Vísir - 28.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 28.08.1916, Blaðsíða 2
V i S 5 R V í S £ H A I g r e i ð s 1 a blaðsins á Kótel Island er opns frá fcl. 3—7 á bverj- um degi, Inngangur frá Vailarstræti, Skrífstofa á sama stað, mng. frá Aðalstr. — Rltstjörínn tii viötale Irá kl. 3—4. Sími 400.-- P, O. Uon 767. Best að versla i FATABÚfllNNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar tyrlr herra, döiriur og börn, og allur fatn- aöur á eldri .setn yngri. Hvergi betra að versla un i FATABUfliNNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Bréí írá Islandi. ---- Frh. Reykvikingar horfa kvíðnir út yfir bláan Faxafióann, þegar þeir út við sjóndeildarhringinn, sjá ensk beitiskip, sem eru á leið inn á firðina til að leita að tor- tryggilegum skipum. Litli danski fallbyssubáturinn, sem hefir það verkefni að halda uppi lögum og reglum á fiskimiðunum íslenzku og verja landið gegn yfirgangi erlendra fiskiskipa innan land- helginnar, er algerlega virtur að vettugi, og getur ekki einu sinni komið í veg fyrir að megnið af veiðinni lendi í höndum Breta. það gleður menn hér óum- ræðilega, hve mikla athygli ís- land hefir vakið meðal þýzku þjóðarinnar. Hvar eru nú hin risavöxnu ferðamannaskip hinna voldugu þýzku félaga. „Fyrst Bismarck", „Meteor" og allur ferðamannafjöldinn, sem gáfu íbú- um landsins góðar tekjur! þar brast ekki skilninginn, þegar söngfélagið okkar lét til sín heyra á þilfarinu einhverja dýrðlega norðurlanda sumarnótt, og sýndi, að á íslandi, á yztu endimörkum veraldar á listin sér einnig at- hvarf. Hvílíkur fögnuður þegar æskulýðnum okkar gafst tæki- færi til að sýna sig þessum frænd- um sínum, frá suðurlöndum, í hátíðabúningi sínum eða hvers- dagsfötum, og láta þá dást að gömlu íslenzku þjóðdönsunum og lipurð sinni í glímum og hlaupum. þýzku skipin eru nú alveg horfin, og aðeins örfá ensk og amerísk skip sjást hér. En ensk- ir sjóliðsforingjar hafa upp á síð- kastið mjög vanið komur sínar í Akurey, sem liggur hér skamt frá og er aðsetur miljóna af lund- um og eins í Viðey, þar sem æðar- fuglinn á hreiður sín. Hafa þess- ir gestir gert hin mestu hernað- arvirki í eyjunum með byssum sínum. — Mönnum er því ljúft að minnast hins siðláta framferð- is þýzku ferðamannanna; þeim var vel kunnugt um nytsemi dýra þessara og forðuðust því að trufla þau í útungunarstarsemi þeirra. þó að það sé alment álitið, einnig hér, að enski flotinn sé ósigrandi, þá hefur atvik eitt ný- lega vakið hér mikinn hlátur. — Kvöld eitt kom hingað skip frá Ameríku, sem sigldi undir norsk- um fána. það var með brotið mastur og sundurskotinn reyk- háf og hafði flúið undan enskum tundurbáti inn í landhelgi íslands. Hefði ella verið hertekið í hafi; þvi Bretum þótti það grunsamt og héldu að það hefði meðferð- is kjöt frá Ameríku og voru hræddir um að farmurinn mundi komast til þýzkalands. Norðmenn tóku nú að gera að skotsárum skips síns, en Bretinn beið fyrir utan og hugð- ist að hremma farminn þegar er skipið væri komið út fyrir land- helgina aftur. Nú var um að gera, að kyrsetja herskipið og komast óáreittur í burtu. Kvöld eitt hitti eg Norðmennina og nokkra íslendinga á gildaskála og töluðu þeir ákaft saman en í hljóði. þar sátu líka breskir liðs- foringjar í almennum klæðnaði við borð, og höfðu Wiskyflösku fyr- ir framan sig. Mer var sagt hvað í ráði var, og falið á hendur að reyna að telja Bretana á að fá sér hesta og takast ferð á hend- ur, til að skoða þingvallahraun og hina heimsfrægu Almannagjá og átti eg að lýsa fegurð þing- vallavatns sem átakanlegast. Til þess að vekja íþróttahug þeirra, sagði eg þeim, að á þessari leið gæfist einnig tækifæri til að skjóta ýmsar sjaldgæfar andategundir.— Daginn eftir yfirgáfu Bretarnir skip sitt, klæddir ferðamannaföt- um og héldu sem leið liggur inn í landið og þóttust þess fullviss- ir, að „fuglinn" mundi ekki fljúga á meðan. Mér er enn sem eg sjái þá á leigufákunum sinum með marga baggahesta í eftirdragi, ríðandi austur Mosfellsheiði þegar reykj- armökkinn lagði upp úr hálfa reykháfnum á norska skipinu og það bjóst til brottferðar. Varð- mönnunum á enska skipinu lá að sögn við yfirliði, er þeir sáu herfangið smjúga út úr greipum sér. Hvað stoðaði að senda mann á eftir hinum íþróttagírugu liðs- foringjum til að sækja þá frá þingvöllum? Norðmaðurinn notaði tímann vel og sigldi hreykinn út Faxa- flóa og fyrir Reykjanes og það- an beint austur til Bergen, og þangað komst hann heilu og höldnu án fleiri tafa. — Sjóliðs- foringjarnir ensku gátu huggað sig við það, að yfirmaður þeirra var með í förinni. Og brátt léttu þeir líka akkerum og höfðu sig á brott, svo að háðglósur Reyk- víkinga næðu þeim ekki. Skipst jórinn á Deutschland. Vafalaust verður hann nú fyrst um sinn sá maðurinn, sem mestr- ar lýðhylli nýtur á þýzkalandi. Hafnbannið er það vopnið, sem þjóðverjar hafa átt örðugast með að verjast og verkanir þess eru augljósar allri þjóðinni. Nú halda blöðin því fram, að með verzlunarkafbátaferðunum, sé' þetta vopn slegið úr höndum fjandmannanna, og fólkið gerir sér vonir um, að þar með sé alt þaö böl, sem af hafnbanninu hefir leitt, senn úr sögunni. Og vonirnar fara vafalaust lengra. • — Hafnbannið var það vopn, sem lengi var álitið að bandamenn bygðu aðallega á sigurvonir sín- ar. Ef það er nú orðið ónýtt, þá ættu þjóðverjar að vera komn- ir stóru skrefi nær friði og fulln- aðarsigri. það er því ekki nema eðlilegt, að sá maður, sem stýrði fyrsta kafbátnum á fyrstu ferð- inni yfir hafið til Ameríku og færði landinu aftur nauðsynjar, sem ófáanlegar voru orðnar heima, verði tekinn í tölu ágætustu manna landsins. Skipstjórinn á Deutschland heitir König, M. König kallar „Hamb. Fremdenbl." hann. Hann er ættaöur frá Thuringen og var í þjónustu Norddeutsche Lloyd \ þegar ófriðurinn hófst. — Hann er, að því er sagt er í enska blaðinu „The Daily MaiP kvænt- ur enskri konu. Hafa þau búið í Winchester á Englandi. þegar ófriðurinn hófst var König ný- kominn úr ferð til Miðjarðarhafs- ins á gufuskipinu Schleswig, sem hann var þá skipstjóri á. Kona hans fór þá til þýzkalands. En er Bretar höfðu sagt þjóðverjum stríð á hendur, skildu þau aftur. König var kallaður í þjónustu þýzka flotans, en kona hans fór til Englands. Er það haft eft- ir konunni sjálfri, að það hafi verið með fullu samþykki manns- ins, sem á að hafa sagt, að þó hún væri gifi þýzkum manni, þá væri hún Englendingur af lífi og sál og yrði því að sýna það T I L MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. tll 11 Borgarst.sfcrlfst. i brunastðð opin v. d 11-3 Bæjarfðg.8krlfst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankl opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8J/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.timi kl, 11-1, Landsbankfnn 10-3, Bankastjóm ttl vlð- tais 10-12 Landsbókasafu 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimfnn opfnn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 NáUárugripasafnlð opið F/,-21/, siðd. Pósthúsíð opið v. d. 9 7, sunnd. 9-1 Samábyrgöln 12-2 og 4-6. Sljðrnarráösskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifiisataðahælið. Hcimsóknartiml 12-1 Þjððmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ó k e y p i b lækning háskólans Kirkjustrætl 121 Alm. læknlngar á þrlðjud. og föatud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þrlðjud. kl. 2—3. Augtúæknlngar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. a idsféhirðlr kl. 10-2 og 5-5. í verki eins og hann mundi sýna það í verkinu að hann væri þjóöverji. — í Hamburger Fremdenblatt er sagt frá því, að á fundi þýzkra skipstjóra úr verzlunarflotanum, sem haldinn var í Hamborg, hafi eitt sinn verið rætt um óhapp sem hent hafði þýzkan kafbát. Kafbátasmíðin var þá ekki orðin eins fullkomin og hún varð síð- ar, og voru flestir fundarmenn þeirrar skoðunar, að kafbátar gætu aldrei orðið að liði í sjó- hernaði. — En í móti þeirri skoðun mælti König, sem þá var skipstjóri í þjónustu Nordd. Lloyd. Hafði hann haldið því mjök eindregið fram, að kafbát- arnir mundu eiga stórkostlega framtíð, bæði til hernaðar og annara sjóferða, „svo stórkostlega, að vér dirfumst ekki enn að gera oss ákveðna hugmynd um það“. Hélt hann því fram, að sá tími mundi koma, að hver sú þjóð, er ætti öflugsatan kafbáta- flotann mundi taka yfirráðin á sjónum í sínar hendur, hversu voldugur sem breski fiotinn ann- ars væri. „Verkfræðinni er ekk- ert ómögulegt, og það sem í dag er talið mesta fjarstæða getur á morgun verið orðið áþreifanlegur raunveruleiki„. — þessi niður- lagsorð ræðu hans þykja nú hafa sannast á honum sjálfum og flutningakafbátnum Deutschland.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.