Vísir - 07.09.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 07.09.1916, Blaðsíða 4
VlSIR Skógareldar brenna heila bœi og sveitir til ösku. í marga daga að undanförnu hafa geysaö ægilegir skógareldar í norðursveitum Onfario fylkis. Skóg- ar hafa brunnið á hundruðum mflna og stórtjón oröiö að. Á sunnu- daginn veltist þetta voða eldhaf yfir bygöir og bæi og brendi alt sem fyrir var. Fólkið flýði á bátum út á ár og vötn og yfirgaf heimili sín og eignir, en eldurinn sleikti það alt upp með tungu eyðileggingar- innar. Átta smáborgir brunnu svo að segja til kaldra kola og heilar sveit- ir svo gersamlega að ekki er eftir kofi né önnur mannamerki. Bæirnir sem brunnu beiía : Coc- brane, Ramora, Matheson, Rustka, Iroquis, Howe, Kelso og Porcupine Junction. Þegar síðast ftéttist vissu menn um 200 manns sem mist höfðu lífið, en mörg hundruð höföu stór- skemst. Þúsundir manna streyma inn í nærliggjandi héruð heimilis og bjargarlausir og hefir stjórnin þeg- ar hafist handa og mörg flutninga- og auðfélög fólkinu til bjargar. Þar á meðal má nefna Eaton félagið; það sendi tafarlaust tvö vagnhlöss af vörum með tveimur mönnum til þess að sjá um sanngjarna og skynsamlega úlbýtingu. Eldurinn heldur áfram viðstöðu- laust í dag (mánudag) og er etfitt að segja hversu miklu tjóni hann kann að valda. Lögb. 3/8. ianir Rider Haggard um ófriðinn. Sagnaskáldið Rider Haggard, sem mörgum íslendingutn er kunnur, var nýlega á fyrirlestraferð um Ka- nada. Einn fyrirlesturinn hélt hann í Winnipeg. Hafði hann haldið því fram, að Þjóðverjar yrðu aldrei sigraðir að fullu, þó sigur fengist, myndu þeir rísa upp aftur og verða voldugir. Ekki efaðist hann um sigur bandamanna, en jafnskjótt og ófriðnum yrði lokið sagði hannaö Þjóðverjar myndu byrja á nýjan leik. Herskyldu yrðu Englendingar neyddir til að láta haldast heima- fyrir um tíma og eilífð og nýlend- urnar yrðu að kappkosta að fjölga fólki, til þess að geta veitt Eng- iendingum sem mesta og bezta hjálp í næsta ófriði. Vínbann í Msslandi. Svohljóðandi fregnmiða gaf blað- ie Templar út í gær: Lög um algert áfengisbann í Rússlandi. Diínian (rússneska þingið) sam- þykti 13. júlí s. 1. algert, framhald- andi áfengisbann. Sala, aðflutningur og tilbúningur áfengra drykkja, sem hafa inni að halda 1 Yg^/o áfengis og meira er bannað. Rússland stöðvar áfengisinn- fiutning við landamærin. Kína hefij skuldbundið sig til þess gagnvart Rússlandi að banna ailan tilbúning og innflutning af áfengi á 53 kílómetra breiðri land- spildu meðfram Iandamærunum. Menn búast við að ge'.a á þennan hátt komið í veg fyrir áfengisinn- flutning til Siberíu og Rússlands. Dr. Matti Helenius frá Finnlandi flutti fregnina um bannlögin í Rúss- landi á þingi Stórstúku Danmerkur I. O. G. T., sem haldið var í júlí- mánuði þ. á. í Randers. Hin fregn- in, um samninginn við Kína, var send »Dansk Good-Temp1ar« frá Petrograd þ. 6. f. mán. DRENGUR óskast nú þegar til að bera Vísi út um bæinn. Varnarskylda í Kanada. í Lögbergi frá 3. ágúst er sagt frá því, aö borgarafundur Irafi verið haldinn þá nýlega í Winnipeg um almenna varnarskyldu. Var þar sam- þykt að skora á stjórnina að lögleiða herskyldu í Kanad, þar sem það væri íullsannaö og til þrauta reynt, að sjállboðáaðferðin væri bæði dýr og áhrífalífil. TiIIaga í þessa átt var samþykt í einu hljóði á fundin- um og samstundis símuð til for- sætisráöherra Kanadá. Bifreið heldur uppi ferðum milli Hafnar- fjarðar og Rvíkur. Fæst einnig leigð í lengri og skemri ferðir. Hringið í síma nr. 9 í Hafnar- firði eða 367 í Rvík. Egiil Viíhjálmsson bilstj, Hafnarfirði. Bíll fer til Eyrarbakka á morgun kl. 12. Einn maður getur fengiö far. A. v. a. Rúgmjöl fæst í fer vestur 8. septemb. kl 9 árdegis. C. Zimsen. Utnboðssala mín á Sfld, Lýsi, Fiski, Hrognum og öðrum íslenskum afurðum mælir með sér sjálf. 'wmtm Áreiðanleg og fljót reikningsskil. '¦.......... ÍNGVALD BERG Bergen, Norge. Leitlö upplýsinga hjá: Sfmnefni: Útlbúi Landsbankans á Isafiröl, Bergg, Bergen. Bergens Prvlatbank, Bergen. L iverpool. Einhl. maður (sjóm.) óskar eftir herbergi frá 1. okt. A. v. á. [46 Ágætt herbergi fyrir einhleypan, prúðan mann, mikil sól, sér inn- gangur. A. v. á. [47 Ein stofa meö forstofuinng. ósk- ast til ieigu handa einhl. konu frá 1. okt. A. v. á. [48 2 3 herb. og eldhús óskast frá 1. okt. Borgun fyrirfraro, ef óskað er. Afgr. v. á. [49 Skólapiltur (f 1. bekk menta- skólans) óskar eftir húsnæði og fæði frá 1. okt. í haust, helst á samastað. A.v.á. [57 Gott herbergi og helst fæði á sama stað, óskast fyrir menta- skólapilt frá 1. okt. n. k. A. v.á. ___________[58 Tvö herbergi með húsgögnum til leigu fyrir einhleypan á Lauf- ásv. 38. " [59 r TILKYNNINGAR I Hesta til göngu í ágætt hag- lendi tekur Helgi Oíslason, Brekku á Álftanesi. [53 I KAUPSKAPUR ] Brúkaðar námsbækur, sögu og fræðibækur, fást með miklum af- slætti í Bókabúðinni á Laugav. 4. [31 Brúkaðir ofnar til sölu. — ódýrir. A. v. á. Oóðir [51 SKATA þur og óþurkuð ásamt mörgum öðrum teg. af saltfiski — fæst í Hafnarstr. 6 (portinu). B. Benónýsson. [52 Rósaknúppar til sölu á 40 uppi. Hvg. [55 Brúkaður klæðask^pur til kaups. A. v. á. óskast [56 Stóran gasofn, steinolíuofn og litla silungastöng kaupi eg nú þegar. M. Júl. Magnús, Iæknir. [17 E V I N N A 1 Stúlka óskast í Bárunni; nú þegar. Uppl. [50. Stúlka, vel að sér, óskar eftir stöðu við verslun. A.v.á. [54

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.