Vísir - 23.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 23.08.1916, Blaðsíða 2
VISIR VISIR A f g¦ r e 1 ö s i a blaðsíns á Hótel Island er opín frá kl. 8—7 á hverj-um degi, Inngangur frá Vallarstrætí. Skrifstofa á sama stað, inng. itá Aöalstr. — Rítstjórintj t!l víðíal* Irá kl. 3-4. Símí 400.— P. O. Boa 367. Best að versla í FATABÚfliNNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr horra, dömur og börn, og allur fatn- aðurá eldri som yngrl. Hvergi betra að versla en i FATABUfllNNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 EússnesMr flóttamenn í Englandi. — o— Eins og kunnugt er, hefir Eng- jand lengi veriö griöastaður rúss- neskra flóttamanna, sem flúið hafa Jand vegna pólitízkra ofsókna, eða vegna trúarskoðana sinna, svo sem Oyðingar. En nú er svo Komið, að því er þýzk blöð herma, að griðin eru ekki lengur örugg í Englandi. — Hefir enska stjórnin látið tilkynna öllum slíkum flóttamönnum, að eí þeir gangi ekki í enska herinn og berjist þannig fyrir málefnum Rúss- lands, þá verði þeir afhentir rúss- nesku stjórninni. — Flóttamenn þessir eru flestir Gyðingar, og til- viljunin var nú svo findin, að láta þann ráðherrann, sem samkvæmt embættisskyldu sinni hlaut að til- kynna þeím þessa ákvörðnn ensku stjórnarinnar, einmitt vera Gyðing- inn Samuel, innanríkisráðherra. Deildir jafnaðarmannaflokkanna rússnesku í Lundúnum hafa seritút ávarp til ensku þjóðarinnar, þar sem þessu tiltæki stjórnarinnar er andmælt mjög skorinorf, en sagt er að ekkert enskt blað hafi fengist til að birta það. í ávarpinu er bent á hvílíkt hróp- legt ranglæti það sé, að neyða þessa menn, sem ofsóttir hafa verið af rússnesku stjórninni og hraktir og hrjáöir á ýmsa vegu, til þess aö úthella blóði sínu fyrir harðstjór- ana, sem hafi leitt svo margvíslegt böl yfir þá. Og þar sem þeir hafa komið til Englands í fullu trausti til þess, að þeir væru þar öruggir fyrir öllum ofsóknum, þá finnist þeim þeir vera veiddir i gildru á sviksamlegan hátt, þar sem þeim sé ekki einusinni gefinn kostur á að fara til annara landa. Ávarpiö er afar harðort í garð ensku stjórnarinnar eins og þýzk blöö segja frá því. — Og ekki geta þau þess »í Jósefs sporum, hvað eg heföi gert». — En Bret- um til varnar mætti færa það, að þeir hafa lögleitt hjá sér almenna varnarskyldu, sem allir Englending- ar verða að beygja sig undir. Virð- ist þá ekki ósanngjarnt að þeir menn, sem þangað hafa Ieitað, af hvrrjnm ástæðum sem er, til þess að njóta verndar enskra laga og ensks borgararéttar, einnig verði að taka á sig skyldur enskra borgara. — En ekki veröur því neitaö, að lúaleg er hótunin um að framselja Rússastjórn þá, sem ekki vilja veiða við kröfunum. Tískuprestar og skrumauglýsingar. Við og við er eins og geysi um löndin einhver feikna áfergja meðal manna í því að trana sér fram eða láta »tala um sig«. — Menn heyja einskonar kappleik, með hinum einkennilegustu aug- lýsingum um sjálfa sig, og eru þar að engu eftirbátar hinna bí- ræfnustu kaupmanna eða gróða- brallsmanna. Skrumið gengur fjöllunum hærra. Þetta hefir nú líka náð til þeirrar stétfar, er áður var nefnd hin andlega stétt, en verðskuldar enganvegin þaö heití lengur. — Nú eru uppi hér og þar um heiminn hreinir t í s k u- prestar, þ. e. prédikarar sem hafa tekið á sig það sriið, að fólki því, sem sérstaklega vill tolla i tískunni, þykir sjálfsagt »að sækja þá«og hafa þeir því ávalt húsfylli áheyrenda(ekki síst spjátr- ungarog uppskafnings-fólks, með drjúgum meiri hluta kvenþjóðar- innar). Velja prestar þessir sér einatt þannig umtalsefni og kunna að »haga orðum sínunu svo, að fult eins »spennandi« þykir á- heyrendunum að hlýða á þá og að lesa hina áhrifamestu skáld- sögu (að maður ekki segi blátt áfram »reyfara«, sem líklega er goðgá að nefna í þessu sam- bandi!) Svona getur útlistun »ei- lífðarmálanna* orðið f jörug— þegar þau eru klædd í nýtísku- búning.— Spara prédikarar þess- ir hvorki orð né athafnir til þess að láta blöðin sífelt vera að bá- súna lof þeirra út á meðal lýös- ins; eykstþá ae aðsóknin og um Ieið »ávinningurinn«. Peir, sem komið hafa út fyrir landssteinana, kannast við þetta frá öðrum löndum: Tískuprestana og »reklame« þeirra eöa skrum- auglýsingar. Þ a ð er sannarlega eitt af merkilegustu »fyrirbrigð- unum« í trúmálum nútímans. — Að þessi œfintýri séu lfka að »gerast með þjóð vorri«, um það bera greinilegastan vottinn m. a.: Greinarstúfur, sem birtist íblað- inu »íslending« á Ákureyri 28. f. m. og »fsafoId« tekur upp 19. þ. m., svó og »auglýsing« sú eða tilkynning, sem látin var ganga gegnum öll blöðin um messu í »Fríkirkjunni« sunnu- daginri 20. þ. m. (sem fríkirkju- presturinn þó var ekkert við rið- 'inn). G. Sv. Aths. Vísir verður aö láta þess getið, að fregnina um, að Geir Sæmunds- son vígslubiskup ætlaði að tóna í fríkirkjunni á sunnudaginn, flutti hann ekki sem skrumauglýsingu, heldur taldi hann það víst, að les- endur blaðsins mundu kunna hon- um þðkk fyrir aö flytja þá frétt, en óþökk, ef hann hefði ekki gert það. — íslendings-greinin getur heldur ekki skoðasf sem skrum- auglýsing, því væntanlega kemur engum til hugar, að sá sem »skium- ið« er um, hafi skrifað hana. — En hitt mun lengi hafa tíðkast, að einstökum prestum hafi verið hælt í blöðum, ekki síðjir en öðrum af- burðamönnum, og engum dottið í hug að nefna skrumauglýsingar í því sambandi. Kjöíiausir dagar f Eng.andi. Kjötið er orðiö svo dýrt og af svo skornttm skamti í Englandi, að þar er nú einnig farið að tala um að fyrirskipa kjötlausa daga, eins og í Þýzkalandi. Þeirri uppástungu var svarað f þinginu á þessa leið: Það verður léleg huggun fyrir þá, sem vilja fá meira kjöt og ódýrara kjöt að fá alls ekkert kjöt! Fangaskifti Breta.og Þjóðverja Bretar og Þjóðverjar eru farn- ir að hafa skifti á herföngum, sem ekki er álitið að færir geti orðið til herþjónustu aftur. En ekki eru samningar fullgerðir um skifti á þeim föngum, sem kyrsettir voru í löndunum í ó- friðarbyrjun. Virðast þeir samn- ingar þó ekki eiga langt í land. Lord Robert Cecil lýsti því ný- TIL M IN N IS: BaðhÚBiö opið v. d. 8-8, Id.kv. tll II Borgarst.akrifat. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfög.strifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. M. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siöd Landakotsspit. Sjúkravitj.tíml kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til vlð- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Latidsoimími oplnn v. d, daglangt (8-Q) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið lí/,-2% siðd. Pósthúslð oplð v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Saraábyrgðln 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d, Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjéðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirk)ustrætl 121 Alm, læknlngar a þriöjud. og föstud. H. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fðstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þríðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mtð- - vikud, kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10-2 og 5-6. Rúðugler fæst á Laugaveg 73. Sími 251. Mð Jdn Hafliðason. I—3 herbergi á- samt eldhúsi ósk- ast 1. október. Vallarstræti 4. lega yfir í enska þinginu, að samn- ingar stæðu yfir um að fá bresku fangana í Ruhleben látna lausa. Er í ráði að gefa Öllum mönn- um eldri en 45 ára, heimfarar- leyfi úr báðum löndunum, en að skifta á yngri mönnum mann fyrir mann. Brusiloff, Rússakeisari hefir nýlega sœmt Brusiloff hershöfðingja sem stýr- ir sókn Rdssa í Galiciu, heiðurs- sverði sankti Georgs, gimstein- um sett, fyrir afrek hans í ófriðn- um. — Brusiloff þykir hafa sýnt fram- úrskarandi herstjórnaryfirburði og er hann þó »ólærður« hershöfð- ingi, hefir aldrei gengið á her- foringjaskóla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.