Vísir - 03.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 03.09.1916, Blaðsíða 3
VISIR JEotm&ets motoxzx. Hversvegna er þessi mótortegund víösvegar um heim þ. á m. einnig í Ameiíku, álitin standa öllum öðrum framar? Vegna þess að verksmiðja sú er smíðar þessa mótora hefir 20 ára reynslu í mótorsmíði og framleiöir einungis fyrsta flokks vélar. Hefir ein- göngu þaulvana verkamenn. Verksmiðjan býr til allskonar mótora fyrir báta og aflstöðvar og hverja aöra notkun sem er. Ennfremur hráolíumótora og flytjanlega mótora með 3 til 320 hestöflum. Boiinder’s mótorar eru ódýrasta, einfaldasta og ábyggilegasta aflsuppspretta stm til er. Verksmiðjan framlciðir einnig mótorspil og mótordælur. Bolínder’s verksmiðjurnar í S'ockholm og Kalibállj eru stærstu verksmiðjurnar á Noröurlöndum í sinni röð. Hafa yfir 1500 starfsmenn, og er gólfflötur þeirrar deildar, er eingöngu framleiðir bátamótora 100.000 □ fet. Árleg framleiðsla 60.000 hestöfl. Yfir 10.000 Bolinder’s mótorar meö samtals 350.000 heslötlum eru nú notaðir um allan heini.í ýmsum löndum, allsstaðar með góðum árangri. Yfir 3000 fiskiskip nota nú Bolinder’s mótora. Sfærsti skipsmótor smíðaöur af Bolinder’s verksmiðjunni hefir 1.500 hestöfl. 20 hestafla mótor eyöir að eins ca. 260 grömmum af hráolíu á kl.stund pr. hestafl Með hverjum móto? fylgir nokkuð af varahlutum, og skýringar um uppsetningu og hirðingu. Fengu Grand Prix í Wien 1873 og sömu viðurkenningu í París 1900. Ennfremur hæðstu verölaun, heiðurspening úr gulli á Alþjóöamótorsýningunni í Khöfn 1912. Bolinder’s mótorar hafa alls fengið 5 Grand Prix, 140 Heiðurspeninga, og 106 Heiöurs- diplómur, sem munu vera fleiri viöurkenningar en nokkur önnur verksmiðja á Norðurlöndum í sömu grein hefir hlotið. Þau fagblöö sem um allan heim eru í mestu áliti mótorfræðinga meöal, hafa öll lokið miklu lofsorði á Bolinder’s vélar Til sýnis hér á staðnum eru m. a. ummæli: The Motor Boat, The Motor World, The Shipping Wotld, Shipping Gazette, The Yachts- man, The Engineer, The Marine Engineer & Naval Architect. Auk þess hefir m. a. Prof. Nansen, sem notað hefir Bolínders’s vélar í skip sín, hrósaö þeim mjög. Einn eigandi Bolinder’s mótors skrifar verksmiðjunni: »Eg er harðánægður með vélina. Hefi látiö hana ganga 4 þúsund mílur í misjöfnu veðri, án þess nokkru sinni að taka hana í sundur eða hreinsa hana.« Fjöldi annara meðmæla frá vel þektum útgerð- armönnum og félögum er nota Bolinder’s vélar, eru til sýnis. Þeir hér á landi sem þekkja Bolinder’s mótora eru sannfæröir um að það séu beztu og hentugustu mótorar sem hingað hafa fluzt. BoHnder’s mótora er hægt að afgreiöa með mjög stuttum fyrirvara, og flestar tegundir alveg um hæl. Varahlutir ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Aðgengilegir borgunarskilmálar. Allar upplýsingar viðvíkjandi mótorum þessum gefur G. Eiríkss, Eeykjavík Einkasali á íslandi fyrir J. & C. G. Bolinder’s Mekaniska Verkstads A/B Stockholm. Útibú og skrifstofur í New Yoik, London, Berlin, Wien, St. Petersburg, Kristjaníu, Helsirigfors, Kaupmannahöfn etc. etc. al augtj&sa \ "\3\s\. Dóttir snælandsins. Eftir jack London. 57 ---- Frh. — Eg hefi svo lítið að bjóða þér, ástin mín, sagði hann, og var ekki laust við gremjuhreim í rödd- inni, aðeins hið óvissa hlutskifti flökkumannsins. Og hún, — hún tók í hönd honum, þrýsti henni fast að hjarta sér og tók sér í munn orö einnar mikilhæfrar konu: »Fátæklegur kofi og brauöskorpur nægja, hafiegað- eins þig hjá mér.« 18. k a p t u I. How-ha var aðeins Indíánakona, afkomandi villimannanna, enda var siðfræði hennar jafn ófullkomin og ósamkynja, eins og alt náttúrufar hennai. En iangvarandi sambúð hennar við hvíta menn hafði veitt henni þekkingu á skoðunum þeirra. Og þó hún, í insta eðli sínu, fyrir- liti þær skoðanir þá skildi hún þær að fullu og öllu, eigi aö síður. Fyrir tíu árum síðan varð hún mat- reiöslukona hjá Jakob Welse og hafði auk þess þjónað honum á ýmsan hátt. Þaö var snemma morguns í jan- úarmánuði að barið var aö dyrum á húsi Jakobs og fór How-ha til dyranna og Iauk upp. En þegar hún sá hver kominn var, lá við að hún, sem annars aldrei sást skifta skapi, hefði fult í fangi með að halda jafnvæginu. Hún starði á konuna, sem fyrir dyrum stóð, þó hún sæi lítið ann- að af andliti hennar en tindrandi, leiftrandi augun. En það var þó nóg til þess aö How-ha áttaöi sig á hver það væri sem komin var. Og reiðisvipur kom á andlit henn- ar. Hún kannaðist vel við gestinn, þekti orð hennar og athafnir, augna- tillit og alla sögu hennar. — Mikið betra að þú farir burtu undir eins, sagði How-ha við hana. — Eg vildi gjarnan fá að tala við ungfrú Welse, sagöi konan með einbeittri rödd, sem bar vott um viljaþrek, en engin áhrif hafði það á How-ha. — Mikið betra að þú farir burtu undir eins, endurtók hún þrákelkn- islega. — Heyrðu, færöu ungfrú Welse þetta, sagði hún og stakk fætinum milli stafs og hurðar þegar hún sá að How-ha ætlaði að skella í lás, án umsvifa. How-ha gaut til hennar augun- um og tók við bréfseðlinum, sem hún bar rakleitt inn til Fronu. »Get eg fengið að tala við yður? L u c i 1 e.« Þannig hljóðaði bréfseðillinn. Frona leit hálf-undrandi á Indána- konuna. — Hún á aö fara burtu, sagði How-ha. — Mig segja henni að fara und- ir eins. Hvað? Viltu ekki! Hún — — Nei. Vísaöu henni — Frona hugsaði sig um í snatri — nei vísaðu henni hingað upp til mín. — Mikið betra---------- — Farðu undir eins! How-ha hummaði við og hlýddi, eins og hún var neydd til að gera, þó hana furðaði mjög á þessu. Lucile Ieit hálf flóttalega til Fronu. sem rétfi henni brosandi hendina. Og svo varð henni starsýnt á hús- búnaðinn. Alt þetta minti hana svo glögg- lega á hennar eigin æskudaga og fylti huga hennar með sárum sökn- uði og grernju. En svo hætti hún að hugsa um þetta. Hún lokaði augum og eyrum fyrir öllu umhverfis. Það gleður mig að sjá yður, sagði Frona. Mig hefir langað mik- ið að sjá yður aftur. En þérverð- ið að fara úr yfirhöfninni. En hvað hún er þykk og hvað Ioðfóðriö er fallegt. — Já, það er úr skinnum frá Síberíu, sagöi Lncile. Hana lang- aði til að bæta við að þau væru gjöf frá Vincent. En í stað þess sagði hún: Þér vitið máske að fólk þar er ekki enn búið að læra aö selja svikna vöru. Hún settist í lágan ruggustól og hlustaði, hnarreist og drembileg, á hvert orð sem Frona sagði. En hún gerði sér mesta ómak fyrir að Iáta ekki verða þrot á samtalinu. — Hvaða erindi ætli hún eigi við mig, hugsaði Frona með sér á meðan hún hélt áfram að tala um loðskinnin, veðrið og fleira. — Ef þér ekki brjótið upp á einhverjn, Lucile, þá fer mér ekki að standa á sama, gat hún loks ekki stilt sig um að segja: Hefir nokkuð sérstakt komið fyrir ? Lucile gekk að speglinum. Og meðal annars, sem lá áspegilborð- inu var lítil mynd í umgerð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.