Vísir - 27.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 27.08.1916, Blaðsíða 4
V I S 1 R Elías sem ekkert veit um mig annað en að eg er út- gerðarmaður sem á tunnur, gaus í gær skömmum um mig. Lengi stóð á því enda varð árangurinn aö því skap', því Elías mun vera þannig gerður, að því lengur sem hann fæst við atriðin, þeim mun ver fara þau úr hendi. Hann byrjar á því, að kvarta yfir að hann skyldi ekki vera látinn í Iriði með rembinginn í fyrstu grein sinni, og segist ekki hafa búist við að verða áreittur fyrir hann, Þessu trúi eg vel, því líklega hefði nú Elías haft vit á að þegja, ef hann hefði átt von á að einhver tæki svo lítið í lurginn sér, en þaö er engin von að Elíasi ditti það í hug, hann er nú orðinn svo vanur að vaða uppi. Næst segir Elías: »Eg skal geta þess, að eg heyrði ekki né sá grein þá, er ritstjóri »Vísis« tók saman eftir umtal okkar, og gafst því ekki tækifæri til að leiðrétta þá óná- kvæmni, sem þar kemur fram«. — Jæja, loksins iðrast Elías, og hlýl cg að þakka mér það, því af ásettu ráði lét eg grein mína binast á 3. degi eftir að grobbið hans komst á prent, einmitt til þess, að gefa aumingja manninum kost á að leiörétta rugl, sem eftir honum var haft. En Elías hefir sjáifsagt hugs- að að hann slippi, og þótt skýrslan einna »mannalegust« eins og hún var. Nú segir Elías mjög ámátlega »það var ekki mér að kenna«, og afsakar sig með því, að hann hafi verið kallaður í landsíma, áður en rununni var lokið. Líklega er nú þetta satt, Elías hefir verið kvaddur til viðtals, og ekki getað komið því við að halda áfram að níða stéttar- bræður sína og hæla sjálfum sér. Vitið hjá framkværndarstjóranum ekki til skiftauna, og því engin von að hvorutveggja gæti fariö vel úr hendi í senn. Annars býst eg við að menn skilji, að ekki er von til aö hægt sé aö reikna út, hvað Elías ætlaöi að segja. Lfm þessi sín eigin ummæli, þau sem eg hefi vcrið aö hrekja, segir Elias nú sjáifur: »Umrnœli þessi stafa því af misskilningi« og hefði grein Elíasar ekki átt að vera lengri en þetta. Vonandi kemur nú játn- ingin svona smámsaman. Um smeðjuritháit Elíasar gagn- vart Englendingum segi eg ekkert. Skyldi hann vita á sig einhverja skömm gagnvart þeim? En hvað viövíkur staðhæfingum hans um það, að pappírar þeirra skipa, sem tafin hafa verið, hafi ekki verið í lagi, þá brosi eg að þeim. Elías hefir engin skilyrði til að vila neitt uin j slíkl, og að órannsökuðu máli er ; íslendingum bezt að þcgja um ! þannig lagaöar skýrslur. i Ennþá ueitar Elías að »Are« hafi verið tafinn í Englandi. Mér sagði einn þeirra manna, sem með Elíasi stjórnar h/f. Eggert Ólafsson, og því einnig þessu umtalaða skipi »Are«, svo sem fleirum skipum er Elías »hefir til umráða*, og hefi eg vitni aö því, og get tilgreint stað og stundu. í fyrstu grein sinni segir Elías að skip sín hafi ekki verið tafin. Nú er það orðið að: ekki tafin »fram yfir það, sem gerist á friðartímum«. Afsláttarpólitík, Elías, og næsta skref- iö ætti að verða að viðurkenna sannleikann. Kannske hefir skip Elíasar ekki haft »pappírana í lagi?« Frh. Bæjaríróttir Afmæii í dag: Eva Kr. Guðmundsd. ungfrú. Afmæli á rnorgun: Anna Glaessen húsfrú. Kristín Sigurðardóttir húsfrú. Páll Sigurðsson prestur. Sœm. Runólfsson verkam. Vald. Norðfjörð bókh. Þur. Þórarinsdóttir húsfrú. rneð íslenzk um erindum' og margar nýjar tegundir korta, fást hjá Helgn Arnaaynl í Safnshúslnu, Erlend mynt. Kaupmhöfn 25. ágúsl. Sterlingspund kr. 17,20 100 frankar — 61,35 Dollar — 3,64 R e y k j a v í k Bankar Pósthús Sterl,pd. 17,35 17,25 100 fr. 62,00 62,00 100 mr. 64.75 64,75 1 florin 1,50 1,50 Dollar 3,72 3,75 »Nýja Land*. Eigendaskifti eru orðin að kaffi- húsinu »Nýja Landi«. Nýi eig- eigandinn er Bjarni Magnússon, sem áður var bókhaldari hjá Jóni Halldórssyni & Co, en nú síð- ast hjá Sigf. Bermann í Hafnar- firði. Dánarfregn. Páll Eyjólfsson bóndi á Sjáf- arhólum á Kjalarnesi varð bráð- kvaddur í gærmorgun. Hafði gengið niður að sjó um morg- uninn og sagst mundu verða um nokkra stund að heiman, en er á daginu leið var farið að svip ast eftir honum og fanst hann þá örendur í flæðarmálinu. Islans banki. Hlutabréf Islandsbanka eru nú í háu verði í kauphöllinni í K.- höfn, um og yfir 120%. Geir goðl, véibáturinn sem Metúsalem Jó- hannsson lét smíöa í Danmörku í sumar, kom hingað í gær. Hann er af líkri stærö og »Gissur hvíti«, sem hingað kom í júlímánuði og er eign sama manns. — »Geir goöi« varð fyrir því óhappi á leiöinni að vélin bilaði eilthvað, eða reyndist illa sett saman, svo að hann varð aö leita hafnar á Jóllandi og bíða þar aðgerðar. En að þeirri aðgerö lokinni reyndist vélin ágætlega. — Á leiöinni hingað, 7—8 mílur vest- ur af Noregsströndum, sáu skip- verjar til feröa Zeppelinsloftskips. kom þaö svo nálægt þeim, að þeir sáu glugga á því á báðum hliðum og gizka þeir á að það hafi verið í um 100 faðma fjarlægð. Skoð- uðu loftfarar bátinn í krók og kring og fylgdu honum eftir í einar 6 kl.st., stýröu nákvæmlega eftir stefnu bálsins. En ekkert merki gáfu þeir bátverjum um að nema staðar. Halda þeir að loftskipið hafi verið um 100 fet á lengd. — Ensk herskip hitfu þeir ekki og sigldu óáreittir beint til íslands, En bannvörn höfðu þeir enga í skipinu, svo Bretar geta lát- ið sér það í léttu rúmi liggja, — Farmurinn var cement, síldarnætur, kaðlar og ýms veiðarfæri. Skip- stjóri »Geirs Goða« er Stefán Jó- hannsson, bróðir Melúsalems. K A U P S K A P l! R Morgunkjólar fásí beztir í Garða- slr. 4. [299 Langsjöi og þríhyrnur fást alt af í Garöarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjóíum, barnafötum o. fl. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjóíar fást og veröa saum- aðu í Lækjargötu 12 A. [30 Mjólkurkýr, góð, uug og ógöll- uö, sem bera á 5. október, fæst keypt, A. v. á. [133 Ágætur harðfiskur til sölu kl. 8 e. m. í Grjótagötu 14 B. [143 Til sölu hurðir og gluggar.— Uppl. f Tjarnarg. 8. [144 Tveir hestar til sölu, vagnhest- ur og reiðhestur. Halldór Kjartansson, Útsöludeild Sláturfél. Suðurlands. Sími 211. [145 Tapast hefir iítil perlutaska.— Skilist á afgr. [146 Peningabudda fundin. Uppl. í versl. Guðm, Egilssonar. [147 Dugleg rakstrarkona óskast á haimili í Rangárvallasyslu um 3ja vikna tíma. Uppl. í Tjarnarg. 24. [148 Sklpaleiga. Hvað skipaleiga hefir hækkað má sjá af því, aö flutningaskip sem leigt var fyrir 350 pund SterJ. fyrir ó- ófriðinn var leigt í fyrra fyrir 600 pd. og nú fyrir 2000 pd. á mán. Veðrið í dag: Vm. ioftv. 754 n.v. stormur “ 8,5 Rv. “ 759 n.n.v.st.kaldi“ 8,5 Isaf, « 763 sn.vindur « 10,0 Ak. „ 757 st. kaldí “ 6,0 Gr. « 722 andv. « 3,5 Sf. “ 753 andv. “ 8,0 Þh. „ 747 logn » 8,3 Stilt stúlka — góö i reikningi — óskast nú þegar tii að ganga um beina. Ludvíg Bruun. Námspiltur óskar eftir fæði og húsnæði á góðu heimili hér í vetur. A. v. á. [137 H Ú S N Æ © ! Heibergi með húsgögnum til lcigu í Bárunrii. [14 Regiusamur trésmiður óskar eflii lítilii stofu með góðum inn- gangi frá 1. okt. n. k. — sem næst miöbænum. Fyrirfram borg- un. A. v. á. [381 1—-2 herbergi og aðgangurað eldhúsi óskast til leigu frá l.okt. n. k. fyrir barnlaus hjón. A.v.á. Einhleypur karlmaður í góðri stöðu óskar eftir 1 stóru eða 2 litlum samliggjandi herbergjum, um eitt ár eða lengur. Þeir sem kynnu að vilja leigja þannig her- bergi gefi upp adressu sína á afgr. Vísis. [126

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.