Vísir - 12.09.1916, Síða 3

Vísir - 12.09.1916, Síða 3
VISIR Drekkið LYS CARLSBERG Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaöar Aðalumboð fyrir ísland N athan & Olsen ÖJxvfeot ósfcav eJVw Wóoíum \ 2,(500) VoYvtv aj oJukoUm. setvðá^ feorgav^VJóra. Málning Zinkhvita, blýhvíta og margskonar Htir á Laugaveg 73. Böðvar Jónsson Sími 251. Ódýr fataefni! Stórt úrval. v Afar-heppiieg í drengja og unglingafatnað. Verð frá 3—6,75 pr. mtr. Nýkomin í Yöruhúsið. DRENGUR óskast nú þegar til að bera Vísi út um bæinn. ^^atryggingarTJ| Det kfil. oetr, Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonsr. Skrifstofutími8-12 og 2-8 Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Hið öfluga og alþekta \ brunabótaféiag MT WOLGA (Stofnað 1871) tekur að sér alskonar brunatryggingar Aðalumboðsmaður fyrir ísland Halidór Eirfksson (Bókari Eimskipafélagsins) Brunatryggingar, sæ- og strfðsvátryggingar A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — TalsímiS254 Yeg^fóður mjög laglegt. Kom nú með e/s íslandi á ‘Laugaveg 73. Prentsmiðja Þ. Þ. Clemen tz. 191 Dóttir snælandsins, Eftir Jack London. 65 ---- Frh. — Ó, hamingjan góða! var nú hrópað yfir öxlina á Coriiss. Það var rödd jómfrúarinnar. Og sam- tímis fóru þau, Blanche og Bishop að hlæja og henda gaman að Cor- neil. Corliss setti dreyrrauðan yfir þessum ófögnuði og sagði: — Þér megið ekki koma inn hér, Frona. Heyrið þér ekki til þeirra? — Já, en eg er neydd til þess, sagði hún átakanlega. Eg er búin segja yður að mig er að kaia á fæturna. Hann lét undan, gekk til hliöar og læsti huröinni á eftir henni. Fyrst þegar hún kom inn, úr myrkrinu úti, blindaöi ljósbirtan hana, en að vörmu spori gat hún þó gert sér grein fyrir öllu, sem fór þar fram. Herbergið var fult af tóbaksreyk, og loftið inni var kæfandi, fyrir þann sem utan að kom úr hreinu og ómenguðu andrúmslofti. Á borð- inu stóð stór fata, sem rauk upp úr. Cornell var að eltast við jóm- frúna. En hún varði sig meö stórri skeið og makaði hann allan út í framan meö heuni, hve nær sem hún fékk færi á. Blanche hafði snúið sér viö til þess aö sjá til þeirra. Og Bishop var auðsjáanlega vel skemt með viðureigninni. ÖIl voru þau blóð- rjóö í andliti og rennsveitt. Corliss hallaði sér upp að dyra- stafnum, og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera — svo piikið skammaðist hann sín fyrir fram- ferði gestanna þar í sínum húsum. En Frona þoldi nú ekki lengur við i fótunum, svo hún var neydd til þess að taka eitthvað til bragðs, og gekk því inn í stofuna. , — Gott kvöid, Bishop, sagði hún. Gáskalætin í honum hættu á augabragði þegar hann heyröi þessa vel kunnu rödd, og hann snéri hægt og seinlega höfðinu til þess að mæta augnaráði hennar. Hún hafði iátíö hettuna á yfirhöfninni falia niður á bakið. Alt fólkið, sem þarna var inni, þekti hana, — því hver myndi sá vera á þessum sióð- um, sem ekki þekti dóttur Jakobs Welse? Jómfrúin slepti skeiðinni og Cor- nell lét fallast niður á stól og fór að þurka framan úr sér. Bianche var sú eina sem ekki tapaöi sér neitt, og hélt áfram að hlæja, — — en þó lágt með sjálfri sér. Bishop náði sér þó loks svo, að hann gat sagt: — Gott kvöld, en ekki var hann fær um fremur en það að rjúfa þögnina sem varð í stofunni. Frona beið við eitt augnabiik og sagði síðan: — Gott kvöld, þiö öllsömun. — Komið hér, sagði Coriiss, sem nú var búinn að átta sig aftur, um leið og hann setti Fronu við ofninn, gegnt Blanche. Þér verðið að flýta yðúr að komast úr, og gæta yðar fyrir hitanum Eg ætla að reyna að finna eitthvað handa yöur til að fara í, , — Látið mig fá kalt vatn til þess að þýða mig með. — Bishop get- ut sókt það. — Það er þó vonandi ekki neitt alvariegt eða mikið kal. — Nei, sagði hún brosandi og ieit á Corliss um Ieið og húu reyndi að ná af sér gaddfreðnum skónum. Tíminn er of stuttur til þess aö þaö geti verið alvarlegt. í hæsta Iagi verður það skinnflagn- ingur. Það var einhver nöpur kyrð yfir öllu í kofanum, sero aðeins rofnaði snöggvast þegar Bishop fór að sækja vatnið. Corliss tók upp minstu og fali- egustu inniskóna sína og hlýjustu sokkana. Frona, sem sat og nuddaði á sér fæturna af öllum kröftum, hætti og leit upp. — Þiö skuluð, um fram alt, ekki mín vegna hætta að skemta ykkur, sagði hún hlæjandi. Haldiö þiö bara áfram. Jake Cornell ræskti sig, og var harla vandræðalegur á svipinn. Og jómfrúin var mjög hátfðleg á svip- inn. En Blanche kom og tók handklæðið af Fronu. — Eg fór sjálf niður úr fsnum á sama stað, sagði hún, um leið og hún kraup niður og nuddaði köldu fæturna hennar þangað til blóðrásin komst í samt lagaftur. — Eg vona að þér getið svona nokkurn veginn bjargast við þetta hérna. Gerið þér svo vel, sagði Corliss um leið og hann kastaði skónum og ullarsokkunum til henn- ar, og færðu þær sig strax í þetta hlæjandi, báðar stúlkurnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.