Vísir - 05.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 05.09.1916, Blaðsíða 2
 VISIR V S S \ R A < g r e j 0 s i a biaðsins á Hótei Island er opin frá kl. 8—7 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skritstofa á sarna stað, inng, frá Aðalstr. — Ritstjórlnn til víðtais frá U. 3—4, Sírni 400.— P, O. Bov 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur. Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aðurá eldri sem yngrl. Hvergi betra að versla en i FATABUÐiNNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Einkennileg skipstaka. Frá því var skýrt á dögunum í Vísi, að þýzkt herskip hefði tekið gufuskipið „Ydun“, eign Sameinaðafél. á milli hafna í « Danmörku, með um 150 farþega og þar á meðal mörg börn, er voru á heimleið úr sumardvöl. — En saga þess máls er nokkuð einstök í sinni röð og skal því skýrt nánar frá atburðum. þegar „Ydun“ var tekin, var gufuskipið Cimbria þar á næstu grösum á heimleið frá Álaborg til Kaupmannahafnar, og þar sem sami er eigandi beggja skipanna, hefði það verið hægðarleikur að flytja alla farþega úr „Ydun“ yfir í Cimbria og hefði það ekki verið nema sjálfsögð nærgætni við farþegana og foreldra barn- anna, sem í skipinu voru. — En þýzka herskipinu lá sýnilega mikið á, og það flutti skip og farþega beina leið til þýzkalands. En „Ydun“ hafði meðferðis 500 tunnur af feiti og menn halda, að það hafi verið sá hluti farmsins sem þjóðverjum lá svo mikið á að ná í. — En það er einmitt saga þessa 500 feititunna, sem er dálítið fróðleg. Stórkaupmaður einn í Kaup- mannahöfn hafðifyrir hálfuöðruári síðan selt verzlun einni í Lybæk í þýzkalandi þessar feititunnur, sem hann keypti frá Ameríku, klófestu Bretar skipið semjunn- urnar flutti og sleptu þeim með því skilyrði, að þær yrðu ekki fluttar til þýzkalands. Ákvörð- unarstaður skipsins var í Nor- egi, þar voru tunnurnar fluttar á land en skömmu síðar var bann- aður útflutningur á allri feiti frá Noregi. Kaupsamningurinn við verzlun- ina í Bremen var nú upphafinn, en eigandinn fékk eftir mikla vafninga leyfi til að flytja tunn- * urnar til Danmerkur. Síðan fór hann að leita hófanna hjá ýmsum skipamiðlurum um að fá leigt skip til að flytja þær, en enginn vildi hafa nein afskifti af þeim. En þeir vöktu athygli hans á því, að flutningurinn yrði mun ódýrari, ef hann léti flytja tunnurnar með járnbraut til Helsingborg og á ferj- unni þaðan til Helsingör. Og sú leið væri líka öruggust. — En þeim ráðleggingum svaraði hann á þá leið, að það vissi hann eins vel og þeir, en hann vildi fá gufu- skip til að flytja tunnurnar, hvort það yrði dýrara eða ódýrar, það kæmi sér einum við. Loks gat hann fengið áætlunar- skipið „Ydunn“ til að taka tunn- urnar. þjóðverjar hafa látið það skip óáreitt á öllum ferðum þess milli Kristjaníu, Frederikshavn og K.hafnar þangað til einmitt í þess- ari ferð þess, er það hafði feit- metið meðferðis, þá tóku þeir það — rétt eins og þeim hefði verið sagt að koma og sækja það! Farmgjöldin enn. H. J. ritar enn um þau í Mbl. Fer hann nú í kringum málið og er sieipur eins og áli. Hann neitar því ekki, sem eg sagði í grein minni í Vísi á dög- unum, að nær allur venjulegur kaupmannavarningur sem flyttist til Norður- og Vesturlandsins væri fluttur fyrir'»Iága* farmgjaldið. — En hann heldur þó ennþá, að háu farmgjöldin hafi áhrif á verðið. Við skulum nú taka ákveðið dæmi, sem H. J. getur hugsað um í næöi. — Ef því er slegið föstu, sem óhætt mun vera, að t. d. til Hafnarfjarðar sé allur slíkur varn- ingur fluttur á skipum Eimskipafél. eða Sameinaða, hvernig getur H. J. þá hugsaö sér aö »háu« farm- gjöldin verði lögð ti) grundvallar fyrir útsöluverðinu? Kaupmennirnir vita ekki einu sinni hver þau eru. — H. J. talar um einhvern »óstöðugleikaskatt« sem hvíli á vörunum. Setjum svo að það sé rétt — en heldur H. J. þá að sá skattur mundi hverfa, ef farmgjöld Eimskipafélagsins hækka ? Ef hann væri til, þá mundi hann lagður á vöruna á þann hátt, að kaupmað- urinn t. d. í stað þess að leggja 20% á iegði 25 eöa 30%, og það mundi hann auðvitað eins gera, þó farmgjaldið hækkaði enn meira. Hugleiðingar H. J, um, að kaup- menn séu fljótir til að hækka, en seinir til að lækka vöruverð, kem- ur þessu máli fremur lítið viö. Og sízt eru þær til stuðnings málstað H.J. Það er mikið til í því að sam- kepni milli kaupmanna er Iítil á j þessum tímum, þegar jafnerfitt er að fá vörur fluttar og nú. Og þó gerir H. J. heizt til mikið úr því. Samkepnin verður altaf nokkur um um sölu á þeim varningi, sem al- menuingi er ekki lífsnauðsyn, og hann getur sparað viö sig. H. J. segir að Eimskipafélagið eigi vonandi eftir að »lifa lengi enn og fá tækifæri til að nota margan hagstæðan byr«. f þessari setningu kemur fram það grundvallaratriði, sem veldur sfefnumun þeirra, sem vilja hækka, og hinna, sem ekki vilja það, og hvers vegna ekki að tala um málið hreint og beint »frá lifrinni« ? Hversvegna ekki að sleppa þessum vafningum um það hvar gróðinn lendi. Félagiö var stofnað í þeim tii- gangi að gera flutningana íil lands- ins ódýtaii. Fyrst og fremst var stofnunin »hnefinn í borðið« út af frarnkomu Sameinaða félagsins. — Það er því hættt við því, að þeir sem gengust fyrir síofnun félagsins í þessu skyni, verði seinir til að hallast að stefnu þeirra manna, sem ekki geta hugsað sér félagið öðru- vísi en sem gróðafyrirtæki og vilja nota hvern »hagstæðan byr«, Það er einmitt þessi stefna sem félagiö veröur að gjalda varhuga við — ef það vill halda fast við tilgang sinn. Ef hlustað er á máls- svara þeirrar stefnu og fariö að orðum þeirra, þá má búast við því, að sú stefna nái smátt og smátt svo föstum tökum á félaginu, að þaö veröi önnur landplágan frá, í stað þess að verða bjargvættur. Stefnan er að taka ósanngjörn farmgjöld. Háu farmgjöldin sem skipaeigendur taka nú alment úti um heíminn, og einnig hér, þeir sem hingað ná, — þau eru ósann- gjörn, blátt áfram okur. Ef það er réttmætt aö íélagið feti nú í fótspor okraranna, þá er það réttmætt á hvaða tíma sem er. — Það væri réttmætt að hækka hve nær sem Sameinaöa félaginu ditti f hug að h ækka. Það væri að nota hagstaðan byr. — Hvenær sem það hækkaði, væru sömu líkur og nú til að gróðinn af lágum farmgjöldum hjá Eimskipafél. lenti hjá einstökum kaupmönnum; »Ergo« á Eimskipa- félagið að hækka sín farmgjöld líka. — En var það tilgangur félagsins ? En þeirri stefnu á ekki að fylgja lengur en meðan félaginu er að vaxa fiskur um hrygg, munu menn segja. — En hve lengi verður því að vaxa fiskur um hrygg? T I L M I N N IS: Baðhúsið opið xi. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrifat. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifstr Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8l/, siðd Landakotsspít, Sjúkravitj.timi kl, 11-1. Landsbanklnn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Uílán 1-3 Landssímlnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugrlpasafnið opið Þ/,-21/, siöd. Pósthúslð opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 121 Aim. lækningar á þriðjud, og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðlr kl. 10—2 og 5—6. Húsgögn til sölu. Karlmannsskrifborð og skrifborðs- stóll úr eik, salonskápur úr hnot- viði, 2 gólfteppi 6x7 álnir og 3x47^, al, og kringlóft borð úr hnotviði, Stýrimannastíg 15. Því verður væntanlega svo lengi að vaxa fiskur um hrygg, aö gróða- hugurinn verður búinn að ná full- um tökum á félaginu áður en nóg er komið. En það er þá ekki mikill skaði skeður, munu menn segja, því að gróöinn lendir hjá hluthöfnum — hjá þjóðinni. Þaö yrði að taka peninga úr öðrum vasanum og láta þá í hinn. Já, það yrði faka peningana úr öörum vasanum á fjöldanum og láta þá í hinn vasann á örfáum möunuro — sfóru hlufhöfunum. H. J- segir að málið hafi ekki verið nægilega rætt, er síöasti aöal- fundur var haldinn. — Það má gera ráð fyrir því, að það verði lengi verið að ræða málið, og að gréðamönnunum þyki það seint fullrætt, ef þeir fá ekki sínum vilja framgengt. Og eg býst við að H. J., ef eg þekki manninn rétt, verði þá fyrir löngu hættur að sækja mál- iö fyrir þá. Kaupmaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.