Vísir - 26.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 26.08.1916, Blaðsíða 2
V I S I R V \ SI R Áígrelðsie blðfisins á Hóiei island er opin frá kl. 8—7 á hverj- utn degi, Inngangur frá V'allarstrœti. Skrifstofa á sania atað, iung, frá Aöaistr, — Ritstjörinn ti! vffitals frá kl. 3—4. Ssrní 400.--- P. O. Bes 157 Best að versla i FATABÚ-ÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn-' aðurá eldri sem yngri. Hvergl betra að versla en í FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Kötturinn í tunnunni Eg bjóst satt aö segja ekki viö því, að stórillindi mundu rísa úl af því litla og lauslega samtali, sem ritstjóri Visis átti viö mig um dag- inn og hann gat um í blaöi sínu meö fyrirsögninni *Tunnuleysið og síldveiðarnar«. En nú hefir verið ráðist á niig af fautaiegum æðikoll, sem ekki vill láta tiafns síns getiö, og þó að hann sé ckki svara verð- ur, skal eg þó leiðrélta heiztu rang- færslnr hans, vegna lesenda biaðs- ins, ef einhver þeirra skyldi hafa flaskað á því að hann væri máls- metandi maður. Eg skal geta þess, að eg heyrði ekki né sá grein þá, sem iitstjóri Visis tók saman eftir samtai okkar, og gafst því ekki tækifæri til að leiðrétta þá ónákvæmni, sem þar kemur fram, þegar eg er borinn fyrir því, að tafir þær, sein mörg tunnuskip hafa orðið fyrir, stafi af því að eigenciur tunnanna hati ekki viljað fastgera kaup við Englend- inga. Þessi ónákvæmni hefirslæðst inn í blaöið vegna þess að eg var kallaður frá til að taia í landsímann áður en eg hafði lokið máli mínu viö ritsljórann og skýrt orsakirnar fyrir honum, Ummæli þessi stafa því af misskilningi, enda var mikið flutt hingað af tunnum, áður en kunnugt var um forkaupsrétt þann, er Bretar höfðu áskilið sér, eða þeir vildu yfir höfuð kaupa síid hér. — Þær slettur sem ónafngreindi (og ónafnkunni) maðurinn eys á mig í þessu sambandi, hrína því ekki á mér. Hitt var rétt eftir mér haff, aö eg kvaðst, ætla aö þeir útgerðarmenn og síidarkaupmenn, sem tunnulausir heföu orðiö »hlytu að eiga nokkra sök á því sjálfir*. Nl.1) þarf hér að rangfœra og fara með ósannindi, til þess aö geta gert sér mat úr þessai i ætlan minni, og veröur það svona í hans útgáfu; »Herra Elías segir það skoðun sína að þeir sem tunnulausir hafa orðið, eigi sök á þvísjálfir*.* Allir sjá hve hér er ráðvandlega og skilmerkilega með farið. J) Með þessari skammstöfun tákna eg skrifara óhróðursgreinanna í Vísi, og getur það táknað nafn- leysingja eða 0 (=núll), eftir þvf sem hver vill. Sú skoðun mín, aö ofangreindii menn hljóti að eiga nokkra sök á því sjálfir, að tunnuflutningar þeirra hafa hamlast, er bygð á þeirri ætl- un, að »pappírar« skipanna, sem tekin og tafin hafa veriö. hafi ekki verið í góðu lagi. Skip, sem fluítu tunnur með salti í frá Norðurlönd- um munu hafa veriö tekin og taf- in meöan Bretar voru að rannsaka hvort saltið væri ekki þýzk vara, en »pappírarnir« hafa ekki verið nógu glöggir í því alriöi. Seinna bættust svo við taiirnar vegna þvæiunnar um íorkaupsréttinn. Mi líklega fá upplýsingar um það, hvort hér sé rangt með farið, og sennilegt að það komi síöar frarn. Önnur ósannindin eru það hjá Nl„ er liann staöhæfir að »Are«, skip, er ég hefi til umráöa, hafi verið tafinn í Englandi. Það er hæfulaust að »Are« hafi verið tafinn í enskri höfn eða á hafinu af vöidunr Englendinga nokk- uð fram yf>r þaö, sem gerist á friöarlímum, og ef »Are« er nú taiinn með þeini skipum, sem beð- ið hafa tafir af bresku hervaldi, þá er ekki gott að gera íslendingum til hæfis. Enu fer Nl. nieð ósannindi (lík- lega vísvitandi) er hann segir að eg hafi »engum hjálpað (um tunnur), og at þeim 24000 lunnuni sem eg hafi flult tii landsius í ár, hafi eg eugu fargað til annara cn þeirra, setn eg ltafi verið búinn að gera samning við íyrir löngu. Til þess að sýna hversu staögott þetta fieyp- ur mannsins er, skal eg sem dæmi leyfa mér að birta eftirfarandi skil- ríki, sem nægja til aö sýna, hvort eg hefi engum hjálpaö um tunnur (léð eða selt) öðrum en þeim, sem samiö höföu um kaup viö mig löngu áður: »Tunnuskip mitt enn ókoniið. í dag átti eg aö skiia yður síldar- tunnununi sem þér 10.— 8. lán- uöuö mér. Mér þægilegra ef það má bíða þar til skipið kemur. Tuliiiius.* Samkvæmt lilmælum hr. Elíasar Stefánssonar lýsum við því hérmeð yfir, aö hr. Elías Stefánsson hefir í ár fiutt síldartunnur frá Engiandi með s/s »Are« fyrir hlutaféiagið »Víðir« í Hafnarfirði, og er féiag vort þraut tunnur í bili fékk þaö hjá honum að láni 1000 tunnur til næstu komu s/s »Are«. Reykjavík 21. ágúst 1916. Magnús Einarson. Pétur Halldórsson. Að herra framkvæmdarstjóri Elías Stefánsson hér hafi fargað til ísa- fjarðar 16. þ. m. 2000 síldartunn- um, þar af 1500 með salti, af tunnu- forða sínum liggjandi á Akureyri, það vottast hérrneö. Reykjavík 21. ágúst 1916. O. Friðgeirsson. Af því sem hér er sagt munu allir geta séð að uppistaðan hjá Nl. erij rangfœrslur og ósannindi, en ívafiö barnalegum dylgjutn og ill- kvitni, sem víst hafa átt að vera mér til skaða og skapraunar, en falla marklausai niður, að öðru eu því, sem þær bera vitni um unggæðis- öfundsýki og klaufahátt, sem eg get i ekki annað en aumkvað Nl. fyrir. Maður getur varla brosaö að því, þegar piltungar eru að reyna að gera sig digurbarklega til aö kefja grát- stafinn. Meðaumkunin verður yfir- sterkari. Nl. lætur þess getið, að óskandi væri að eg vildi sjálfs mín vegna leggja það í vana minn að hjálpa öðrum sem oftast. Þetta getur verið góð ráðlegging og lík- iegt að fleiri vilji taka henni. En misjöfn verður uppskeran af hjálp- seminni. í febrúarmánuði 1914 léði eg skipseiganda hér í bæ slatta af salti, sem hann vanhagaði um. f sama mánuði 1915 stóð einsáfyrir mér, að mig vanlaði salt, en skips- eigandinn hafði nægar birgðir. Eg leitaöi til hans en endirinn varð sá, að eg fékk afsvar, vill ekki hinn ráðsvinni siðbótamaður taka að sér aö miðla þessuni skipseiganda líka dálitlu af lífspeki sinni? Nl. er að skopast að því, að eg hafi aðeins eitt skip til forráða. Þetta er nú að vísu rangt eins og annað því eg hefi fleiri skip en »Are« i förum milli landa, auk þeirra fjögra scm sildveiði slunda. En þótt eg hafi yfir svo litlum skipastól að ráða, þá er það vorkunn, þar sem eg hefi ekkert útlent auömagn við að styðj- ast, enga »companiona« erlendis, ekkert miljónafélag. »Sælt er sameiginlegt skipbrot* dalt rnér í hug þegar eg sá dylgjur Ni. um að eg inundi e. t. v. veröa settur frá forráðum skipa þeirra, sem eg er nú framkvæmdarstjóri fyrir. í»aö er eins og manni finnist að NI. eða »firma« hans mutidi »alveg fáanlegt* til þess að taka þá við af roér. Þaö er bara eftir að vita, hvort sameignarmenn mínir væru eins »fá- anlegir* til þess að skifta á okkur. NI. vill ekki segja til nafns síns. Varla von héðan af. Þess gerist ekki þörf. Barnaleg öfundsýki, greindarleysi á réttu og röngu og gleiðgosalegur busaritháttur er full- komiö fangamark höfundarins. Eg vona að lesendum blaðsins skiljist, aö þótt eg hafi ritað þessar línur, til þess aö h;inda af mér ó- sönnum brigslum og dylgjum, þá hefi eg annað þarfara að gera, en að elta ólar viö hvern nafnlausan labbakút, sem kann að narta í mig á prenti og mun því leiða stíkt hjá mér framvegis. Eg er ekki að slá köttinn úr tunn- unni á hverjum degi. Reykjavík 24. ág. 1916. Elías Stefánsson. Guia dýrið. Leynilögreglusaga. --- Frh. Hann stóð hugsi nokkra stund og sagði síðan; Þetta eru bragða- refir sem við er að eiga. Engir menn í aliri Evrópu eru brögð- óttari en þeir. Eg hygg að ekki mundi af veita þótt eg hefði Tllu M i N N IS: Baöhúsiö opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrlfát. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki oplnn 10-4. K, F. U. M. Alm. saml:. sunnd. 8*/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.timi kl, 11-1. Landsbankiiin 10-3, Bankastjórn tl! við- tals 10-12 Landsbökasafn 12-3 og 5-8. Utfán 1-3 Landssiminn opinn v. d< daglangi (8-9) Heiga daga 10-12 og 4-7 Nátturugrlpasafnið opið Þ/,-21/, síöd. Pósthúslð opið v. d. 9-7. sunnd, 9-1 Saniábyrgðín 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífiisstaðahælið. Hcimsóknarlimi 12-1 Þjóðmcnjasafnlð opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræíf 121 Alm. lækntngar á þriðjud. og fðstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstitd. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir k), 10—2 og 5—6. hönd í bagga með að handsama þá«. Ráðherrann lagði hönd á öxl honum og sagði: »Þér skuiuð ekkert um það hugsa, Bleik. — Þér hafið nú þegar gert meira en alt leynilögreglulið Englands hefði gert á viku. Við skulum lofa þeim að eiga við refina sem sendir hafa verið til höfuðs þeim. — Nú skuluð þér snúa til London og vera rólegur — það er engin hætta á að þeir sleppi*. »Jæja, það er best að eg fari að ráðum yðar, en eg hefi átt við þessa þrjóta oftar en einu sinni og eg veit að það er ekki við lömb að leika. En við skul- um vona hið besta«, sagði Bleik. Síðan kvaddi hann ráðherrann og Sir Hector, sem héldu til Lon- don en sjálfur fór hann með Tinker og Morrison til Northam og snæddu þeir þar hádegis- verð. Þegar því var lokið kvaddi Bleik Morrison og fór til West- ward Ho!, þaðan átti Tinker að að fara í flugvélinni til Hendon. Skömmu eftir að Tinkér hóf sig til flugs hélt Bleik í bifreið sinni til London. Honum var umhug- að að komast heim til sín því mörg flókin og mikilvæg málefni lágu fyrir dyrum. — Þegar hann kom heim til sín var Tinker þar fyrir og skrifaði í ákafa. »Jæja, drengur minn, gekk ferð- in vel«, sagði hann um leið og hann lypti hettunni af höfði sér. Tinker stökk á fætur. »Já, ferð- in gekk vel, en það hefir komið nokkuð fyrir sem eg býst vlð að yður þyki ekki goft að heyra*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.