Vísir - 26.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 26.08.1916, Blaðsíða 4
VlSlK Um útlendar fréttir Og sneplahjal Skrambi var þaö ilia gert af Guðmundi Hannessyni, að geta þess ekki á dögunum í ísafold, að þaö væri Baldvin Björns- s o n, þessi margfróði maöur, sem dvalið hafði í Þýzkalandi í 14 ár en aldrei séð rétt skýit frá neinu sem gerzt hefir í Þýzkalandi í ís- lenzkum biööurn, sem hann í virðingarskyni kaltar snepla. — Vegna þessarar ónærgætni G. H. hefir nú Baidvin orðið að setjast niður og skrifa grein í >Landið«, þar sem hann ekki viröist eiga annað erindi en að segja frá því, að það hafi verið hann, Baldin Björnsson, sem hafi gefið G. H. fult leyfi til að hafa þetta eftir sér. Það er misskilningur herra B. B. að ritstjóri Vísis hafi undrast yfir því, að hann (B, B.) skuli ekki hafa látið hneyxlan sína á lygum blaöanna hér opinberlega í ljósi. Ritstj. Vísis var algerlega ókunn- ugt um að herra B. B. hafði hneyxl- ast. Hann sagðist ekki vita til þess, aö ísl. blöð heiöu gert svo mikið úr hryðjuverkum Þjóðverja, aö það hafi valdið hneyxli, jafnvel meðal þeirra sem hafa dvalið í Þýzkalandi í 14 ár. — Og einmitt af því að hann vissi ekki til þess, gat haun ekki undrast að hneyxlanin hafði ekki verið látin í Ijósi opinberlega — Um hitt, hvort herra B. B. eða aörir höföu hneyxlast á öðrum lyg- um eða ónákvæmni »blaðsnep!anna« (herra B. B. viröist gera undur lít- inn mun á lygi og ónákvæmni) — um það fullyrti Vísir ekkert. — Og að sögn herra B. B. sjálfs, þá virð- ast það ekki vera hryðjuverkasög- ur blaöanna, sem hafa hneyxlað h a n n, heldur t. d. það, að so- cialistaforinginn Singer hefir veriö bendlaður við saumamaskinur og Maximilian Harden viö socialista. — Já, vei þeim sem hneyxlinu veldur! Vísir mun nú í næstu blööum flytja frétlabréf frá íslandi sem birt- ist nýlega í einum þýzkum »blað- snepli«, og sem sýnilega er »made in Germany* og væri fróölegt að vita hvort hetra B. B. hneyxlast eins mikið á »ónákvæmninni« sem þar kemur fram. Bréf frá Islandi. í fylgiblaöi þýzka dagblaðsins »Tágliche Rundschau* frá 12. júlí 1916, er birt fréttabréf frá íslandi, sem ekki er ólíklegt að mörgum þyki skemtilegl aflestrar, ekki síður hcr á iandi eu annarsstaðar. Sá sem biéfið segist hafa fcngið segir að það sé frá íslenzkum vini sínum, kcnnara við háskólann í Reykjavík, og bréfið er unclirskrifað Thorstein T. í lauslegri þýðingu hljóðar það þannig: Þó að eyjan okkar liggi langt frá heimsglaumnum, hafa afleiðing- ar heimsófriðarins einnig gert vart við sig hér. Eg hefi lengi ætlað að skrifa yður um þetta efni, en yfirgangur Englendinga hefir gert mér það ómögulegt. Brezk her- skip hafa teymt hlutlaus gufu- og seglskip til Leirvíkur í Orkneyjum, til að láta grannskoða allar póst- sendingar frá íslandi, þó að ísland, senr er nátengdara Englandi en Danmörku í verzlun og viðskiflum, og verður að teljast fremur vinveitt bandamönnum, ætti að vera hafið yfir tortrygni þeirra. En út af þessu bréíasnuðri hafa stjórnarvöldin haf- ið andmæli í Lundúnum og virð- ast Bretar ekki hafa verið eins nær- göngulir við póstsendingarnar síð- an, ella myndi hið skorinoröa bréf yðar um ofbeldisverk Breta á haf- inu varla hafa komist óáreitt ög ó- opnaö mér í hendur. Þær fregnir sem okkur berast af ófriðnum eru auðvitað flestar í enskum anda, og frétlirnar sem koma frá hlutlausu löndunum, Danmörku og Noregi, eru sennilega ekki heldur sannleik- anum fyllilega samkvæmar. »Þó eru »sfraumar« meðal þessarar 80000 sálna smáþjóðar af forngermönsk- um slofni, hér á hala veraldar, sem með fögnuði taka þeim frétlum, sem við og berast hingað af sigur- vinningunt Þjóöverja, sem áfellast Breta þunglega fyrir svik þeirra við málefni germana og telja bandalag þeirra við slava og romana ósæmi- legt og óskiljanlegt. Blöð okkar og límarif, full þrjá- líu talsins, flytja því svo gerólíkar fregnir af viðburðum ófriðarins og fella svo misjafna dóma um rétt og rangt, sem frekast er hugsanlegt. íslenzkir bændur fá sér því oftar en ella margra daga orlof hjá konum sínum, undir því yfirskini að þeir þurfi að kaupa til búsins, tii þess aö fá fréttir í Reykjavík og komasf í samband viö umheiminn Gildaskálar okkar, sem venjulega eru auöir og tómir, nema þegar alþing stendur yfir, eru um þessar mundir troðíullir af bændum úr fjarlægustu héruðum eyjarinnar. Báðir klúbb- arnir, sem annars koma ekki satnan nema tvisvar í mánuði, halda nú fundi tvisvar í víku til aö ræða um viðburöina. Allir tala um ófrið- inn ; um járnbrautarlagninguna, sem áður var aðal umtalsefniö, um ráð til að auka ferðamanna strauminn MATEEIÐSLUMANN Og I lnokkra duglega sjómenn vantar til síld- og þorskveiða á mótorskip nú þegar. Þingh.str. 15. Islands Kontor i Köbenhavn ?ed C. Schjöth, Willemoesgade 11 annast alskonar viðskifti fyrir íslendinga, bæði í Danmörku og öðr- um löndum jafnt fyrir kaupmenn sem aðra. Upplýsingar og eftir- grenslanir ókeypis ef sent er frímerki undir svarbréf. Annast inn- kaup ókeypis og sendir vörur gegn póstkröfu. Annast sölu fyrir mjög lítil ómaksiaun. Endurnýjar happdrættismiða og geymir þá, gegn tryggingu. Með því að leita til skrifstofunnar þá er menn þurfa að selja eitthvað, eða kaupa, hafa menn þann hagnað að fá vörur með sanngjörnu verði og sanngjarnt verð fyrir vörur sínar. til iandsins, sem fór sívaxandi síð- ustu friðarárin, um baráltuna gegn áfengisnautninni, sem runnin er frá Ameríku og um fullnaðar útrým- ingu holdsveikinnar, sem ekki hefir enn tekist til fulls — talar nú varla nokkur maður. Öll matvæli eru komin í geypiverð, því að Danir og Bretar hafa orðið að draga úr kornflutningum hingað til eyjarinnar eftir því sem þarfir þeirra sjálfra hala vaxið. «Fuglafangararnir« frá Elidayriff, sem venjulega verða að láta sér nægja sultarlaun fyrir að stofna lili sínu daglega í hættu, hafa nú ekki undan að taka eggin frá svartfuglinum og máfunum og snúa lómana úr hálsliðunum, svo mikil er eftirspurnin, Við og við fæst þó enn þá gott rúgbrauð hér í ; höfuðstaðnum, sömnleiðis bjór frá Kaupmannahöfn og Wisky. Loks hafa jafnvel fálækustu bænd- urnir augun opin fyrir flciru en grasagraut, börðum harðfiski, skyri (hvílum osti) og máfseggjum. Áður var það siður að kveða rfmur, að loknu dagsverki, lesa og tala um stjórnmál, um drotnunargirni Dana, sem stæöu öllum þjóðlegum fram- förum fyrir þrifum eða um óblíðu náttúrunnar, en nú hugsa þeir ekki um annað en hina ógurlegu bylt- ingu, sem vú er í aðsígi í heirn- inum. Frh. Eldri kver.maður sem kynni vilja líta eftir geðbilaðri stúlku á daginn, tali við mig undirritaðan. Kristján V. Guðmundsson, Defensor. Sími 154. Tapast hefir sjalprjónn úr silfri á Laugav., mrk, G Þ J. Av.á. [139 Tapast hefir budda, Skilist á afgr. gegn fundarl. [140 Herbergi með húsgögnum til leigu í Bárunni. [14 Eitt herbergi, með húsgögnum, óskast til leigu frá I. okt. fyrir reglusaman mann, A. v. á. [132 Reglusamur trésmiður óskar eftir lítilli stofu með góðum inn- gangi frá 1. okt. n. k. — sem næst miðbænum. Fyrirfram borg- un. A. v. á. [138 Morgunkjólar fást beztir í Garða- str. 4. [299 Saumaskapur á morgunkjólum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Vísir 8. febr. 1916 (38. tbl.) óskast keypt nú þegar í Prentsm. Þ. Þ. Clementz. [319 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjólar fásl og verða saum- aöjr í Lækjargötu 12 A. [30 Mjólkurkýr, góð, ung og ógöll- uð, sem bera á 5. október, fæst keypt. A. v. á. [133 Erfðafestuland í suðurbænum, ágætis byggingarlóðir, fæst til kaups. Uppl. hjá Einari Mark- ússyni. [142 Prelsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916; [141

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.