Vísir - 23.08.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1916, Blaðsíða 3
V I S’J R Nýir kaupendur fá §mr blaðið ókeypis tii mánaðamóta. Tilboð í Hafragras í landi Framfarafélags Selfirninga sem liggur austanvert við Mýrar- húsaskólann, óskast fyrir 28. þ. m. Tilboðin sendist í SANITAS-AFGREIÐSLUNA, Lækjargötu. mrmrmr "www Drekkið CARLSBERG PILSNER Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar Aðalumboð fyrir fsland Nathan & Olsen Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar A. V. Tulinius, Miöstræti 6 — Talsimi 254 Hið öfluga og velþekta brunabótafél. mr WOLGA (Stofnað 1871) tekur að sér alskonar brunatryggingar Aðaluniboðsniaður fyrir ísland Halldór Eiríksson (Bókari Eimskipaféiagsins) Det kgl. octr* Brandassurartce Comp. Vátryggir: Hiís, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutírni8-l 2 og 2-8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. LÖGMENN ► ◄ Oddur Gíslason yflrréttarmálaflutningsmaður Laufáavegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Fétur Magnússon, yfírdómslögmaður, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . Bogi Bryn|ólfsson yflrréttarmálaflutníngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [u.,pi]. Skrifstofutimi frákl. 12— og 4—6 e. — Talsími 250 — Pretsmiðja P. Þ. Clementz. 1916; Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 46 ---- Frb. Þó Corliss væri nú dáiítið aum- ur í útlimunum gat hann ekki látið vera að hlæja með sjálfum sér að þessu. Hann gekk, á eftir sigur- vegaranum, mjög auðmjúkur á svipinn og í öllu Iátbragði. Hann sýndi þjóni sínum hina mestu auð- sveipni, en hann kýmdi að öllu saman. — Þetta er.gott! Þér lítið út fyrir að geta orðið að liði, sagði Bishop um leið og hann fleygði frá sér verkfærunum og virti ná- kvæmlega fyrir sér landslagið í kringum þá sem nú var snævi þakið. Hana nú! Takið þér nú öxina, farið upp á brekkuna og sækið handa mér þurran og góöan eldivið. Þegar Corliss kora aftur með seinustu byröina af eldiviðnum var Bishop búinn að ryðja snjó og mosa í burtu hingað og þangaö, og hann var búinn að búa til renn- ur, sem líktust krossmarki í lögun. — Eg ætla að skera æðina í tvær stefnur, útlistaði hann nú fyrir Corliss. Máske kem eg niður á hana hérna, eða þarna yfirfrá eða þar fyrir ofan, og það er djúpt þarna og líklega um meira aö gera þar, en í það fer of mikil vinna. Þetta hérna er röndin á hjallanum. Það getur ekki verið dýpra á því en svo sem tvö fet. Nú þurfum við aðeins að vita með vissu hvar æðin er. Síðar getum við boraö inn frá báðum hliðum. Meðan hann hélt þessa ræðu kveikti hann smábál hingað og þangað þar sem' hann haföi rutt burtu snjónum. — Sjáið þér tm til, Corliss! Svo tók hann hakann og hjó honura niður í klakann. — Það er ekki orðið þiöið tvo þumlunga niður ennþá, tautaði hann, um leið og hann beygði sig og rótafli með fingrunum í leðj- unni, og reif um leiö upp gras- topp meö rótum. — Hver skollinn! — Hvað er nú að? spurði Cor- liss. — Ja, hver skollinn, endurtók Bishop, nm leið og hann barði ræturnar á pönnunui. Corliss kom nær og beygði sig yfir pönnuna. Bíöið þér við, sagði hann. Hann þreif nokkuð af rót- unum og nuddaði milli fingranna. Og glytti þá í allar ræturnar. — Hver skollinn, — hver þrem- illinn, sagði Bishop enn einu sinni eins og utan við sig. Það byrjar alveg í grasrótinni, og nær svo niöur úr öllu valdi. Hann snéri sér við, hvesti aug- un og þefaði út í loftið. Corliss horfði á hann með mikl- um undrunarsvip. — Hana nú, sagði Bishop og dró þungt andann. Farið þér nu ekki bráðum að finna lyktina af appelsínunum í aldingarðinum mín- um? 15. k a p í t u 1 i. Leiðangurshóparnir fóru að leggja af staö út að French-hæð. Það var í vikunni fyrir jólin. Corliss og Bishop höfðu ekki flýtt sér neitt að gera aðvart um gullfundinn, fyr en þeir voru búnir aö rannsaka alt nákvæinlega, af- marka handa sér landsspildur og aðvara nokkra góða vini sína, svo þeir gætu gert eins, — voru það þeir Davíð, Jakob Welse, Tretha- way, Hollendingur, sem báðir fætur höfðu kalið af, nokkrir liðsforingj- ar úr lögregluliðinu, gamall félagi Bishops, sem lengi hafði unnið með honum, þvottakonan við vegamót- in, og — þó undarlegt megi virð- ast — Lucille. Það var Corliss sem réði þvíað hún fékk þarna námalóö. Og hann afmarkaði hana sjálfur. En Tretha- way var falið á hendur að fá hana til að koma og taka þátt í auð- legðinni. Samkvæmt landsvenju buðust nú námalóðaeigendurnir til aö láta þá tvo, sem gullið fundu fyrst, fá helming inntektanna. En Corliss vildi ekki heyra þaö nefnt. Og eins var með Bishop. Bisbop sagði: — Eg hefi nú nóg til þess að borga meðj aldingarðinn, — jafn- vel helmingi slærri garö en eg hafði hugsað mér að kaupa. Og ef eg ætti nú að eignast meira gull þá vissi eg ekki vitund hvað eg ætti við það að gera. Eftir að þeir höfðu fnndið gullið, fór Corliss, — eins og það væri sjálfsagður hlutur — að litast um eftir öörum aðstoðarmanni í stað- inn fyrir Bishop. v

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.