Vísir - 12.09.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 12.09.1916, Blaðsíða 4
VlSIR £atidsfto$YÚn$avuaY Atkvæði talin. -o— Kl. 1 e h. i gær kom yfirkjör- stjórnin saman í Alþingishúsinu til að rannsaka hvernig atkvæði hefðu falliö við landskosningarnar og voru þar einnig við staddir umboðsmenn listanna. Áður en byrjað var aö telja, var hrært i seðlakassanum til þess að ekki væri unt að sjá hvern- ig atkvæði hefðu fallið í einstökum kjördæmum. — Við upplestur alkvæðanna var það tekið til bragðs til að forðast rugling, að kalla B-listann (þversumlistann) B j ö r n eu D-lisiann (óháðra bænda) D a n í e 1. Og áður en langt var liðið, var Daníel á hvers manns vörum í grend við þinghúsið. Var talningunni haldið áfram hvíld- arlaust í 7 klukkutíma, eða til kl. 8 um kvöldið, þá ákvað kjörstjórn að fresta athöfninni til morguns. Höfðu þá verið taldir og teknir gildir 3324 atkvæðaseðlar og féllu atkvæði þeirra þannig: A-listinn 1184 aikvæði, B-listinn 560------ C-Iistinn 198------ D-listinn 927------ E-listinn 202------ F-listinn 253------ Um 55 seðlar voru Játnir liggja á milii hluta, en 20 ógildir. Kl. 10 í morgun var tekið til óspiltra málanna aftur og kl. 11.15 var atkvæðatala iistanna þannig: A-listinn 1346 atkvæði. B-listinn 790------ C-listinn 249------ D-listinn 1030------ E-listinn 254------ F-Iistinn 308------ Búist er viö að kosninguuni verði lokið kl. 3, en varla breytast atkvæðahlutföll listanna verulega úr þessu, og er því óhætt að gera ráð fyrir þeim úrsliltum, að 3 menn nái kosningu af A-listanum, 2 menn af D-listanum og 1 maður af B- listanum. Hinir koma engum að. Tiltölulega litlar breytingar hafa verið gerðar á nafnaröð á listunum, svo að listamenn munu ná kosn- ingu í sömu röð og þeir eru á listunum. Erlend mynt. Kaupmhöfn 11. sept. Steríingspund kr. 17,45 100 frankar — 63,00 Dollar — 3,69 HÚSNÆfi I Eitt herb. og eldhjís eða aðgangur að eldhúsi óskast frá 1. okt. A. v. á. [103 Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khðfn 11. september. Búlgarar hafa tekið borgina Silistra, bandamenn Ouinchy og mikil varnarv irki fyrir ^austan Fleury. Rúmenar hafa tekið Szereda og Orsova og þar meö bannaö miðvelduuum leið um Dóná. Silistra er á gömlu landamærura Búlgaríu og Rúmeníu, nokkru aust- ar en Futrakan. Orsova er viö Dóná skamt frá landamærum Serbíu, Austurríkis og Rúmenfu. Nýkomið. Blyhvíta og Zinkhvíta prima og kem. hrein. Svartur og grár utanborðs skipsfarfi. Litaðir farfar, þurrir og olíurifnir, mikið úrval, mótorlakk, Japaniakk, gólflakk og margar fleiri lakkteg. og bronce, Fernisolía, þurkandi, terpintína og bronstinktur. Penslar, tjörukústar og önnur málaraáhöld. Blakfernisinn margeftirspurði, karbolineum, tjara í Vi óg Va tunnum, stálbik ög verk. Botnfarfi á járn- og tréskip og mótorbáta. Lestarrúmsmálning (ships white Enamel). — Maskinolía, mótor, sylinder og lagerolía. — Segldúkurinn amerikanski sem allir lofa. Mótorbátaofnar margar stærðir, mótorbátabiakkir og margt fleira til mótorbáta riggingar. Bátasaumur og rær, stifti og pappasaumur, allar stærðir. ~ Galv. sléít járn. — P. J. Tenfjords ióðar og netaspil, sem nú er búið að reyna hér til hvortveggja og er tekið framyfir öll önnur spil sem hingaö flytjast. Og margt fleira. Alt fyrsta ílokks vörur og verðið sanngjarnt. O* EUingsen. Sími 597. Rauða húsið í Kolasundi. l*\i JetiaÆ v'vtvuu \ $\sft\^Wtwf\ústfvu H. P. DTJUS. KUSw x vanur skepnuhirðingu óskast frá miðjum september til 14. maí. A. v. á. Stofa óskast til Ieigu 1. okt. A. v. á. [104 í g ó ð u h ú s i í Miðbænum eru 2 stór og rúmgóð hetb. án húsgagna til ieigu frá 1. okt. Bréf, merkt: »Herbergi«, sé skilað á skrifstofu þessa blaðs innan 2 daga. [105 Skemtilegt herb. í góðu húsi óskast til leigu frá l.okt. — Uppl. í Skdverzl. L. G. Lúðvígssonar. H ús næði. Herbergi óskast frá 1. okt. fyrir tvær einhl. stúlkur. Ofn þarf að vera í herb. Uppl. hjá Helga Árna- syni í Safhahúsinu. [102 r TAPAfl -FUNDIfi Tapast hefir silfurmanchettu- hnappur, hálfkúlumyndaður með keðju og slá. Finnandi vinsaml. beðinn að skila honum á afgr. þessa blaðs, [88 Tapast hefir karimannsúr vestur í bæ. Skilist á afgr. [101 ViNNA I Stúlka óskast í vist á fáment heimili frá 1. okt. til ll.maí.^Gott kaup í boði. A. v. á. [83 Stúlka óskast strax. A.v.á. [91 Kvennaskólann vantar duglega og þrifna stúlku í vetur; hún þarf að kunna vel til þvotta og öll venju- Ieg innanhússtörf. Umsækjendur snúi sér sem fyrst til forstöðukonu skólans, sem hitt- ist venjulega 4—5 síðd. [92 Þrifin og dugleg stúlka getur fengið vist á fámennu og góðu heimili. A. v. á. [93 Stúika óskast um lengri eða skemri tíma. A. v. á. [94 Barngóð og þrifin stúlka óskast nú þegar. Guðrún Indriðadóttir Tjarnargötu 3B [95 Stúlka óskast á kaffihús nú þegar. Uppl. í síma 322. [96 - ^mmmmmammmmmmmm KAUPSKAPUR I I Brúkaðar námsbækur, sögu og fræðibækur, fást með miklum af- slætti í Bókabuðinni á Laugav. 4. ______________[31 Morgunkjólar fást 'beztir í Oarða- stræti 4. [76 Langsjöl og þríhyrnur fást alt af í Garðarsstræti 4 (gengið upp frá Mjóstræti 4;. [77 Borðstofuborð, nokkrir stólar og dívan, óskast til kaups. Uppl. á Laugavegi 39. [80 Barnarúm úr tré óskast til kaups. A. v. á. [82 Bókaskápur til sölu í Bókabúð- inni á Laugav. 4. [97 Klukka til sölu á Laufásv. 27, uppi. Kjóli, klæðispeysa og upphlutur til sölu á Laufásv. 27, uppi. [98 Gaslampar, 50 kerta, og gas- suðuvélar fást hjá Jónasi Guð- mundssyni, Laugav. 33. Sími 342. __________________ [99 4 nýir, fallegir stólar til sölu og nokkur fleiri húsgögn. A. v. á. [100 Umanve^a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.