Vísir - 11.09.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1916, Blaðsíða 4
VlSIR Mjólkur-,verkfall‘ í Stafangri. íðnfélögin í Stafangri hafa sam- þykt að hætta öllum skiftum við mjólkurframleiðendur, vegna þess hve mjólkin er dýr. En svo segja norsk blöð, að erfitt gangi að framkvæma þessi samtök. Pví hefir enn ekki verið komið við, að hafa varðmenn við allar mjólk- búðir, til að banna mönnum að kaupa, og mjólkursaiarnir segja að salan hafi Iítið minkað. — Mjólkurverð er ekki hærra í Staf- angri en í öðrum jafnstórum bæj- um í Noregi. Svfar og Bretar Svíar samþyktu í vor lög sem banna öilum sænskum þegnum að undirskrifa skuldbindingar þær sem Bretar hafa krafist af kaup- mönnum. — Svíar voru um þær mundir »hvergi hræddir hjörs í þrá«. — En af þessu leiddi að Bretar bönnuðu allan útflutning til Svíþjóðar. Nú hafa Svíar um hríð verið að ná samningum við Breta um innflutning á síld frá íslandi, sem þeir hafa sjáifir veitt og sœnska stjórnin lofað að kaupa fyrir ÓO aura kg. Sagt er að það leyfi sé fengið, en auð- vitað verður þá sænska stjórnin sjálf að undirskrifa skuldbinding- arnar, sem búið var að banna með lögum. — Pað er sitt hvað: vorhugur og hausthugur. Vesturheimseyja- salan* Sú frétt hefir vesið símuð til Kaupmannahafnar frá St. Croix, einni af Vesturheimseyjum Dana, að Hamilton Jackson, svertingja- foringi, hafi gengist fyrir funda- höldum þar á eynni út af eyja- sölunni. Á tveim fundum greiddu 4720 menn og konur atkvæði með sölunni og einir 7 — sjö — á móti. í öðru skeyti er sagt að allir flokkar séu því samþykk- ir að eyjarnar verði afhentar Bandaríkjunum. K. F. U M Valurl Æfing f dag ki. 8. Símskeyti frá fréttarstara Vísss Khöfn 9. september. Austurrfkismenn hafa hörfaö úr borginni Rove- reto í Triol. Þjóðverjar eru að hefja sókn hjá Meuse. Uliarpeysur — Skyrtur Buxur — Sokkar karla, kvenna og barna, o. fl. af ýmiskonar prjónuðum varningi nýkomið. ^evstun S- Hioe^a. Odýr fataefni! Stórt úrval. Afar-heppileg í drengja og unglingafatnað. Verð frá 3—6,75 pr. mtr. Nýkomin í YöruMsið. ITO.MTNfiATi.FOT og ágætt efni í þau fæst nú í Austurstræti 1. Asg. G. Gunnlaugsson & Co. Gullfoss Iagður af stað vestur um haf, —o— Það var mannmargt á bryggjunni, þegar Gullfoss var að leggja af ; stað í gærvöldi. — Frændur og ' kunningjar þeirra, sem með skipinu s ætluðu vestur, fjölmentu, og auk ; þeirra voru þar margir saman ! komnir, til að óska Gullfossi góðrar feröar. Um leið og skipið lagði frá bryggjunni kl. 8 lét skipstjóri veifa fánanum og kvað þá við úr • Iandi: «Góða ferð Gullfoss* — og fjórfalt húrra. Og húfum, höttum og klútum var veifað lengi á eftir. En alt í einu var hrópað: «Einn farþeginn hefir orðið eftir! Lítill bátur var á siglingu skamt frá bryggjunni og var heitið á bátverja að koma til hjálpar. Þeir brugðu við og lögðu að bryggjunni og farþeginn, sem orðinn var slranda- glópur, Árni Benediktsson umboös- sali, stökk niður í bátinn. Nokkrir ; vafningar urðu við aö losa bátinn | frá bryggjunni aftur, byr var and- ; stæður, en ræði engin á bátnum, og urðu bátverjar að róa við stag- ina. En er hann var kominn skamt undan, var en hrópað að annar farþegi væri eftir í landi. Brátt kom þó í Ijós að svo var eigi, en maður hafði fylgt Árna til skips og borið fyrir hann skjala- böggul, hafði hann hlaupið lengra fram á bryggjuna, en Ámi, er hann sá að skipið var að fara frá henni, til þess að kalla til skipverja. En á meðan fór Árni í bátinn og skildi skjölin eftir. Var nú tekið til þess ráðs, aö fá annan bát til að fara með skjölin, og urðu bát- arnir nær jafn fjlótir út að skipinu. Árni komst heilu og höldnu á skips- fjöl og skjalaböggullinn Ifka — sást það greinilega úr landi, er hann (böggullinn) var dreginn upp með svartri skipshliðinni úr bátn- um. Eimflauta Gullfoss gall nú viö í kveðju skyni, og hann sigldi út á milli eyja, með íslenzka fánann í afturstafni, en Bandaríkjafánann við hún á framsiglu, áleiö til Ameríku í annaö sinn. Seglgarn í hnotum, fínt og gróft, fæst I £\vevpoot, | Tapast hefir silfurmanchettu- ■ hnappur, hálfkúlumyndaður með | keðju og slá. Einnandi vinsaml. beðinn að skila honum á afgr. þessa blaðs, [88 — V I N N A — Stúlka óskast í vist á fáment heimili frá 1. okt. til 11. maí.'Gott kaup í boði. A. v. á. [83 Stúlka óskast strax. A.v.á. [91 SNÆÐI Eitt herbergi með sérinngangi án húsgagna óskast á leigu 1. október. R. v. á. [73 KAUPSKAPUR I Brúkaðar námsbækur, sögu og fræðibækur, fást með miklum af- slætti í Bókabúðinni á Laugav. 4. [31 Morgunkjóiar fást beztir í Garða- stræti 4. [76 i-angsjöl og þríhyrnur fast alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4). [77 Stofuofn til söln á Skólavörðu- stíg 24. [79 Borðstofuborð, nokkrir stólar og dívan, óskast til kaups. Uppl. á Laugavegi 39. [80 Barnarúm úr tré óskast til kaups. A. v. á. [82 Gulrófur til sölu á Suðurg. 6. [89 Mjög góð, ung, bráðsnemm- bær kýr tii sölu. Uppi. á Suð- urgötu 6. [90

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.