Vísir - 28.08.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 28.08.1916, Blaðsíða 4
VlSiR Elías ... — Frh. frá 1. síðu. Enn segir Elías sögu utn salt frá 1914. Eg' hefi nú verið að reyna að rannsaka viö hvaö hann á, og komist aö því að einna heizt ætti sagan að vera svona: Útgerðar- maður hér í bæ hafði lánað salt handa skipi er E. (einhver) útgerð armaður hér í bæ stjórnaði. Svo illa tókst til að félag það er skipið átti tók upp á því að »slá köttinn úr tunnunnU, og misti E. af stjórn skipsins. Skip þelta komst síðar í saltþröng, og vildi þá E. fá út- gerðarmann þann er saltið hafði lánað til að krefjast saltsins af því, og lána sér þaö, en þegar því var neitað, er E. »fokinn«. Ekki skil eg umtal Elíasar um »companiona« og miljónamenn. Eg á enga »companiona« erlendis, ekki einusinni neinn mr. Marr, sem gæti bjargaö mér et eg skyldi gera eitt- hvert glappaskotiö. Því miður er eg ekki miljónaeigandi, enda hefi eg ekki verið eins »sniðugur« og sumir að afla mér fjár. Mjög hryllir Elías við því að eg muni fáanlegur til að taka við af j sér, Eg hefi mörgu aö sinna, og ætla mér ekki að bæta neinu á mig, en ýmsir aðrir hafa verið tilnefndir í þá stöðu. Raunar er mér ekki , fullljóst í hverju hún er falin, því ) tveir þektir dugnaðarmenn stjórna j élaginu meö Elíasi, og ef starf EI- asar aðallega er bréfa og skeyta skriftir á ýmsum tungum, þá veít eg ekki hvort nokkur er fullfær að verða eftirmaður hans við það. Varla gel eg hugsað niér að síaríið sé aðallega þaö, að halda háværar og nrokafullar ræður á veitingahúsum um afrek sín, enda mundi eg þá engum treysta til að fylla skarðíð eftir Elías. Elías, þér Iátið mikið yfir að vera þektur, bara að það sé ekki of vel. O’well. Þér álííiö að eg og aðrir öíundi yöur. Sérlega líklegt, og þarí ekki annað en að sjá yður, hvað þá þekkja, tii þess að skilja það. Enn berið þér á mig »rangfærsl- ur« og »ósantúndi« og að eg hafi ætlað að skaprauna yður. Menn geta sjálfir dæmt um rangfærslurnar og ósanuindin, og hitt er Iíka greini- legt, að hafi eg ætiað að skaprauna yður, þá hefir mér algerlega mis- tekist, eins og sjá má af því hvað grein yðar er léttilega og góðlát- lega rituð. Eg sleppi yður nú í þetta skifti við svo búið, en þér getið kiórað yður í höfðinu tipp á það, að eg reyni að hafa tíma til að grínast við yður. Loks eitt, þér talið um »busa- rithátt* minn, * Ekki er eg rithöf- undtir, en eg skrifa þó greinar mín- ar sjálfur. Aftur á móti hefi eg heyrt, að þér hafið fengið sfúdent t'l að skrifa grein yðar og þannig gert tilraun til að sleppa við »busa- , ritháttiun*, sem yður er svo illa við, En ef þetta er satt, þá spyr eg yður, Elías, hvort greinarnar séu ekki með fölsku nafni þegar undir þeim stend- ur »Elías Stefánsson«, og hefði þá ekki verið betra að hafa þær nafn- lausar eins og Útgerðarmaður, sem enn á tunnur. Guia dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. ] i ’ i Bleik íhugaði þessar fréttir • skamma stund og sagði svo. „Jæja, eg skal snúa mér strax ] að þessu og sjá hverju eg fæ á- orkað. Eg skal láta yður vita strak og eg verð einhvers vísari". „þakka yður fyrir, Bleik“, svar- aði ráðherrann, „þér gerið mér mikinn greiða með þessu“. Með þessu slitu þeir talinu og Bleik sneri sér að Tinker. „Við verðum að fara í burtu aftur drengur minn. Stjórnin held- ur aðWu LingogBóremongséueitt hvað riðnir við ráðabrugg þjóð- verja hér i landi og vill því fyr- ir hvern mun klófesta þá. Við verðum að reyna það. Við skul- um búa okkur til ferðar. Sjáðu um að bifreiðin sé í lagi, við þurfum að fara til Kardiff. Við munum byrja leitina þar, því það virðast vera líkur til að við mun- um helst geta fundið för þeirra þar. Eg mun svara bréfum þess- um sem eru á borðinu, á meðan þú býrð alt undir ferðina. Tinker stóð strax upp til þess að hlýða skipunum húsbónda síns. Eftir eina klukkustund kom hann inn aftur með tvo stóra ferðapoka og var þá Bleik að enda við að svara bréfunum. þeir fóru í yfirhafnir sínar og fóru svo upp í bifreiðina og héldu niður Bakarastræti. Ferðin var löng og komu þeir ekki til Kar- diff fyrr en seint um kvöldið og voru þá borgarbúar gengnir til hvíldar. þeir vöktu dyravörð á gisti- húsi einu og fengu herbergi. þeir gengu strax til hvílu því að þeir vissu að þeir gátu ekkert til þarfa unnið þá um nóttina. En einmitt þegar Bleik og Tin- ker gengu til hvílu var haldinr. fundur í sömu botginni og þótt hann væri leynilegur var hann samt nœg sönnun þess að ekki voru allir sofandi þar um slóðir. í húsi nokkru í þröngri götu skamt frá höfninni átti að halda fund og hefði Bieik vitað hversu mikil áhrif fundur þessi mundi hafa á líf hans og starf, þá hefði hann ekki sofið mikið þessa nótt. í húsi þessu sem utn var get- ið sást hvergi ijósglæta. Á ein- um stað í því var herbergi sem alt var tjaldað þykkum saf- fronlitum silkitjöidum, í herberg- inu voru hvorki borð né stólar en fram með hliðunum voru legubekkir fóðraðir með silki er alt var gult að lit. Góltið var þakið þykkunt aust- urlenskum teppum er voru sam- lit legubekkjunum. — Úr loftinu hékk stór koparlampi at gamalli kínverskri gerð. í öðrum enda herbergisins var lítill pallur er líktist hásæti og var það alt hul- ið af skrautlegum silkisvæflum. Fyrir framan það var smáborð með skrifföngum á. Petta herbergi var samkomu- salur Bræðrafélags gulu mann- anna og þessa nótt hafði öllum félögum verið stefnt til fundar. I hásætinu fyrir miðjum gafli sat Wu Ling prins, afkomandi Manchúanna og lögiegur erf- ingi hinnar fornu krónu Kína- veldis. Hann var forseti hins máttuga félags er nefndist Bræðrafélag gulu mannanna. Vegna fundar þessa var prins- inn búinn einkennisklæðum er stöðu hans sæmdi. Hann var í gulum víðum silkibrókum og saf- franlitum kyrtli úr dýru silki. Á brjósti hans hékk heiðursmerki úr gulli og á vinstri hendi hafði hann sívalan gullbaug alsettan demöntum. Hann hafði breysts lítið síðan hann komu til Evrópu í fyrsta sinni, í þeim erindum að gera hinn hvíta kynflokk að þrælum gulu mannanna. En honum mishepnaðist ráða- brugg sitt þá og hann varð að fiýja til eyjar einnar skamt frá Kína, er nefnist K a i t u. Andlit hans var rólegt og þrótt mikið. Hárið var heldur þunt og hrafnsvart. Augun voru glamp- andi og iágu djúft. Andlitið alt bar vott um þrek og viturleik. Þessa nótt sat hann þegjandi í hásæti sínu og var auðsjáan- lega í þungum hugsunum. Með- limir féiagsins sátu á legubekkj- unum meðfram veggjunum og biðu rólegir eftir því að drotni þeirra þóknaðist að hefja máls. Þarna vórti samankomnir tíu menn úr félagi gulu mannanna, sem boðaðir höfðu verið á fund þenna. Allir ráðunautar félags- ins voru samt ekki þarna. Þegar aðaltundir voru haldnir í Canton eða Peking þá komu tuttugu og fjórir. — Þá var viðhaft óhemju skraut og hver viðhöfnin rak aðra, því að þar gat prinsinn farið að eins og honum þókn- aðist. — En þegar fundir voru haldnir í London, New York eða einhversstaðar annarsstar aðeins til þess að ráða úr áríðandi mál- efnum, þá voru ekki viðstaddir nema þeir sem að nokkru leyti mynduðu hirð hans. I KAUPSKAPUR Morgunkjólar fást beztir í Garöa- str. 4. [299 Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengiö upp frá Mjóstræti 4). [43 Saumaskapur á morgunkjóium, barnafötum o. fi. er tekinn á Vesturgötu 15 (vestur- endanum). [217 Bdkabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Morgunkjóiar fást og verða saum- aðir í Lækjargötu 12 A. [30 Mjólkurkýr, góð, ung og ógöll- uð, sem bera á 5. október, fæst keypt. A. v. á. [ 133 Ágætur harðfiskur til sölu kl. 8 e. m. í Grjótagötu 14 B. [143 Til söiu hurðir og gluggar.— Uppl. í Tjarnarg. 8. [144 Tveir hestar til sölu, vagnhest- ur og reiðhestur. Halldór Kjartansson, Útsöludeild Sláturfél. Suðuriands. Sími 211. [145 Tveir búðardiskar 5 — 6 álna íangir óskasí til kaups nú þegar. A. v. áj [150 Tapast hefir lítil perlutaska. — Skilist á afgr. [146 Fundist hefir penittgabudda í bílnum A. R. nr. 1. Vitja má á vinnustofu Jónatans Þorsteinssonar kaupmantis. [149 Fundinn poki á Mosfellsheiði nteö sæng og fleiru. Vitjist á Nýiendu- götu 18. [151 HÚSNÆIH | Herbergi meö húsgögnum til leigu í Bárunni. [14 1—2 herbergi og aðgangurað eldhúsi óskast til leigu frá 1. okt. n. k. fyrir barnlaus hjón. A. v. á.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.