuna og inn á stfginn fram undan þeim. Á sleðanum var langur og mjór trékassi, úr óhefluðum boröum. Var auðvelt að geta sér þess til hvað hann hefði að geyma. Tveir ökttmenn, kona, sem staul- aðist við hliðina á sleðanum og prestur í hempu var öll líkfylgdin. , Nokkrum skrefum fjær stÖhsuðu hundarnir aftur, undir nýrri brekku. En svo voru þeir reknir af stað með ópum og óhljóðum, og héldu svo áfram til ákvörðunarstaðarins, líkgeymzlunnar, sem höggvin var út í klakann meðfram fjallshlíð- inni. _ Já, þessir stríðsmenn, sagði Coiliss, sem berjast við kulda og hungurl Eg skil þaö ntí hvers vegna hinir sigursælu kynþættir koma norðan úr löndum til þess aö ná sér yfirráöum anriars staðar. Hugrekki sýndu þeir í öllum mann- raunum. Þeir voru djarfir, trúar- sterkir og þolinmóðir. Frona starði á hann en sagði ekki neitt, og haföi hann þá yfir þessa vísu Egils Skallagrímssonar, sem þetta er upphaf að: »Farit hefi ek blóðgum brandi en mér benþiðr fylgdi.* — Finst yður þetta réttmætt, Corliss? sagði hún, um leið og hún rétti út hendina og tók um handlegg hans. — Eg held mér sé farið að finnast það. Heimskautalöndin hafa kent mér það, — eða eru að kenna mér það. Liðnar aldir eru að renna upp aftur, í nýrri útgáfu, — og veit eg þó ekki. — Mér finst alt vera bygt á mikilli sjálfselsku, — Eh þér eruð þó hvorki negri né mougóli, og hvorki kominn af negfum né mongólum. — Já, sagði hann og var hugsi. Eg er sonur föður míns. Og ætt- ina má rekja til sækonunganna, er aldrei sváfu undir sótugum ási, né tæmdu ölbikarinn að arni heimil- isins. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að svörtu kyn- þættirnir standa í stað, en German- arnir breiðast út um víða veröld langt framar öllum öðrum kyn- þáttum. Það hlýtur að vera eitt- hvað til í trúnni á ættgengið. — Germanarnir eru voldugur kynþáttur, Corliss. Helmingur af fastalandi jarðarinnar er erfðahluti hans og alt hafið! Og þetta hefir hann komist á sextíu mannsöldr- um, — hugsið þér yður þaö — á aðeins sextíu mannsöldrum. Og í dag ná yfirráð hans víðar yfir en nokkru sinni áður. Hann ertrölliö, hann er eyðileggjarinn meðal þjóð- anna! Hann er fræðarinn og lög- gjafinn. Það er mikilfenglegur kyn- þáttur. Og eigi það fyrir honum a0 l'ggja a0 tortýnast, þá mun hann, einnig í dauðateygjunum, sýna mikilleik sinn. Munið þér ekki þetta: »Skelfur Yggdrasils askr standandi, ymr aldit tré en jötunn losnar; hræðask allir á helvegum áðr Surtr þann sevi of gleypir. Hrynr ek austan hefsk lind fyrir, snýsk Jörmungandr f jötunmóði, ormr knýr unnir en ari hlakkar, slítr nái niöfölr Naglfar Iosnar. Surtr ferr sunnan með sviga lævi skínn af sverði sól valtýva.« Hún stóð þarna eins og val- kyrja í Ioðfeldi, skipandi fyrir um hið hinsta bióðbað, eyöilegging manna og guða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.