Vísir - 31.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 31.08.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR A f g r e I ð s I a blaðsfns á Hótel Island er opin frá kl. 8—7 á hverj- urn degi, Inngangur Irá Vallarstræti. Skrifstofa á sama staö, Inng. frá AÖalstr. — RHstjórinn tll vlfitalt frá U. 3—4. Siml 400,- P. O. Boi 367, Best að versla í FATABÚSINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dbmur og börn, og allur fatn- aðurá eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABUfllNNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Rúmenar —o— Ein þjóðin enn hefir ráðist í hinn ægilega hildarleik, sem þjóð- irnar í Norðurálfunni heyja nú sín á milli, og er það 15. ríkið sem i hann skerst. — Það hefir lengi verið búist við þvi, að Rúmenía mundi skerast í leikinn, og alment álitið, að hún væri aðeins að bíöa eftir því að sjá þess ótvíræð merki, hver mundi vinna sigur. Á hún þar sammerkt með Búlgurum og raunar öllum þeim þjóðum, sem gengið hafa í ófriðinn, því vitan- legt er að þær hafa allar gert það i þeirri von að vinna sigur og liafa einhvern hag af ófriðnum. — Rú- menum hefir verið borin sagan ver en hinum af þvi einu að þeir hafa verið varkárari og varkárni þeirra hefit æst alla. En i raun og veru er þeirra tilgangur heiðarlegri en margra hintia. Rúmenar eru taldir rúmar 10 miljónir. En af þeim tjölda býr að eins rúmlega helmingur (um 5 y4 milj.) í Rúmeníu sjálfri. En í næstu héruðum na'grannalandanna : Bess- arabíu (Rússl.) Bukovinu og Sie- benbyrgen(Austurriki-Ungverjalandi) búa nær 4 y2 miij. Rúmena. Hér- aöið Moldau skagar eins og tangi inn á milli Bessarabíu að austan, og Siebenbyrgen að vestan, en Bukovina Iiggur norðan að þvi. Yfirgnæfandi meiri hluti íbúanna í Bessarabiu og Siebenbyrgen eru Rúmenar og í Bukovinu eru þeir fjölmennasti þjóðflokkurinn. - Það er því eölilegt að Rúmenar vilji vinna nokkuð til að fá þessi 16nd. Og ef það getur nokkurn tíma talist heiðarlegt að heyja ófrið til landvinninga, þá er atferli Rú- metia heiðarlegt. í Rúmeniu eru um 10000 menn af þýzku bergi brotnir og eítthvað af Rússum. Þjóðin hefir vitanlega frá upphafi ófriðarins skifst í tvo fiokka, bandamantiavini og mið- veldavini. En gætnu mennirnir hafa ekki látið vináttu hafa áhrif á afstöðu sína og fengið því ráðið, að ekki yrði anað út í ófriðinn fyr en sæmileg vissa væri fengin fyrir því hvorir yrðu sigurvegararnir. — Báðir aðilar tnunu hafa boðið þeim lík kjöi. Rússar vildu láta at hendi Bessarabíu við þá, ef þeir gengju í lið með bandamönnum og vafa- laust Siebenbyrgen ef þeir vinna sigur. Miðveldin hafa fyrir löngu boðið þeim Bessarabíu og mundu einnig hafa unnið það til að af- henda þeitn eitthvað af sínura lönd- um. — En Rúmenum var lítið gagn í loforðum, ef efndirnar gátu engar orðið. Rúmenar hafa stórgrætt á ófriðn- um. Þeir hafa selt miðveldunum korn o. fl. fyrir okurverð. Það er sagt að landiö sé fult af gulli og þjóðin hugsi ekki um annað en gull. — En stjórnin hefir nú breytt einhverju af þessu gulli í vopn og skotfæri. Þýzkar skýrslur segja að Rúmenar geti boðið út 600 þús. manna her með 800 íallbyssur. En í sumar hafa feiknin öll af skotfær- um verið fluít þangað frá Rúss- landi, þar á meðal er talaö utn 30 járnbrautarvagnburði af stórum sprengikúlum. — Og það má nærri geta, að þessir varkáru ,, menn hafa búið sig undir ófriðinn, áður en þeir léíu teningunum vera kastað. Rúroenar verða auövitað að hafa her á öllum landamærum Rúmeníu og Austurríkis fyrir vestan Bukowinu, sem Rússar hafa nú iagt undir sig. En landamærin eru i Karpatafjöll- unum og þar því ilt til sóknar, en gott til varnar. Líklegast er að meginhluti hersins verði sendur inn í Serbíu nyrzt yfir Doná. Rússar hafa haft mikinn liössafnað ísumar VÍ0 landamæri Rúmeníu og Bers- arabíu, hjá lsmail, og senda þeir það lið vafalaust sömu Ieið. Og ekkert getur Rúmenaher undiö bandamðnn- um þarfara en að komast þann veg inn á milli miðveldanna og banda- manna þeirra fyrir sunnan. Rúmenar hafa ekki sagt sagt Búlg- urum stríð á hendur. En ef til vill eru líkur mestar til þess að þess verði ekkt langt að bíða, að til ófrið- ar dragi milli þeirra. Búlgarar virð- ast þó hafa ærinn starfa fyrir, og sagt er að þeim mðnnum fjölgi óð- um þar í landi, sem frið vilja semja, er því ekki óhugsandi að þeir láti Rúmena óáreitta og fari að hugsa til friðarsamninga. Að öörum kosti má gera ráð fyrir að Rúmenar og Rússar beini aðalsókninni gegn þeim og er þá hætt við aö þeir standi berskjaldaðir fyrir, er Salonikiherinn sækir að þeim að sunnan. Það má nú vafalaust gera ráð fyrir því að bandamenn hafi alt að því 500 þús. manna her á að skipa á Salonikivígstöðvunum, og annan eins her geta Rúmenar og Rússar óefaö sent suður á Balkan aö norð- an. Má því vænta aðalviðburða ó- friðarins þaðan fyrst um sinn. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. Frh. Þegar allir voru farnir stóð Wu Ling upp og gekk út í horn á salnum og dróg til hliðar silki- tjaldið. Svört súla kom í Ijósog oían á henni var líkneski af einhverjum guði sem lá á hnján- um með hendur krosslagðar á brjósti. — Myndin var úr skíru gulli. Þetta var guðinn Mo, dýrð- lingur Wu Ling — guðinn sem hafði ráð yfir öllum hans for- lögum. Fyrir framan þessa gullmynd kraup hann á kné og beygði sig áfram í djúpri Jotningu þangað til enni hans nam við gólfið. Hann lá þannig nokkra stund, svo stóð hann á fætur og benti San að fylgja sér út. Hann hafði beðið guðinn að blessa hefnd sína og hann var sannfærður um að guöinn hafði heyrt bæn hans. 5. kapituli. I hfðf bjarnarins. Bleik og Tinker voru snemma á fótum morguninn eftir að þeir komu til Cardiff. Ástæðan til þess að Bleik ákvað að hefja rannsókn í Cardiff var sú, að hann þóttist þess fullviss, að flug- vélin sem hafði fundist á floti í Bristolflóa, væri hin sama og notuð hafði verið til þess að nema á burtu hergagnaráðherr- ann 'og vin hans* Ef svo reyndist að þetta væri önnur flugvél, þá var ekki ann- að en að snúa sér í aðra átt til þess að reyna að varpa birtu yfir málið. En það var ekkert komið fram enn, sem raskaði getu hans, að þetta hefði verið flugvél »Hinna ellefu*. Frá því fyrsta að hann hafði verið kallaður til Westward Ho! til þess að rekja spor ráðhetrans hafði athygli hans hvað eftir ann- að beinst að Cardiff. Þegar Tin- ker, til dæmis, fór frá Hendon til Westward Ho! og hafði séð flugvél fljúga yfir Bristolflóann þá þóttist hann viss um að hún Tl L M I N N IS: Baðhúsið opiö v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.ekrif.3t. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargfaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Ialandsbankl opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8l/, siðd Landakotsspít. Sjúkravltj.tíml kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn oplnn v. d. dagiangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugrlpasafnið oplð 1V.-21/, siðd. Pósthúslð oplð v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðln 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrlfstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hclmsóknartíml 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 ÓkeypÍB læknlng háskóians Klrkjustræff 121 Alm. læknlngar á þrlðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslæknlngar á fðstud. kl. 2-3. Tannlækntngar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlæknlngar í Lækjargötu 2 á mlð- vikudi kl. 2—3. Landsféhlrolr kl. 10—2 Og 5—6. hafði komið frá Cardiff. Annað var það líka. Flugvélin fór oft til Marseyjar og það með skömmu millibili. Það sannaði að ákvörð- unarstaðurinn á meginlandinn var ekki langt í burtu. Þar að auki hafði orðsending yfirmannsins á fallbyssubátnum sagt, að flakið hafi fundist f Bristolflóa skamt frá Cardiff og sjómennirnir sem hann hafði tal- að við höfðu sagt að þeir hefðu séð mótorbát hjá flakinu og hefði hann síðan siglt inn til Cardiff. Ákvörðun Bleiks um að hefja rannsókn í Cardiff var því ekki bygð á langri og nákvæmri at- hugun, heldur á skyndilegri eðl- ishvöt, sem löng reynsla hafði þroskað svo, að hún kom hon- um oftast til að leita þar sem mergur málsins var falinn. Hann vissi að í Cardiff var fjöldi Kín- verja og sfðan prins Wu Ling fór að gefa sig við pólitík Norð- urálfunnar hafði Cardiff oftar en einu sinni verið aðsetur hans þegar hann ætlaði að gera Bret- um einhverja skráveifu. Bleik var ekki í neinum vafa um að Wu Ling átti aðalþáttinn í frumhlaupinu gegn ráðherran- um. Hann var og viss um að barón Bóremong vœri við það riðiun og ef hann findi annan þá mundi hann finna hinn líka. Aðalatriðið var að ná þeim áð- ur en þeir skiftu um stað og héldu á brott frá Cardiff, því þeim mundi vera það Ijóst hversu hœttulegt var fyrir þá að dvelja þar eftir að ráðherranum hafði verið bjargað. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.