Vísir - 02.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 02.09.1916, Blaðsíða 3
VISIR DRENGUR óskast nú þegar til^að bera Vísi út um bæinn. CALLIE PEEFECTION eru bestu, léttustu, einföldustu og cdýrustu báta- og verksmiöju mótorar sem hingað flytjast. Vanalegar stærðir frá 2—30 hk. Verksmiðjan smíðar einnig utanborðsmótora, 2—2V2 hk. Mótorarnir eru knúðir með steinolíu settir á stað með bensíni, kveikt með öruggri rafmagnskveikju, sem þolir vatn. Verksmiðjan smíðar einnig ljósgasmótora Aðalumboðsmaður á íslandi: O. Ellingsen. Bíræfni. Nýr ritlingur: Um hörmungarnar í Wit- tenberg. Skýrsla um taugaveikina í fanga- búðunum í Witten- berg. Reykjavík 1916. Síst er að furða þótt Englend- ingar sjái sér fœrt að gefa íslend- ingum bækling þenna í kaup- bæti fyrir alla samningana. Var honum þröngvað upp á menn á götum bœjarins í gær og borinn í hús ókeypis. Er þetta netnd opinber skýrsla til bresku stjórn- arinnar og má vel vera að Eng- lendingum líki hún vel. En ís- lendingar skyldu gjalda varhuga við að leggja trúnað á það sem bæklingur þessi hermir. Er breskri mannúð (við þekkjum hana ís- lendingar) hampað þar og veitst að Þjóðverjum fyrir illa með- ferð á breskum föngum. Vitan- legt er þó að hvergi er spítala- fyrirkomulag betra en á Þýska- landi, enda hefir svo reynst í styrjöld þessari. Að minsta kosti hafa Frakkar þrásinnis kannast við það. Liggur það í hlutar ins eðli að ef taugaveiki kemur npp í fangabúðum á Þýskalandi mundu Þjóðverjar gera alt til að stemma stigu fyrir henni, þó ekki væri nema í eiginhagsmuna skyni. Frásaga þessi er því of- urósennileg og skal eg drepa á öifá atriði. Á bls. 11 er sagt að þýsku yfirvöldin fengust til þess að íeyfa það, að nokkur hluti af fangaskála einum yrði notaður fyrir sjúkraskýli (meðan tauga- veikin gekk). Á bls. 19 er feit yfirsögn um að þýskur læknir hafi fengið járnkrossinn fyrir starf breskra lœkna(!) en nokkrum línum neð- ar er frásögnin orðin vafasöm: Eftir þvf sem nefndin v e i t b e s t var Dr. Aschenbach (þýski lœknirinn) sæmdur járn- krossinum fyrir að hefta tauga- veikina. Hver trúir því að Wittenbergs- búar hafi óvirt framliðna menn meðan verið var að jarða þá? (Bls. 20). Ekki vantar stóryrðin er talað er um glæpsamlega vanrækslu yfirvaldanna þýsku (bls. 25), um vísvitandi grimd og skeytingar- leysi þeirra (bls. 27) og er vit- anlega feit yfirsögn um göfug- lyndi breskra lækna og sjálfboða- liða (bls. 28). Yfirleitt er frásögnin öll svo ósennileg, að furðu gegnir að nokkur óbrjálaður maður skuli leyfa sér að bjóða íslendingum þetta. Útgefandi hefir líklega orð- ið óþægilega var við að Eng- lendinga-vinátta íslendinga hefir rénað að miklum mun í seinni tíð og að þess vegna væri þörf á að senda þeim þenna pésa, svo að þeir fengju þó eitthvað fyrir miljónirnar er hafðar eru af þeim í ár. Hafi Þjóðv. séð þessa skýrslu munu þeir vitanlega hafa svarað fyrir sig. Enginn íslendingur skyldi að óþektu svari Þjóðverja leggja trúnað á þenna öfgasamsetning. Sigfús Blöndahl. Ófriðurinn. Hver kemur nsest? Þegar fregnin um það, að Rú- menar væru komnir í ófriðinn barst hingað, voru þeir margir sem spurðu sjálfa sig og aöra: Hver kemur næst? En Iítill efi er á því. Það verða vafalaust Grikkir. —v En hvebrátt það ber að, það er erfiðara að segja um. Það hefir altaf verið álitið, og Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 56 ---- Frh. — Þú ert mér svo miklu meiri, sagði hún lágt, um leið og hún kysti hann innilega og ástúðlega. Og á meðan eldurinn og glæð- urnar í ofninum smátt og smátt dóu ut sagði hann henni frá ætt- móður hennar, og hinum hugprúöa Welse, sem hafði háð sína einmana baráttu og hnigið í valinn hjá Treasure City. 17. k a p í t u 1 i. Sýning »Brúöuheimilisins« tókst mæta vel. Frú Schovilie var svo áköf í lofsyrðunum um leikinn að Jakob Welse, sem stóð skamt frá henni varð öskuvondur og rendi til hennar óhýru auga. Davíö Har- ney hældi einnig leiknum á hvert reipi, þó hann leyföi sér að efa réttmæti þeirra heimspekilegu hug- leiöinga, sem Noru eru þar Iagðar í munn. Hann sór við alt, sem hon- um var heilagt, að Þorvaldur væri sá mesti asni, sem til væri í víöri veröld. Jafnvel ungfrú Mortiraer, sem annars var mótfallin stefnu leiksins, játaði að Ieikendurnir hefðu leyst hlutverk sín prýðisvel af hendi, og Matt sagðist alls ekki iasta >hina indælu Noru.« — Auövitað hafði Nora rétt fyrir sér, sagði hann við Davíð á heim- leiðinni. Þeir gengu rétt á eftir Fronu og Vincent.. Mér skyldi þykja garaan að þvf aö fá að sjá — — — Gúmmí----------- — Fjandinn sjálfur hafi alt þitt gúmmí! hrópaði nú Matt og var bálvondur. — Eins og eg sagöi, hélt Davíð áfram og lét sér hvergi bregða, þá stíga nú gúmmístígvél ákaflega i verði undir eins og fer að hlána. Þrjár únzur parið! Það geturðu sótbölvað þér upp á. Nú geturðu keypt eins mikið og þér líkar af þeim fyrir eina únzu og grætt tvær únzur á hverju pari. Það eralveg víst, Matt, — eins víst eins og tveir og tveir eru fjórir, — Fjandinn hafi þig og alt þit* gróðabrall. Eg er eingöngu að hugsa um þessa indælu Noru. Þeir kvöddu nú þau Vincent og Fronu. Svo héldu þeir áfram. En voru að smájagast um leikinn. Vincent drö þungt andann. — Loksins, sagði hann svo. — Loksins hvaö? spurði þá Frona. — Loksins fæ eg þá tækifæri til þess að segja yöur hvað þér lékuð ágætlega vel. Seinustu sýninguna t leiknum lékuð þér svo vel að mér næstum fanst sem þér væruð að hverfa úr nálægð minni fyrir fult og alt. — Það hefði víst verið meiri óhamingjan. — Það var óttalegt! — Nei. —• Jú, víst var það svo. Mér fanst þetta alt gilda sjálfan mig. Þér 'voruö ekki Nora, heldur Frona. Eg var ekki Þorvaldur, heldur Viucent. Þegar þér genguð burtu með húfuna og ferðatöskuna þá fanst niér það næstum ómögulegt að verða eftir. Og þegar huröinni var Iokað og þér farin, þá var það einasta, sem bjargaði mér, að tjald- ið féll. Þá komst eg til sjálfs mín aftur, því annars hefði eg hlaupið á dyr á eftir yður, beint framan í öllum áhorfendunum. — Það er undarlegt að hlut- verk, sem maður leikur, skuli geta náð þeim tökum á manni, sagði Frona hugsandi. — Eða máske þó öllu heldur — byrjaði Vincent að segja. Frona sagði ekkert. Þau gengu nú um stund þegjandi hvort við annars hlið. Hún hafði vel skilið hina hálf- kveðnu vísu Vincents. Og nú kom yfir hana þessi feimnisótti sem oftastnær grípur kvenmanninn á þeim augnablikum, er hún stendur augliti til auglitis við karlmanninn, og finnur að sú stund nálgast að útgert verði um framtíðina þeirra á milli. Veðrið var bjart, en kalt. Brag- andi noröurljósin skreyttu blátt himinhvolfið. Brá einkennilegri birtu frá þeim yfir hæðir og hálsa í kringum þau. Hún fann hvernig hann dró hana að sér og faðmaði hana, — Þarf eg að segja æfisögu mína? spurði hann í nokkuð lág- um róm. Hún lét höfuöið hníga niður á öxl hans. Og þegjandj horfðu þau á dýrð norðurljósanna, þar sera þau mynduðu samfelda, leiftrandi logabrú yfir alla himinhvelfinguna. En alt í einu rofnaði brúin og kolsvartar skýjaborgir hring- uðust upp og hrundu saman á víxl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.