Vísir - 02.09.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 02.09.1916, Blaðsíða 4
VISIR er jafnvel full vissa fyrir því, aö þeir menn eru í allmiklum meiri hluta þar í landi, sem vilja ganga í liö með bandamönnum. En kon- ungurinn hefir af alefli reynt að sporna við því, aö það yröi gert. Og það er mál manna, að hon- um fylgi að málum allir æöri for- ingjar hersins. — En það ei nær óhugsandi, að þeir fái við það ráðið. Þingkosningar eiga aö fara þar fram í þessum mánuði, og má telja það áreiðanlega víst, að flokkur Venizelosar muni vinna stórkosf- legan sigur. Og ef konungur eftir það reynir að þverskallast, eru allar h'kur til að hann verði rekinn frá völdum. En að fylgi herforingj- anna er honum nú lítill styrkur, er allur herinn hefir verið afvopn- aður. Og ef Venizelos kemur af síaö uppreist gegn konungi með mikinn meiri hluta þingsins að baki sér, þá er ekki mikill vafi á því hvernig bandamenn muni snúast við því. Rúmenar þykjast þess fullvissir, að bandamenn muni vinna sigur í ófriðnum. Og sú skoðun mun nú rfkjandi meðal alls þorra manna um allan heim. — Og ekki er ó- lfklegt að Búlgarar séu einnig farn- ir að hallast að þeirri skoðun. Það má því búast við því, að Búlgarar fari þá og þegar að leita fyrir sér um friðarskilmála hjá bandamönnum. Þeir hafa altafvilj- að fá umráð yfir hafnarborginni Kavalla og landinu þar umhverfis. Nú hafa þeir vaðiö þar inn með her og að sögn tekiö Kavalla. Er ekki ósennilegt að þeir vildu semja frið, ef þeir fengju að halda henni og þeim héruðum Grikklands, sem nú eru í þeírra höndum. En þá getur það orðrð Orikkj- um hættulegt, að fresta því mikið lengur að ganga í lið viö banda- menn — að láta Búlgara verða fyrri til. Enda viröist svo sem Ve- nizeios vilji láta Grikki skerast í leikinn nú þegar og ekki bíða kosninganna. Aðra ástæðu er ekki hægt að finna fyrir lausnarbeiðni Zaimis, þar sem hann þó hafði lofað því að vera forsætisráðherra þangað til kosningar væru afstaðn- ar. — En neitun konungs við beiðni hans, bendir til þess að h o n u m þyki »frestur á illu beztur*. Og líklegt er að bandamenn gefi vini sínum Venizelos frest fram yfir kosningar, þó aö Búlgarar væru tilleiðanlegir að semja frið. Hreinlegur og þrifinn DRENGUR gelur fengið atvinnu á Rakarastof- unni í Ausiursiræti 17. Simskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 1. september. Búlgarar eru hætt staddir, Rússar eru á ieiö inni suður yfir Rúmenfu. Rúmenar eru komnir yfir landamæri Uungverja- lands á 4 stöðum. Skeyti þetta hefir verið sent frá Khöfn kl. 5,26 e. h. í gær, og virðist svo sem Búlgarar hafi þá ekki verið búnir að segja Rúmen- um stríð á hendur, þvi þá mundi þess getið. Enda er auðvitað að hætta sú, sem hér er talið að vofi yfir Búlgurum stafi frá Rúss- um en ekki Rúmenum. opnað í kveld kl 8* Erlend mynt. Kaupmhöfn 30. ágúst. Sterlingspund kr. 17,37 100 frankar — 62,00 Dollar — 3.É8 R e y k j a v í k Bankar Pósthús Sterl.pd. 17,55 ¦ 17,55 100 fr. 63,00 63,00 100 mr. 64.75 64,75 1 florin 1,53 1,53 Dollar 3,75 3,75 Afmællskort með íslenzk- um erlndum og margar nýjar tegundir korta, fást hjá Helga Arnasyoi í Safnahúslnu. Síldveiðarnar. Veður er að hægja nyrðra og síld sögö nóg, en veiðar voru þó ekki byrjaðar aftur í gær. Nýja Land verður opnað aftur í kveld kl. 8, og fá þá bæjarbúar affur tæki- færi til að hlusta á hljóðfæraleik bræðranna Eggerts og Þórarins. Bréytingar hafa verið gerðar all- miklar »á bak við tjöldin* til þess að öll afgreiðsla geti orðið greið- ari. Kökugerðin flutt úr húsinu o. s. frv. Þeir reka nú veiting- arnar í félagi Bjarni Magnússon og Magnús Þorsteinsson og hafa kökugerð á Hverfisg. 35 og þar er einnig útsala. Aumingja Elías hefir engan getað fengið til þess að skrifa síðustu gretnina fyrir sig og er sjálf greinin langt, ábyggi- legt vottorð þess, langtum ábyggi- legri vottorö en hin, sem Elíashefir verið að tína tií. Það er dálítiö hart fyrir mig, þegar Elías býður mér í ritdeilu, að greinin skuli vera þannig úr garði gerð, að engu er hægt að svara, nema að tyggja upp aftur þaö sem eg er búinn að segja, en líklega eru skriftir Elíasar svo erf- iðar, að hann kemst ekki til að skilja það sem um hann er ritað. En, Elías, af því yöur virðist svo ant um aldurinn, ráðiegg eg yður að láfa prenta alt skírnarvotforð yð- ar undir næsta þunnmetið sem frá yður kann að koma. Að sinni er ekki hægt að tala meira við yður. Eg vona aðyöur hafi nú lærst að fara ekki útafeins geist, þótt einhver spyrji yður frétta næsta daginn, og af því að fyrir- sðguin á síðustu grein yðar er svo skáldleg og falleg, þá vildi eg að hægt væri að heimfæra hana á yð- ur, og að næsti þáttur í yöar merki- legu sögu gæti heitið »kattarins nýja líf«, og að þessi endurfæddi köttur fái aö vera kyrr í H/f »Egg- ert Ólafssonar* framkværadarstjóra- tunnu. En afleiðingin er það, Elías, aö enn er öllu ósvarað, sem eg hefi sagt um yður. Útgerðartn, sem enn á tunnur. Aths. Vísir óskar að deilunni sé lokið. K. F. U M Skemtiför Knattsp.fél. Vals verður á morgun (sunnudag). Meðlimír beðnir að mætast inn við Norðurpól ,kl. 9 f. h. (Menn eru beðnir að hafa með sér nestl). Tveir kaupamenn og tvær kaupakonur óskast. Hátt kaup. A. v. á. f ¦ ' \ Ágætt niðursoðið Heilagfiski fæst í Kaupangi 1 — VINNA - Stúlkur vantár að Vífilsstaða- hæli. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkon- ! unni. f8 Karlmannsgullhringur fundinn. Uppl. á Laufásvegi 27, uppi, [13 Ábyrjaður »Löber« með garni hefir tapast. Finnandi beðinn að skila honum á Lindargötu 1. MiBBil'WIHHWIIIIl'ÍW KAUPSKAPUR s Barnavagga til sölu á Ránarg 29 A uppi. [4 Stór og fallegur hestur til sölu á Klapparst. 1 A. [5 Kommóöa, stórt borö, lampar, grammofón, olíuvél o. fl. til sölu á Laugavegi 22, sfeinh. [11 Fallegur upphlutur til sölu á Laufásvegi 27, uppi. [12 HUSN Æ«M 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast. Uppl. gefur. ól. Grímsson, Lindarg. 23. [2 2 herbergi, annað lítið, óskast handa einhleypum, þurfa ekkí að vera í sama húsi. Uppl. á Grettis- götu 19 C. [9 íbií' isknda barnlausti fjölskyldu óskast 1. okt. n.k. Uppl. á Lauga- vegi 19 hjá Birni Árnasyni. [10

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.