Vísir - 15.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 15.09.1916, Blaðsíða 2
V I S I R V ! S ! R Afgrelösia blaösins á Hóiei Island er opin frá kl. 8—7 á hverj- ura degi, Inngangur írá ValiarBtrœfi. Skrifstofa á sama staö, Inng. frá Aðalstr. — Rltstjörinn íil viðtais frá H. 3—4. Sími 4(Mi.— F. O. Boit 367. menn þeir, sem koma frá Síberíu og 400 mílur austur fiá Harbin, þykja beztu hermenn Rússa, Og þarna að austan geta Rússar haldið áfram að fá miljón eftir miljón hermanna á ári, þótt í 10 eða 13 ár væri veriö að berjast og mundu þeir verða því þyngri og erfíðari sem þrætan stæði Iengur. F'ult 1567 þús. »£árir« ...................... 268 — Lftið sárir...................1150 — Sárir en starfandi . . 148 — Samtals 3133 þús. Af mönnum sem særst hafa lítið eitt hefir auðvitað fjöldinn allur náð sér aftur, eu i þessu framtali eiga allir að vera taldir, sem særst hafa, og ætti þvt manntjón Þjóð- verja ekki að hafa^verið orðið meira en um 2 x/2 miljón í Iok annars ófriðarársins. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Honum kom San strax til hug- ar, sem hann hafði skotið á í viðureigninni í Marseyju. Bieik varð heidur ónotalegt innan rifja. Hann iá aftur á bak með iokuð augu þegar veitingamaðurinn kom aftur og hann þóttist finna hvern- ig hann starði á sig um leið og hann gekk fram hjá. Svo heyrði hann að veitingamaðurinn kom aftur. »Má ekki bjóða yður eina pípu í viðbót?« spurði hann. »Jú-ú, eina—eina, pípu«, svar- aði Bleik lítt skiljanlega eins og maður sem er að falla fyrir á- hrifum eitursins. Veitingamaðurinn lét í pípuna og rétti Bleik, sem sá um leið manni bregða fyrir í dyrunum með reifaðan háls. Hann fór að verða hálfórólegur. Pað var eins og hvíslað væri að honum að hafa sig á brott hið skjótasta.— Hann reis upp til hálfs, ákveð- inn í því að komast burtu hvað sem til þyrfti að vinna. En áð- ur en hann varði hafði veitinga- maðurinn ýtt við honum og kast- að honum aftur a bak aftur. Nú var Bleik Ijóst að hann var grun- aður um græsku og hann stökk upp. Hann heyrði hvin bak við sig og sneri sér við til þess að taka á móti áhlaupinu. — En hann var of seinn. Um leið og hann sneri sér við opnaðist veggurinn og út úr dimmunni var kastað snöru sem hringsnerist yfir hon- um og fór svo yfir höfuðið og niður á her^arnar. Snaran hertist að hálsi hans. Bleik barðist um og reyndi að losa sig en snaran hertist meira og meira að háls- inurn. Alt hringsnerist fyrir aug- um hans. Svo sá hann ekki ann- að en glottandi gul andlit í kring um sig. Gula dýrið hafði hremt hann. * * * Vöruhúsið. Fyrsta flokks karlmanns sauma- stofa. Stærsta úrval af allskonar fata- efnum. Þróttur og mannafli Eússa. Allir vita að Rússland er stórt og mikið Iand, en fáir eru þeir sem hafa hugmynd um hin feykilegu auðæfi, sem þar eru saman komin, og hinn mikla mannfjölda í þessu víðlenda ríki. Þetta ár eru nú mikið fleiri ekrur undir hveiti á öllu Rússlandi eri í öllum Banda- ríkjunum og Kanada til samans. — Jafnvel austur á landamærum Man- churiu í borginni Nýju-Harbin raala hveitimyllumar nóg hveiti á hverj- um degi handa 4 miljónum her- manna. í Síberíu hafa menn ætlað að væri ilia lifandi og byggju þar að- eins þorparar og glæpamenn og uppreistarmenn. En nú eru þar 15 miljónir manna. — Og nú eru þeir að senda 12. hersveitina á víg- völlinn, og þegar 50,000 hermenn eru í hverri þessari sveit, þá veröa þetta 600,000 hermanna. Ogþeg- ar verksmiðjur Rússa komast á legg og vinna þar dag og nótt og búa til fallbyssur og rifla, þá gætu þeir búiö til nóg af vopnum þessum handa öilum bandamönnum. Rússar hafa nú nýlega tengt sam- an Mero-Tashkend brautina við Turkestan brautirnar og aukið með því við brautirnar 1,500 míium og tengja þær Síberíu við Moskva og Pétrograd. Alt Rússaveldi er nú orðið ein heild, og má á skömm- um tíma senda vörurnar frá einum enda ríkisins tíl annars. í Tomsk, Irkutsk og Oms er fjöldi af verk- smiðjum og iðnaðarstofnunum, sem vinna ull og bómull og búa til fatnað og klæði af öllu tagi úr vör- um landsins. Við Harbiri austurfrá hafa Rússar núna variö 100 miljónum króna til að byggja og bæta vegi úr helztu hveitihéruðunum þar í kring. Her- Oísahitar og stórviðri. (Lögb. % ’16) —o— Veðrið hefir verið óstöðugt að undanförnu. Fyrri part vikunnar sem leið voru ofsa hitar, milli 90 og 100 stiga, en á fimtudaginn skall á afarmikið rok raeð þrumum og steypiregni. Olli það talsverðum skemdnm víðsvegar í Vesturland- inu. Hús skektust á stöku stað; 2 menn dóu af áhrifum eldinga, 10 menn slösuðust í herbúöunum í Sewell, akrar skemdust víða til niuna og skepnur fórust eða meidd- ust. Skemdlr og slys urðu þó miklu minni en vænta hefði mátt. Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. -—o— Fyrst í stað vildi Hughes dóm- ari, sem keppir við Wilson um forsetatignina i Bandaríkjunum, sem minst tala um afstöðu Bandaríkj- anna til ófriðarins. En ekki hefir honum þó þótt algerö þögn um það mál vænieg til sigurs. Brátt tók hann að hafa orð á því, aö stór orð og bréfaskriftir væri að vettugi virt, ef einbeittur vilji væri ekki á bak við, og voru það hnútur til Wilsons. Nú segist hann ekki mundi hika við að fara í ófrið, ef á þyrfti að halda til að vernda líf líf og eignir Bandaríkjamanna. En ekki kveðst hann trúa því, að til þess þyrfti að taka. Manntjón þjóðverja. —o— Síðast í júli var manntjón Þjóð- verja frá ófriðarbyrjun talið þannig í þýzkum skýrslum : Fallnir og dánir úr sárum 736 þús. Dánir úr sóttum ... 49 — Herteknir................158 — Horfnir..................199 — Mjög sárir .... 425 — Flyt. 1567 þús. T iL Wí 5 N N I S: BaSinisið oplð v. d. 8-8, id.kv, til 11 Borgarst.skrlfál, I brunastöð cpin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Baejargjaldk, Laufasv. ki. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankí opinn 10-4. K, P. U. M. Alm. samk, sunnd. 8’/, siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.timi ki, 1,1-1. Landsbanklnn 10-3, Bankastjörn tii við- tals 10-12 Landsbökasafn 12-3 og 5-8. Uílán 1-3 Landasimlnn opirin v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugrlpasafniö opið l1/,-21/, siðd , Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahæiið. Hclmsóknartimi 12-1 . Þjóðmenjasafníð opið sd. þd, fmd. 12-2 : Ókeypls lækning háskólans j Kirkjustrætl 12 i 5 Alm. iæknlngar á þrlðjud. og föstud. | kl. 12-1. IEyrna-, nef- og hálslækningar á föstud, kl. 2-3. Tannlæknlngar á þriðjud. kl. 2—3, Augnlækningar i Lækjargötu 2 á nilð- vikud, ki. 2—3, Landsféhlrölr kl, 10—2 og 5—6. Fundarhald var nú í aðsigi í Bræðrafélagi gulu mannanna. En nú voru þeir annarshugar en þá er þeir héldu fund kveldinu áð- ur. Allir fundarmenn þögðu og ’ andlit þeirra voru köld og hreyf- ingarlaus. í hásætinu sat Wu Ling og San við hlið hans. Þegar allir voru komnir stóð prinsinn upp og hélt vinstri hendi á lofti. »Bræður«, sagði hann. »Þér hafið verið kallaðir hingað í kveld til þess að rœða um mikilsvert málefni. Það er ei nema ein sól síðan vér komum hér saman og eg gerði yður kunnan vilja minn gagnvart höfuðóvini vorum, Sex- ton Bleik. í morgun var boð mitt sent um landið. »í kveld kom hingað lítilmót- legur meðlimur félags vors, sem hafði verið boðaður vilji minn. Hann sagði mér frá dálitlu at- viki, sem honum hafði þótt grun- samlegt. — Hann sá tvo menn ganga út úr gistihúsi einu. Ann- ar þeirra var hvítur maður en hinn var Kínverji. Gistihúsið sem þeir komu úr er aðsetur þeirra hinna hvítu hunda sem fjáðir eru, en þessi Kínverji var klædd- ur eins og verkamaður. Það var grunsamlegt að kínverskur verka- 1 maður skyldi koma út úr slíku T gistihúsi með hvítum manni. Frh. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.