Vísir - 14.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 14.09.1916, Blaðsíða 2
VISIR V i S í R A f g r e 1 ö s 1 a blaösins á Hótel Island er opin frá kl. 8—7 á hverj- um degi, Inngangur Irá Vallarstrueti. Skrifstofa á ssma stað, fnng. frá Aflalstr. — Ritstjórfnn ti! vlðínS* fri kl. 3-4, Sími 400.— F, O. Bos 367. Loftförin og ófriðurinn. Ef loftförin vœru ekki til að njósna, mundi stórskotaliðið hafa miklu minni þýðingu í hernaðin- um og ófriðnum vœri þá ef til vill lokið. Með hjáip loftfaranna, fá herstjórnirnar fregnir af athöfnum óvinanna, sem þær að öðrum kpsti gætu ekkert vitað um. Og loftfararnir taka myndir af varnarvirkjum ó- vinanna og stýra stórskorahríð sinná manna ofan úr loftinu, því niðri á jörðinni sér stórskotalið- ið venjulega ekki markið, sem það á að skjóta á. Loftförin eru augu herstjórnarinnar, en sjón- taugarnar eru rafurmagnsbylgj- urnar, sem bera herstj. þráðlaus skeyti frá þeim. Eramförin sem orðið hefir í flugvéla- og loftskipagerðinni á síðustu árum eru afskapleg. Fyr- ir fáum árum voru ioftskip Zep- pelins greifa að hrapa niður á jörðina og eyðileggjast hvert eft- ir annað. Og við borð lá að til- raununum yrði hætt, Og lítið betur gekk fiugvélasmíðin. Fyrir 10 árum dreymdi menn ekki fyr- ir því, að tæki þessi gætu orðið að gagni í náinni framtíð. Ekki allfáir, sem enga trú höfðu á að þau yrðu nokkurn tíma til nokk- urs gagns. En þegar í ófriðaibyrjun gátu fiugvélarnar flogið 150 rastir á klukkustund með 37 mm fallbyssu innan borðs. Nú fara þær 210 rastir á kl.st, og hafa innanborðs 4 vélbyssur, kúlnaslöngur, firð- ritunartæki og Ijósvarpara. Og framfarirnar í stjórn flugvél- anna eru ótrúlegar. Bretar og Frakkar eiga nú 6000 flugvélar og Pjóðverjar varla mik- ið færri. Og alt af er þeim að fjölga. Gjxvfcol ^e^aovkuv ósbav eJUv ttfboBum v 2.ÖÖÖ Voutv aj ojufiolum. seudv^ W§a\'^\6ra. I Umsóknir um styrk úr ellistyrktarsjóði Reykjavíkur skal senda I borgarstjóra fyrir lok septembermánaðar. Rita skal umsóknirnar á | eyðublöð sem til þess eru gerð og fást á skrifstofu borgarstjóra, , hjá fátækrafulltrúunum og. prestunum. i Styrknum verður úthlutað í októbermánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík 25. ágúst 1916. K. Zimsen, Flugvélin er frönsk uppfundn. ing. — Grjótgarðsvottorð Grunnars. Hr. Gunnar Sigurðsson frá Sela- læk er búinn að sýna það að hann er klaufi aö kaupa hross, þar sem hann ekki þekkir fylfullar hryssur — ja, frá graðhesti gæti maður sagt. Hann er klaufi aö skrifa líka, og ætti honum þó aö vera sýnna um það, þar sem hann er búinn að hengilmænast við lærdóminn ganglítinn í fleiri ár, hefir hvarflað frá einum skólanum á annan, sem húsviltur sauður, og er ekkert orð- inn ennþá og verður Iíklega aldrei. Samkvæmt »Vísi« frá 8. þ. m. er það viss blettur á aftari hluta líkama G. S., sem honum er sér- staklega ant um að vernda, og kem- ur með vottorð, sem á að sýna það, að ekkert saknæmt hafi vanhelgað þennan óæðri enda mannsins, þótt hann haii komið viö grjótgarðinn. Þessa umsögn mína bygði eg á samtali við konu á Bergstaðasíg (sjá meðfylgjaiidi vottorð), svo í þessu efni hefi eg engu ódæði upp á manninn skrökvað, og virðist mér það furðulegt aö hann skuli vera í jafnæstu skapi út úr ekki meiri atr- iði. En honum hefir máske ekki þótt það samboðið sínum lærdórai að sitja á grjótgarði, því hégóma- girndin óimast og spriklar í búkn- um, en lærdómurinn bunast niöur úr haldlausu hripinu viðstöðulaust- Þaö hefði verið meiri vinningur fyrir G. að bera eitthvað annað til baka í grein minni frekar en þetta — en það hefir hann ekki getað. Þaö vorn þó fleiri ný atriði nefnd. Þetta var aðeins aukaatriði, sem lítiö kom við aðalmálin; að brúka orðið lýgi í sambandi við það, var því ait of djúpt tekið í árinni, það gera ekki nema hálfgerð rudda- menni, Aðalkæruatriðin, sjö að tölu, standa að mestu leyti óhögg- uö ennþá, þrátt fyrir stóru orðin, á því sésl, við hvað mikil rök Iyga- brygslyröi G. S. hafa að styðjast. Óhræddur legg eg því aðalmálið undir dóm almennings. Nokkrir menn hafa misskilið eina grein mína, þar sem eg taldi »Gull- fosstryppi G. S. ekki verri en sumt annað sem hann hefði flutt út áð- ur«, þá átti eg ekki við með þeirri setningu að Gunnar hefði ekki flutt neitt út annað en t r y p p i. Dylgjur G. S. um fortíö mína, svara eg ekki öðru en því, aö hans fortið ætlaði eg ekki að draga inn í þetta mál, þótt eg lítilsháttar hafi nefnt nútíðarlærdómshnauk hans, sem aldrei ætlar að taka enda, en ef það er vilji G. S. að fara út í þá sálma, og rannsaka beggja okkar fortíð, þá skal ekki standa á mér. En ætli það verði ekki likt með það og horfellisdylgjurnar í fyrstu greininni; tómur vindur í götóttum folalds- belg. G. S. er angurvær af þvi, að eg skuli skopast að honuro, og heldur að viröingin á mér sem dýravernd- T I L MINNIS: BaOhúsíð opið ii. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrífat. t brunastðfl opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldlt. Laufásv. bl. 12-3 og 5-7 v.d tslandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tsml kl, 1:1-1, Landsbanklnn 10-3, Bankasíjórn til vlð- tais 10-12 Landebóbasafn 12-3 og 5-8. Utián 1-3 Laudssinsian opínn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugrlpasafntð opið U/,-21/, aiöd, Pósthúsiö opið v. d. 9-7, sunmi 9-1 Samábyrgflin 12-2 og 4-6; Stjöt íiarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. HdniEóknartsmi 12-1 Þjóðnienjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækníng h«áskólana KIrk)ustrætf 12 > Alrn. lækningar á þrlöjtid. og föstud. H, 12-1. Eyrna-, net- og hálslæknlngar á föstud, kl. 2—3. Tanniækningar á þriðjud, kl, 2—3; Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikudi kl, 2—3. Landsféhiröir kl. 10—2 og 5—6. ara dofni við það; satt að segja skoða eg ekki G. S. sem fjórfætt dýr nú orðið, en aö htnum vana- legu dýrum hefi eg ekkert skopast. En engin undur eru það, þótt menn geri grín að hrossaverzlun manns- ins, bændurnir í sveitinni skopast að honum, gera jaftive! napurt skop að háskólamanninum með dýrmæta endann, selja honum fylfullu mer- arnar, sem kasta eftir nokkra klukku- tíma, en telja honum trú um að í þeim sé mjólk af því að undir þeim gangi tryppi! Þó að eg í þetta sinn hafi svar- að Gunnari á þenna hátt, þá er ritháttur hans í rauninni ekki þess veröur, og eftir minu áliti að dæma, likist hann böldnum fola, sem skói- unum hefir ekki tekist að temja, en sem komiö er, og hætt við að það lagist ekki eftir því sem aldurinn hækkar. Rvík, 11. september 1916 Jðh. Ögm. Oddsson. Vottorð. Hérmeð vottast aö um það leyti sem eg tók við «Vísi« hinn 19; águst, þá sýndist raér ekki betur en Gunnar Sigurðsson frá Selalæk sitja á grjótgarði fyrir framan íbúðarhús mitt við Bergstaðastræti, hafði eg það á orði viö konu þar úr öðru húsi, og kvað hún hanti þá vera búinn að sitja þar tímakorn. Rvík, 9. sept. 1916. /. Halldórsdðttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.