Vísir


Vísir - 18.08.1916, Qupperneq 4

Vísir - 18.08.1916, Qupperneq 4
V I S I R ur mjölinnflytjenda sat í dag á ráð- stefnu með utanríkisráðherranum, en þeir komust ekki aðneinni end- anlegri niðurstöðu. »Dagbladet* skýrir auk þess frá því að uppástunga sé komin fram um að mjölinnflytjendur, fái að flytja inn þriggja mánaöa forða í einu og sé forðinn miöaður viö skýrslur undanfarinna ára. Af þessu má sjá að víðar er pottur brotinn enn á íslandi og að Bretinn er erfiður þeim, sem betur standa að vígi og meiri mált- ar eru en Islendingar. En hvers vegna í ósköpunum flytja Norðmenn ekki inn mjöl og feitmeti frá Ameríkn ? — mun ein- hver spekíngurinn spyrja. — En það er einmitt frá Ameríkn sem þeir vilja fá að flytja það ! Fyrir ófriðinn var flutt mikið af mjöli til Noregs frá Þýzkaiandi og Rússlandi, auk þess sem flutt var þangað frá Ameríku. Nú verða Norðmenn að sækja alt til Ameríku. Innfiutningur þaðan er því auðvitað miklu meiri en á friðartímum. En Bretum þykir vöxturinn ískyggilega mikill. — Nýlega kom skipiðNor- vega með mjölfarm frá Ameríku, en haföi Orðið að skuldbinda sig til að leggja mjölið upp í Kristianiu í staö þess að afhenda eigendunum það. Að öðrum kosti hefðu Bretar lagt hald á skipið. Vonandi rætist úr þessu fyrir Norðmönnum, en litlar líkur til þess að þeir komist hjá því að ganga að kostum Breta, Bjargvætturinn og tunnuleysið. í >Vísi« í gær er smágreirt um síldartunnuleysið, með ýms- um fræðandi upplýsingum um orsakir til hins núverandi sorg- lega ástands að því er viðvíkur því stórtjóni, er íslenskir borg- arar hafa orðið fyrir, sakir tunnu- skorts um há-síldveiðatímann. Það er herra Elías Stefánsson, sem hafður er fyrir kjarna grein- arinnar, og þótt ótrúlegt sé, að einn úr hóp þeirra manna, sem krefjast mætti að hefði nasasjón af því, hvað er að ske, skuli skýra jafn bainalega frá, og tala jafn sneyddur öllum skilningi, þá verður víst að trúa því, sem skrif- að sténdur, og skoða hr. Elías sem þann rétta föður greinar- innar. Herra Elías segir það sem skoð- un sína, að þeir, sem tunnu- lausir hafa verið, eigi sök á því sjálfir. Rökstyður hann það helst með því, að eigendur tunnanna hafi ekki tekið fasta ákvörðun um það, hvað þeir ætluðu að gera við síldina; ekki viljað fast- gera kaup við Englendinga. — Hvað segir herra Elías um eig- endur þeirra skipa, sem tekin hafa verið eftir að a 11 i r v o r u s k y 1 d a ð i r til að selja Eng- lendingum síldina, ef þeir vildu kaupa? Ekki hafa þeir þó or- sakað töku skipanna með því að vilja ekki ákveða sig. Af hverju tefja Englendingar nú tunnuskip til íslands? Virðast jafnvel gera silt ýtrasta til þess að tefja þau sem lengst, eða til þess bendir óneitanlega það, að þeir taka seglskip alveg þegar þau eru að ná ákvörðunarstaðnum, því ekki má ætla þessu heimsveldi hafs- ins að hafa svo lélegan vörð á 1 hafinu, að skíp geti óhindrað far- J ið allra ferða þar til þau eru ' komin að ströndum íslands? — ! Herra Elías er það glegstur okk- ! ar l íslendinga, að hann svarar ' þessu hispurslaust, og kennir \ okkur sjálfum um.— Þessi Elías er ekki spámaður, og heldur ekki þannig vaxinn, að krefjast megi þess að hann leysi gáturnar, og væri því rétt fyrir hann að fást ekki við þessháltar. Það þykir nú mörgum gaman að Iáta sín getið, og sumum er nokkur vorkun um það. Hitt er leiðinlegra, þegar menn skýra rangt frá um þá hluti, er þeir vita betur. Herra Elías skýrir frá því, að tunnuskip sín hafi ekki verið tafin. Þetta er ósatt. Eina skipið sem herra Elías hefir til umráða, »Are«, hefir sótt tunnur til Englendinga sjálfra, en þó hefir skipið bæði verið t a f i ð og auk þess n e i t a ð um þann flutning, er það átti að taka, nefnilega salt til síldarsölt- unar. — Um herra Elías segir í greininni: »Sjálfur kvaðst hann hafa hjálpað mörgum«. Mér vit- anlega hefir hann engum hjálp- að, og af þeim 24000 tunnum sem hann hefir flutt til landsins í ár, hefir hann engu fargað til ann- ara en þeirra, er hann hafði gert samning við fyrir löngu, og ef það er hjálp, að standa við löngu gerðan samning, þá væri ósk- ansi að herra Elís, sjálfs sín vegna, vildi leggja í vana sinn að »hjálpa öðrum« sem oftast. Ef til vill glæpist hérra Elías til þess, að kalla það hjálp, að hann hefir látið falar 3000 tunnur fyrir verð, sem mundi færa honum 35 til 45 þúsund krónur í beinan hagn- að. — Það var vel til fallið að herra Elías gat þess, að hann stjórn- aði fjórum skipum. Hugsanlegt er að ekki sé seinna vænna með þá frétt. Óviðkunnanlegt var að »Njörður« gat ekki verið fimta skipið undir þessari ágœtu stjórn. Skýrsla herra Elíasar mundi hafa verið sama efnis, en skýr- ari þannig: »Þeir sem hafa orð- ið fyrir því, að eiga tunnur með þeim skipum, sem Bretar hafa tafið (en það eru flestir útgerð- menn), eru flón. Englendingar eru alveg saklausir af skipatök- um. Sjálfur ræð eg yfir fjórum skipum, og hefi altaf haft svo mikið af tunnum, að eg hefi hjálpað hinum vesalingunum«. Hér er ekki riðið við einteym- ing, nei, hæfileikarnir eru nógir í tvíteyming, hrokinn annarsveg- ar en heimskan hinsvegar. Rvík 17/8 M6. Útgerðarmadur sem enn á tunnur. Bnmmmmmníu Bæjaríróttir Afmæli í dag: Jón Steinsson vélastjóri. Afmæli á morgun: Áslaug Kristinsdóttir, ungfrú. Ágúst Jónsson, skósmiður. Jóhannes Guðmundsson, trésmiður. Jón Zoega, kaupm. Ingimar Brynjólfsson, skrifari. Margrét Magnúsdóttir, frú. Páll Pálmason cand. jur. Sigríður Snæbjarnardóttir, húsfrú. AfmsBliskort með íslenzk- um erlndum og margar nýjar tegundir korta, fást hjá Helga Arnasyn! f Safnahúsinu. Erlend mynt. Kaupmhöfn 16. ágúst. Sterlingspund kr. 17,05 100 frankar — 61,00 Dollar — 3,62 R e y k j a v í k Bankar Pósthús Sterl.pd. 17.20 17,25 100 fr. 62,00 62,00 100 mr. 64.75 64,75 1 florin 1,50 1,50 Dollar 3,72 3,75 Trúlofuð: ungfr. Kristjana Zoega,dóttir Geirs kaupmanns og John Fenger stór- kaupmaður. Botnfa fór héðan í gær beint til Isa- fjarðar, á að koma við í Stykkis- hólmi í suðurleið. Gullfoss fór frá Leith í gær á leiö hingað. Langsjöl og þrfhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum), [217 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str. 4. [299 Bókabúöin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjólar fást og verða saum- að|r í Lækjargötu 12 A. [30 Gott piano til sölu. A v. á. [86 Til sölu: hurðir og gluggar. Uppl. í Tjaruargötu 8. [87 Falleg gluggablóm fást á Laufás- vegi 27 uppi. [88 Herbergi'til leigu fyrir ferðafóik í Lækjargötu 12 B. [305 Herbergi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [14 1—2 herbrrgi og eldhús eða aðgangur að eldhúsi óskast til leigu sem fyrst eða 1. okt. Borg- un mánaðarlega fyrirfram. Uppl. á Hverfisg. 41, bakaríinu. [64 Einhleypur maður óskar að fá til leigu eitt eða tvö herbergi frá 1. okt. A. v. á. [89 Einhleypur maður reglusamur óskar eftir einu herbergi, helzt nú strax til 14. maí. Uppl. í Suöur- götu 6. [90 i — V 1 N N A — 1 Ung stúlka óskast í búð hálf- an daginn. A. v. á. [85 I TAPAfl—FUNDIfl l Ljós regnfrakki hefir tapast. ist á afgreiðsluna. Skil- [91 1 TILKYNNINGAR 1 Margrét Guðmundssdóttir, ættuð frá Bjargi á Vatnsleysu- strönd óskast til viðtals sem fyrst <við Guðrúnu Sigurðardóttur, Grettisg. 56 A. [84

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.