Vísir - 23.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 23.08.1916, Blaðsíða 4
VlSIR A Blanche m ¦ færð gjöf að skilnaði. —o— Ræðismanni Frakka hér, A. Blanche var færð í gær dálítil vinargjöf frá 18 kunningjum hans hér í Rvík. Var þaö mjög útskorinn stokkur úr hvalbeini æöi haglega geröur af Stefáni Eiríkssyni útskuröarsnilling, ofan í lokiö var grópuð gullplata eða skjöldur og á hann lettað: »An Consul de France A. Blanche, Souvenir d' íslande 1916,« — Til ræðismanns Frakka, A. Blanche. Minning um ísland 1916. Þeir, sem færðu ræðismanninum gjöfina voru þessir stjórnarmeðlim- ir úr Alliance Francaise: Ungfrú Þóra Friðriksson, yfirdómari Hall- dór Daníelsson og tannlæknir Br. Björnsson, en fyrir hönd þeirra gefenda, sem ekki eru meðlimir í nefndu félagi: bæjarfógeti Jón Magnússon og ræöismaður Ásgeir Sigurðsson. Ungfrú Þóra Friðriksson hafði orð fyrir sendinefndinni en hr. A. Blanche þakkaði fyrir gjöfina meö hlýjum og vel völdum oröum. — Gat hann þess, að ef hann hugs- aði um þaö mest aö eiga náðuga daga, þá væri sér ekki fjarri skapi aö dvelja hér lengur, því lítiö hefði verið að starfa hér fyrir hann síðan stríðið byrjaði. Nú langaöi hann til að heimsækja aldraða móður sína, sem byggi í Frakklandi (París), og myndi hann fá tækifæri til þess á leið sinni, því þangað væri ferð- inni heitið fyrst, en héöan kvaðst hann fara með margar þægilegar og góðar endurminningar. b. Nóg matvæli í Þýzkalandi. — i Þýzka stjórnin hefir sent út opin- bera tilkynningu, þar sem sagt er aö uppskeran muni verða vel í meðallagi, eða nokkru betri en síð- astliðið ár. Stórgripum og grísum hefir fjölgað. Tilkynningin endar á því, að Þýzkaland byrji þriöja árið með beztu vonum. «Það er ekki að eins, að vér ko'mumst af, vér munum komast vel af. Og í byrjun ársins 1916—17 eigum vér mikinn forða, sem gerir oss það unt að halda ófriðnum áfram fjórða árið, þó það yrði harðæri. Sam- vinnan við bandamennina er hin bezta og vér getum skiftst á mat- vælategundum við þá. í öllu til- liti eru horfurnar svo góðar, að engin hætta er á bjargarskorti. *<j WX stteuuuJóWs ve^uv selu \ d & g í ístoninum. S\m\ Z59. í fjarveru minni gegnir lir. læknir Mattaías Einarsson læknisstörfum mínum. Grunnlaugur Claessen Hlahve r vantar á gufubátinn INGOLF. Austurríkismenn í Albaníu, Ensk blöð hafa þær fréttir frá Aþenu, að Muhamedstrúarmenn f Albaníu séu farnir að rísa upp gegn yfirráðum Austurríkismanna Álit á Austurríkismönnum þar í landi hefir beðið mikinn hnekki við fréttirnar sem berast þangað frá Oaliciu. En fregnin um að þeir hafi fengið tyrkneskar her- sveitir sér til hjálpar gegn Rúss um tekur þó út yfir og hefi'r vakið megnasta vantraust á þeim mcðal allra Balkanþjóðanna. Blaðiö »Patris« segirað Alban- ar hafi rekið Austurríkismenn úr þorpinu Lousna, sem er 18 ensk- ar mílur fyrir norð-austan Berat. Einnig er sagt að skærur hafi orðið milli landsmanna og her- manna út af kvikfénaði, sem her- inn var búinn að slá eign sinni á, og segir fregnin að Albanar hafi borið hærri hlut í þeirri við- ureign. — Pá er og sagt að Aust-^ urríkismenn hafi látið skjóta 10 albanska foringja í Berat. Svarti listi Frakka Nú hafa Frakkar líka búið sér til svartan lista. 7. þ. m. tilkynti utanríkisráðuneytið í París fyrsta listann yfi'r úllend verzlunarhús, sem talin eru fjandsamleg Frakklandi og er öllum frönskum borgurum bann- að að eiga við þau nokkur við- skifti. Á listanum eru alls 1700 verzlunarhús, sem heima eiga í 24 löndum. Af þeim eru 83 norsk, 72 sænsk og 27 dönsk. r -~ VINNA 1 Stúlka óskast til að. sauma aðal- lega morgunkjóla. A. v. á. [116 Hálslín er sterkjað á Laufásvegi 27 (uppi). KAUPSKAPUR 1 Langs)öl og þrfhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Morgunkjólar fást beztir i Garða- str. 4. [299 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaöar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjólar fást og verða saum- aðir í Lækjargðtu 12 A. [30 Krakkastóll til sölu nú þegar í Ráðagerði við Sellandsstíg. [118 Vísir 8. febr. 1916 (38. tbl.) óskast keypt nií þegar í Prentsm. Þ. Þ. Clemeníz. [319 Steinbítsriklingur, ágætur, til Sölu á Lvg. 67 niðri. [129 Skyr fæst í Túng. 2. [130 r TAPAfl—FUNDIfl Brjóstnál úr fílabeini í gullum- gerð hefir tapast á Laugavegi eða Hverfisgötu. Skilist gegn fundar- launum á afgr. [121 Sú sem hirti regnhlífina á Batt- aríinu sunnud. 30. f. m. er vin- samlega beðin að að skila henni á Bergstaðast. 50. [131 Fundin sálmabók. —<- Viljist á Amtm.st. 5 uppi [132 Lítill barnaskór hefir tapast.— Skilist í Templarasund 5 (uppi). [133 Tapast hefir svart Chashemire sjal við Laufásveg, nálægt Kenn- araskólanum. Finnandi vinsam- lega beðinn að skila því á Hverf- isgötu 37 gegu fundarl. [134 Herbergi til Ieigu fyrir ferðafólk í Lækjargötu 12 B. [305 Herbergi með husgögnum till leigu i Bárunni. [14 Stofa og lítiö hliðarherbergi með forstofuinngangi, helzt sem næst miðbænum, óskast til leigu frá 1. október fyrirframborgun, ef óskast. Tilboö með lægsta verði sendist á afgr. Vísis sem fyrst. Merkt 166, _________________________[123 Einhleypur maður reglnsamur dskar eftir einu herbergi, helzt nú strax til 14. maí. Uppl. í Suður- götu 6. [124 Prifin stúlka sem hefir fasta atvinnu óskar eftir herbergi 1. október. Uppl. gefur Stefán Ó- lafsson, Völundi. [125 Einhleypur karlmaður í góðri stöðu óskar eftir 1 stóru eða 2 litlum samliggjandi herbergjum, um eitt ár eða lengur. Peir sem kynnu að vilja leigja þannig her- bergi gefi upp adressu sína á afgr. Vísis. [126 Hesthús, fyrir 1 hest, með hey- geymslu óskast til leigu nálægt Frakkastíg. A.v.á. [127 1 herbergi, með sérinngangi fyrir einhleypa, óskast til leigu frá 1. okt. n.k. A.v.á. [128

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.