Vísir - 20.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 20.08.1916, Blaðsíða 2
visiu VIS i R AfgrelÖRla blaöeinB á Hóiel laland er opin frá kl. 8-7 i hvpr)- rnn degí, Inngangnr frá VaUarsIræíI. Skrifstófa á sama atafl, Inng. írá Aöalstr. — Kileíjórfnn til vlötalt frá kl. 3-4. Sínii 400,— P, O. 8o», 3£'7, Best að versla í FATABÚBiNNi! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aðurá eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en í FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 DeutscMand, þýzki verzlunarkafbáturinn fór frá Baltimore kl. 5.40 eftir hádegi þ. 1. 1 ágúst, aö því er sagt er í símskeyti tii enskra blaða frá Reuíer. Fylgd fekk kafbáturinn ekki aðra en þá, að blaðamenn veittu honum eftirför á gufuskipi. En sagt er að Bandaríkjastjórn hafi áður sent tvö herskiptil Virginíuhöfðanna,en þaðan er búist við aö »Deutsch)and<r hafi lagt til hafs. Lloyd George, Sem sönnun þess hve óvinsæll Lloyd George hafi verið af m.hluta ensku þjóðarinnar fyrir ófriðinn.er í þýsku blaði sagt að það sé al- talað, að eitt sinn, er maður nokk- ur hafði bjargað öðrum frá því að drukna, með þvi að kasta sér í sjóinn og synda með hann til lands, og þegar farið var að hrósa honum fyrir afrekið, þá hafi hann svarað: Ó, það var ekkert; þeg- ar eg sá manninn, stökk eg strax út í, sneri honum við og þegar eg sá að það var ekki Lloyd George, þá dróg eg hann í land. Grískir ffótíamenn, 1000 grískir flóttamenn frá Litlu-Asíu eru nýkomnir til Frakk- lands og eiga að vinna þar að akuryrkju o. fl.— Af slíkum vinnu- krafti er nóg að fá um þessar mundir, en menn þessir eru dug- legir og óska einskis frekar en að fá vinrtu, því neyðin sverfur að þeim. — í Grikklandi sjálfu er fjöldi slíkra manna, t. d. er sagt að utn 90 þús. flóttamenn, karlar, konur og börn — séu í Mitylene. Frá Búlgaríu, Frá Aþenu hafa brezk blöð þá fregn, að óánægjau í Búlgaríu sé stöðugt að magnast. Gera lands- menn sér litlar gróðavonir af ófriðn- um úr þessu, og andstæðingum þjóðverjasinna eykst stöðugt fylgi. í þinginu hefir alt verið í upp- námi, og ráðuneyti Radoslavoffs talið valt í sessi. Uppreisnin í Arabíu Frá Kairo barst sú frétt til Reu- ters í Lundúnum 31. júlí, að ara- biskar hersveitir, sem sendar höfðu verið til Hediaz á Rauðahafsströnd- inni, eftir að þær höföu fekið borg- ina Djedda, hafi einnig hertekið Hedjaz og vígið Nambo, Haeokel iim stríiii. Margir íslendingar þekkja nafn- ið Haeckel, þýska náttúrufræð- ingsins og heimspekingsins, þó að færri þekki rit hans og enn færri hafi borið þau saman við rit nútíðar vísindanianna og seni frægir hafa orðið á fyrstu árum aldar þessarar. Haeckel hefir nú nýlega ritað bók eina all-stóra, og kallast hún á enskri tungu »Eternity; World- War Thougths«. Fyrst talar hann um undurfagran draum sinn, þeg- ar Þjóðverjar og Bretar gerðust fóstbræður og Bretar með flota sínum yrðu alvaldir á sjó en Þýskir á landi, og svo tækju þeir þriðja landið í félagsskapinn, Bandaríkin, með alla Þýskarana. En nú er þessi fagri draumur á enda, segir Haeckel, og er það alt að kenna hinni rótgrónu, dýrs- legu sjáifselsku Breta. Og lang- ur tími hlýtur að líða þangað til slíkar tilfinningar vakna aftur í hugum manna. Og því veldur stríðið og afleiðingar þess. Þetta stríð, sem er hinn stærsti glæp- ur í sögu inannkynsins. Og þetta stríð er alt Bretum að kenná (recklessly brougth upon the world by England). Og afleið- ingar þess voðalegar og svöðu- sárin, sem það veitir mannkyn- inu og öllum hinum mentaða heimi svo hroðaleg, að um langa tíma er ekki að tala um nokkra sátt eða samkomulag milli Breta og Þjóðverja, sem Bretar fyrst- ir réðust á, — ekki að tala um neitt samkomulag milli þeirraog hinna svikulu, morðfúsu bresku bræðra þeirra! Að minsta kosti verður það ómögulegt hinni nú- verandi kynslóð á meginlandi Evrópu að rétta Bretum sáttfús- ar hendur, — hinni núverandi kyhslóð, sem í átján mánuði hef- ir daglega horft á hina barbar- isku og svívirðilegu hernaðar- áðferð Breta, — horft á múg- morðin (mass-murder) og hinar svívirðilegu lygar og enn þá sví- virðilegri hræsni þeirra í allri póli- tík og skaammarlega meðferð þeirra á föngum og særðum mönnum. ÖIl vinátta eða virð- ing milli vor og þeirra er því ó- hugsaníeg fyrri en nýjar kynslóð- ir vaxa upp og geta séð með eigin augum nýtt, endurvakið siðgæði og mannúðlega fram- komu,— geta séð endurvakin rétt- indi einstaklinganna og réttindi þjóðanna, sem Bandamennirnir, óvinir vorir, hafa nú verið að brjóta og fótum troða á degi hverjum I Fáir eru þeir, sem efast um að breytingar miklar verði á landa- bréfum Evrópu eftir stríð þetta, — og landamerkin verða alt önn- ur en þau eru nú. En hvernig þau verði eða hvenær friðurinn verði saminn getur enginn sagt að svo stöddu. En eitt er víst og áreiðanlegt, að almennur vilji Þjóðverja er sá, sem oft hefur verið látinn íljósi af keisara Þýska- lands og stjórn hans, að vér ætt- um að haida áfram stríðinu, þang- að til vér höfum unnið fullan sigur. En friðurinn verður að vera tryggur og varanlegur og þannig um hnútana búið, að hin- ir öfundsjúku nágrannar vorir og illkvitnu fjandmenn geti ekki fengið neitt tœkifæri til að ráð- ast á oss aftur. Vér getum ekki tilgreint alla frið- arskilmálana, en vér getum bent á aðalatriðin, sem friðarskilmálarnir veiða að byggjast á. Vér höldum nú mörgum og verðmiklum lönd- um óvina vorra, sem tryggingu fyrir friöinum : Belgiu og norður- hluta Frakklands að vestan, en Pól- landi og Eystrasaltslöndunum að austan. Áður voru þetta alt þýzk lönd. Antwerpen verður að vera kastalaborg vor við Norðursjóinn og Riga við Eystrasalt. Og svo eru.sambönd þau, sem vér höfum gjört við Balkanríkin og Tyrkland mjög áríöandi fyrir oss, sem stend- ur. Og eitt af því er brautin frá Berlín til Miklagarðs og Bagdad. Og þegar friðurinn loksins veröur TIL Wl ! F2 N ! S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv, til 5! Borgarsl.skritst. i Lminastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Llverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. ki. 12-3 og 5-7 v.d islandsbankí opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. saink. simnd. 8’/, siðd Landakotsspít. Sjúkravítj.tinii ki, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn tií við- taís 10-12 LandslióLasafu 12-3 og 5-8. Utián 1-3 Landssimlnn opiim v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Nátíúrugripasafnið opiö Þ/,-21/, síðd. Pósthúsíð opið v. d. 9 -7, sunnd, 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn, lö-4 v. d, Vifilsstaðahariið. Hcimsóknariitni 12-1 Þjóðnicnjasafnið opið sd. þd, frnd. 12-2 Ókeypio lækning háskólans Ktrkjusfrætl 12 i Alm. lækntngar á þrifljud. og föstud. kf. 12—1. Eyrna-, nef- og háisiækningar á föstud, ki. 2—3. Tanniækningar á þriðjud. kl 2—3. Augnlækningar i Lækjargðtu 2 á mið- vikud, kl. 2—3, andsféhirðir kl. 10—2 og 5 -6. saminn, verður oss nauðsynlegt að færa drjúgum út landamæri hins þýzka keisaraveldis. Og þegar vér krefjumst þessa, þá kemur það ekki af auragirnd eða gullsólt þeirri, sem Bretar eru sjúkir af, — þessi drotning þjóðanna, sem nú ræður yfir heiminum, og ekki stafar þaö af þjóöarstolti, sem hjá Frökkum eða herfrægðarlöngun eða af barnslegri mikilmensku hintia Rómtryltu ítala, eða af óseðjandi hungri eftir því, að færa út landa- mæri vor, seni Rússar. Það kemur af þeirri einföldu ástæðu, að fólkið hjá oss er of margt í iandinu, og þessvegna þurfum vér bæði að færa út landamærin og tryggja þau með öflugum vörnum. Vér erum knúðir tii þess, svo vér getum verið ó- hultir fyrir óvinum þeim, sem oss eru yfirsterkari, og svo eimiig til þess, að tapa ekki aftur hinum mikla fjölda þýzkra manna, sem á hverju ári flytja til annara landa. Hin nýju lönd, sein vér ætlum að bæta við oss eru bygð af harð- snúnum, óbilgjörnum þjóðum, en með lagi og varasamri meðferð geí- um vér gert þær þýzkar eða korniö inn hjá þeim þýzkri mentun og menningu allri. Þetta áriðandi og þýðingarmikla starf er Þjóðverjum ekki nýtt, því aö á fyrri öldum hafa þeir fengist við það á stórum svæðum, Og gert heila landflákana þýzka, sem ekki voru það áður, Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.