Vísir - 12.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 12.09.1916, Blaðsíða 2
VISIR V! S! R A f g r e 1 ö s 1 a blaAsins i Hóiel Island er opin frá kl. 8—7 á bverj- u:n degi, Inngangirr frá Vallarslrœti. Skrlfstofa á sama stuö, Inng, trá Aðalstr. — Ritstjórinn tfl vlðtats (rá kl. 3-4. Síml 4G0.— P. O. Boi 367. Best að versla í FATABÚ6INNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aðurá eldri sem yngrl. Hvergl betra að versla en í FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Belgía - Grikkland. ---- Frh. Og þegar Venizelos svaraði her- útboði Búlgara með því aö bjóða út Grikkjaher, þótti það sýnt, að Grikkir ætluðu að standa við orð sín. En þá komst upp um þýzka undirróöurinn, í honum átti ekki minstan þáttinn Þýzk-Grikkinn Streit, fyrverandi utanríkisráðherfa Grikkja, einn af þessum mönnum, sem eiga tvö fööurlönd og eru sér- stök útflutningsvara frá Þýzkalandi, og aitaf leiða bölvun yfir þau lönd, sem þeir setjast að í. Sam- komulaginu í þinginu var lokið, og i nafni stjórnarandstæöinga lagði Gounaris fil, að Grikkland neitaði aö uppfylla samninga sína við Serba. En það sem mestu varöaði var, að konungurinn var kominn á band Þjóðverja. í mörgum ágætum ræð- ttm skaut Venizelos málinu til allra þeirra, sem enn mintust hinna sögu- legu aðvarana Demosþenesar um makedónsku hættuna; en ámngurs- laust sýndi hann fram á hvers heið- ur Grikklands og hagsmunir krefð- ust; og þrátt fyrir það, að þingið félst á stefnu hans með 147 atkv. af 257, krafðist konungur þess aö hann segði af sér, og stjórn sú, sem við tók af honurn, lýsti því yfir að Grikkland ætlaði aö bregðast Serb- um. Þingið var leyst upp í ann- aö sinn á fáum mánuðum, en upp- lausn þess var gagnstæö anda stjórn- skipunarinnar, og kosningarnar voru svíviröiiegur skrípaleikur. Stjórnin beitti opinberlega ofbeldi við kjós- endur og notaði það bragð að gefa engum fylgismanni Venizelosar heim- fararleyfi til að kjósa, en öllum öðr- um, og varð það til þess að flokk- ur Venizelosar tók yfirleitt engan þátt í kosningunum. Á þenuan hátt varö komlð á samkomulagi um stefnu stjórnarinnar í þinginu, sem kosiö var af litlum minnihlut þjóð- arinnar. Venjan er aö svíkja ekki gefin loforð án þess að færa ástæður fyrir því. Það eru ekki allir jafn brjóstheilir og Þjóðverjar, sem ekki færðu aöra ástæöu fyrir atferli sínu gegn Belgíu en sína eigin hags- muni. Hlutleysingjarnir grízku færðu fram margar ástæður, en allar aumk- unarlega lélegar. Ýmist var það að Grikkir væru ekki skyldir að veita Serbum liö gegn fieirum en einum óvini, eöa þá að Serbar ættn að senda 150 þús. manns gegn Búlgurum ; þeir höföu að eins 120 þús., en Grikkjum láðist að taka her bandamanna í Saloniki til greina. Stundum báru þeir við hræðslu um að Þýzkaland væri óvinnandi, það átti aö vera einskonar »vis majór«, sem fólginn væri í yfirgnæfandimann- fjölda miðveldahersins, og losaði Grikki við samningsskyldur sínar. Og jafnvel var þvi slegið fram, að Grikkir ætluöu að geyma her sinn til þess að beita honum síðar með því meiri krafti til hjálpar Serbum (í stjórnarbréfi dags. 13. okt. 1915); og jafnframt því að þeir hiiðruðu sér hjá því að gera skyldu sína samkvæmt samningum, viðurkendu þeir að Serbar væru bandamenn þeirra, en Búlgarar erfða- féndur. Vitanlega verður hver þjóð aö eiga það við sjálfa sig hvað hún telur hagsmunum sínum og heiöri samboðið. Ef þá fýsti að fá heim- sókn Búlgara inn í grízk lönd, ef þeir voru öldungis óhræddir viö þá nágranna sína sjálfra sín vegna, þá þeir um það, en þó því að eins, að það ekki snerti hagsmuni ann- ara. Frh, Kínverjar og Japanar í Kóreu. í Ching-chia-tung í Kóreu, um 30 enskar mílur fytir norðvestan Mukden, urðu óeyrðir nokkrar um núðjan ágústmánuð, og kom þar að í bardaga lenti milli varðl.japanska ræðismannsins og kínverskra her- manna. Var barist heiia nólt, og er sagt að 50 tnanns hafi fallið af Kínverjum og 8 af Japönum. En er landstjórinn frétti þetta, fór hanu til ræðismannsins og bað velvirö- ingar. Eandaríkin byggja herskip. Bandaríkjaþingið hefir samþykt að láta byggja 4 vígdreka og 4 orustuskip.| Útgjöldin fyrsta árið eru áætluð 350,800,000 dollarar. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ----- Frh. »Ert þú í Bræðrafélaginu?« spurði hann stuttur í spuna«. »Já, eg hefi verið Iengi í því«. »Hefir þú mikilsmætar fregnir að færa?« hélt Wu Ling áfram. Hugsaðir þú þig vel um áður en þú leitaðir á minn fund?« »Eg leitaði á fund Hans Há- tignar af því eg hefi orð að færa honum. Það er út af boði því sem út hefir verið gefið«. Wu Ling lyfti upp annari hend- inni. »Komdu nærog talaðu greini- lega«, sagði hann. Kínverjinn gekk nœr hásæt- inu og tók svo til orða: »Skipun yðar kom tii vor í morgun. í dag var eg staddur í búð Wan Kai, þá sá eg 2 menn koma út úr gistihúsi þar skamt frá. Annar þeirra var Kínverji en hinn var hvítur maður. Mér virtist grunsamlegt að Kínverji skyldi vera í fylgd með hvítum manni. Hann var klæddur eins og Kínverji. Eg fylgdi þeim þangað til hvíti maðurinn skyldi við Kínverjann. Eftir það hafði eg stöðugt auga á honum og sá að hann fór hing- að. Og eftir að hann hafði drukk- ið nokkur vínglös með Fan Hei, sem eg þekti, þá fóru þeir báðir inn í reykingasalinn. Þá gekk eg inn í veitingaskálann og tók að spyrja veitingamanninn. Hann sagði mér að hann þekti mann- inn ekkert, en hann hafði heyrt af því sem hann sagði við Fan Hei, að hann væri nýkominn frá London. Mér þótti undarlegt að sjá hann í fylgd með hvítum manni. — Hann hlýtur að vera svikari hugsaði eg, annars væri hann ekki með þessum hvíta hundi. Nú er hann i reykinga- stofunni. — Nú hefi eg flutt það sem eg hafði að færa«,— Hann hneygði höfuðið og beið eftir að Wu Ling tæki til orða. »Ef þú hefir mælt sönn orð, þá skal þér launuð gaumgæfni þín. Sagðirðu ekki að svikarinn væri í reykingastofunni ?« sagði Wu Ling. »Jú þar er hann«. »Það er gott«, sagði prinsinn. »Það er best eg fái að sjá hann. — San! Farðu og segðu veit- ingamanninum í reykingastofunni að sjá um að enginn fari þaðan út án þess að eg léyfi«. — San fór út. Wu Ling reis upp og benti fregnberanum að fylgja sér. — Hann lyfti upp tjöldunum á ann- T I L MINNIS; BaSbiislð opið v. d. 8-8, Id.lcv, tll 11 BorgarsLskrlfst. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjartóg.skrlfst, Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Isiandsbankí oplnn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakot8spít. Sjúkravitj.tími kl, 1(1-1. Landsbanklnn 10-3, Bankastjórn til vlð- tala 10-12 Landshókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn oplnn v. d. daglangt (8-9) Heíga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnlð oplð Þ/,-21/, siðd, Pósthúsið oplð v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Sainábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn, 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hdmsóknartimi 12-1 Þjóðraenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ökeypls lækning háskólans Klrkjustrætf 121 Aiin. læknfngar ð þrlðjud. og föstud, kl. 12-1. Eyrna-, neí- og hálelæknlngar á föstud, kl. 2-3. Tannlækningar á þrlðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargölu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Verðlaunum heiti eg þeim manni, sem gefur mér upplýsingar um hver stolið hefir reiðhjólinu mínu. Petersen frá Viðey í Iðnskólanum. ari hlið herbergisins og opnaði leynihurð án þess að nokkuð heyrðist. Hann gekk þar inn og hinn á eftir en hurðin lokaðist á hæla þeim. Þeir komu út á gang og fóru þeir eftir honum tíi enda. Þar opnaði hann hurð og komu þeir í lítið herbergi, sem alt var tjaldað þykkum svört- um tjöldum. Var þar Ijós á litl- um koparlampa. í herberginu voru engin húsgögn og var því orsök tii að ókunnugum virtist það ail kynlegt.— En herbergið notaði Wu Ling til þess að vera í því og horfa niður í reykinga- stofuna og heyra hvað þar fór fram. Óftar en einu sinni hafði hann heyrt þar leyndarmái manna, er þeir töluðu hátt í óráðinu, og hafði maigur maðurinn farið út úr reykingastofunni án þess að eiga sér nokkurs íls von, og aldrei séð dagsljósið aftur. Prinsinn hafði ákveðið forlög hans með- an hann stóð og hlustaði í svarta herberginu. Hjá Brœðrafél. þektist engin miskun. Þegar búið var að dæma mann til dauða þá var ekkert til er gæti bjargað honum. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.