Vísir - 08.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 08.09.1916, Blaðsíða 2
VISIR VISIR Afgreiösía biaðsins á Hótel Island er opin frá kl, 8—7 á hverj- um degf, Inngangur frá Vallarstræti, Skrifstofa á sama stað, Inng. Irá Aöalstr. — Ritstjórinn ti! vlðtais !rá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Bor. 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aðurá eldrf sem yngrl. Hvergl betra að versla en í FATABUÐiNNI, Hafnarsir. 18. Síml 269 ( Landsþingm'anna- kösningarnar þóttu dauflega sóttar víðast utn laudiö, og hafa ýmsir um það skráð og skrafað sem nokkurskonar býsn. En hvernig sem niðurstað- an af þeim verður, og eins og þær yfir höfuö sýndu sig, hygg eg aö álykta megi að þær sýni nokkurn- veginn sanna mynd stjórnrnálaá- hugans hjá þjóöinni, eins og hann er í raun og veru, þegar hún nýtur sín ótrutluð af æsingum og undirróðri (agitalion). Er ekki annað en hræsni og sjálsblekking, að halda því fram, aö hann sé meiri eða öllu almentiari en þar sýndi sig. Þar sem eg þekki bezt til, f. d. í minni sveit, sóttu kjörfund og kusu flestir þeir, sem hugsun hafa á slíku, og ekki voru forfallaðir, fluttir burt o. s. frv. Nýu kjósend- urnir sóttu aðeins 3, enda er það sannast að segja að þeir hafa aldrei um kosningarréttinn sókt, og sumir vita varla af því aö þeir hafa öðl- ast hann. Það er heldur ekki siður í sveit- unum að gera neitt til að minna á kjördaginn og kosningarnar, ef þeir sem í kjöri eru ekki gera það eða láta gera. Kann að sýnast að kjör- stjórnunum stæði næst að vekja þá sem sofa í þeim efnum. En þær munu skoða það sem skyldu sína að gera ekkert í þá átt, svo þær ekki veröi bendlaöar við undirróð- ur eða hlutdrægni, því um leið og farið væri að vekja til að sækja kjörfundi, gæti mörgum orðið á að leita ráða um þaö, hvað gera ætti er þangaö kæmi, ekki sízt þeim, er aldrei á æfi sinni fyr hafa staöið í þeim vanda, að taka þátt í stjórn og meðferð landsmálanna á þann hátt. En ef óskað væri að almennari hluttaka, en 5. ágúst, ætti sér stað, væri ekki vanþörf á að að aug- lýsa kjördaginn, og hverjir þangað eiga erindi, með fundarboði, líkt og þegar boðað er til sveitarþings. En hver á að gera það ? — Um þaö mun ekkert ákvæöi til vera. B. B. Emkennilegur sigur. í New-York skeöi einkennileg saga 14. f. m. Kona nokkur, sem Carso heitir, kom út úr húsi, sem hún átti heima í, og sá að grimm- ur hundur hafði ráðist á litia stúlku, er hún átti, sem hét Gertrude, og var tveggja ára gömul. Hundur- inn hafði læst í hana tönnunum og hristi hana af mestu grimd. Kon- an reyndi a!t mögulegt til þess aö Iáta hundinn sleppa stúlkunni, en það kom fyrir ekki. Hún gerði sér þá hægt um hönd og réðst á hundinn þannig, að hún beit utan um nasirnar á honum, svo hann ætlaði bæöi aö missa andann og kvaldist af sársauka. Varð honum þannig viö þetta, að hann slepti barninu og flýði. Litla stúlkan var mikið meidd, en talið er víst að hún verði jafngóð. Er þelta talið hugrekki með af- brigðum. Það sýnir ekki einungis það, hvernig móðurástin gefur þrek til þess að leggja út í hvaða hættu sem er, heldur einnig kom þar fram svo skynsamlegt ráö, að fæst- um mundi hafa komið til hugar. Lb. Kveðjuskeyti til jóh. Ögm. Oddssonar. Eitt af tvennu. Þegar eg í upphafi tókst á hend- ur að bera til baka Iygar og mis- skilning hr. Jóh. Ögm. Oddssonar gerði eg ráð fyrir því að hann rit- aði um þetta mál f alvöru og væri með réttu ráöi, en svo virðist sem það geti naumast verið. Á þetta bendir það, þégar búið er að reka ofan í hann öll veruleg atrifii fyrri greinar hans með órækum sönnun- um, byrjar hann jafnan á þeirri næstu með nýjar Iygar, sem jafn- auövelt er aö gera hann ósanninda- mann að. Eitt atriði er nýít í síö- ustu grein hans, það er að eg hafi setið á grjótgarði suður á Berg- staðastræti er grein hans kom út. Greinin kom út 19. f. m. og var eg þá austur í Rangárvallasýslu (sjá vottorðið að neðan). Ef svo væri að manninum væri lygahneigð sín' sjálfráð, þá stcndur hann, eftir þessi skrif sín uppi sem margstimplaður ósannindamaður. Að vísu telja margir þeirra, sem þekkja fyrri æfl- feril hans, þetta aðeins lítinn skugga af mannkostum hans, en eg trúi því ekki að honum sé í þessu efui sjálfrátt. Ekki sýnist rökfærslan í ettirfarandi klausu í grein hans benda á heilbrigöi á sál: *Þegar maður álftur annað betra en hiit, þá er um leið viðurkent að hiö gamla sé ekki gott*. Um það gæti og verið að ræða að hr. J. Ö. O. hefði frá upphafi skrifað greinar sínar í skopi, ýmislegt virðist benda til þess, en sé svo, mundi þá ekki hætta á því að virðingin dofnaði fyrir dyraverndaranum J. Ö. O., og fara verður hann úr gærunni til þess að eg svari honum í þeim stíi, þótt eg hinsvegar viöurkenni að slík skrif hæfi bezt honum sjálf- um. Gunnar Sigurðsson frá Selalæk. Vottorð. Eg undirrilaöur votta hér með að Gunnar Sigurðsson var á Sela- Iæk aðfaranátt 19. ágúst og hélt markaði í Rangárvalla- og Árnes- sýálu tvo næstu daga. Eg var samnátta Gunnari á Selalæk og með í feröintii. Reykjavík, 6. sept. 1916. þ. Þorsteinsson. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Bleik þagði og reykti og beið eftir því að Kínverjinn héldi á- fram. Það var auðráðið af því sem hann hafði heyrt, að Wu Ling var í Cardiff og hafði ein- hver mikilsverð ráð með hönd- um. »Hann hefir látið boð út ganga* hélt Kínverjinn áfram, eftir litla stund. »Það er maður nokkur sem Hans Hátign vill ná á sitt vald. Það er hvítur maður. Þessi maður hefir haft skaðræði í frammi við félag vort. Hann heit- ir Sexton Bleik. Hver meðlimur Bræðratélagsins á að leita hans til þess aö hann verði færður fyrir dómstól Hans Hátignar. — Hver Kínverji á þessu landi hefir þegar heyit boðið*. »Þessi Bleik, — þessi hvíti hundur, hvernig lýtur hann út?« »Hann er hár og beinvaxinn. Hann er sterkur og Iiðugur eins og eikin sem getur beygt efstu greinarnar niður að rótum án þess að brotna. Hann er slæg- vitur — svo slœgvitur, að jafn- vel í Austurlöndum jafnast eng- inn á við hann. Eg hefi fieyrt, að hann hafi oftar en einu sinni gert að engu ráðagerðir Hans T I L M I N N IS: Bafihiísið oplfi v. d. 8-8, id.kv. til 11 Borgarst.8krif.jt. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrlfst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3og5-7v.d Islandsbankl opinn 10-4. K, F. U. M. Altn. samk, sunnd. 8•/, siðd Landakotsspit. Sjúkravltj.timl kl, ljl-1. Laudsbankinn 10-3, Bankastjórn 01 við- tals 10-12 Landsbólcasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 L. andssítnlnn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrngrlpasafnifi oplfi l'/,-2!/. siðd, Pósthiiaið optfl v. d. 9-7, sunrcd. 9-í Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráösskrifsiofurnar opn. 10-4 v. d. Vifjlssiaðahæiiö. Hcimsóknarlimi 12-1 Þjóðmenjasafníö opið sd. þil, fmd. 12 2 Ókeypis læknlng háskólatis Kirkjustræil 12; Altn. lækníngar á þrlðjud. og föstud. kl. 12 — 1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fóstud, kl. 2-3. Tannlæknltigar á þriðjnd. kl. 2—3. Aitgnlæknlngar i Lækjargðtu 2 á m!ð- vikudi kl. 2 -3, Landsféhlröfr kl. 10—2 og 5—6. Hátignar. Manstu þegar Hans Hátign var fjarverandi um tíma og ekkert spurðist um hann?« »Eg man þegar sólin hvarf*, svaraði Bleik hátíðlega, sem átti við að sólin hefði ekki farið leið sína meðan Wu Ling var fjar- verandi. »Það var þessi Bleik sem nærri hafði sent sál Hans Hátígnar til undirdjúpa hins heilaga Konfí- kusar. — Það hefir verið send út mynd af þessum manni svo að hvert auga sem sér hann geti þekt hann*. »Þetta eru góð tíðindi. Ouð- irnir gefi að eg verði til að finna hann«, svaraði Bleik. Kínverjinn þagði nokkra stund og sagði svo: »Hefurðu komiö í ópíumstof- una?« »Nei, eg er nýkominn. Eg er á leið þangað*. »Eg þekki þar vel til, eg skal koma með þér þangað fyrir tvær pfpur*. »Eg vil láta eina«, svaraði Bleik því hann mundi hvað Kínverjar eru fastir á skildingum í öllum kaupum. »Það er gott. Komdu þá!« sagði Kínverjinn. Bleik hélt á eftir honum inn í reykingastofuna, glaður í huga yfir því að komast þangað inn með þektum manni. Þeir gengu inn í næsta herbergi við það sem þeir voru í,— í þessu her- bergi voru nokkrir Kínverjar að spila. Þeir gengu fram hjá þeim og litu Kínverjarnir ekki við um leið og þeir fóru framhjá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.