Vísir - 13.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 13.09.1916, Blaðsíða 2
VISIR V ! SI R A f g r e i ð s ! a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—7 i hverj- um degi, Inngangur írá Vallorstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. irá Aðalstr. — Ritstjðrfnn tll víðtals Srá kl. 3-4. Sími 400.— P. O. Bo» 367 Best að versla i FATABÚfllNNI I Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldrl sem yngrl. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Belgía - Grikkland. ---- Nl. Bandamenn höfðu sem banda- menn Serba þegar í samningasvik- um Orikkja fulla ástæðu til að fara meö ófriði á hendur þeim. En það hefir þeim aldrei komið til hugar, Þeim hefir aldrei komið til hugar að neyða Grikki til að fórna hlut- leysi sinu þeirra vegna, og síst nú, er þeir hafa neytt þá til að afvopna herinn. Þeir hafa aðeins kralist þess, að fá að nota grískt land, til að geta komið Serbum til hjálpar. En Þjóöverjar kröföust ekki ann- ars af Belgíu, munu menn segja, og hver er þá munurinn? Mun- urinn er þessi: Þjóðverjar kröfð- ust þess af Belgíu, sem heiðri fullkomlega hlutlauss lands var al- gerlega ósamboðið, en það sem bandamenn fóru fram á við Grikki, var töluvert minna en Grikkir, heið- urs síns og skuldbindinga vegna, voru skyldir til. Þar viö bætist, að Grikkland hafði veitt samþykki sitt til þess. Eitt af síðustu verkum Venlzelosar- stjórnarinnar, hafði verið að semja við bandamenn um liðflutning til Snloniki. Upphaflega var sá lið- flutningur gerður til að hjálpa Grikkjum til aö gera skyldu sína, en eftir fall Venizelosar kröfðust bandamenn ekki annars en að fá að taka skyldur þess á sínar herðar. Og þeir áttu heimtingu á að fá að gera það óáreittir af Grikkj- um. Þá var of seint að koma sér undan þeim skuldbindingum, sem Venizelos hafði samið um. Hver stjórn, sem við tekur af annari, verður að hlýta þeim samningum, sem áður hafa verið gerðir. Ýmsir atburðir urðu til þess að vekja tortrygni bandamanna : njósnir hér og þar, hjálpsemi við þýzka kafbáta. óbótaskamrair í grízkum blöðum, sem hin opinbera ritskoö- un lét afskiftalausar. Loks höfðu Grikkir her undir vopnum, sem ekki var farið hljótt með að ekki ætti að berjast við Þjóðverja eða Austurríkis- menn, hvaö þá Búlgara, og gat því ekki verið um annað að ræöa, en að honum væri ætlað að svíkjast aftan að bandamannahernum, ef svo ólíklega skyldi takast til, að þeir færu halloka. Griska stjórnin var hugsjúk yfir aðstööu sinni og óttaðist afleiðing- arnar af óheilindum sinum og lagði því hatur á bandamenn. Tveir at- burðir, gagnstæðir hvor öðrum, fyltu loks bikarinn. Grikkir neituðu »bandamönnum« sínum, Serbaher, sem dvalið höföu á Korfu að fara um Grikkland til Saloniki, og þeir létu sig það engu skifta, að hugs- i anlegt var aö þeir yrðu kafbátum ' óvinanna, sem fyrir þeim sátu að bráð, ef sjóleiöin yröi fariri. í öðru | lagi létu þeir af hendi við Búigara I vígin, sem áttu að verja leiðina inn í Makedoniu, orustulaust, án tillits til þess, að Búlgarar á þann hátt 1 hefðu getað komið bandamanna- I hernum í Saloniki í opna skjöldu. 1 Þessir atburðir allir hafa neytt . bandamenn til þess, að grípa til þeirra úrræða, sem trygðu þeim svigrúm til að koma þeirri fyrir- ætlun í framkvæmd, sem Grikkir , höfðu upphaflega gefið samþykki sitt til og var þeim sjálfum fyrlr beztu. Baðfaúsið opið n. d. 8-8, ld.kv, lil II Borgarst.Bkrlfat. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrlfst, Hverfísg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandabankl oplnn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk.sunnd. 8‘/, síðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 1,1-1. Landsbantinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbótasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Lands3iminn oplnu v. d, rlaglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugrlpasafnið opið U/,-21/, síöd, Póstfaúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Satnábyrgðln 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn, 10-4 v. d, Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartíml 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókcypis lækntng háskóians Kirkjustræii 12 r Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslæknlngar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þrlðjud. kl. 2—3. Augnlæknlngar i Lækjargötu 2 á mlð- vikud. k). 2—3. Landsfélilrðir kl. 10—2 Og 5—6. H versvegna er þessi mótortegund víðsvegar um heim þ. á m. einnig Vegna þess að verksmiöja sú er smíðar þessa mótora hefir 20 ára reynslu í mólorsmíöi og framleiðir einungis fyrsta flokks véiar. Hefir ein- göngu þaulvana verkamenn. Verksmiöjan býr til allskonar mótora fyrir báfa og aflstöövar og hverja aðra notkun sem er. Ennfremur hráolíumótora og tlytjanlega mótora með 3 tii 320 hestöflum. Bolinder’s mótorar eru ódýrasta, einfaidasta og ábyggiiegasta aflsuppspretta sem til er. Verksmiðjan framfeiðir einnig mótorspil og mótordælur. Bolinder’s verksmiöjurnar í Stockholm og Kalihall, eru stærstu verksmiðjurnar á Norðurlöndum í sinni röð. Hafa yfir 1500 starfsmenn, og er góifflötur þeirrar deildar, er eingöngu framleiðir bátamótora 100.000 □ fet. Árleg framleiðsla 60.000 hestöfl. Yfir 10.000 Bolinder’s mótorar með samtals 350.000 hestöflum eru nú notaðir um allan heim.f ýmsum löndum, ailsslaöar með góðum árangri. Yfir 3000 fiskiskip nota nú Bolinder’s mólora. Stærsti skipsmótor smíöaður af Bolinder’s verksmiðjunni hefir 1.500 hestöfl. 20 hestafla mótor eyöir að eins ca. 260 grömmum af hráolíu á kl.stund pr. hesiafl Með bverjum mótor fylgir nokkuð af varahlutum, og skýringar um uppsetningu og hirðingu. Fengu Grand Prix í.Wien 1873 og sömu viðurkenningu í París 1900. Ennfremur hæöstu verðiaun, heiðurspening úr gulli á Alþjóðamótorsýningunni í Khöfn 1912. Bolinder’s móforar hafa alls fengið 5 Grand Prix, 140 Heiöurspeninga, og 106 Heiöurs- diplómur, sem munu vera fleiri viöurkenningar en nokkur önnur verksmiöja á Noröurlöndum í sömu grein hefir hlotið. Þau fagblöð sem um allan heim eru í meslu áliti mótorfræðinga meðal, hafa öll iokiö miklu lofsorði á Bolinder’s vélar Til sýnis hér á staðnum eru m. a. ummæli: The Motor Boat, The Motor World, The Shipping World, Shipping Gazette, The Yachts- man, The Engineer, The Marine Engineer & Naval Architect. Auk þess hefir m. a. Prof. Nansen, sem notaö hefir BoEinders’s vélar í skip sín, hrósað þeim mjög. Einn eigandi Bolinder’s mólors skrifar verksmiöjunni: »Eg er harðánægður með vélina. Hefi látið hana ganga 4 þúsund mílur í misjöfnu veöri, án þess nokkru sinni að taka hana í sundur eða hreinsa hana.« Fjöldi annara meðmæla frá vel þektum útgerð- armönnum og félögum er nota Bolinder’s vélar, eru til sýnis, Þeir hér á landi sem þekkja Bolinder’s mótora eru sannfærðir um að þaö séu beztu og hentugustu mótorar sem hingað hafa fluzt. BoUnder’s mótora er hægt að afgreiöa með mjög stuttum fyrirvara, og flestar tegundir alveg um hæ). Varahlutir ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Aðgengilegir borgunarskilmáiar. Allar upplýsingar viðvíkjandi mótorum þessum gefur G. Eiríkss, Eeykjavík Einkasali á ísiandi fyrir J. 8c C. G. Bolinder’s Mekaniska Verkstads A/B Slockholm. Útibú og skrifstofur í NeW York, London, Beriin, Wien, St. Petersburg, Kristjaníu, Helsingfors, Kaupmannahöfn etc. etc. m6Vo t ar í Ameríku, álitin standa öllum öörum framar?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.