Vísir - 18.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 18.09.1916, Blaðsíða 2
VISiR Afgrefðsla blaösíns á Hötel Island er opin frá kí. 8—7 á hverj- um degi, i Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. irá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals fr» kl. 3-4. Síml 400,— P. O. Box '367, LiUÉpiiar. Upplaujsn flokkanna. þegar er það fréttist, hve lítil þáttaka manna var í landskosn- ingunum 5. f. m., þótti það aug- ljós sönnun þess, að gömlu flokk- arnir væru á fallanda fæti. Ög það er mjög eðlilegt, að sú verði raunin, á því um undanfarin ár hefir það mál skift mönnum í flokka sem ekki verður í fljótu bragði séð, að hafi nein áhrif á afstðjfu manna til innanlandsmála. það mál, sambandsmálið, verður nú að líkindum um hríð lagt á hylluna. Ekki sjáanlegt að fs- lendingum geti orðið neinn hagur að því að fitja upp á nýju þrefi um það. — Að vísu má gera ráð fyrir því, að fánamálinu verði bráðlega hreyft á þingi, en nú orðið munu skoðanir manna vera orðnar nokkuð líkar á því svo að varla verður gert ráð fyrir, að það geti skift flokkum í framtíð- inni. Framvegis hljóta það að verða innanlandsmáiin sem skifta kjós- endum í flokka og þá einnig þingmönnum. Og þegar nú úr- slit landskosninganna eru kunn orðin, sést það glöggt, að þegar er farið að bridda á þeirri flokka- skiftingu. Bæði í Heimastjórnarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, hafa þeir menn verið í flokki saman, sem sjáanlega geta enga samleið átt. þeir eru sumir hverjir enn í flokk saman, en lítið tímaspursmál hve- nær leiðir þeirra hljóta að skiljast. Við athugun á kosningu heima- stjórnarmanna við þessar kosn- ingar, virðist það koma berlega í ljós, að sá flokkur geti ekki lengi staðið óskiftur, og er hann þó sem stendur að ytra útliti sterk- asti flokkur landsins. Landskjörs- listi hans hlaut flest atkvæðin, 1950 talsins. — En kosningarrétt áttu um 24 þús. manns í landinu. Vitanlega dettur engum í hug að sá flokkur eigi ekki meira fylgi í landinu, en þessi litla þátt- taka sýnir að» áhuginn meðal flokksmanna er yfirleitt mjög í __________________________VtSiR______________________ Motorbátur ca.10 smál með 12 hesta DAN-mótor, seglum, akkeri og keðjum og með eða án veiðarfæra til sölu, Bát og mótor hefir verið vel við haldið. Semja má við. METÚSALEM JÓHANNSSON, Þinghoitsstræti 15, sem gefur allar upplýsingar. Atvinna. Við niðursuðu geta kvenfólk og unglingar fengið atvinnu frá 20. september til ársloka. Menn snúi sér á Hverfisgötu 46 eða í Niðursuðuverksmiðjuna Norðurstíg 4. rjenun. — En annað atriði er ekki síður upplýsandi um fram- tíðarhorfur flokksins. það er samheldni þeirra manna er kusu. Efstur á listanum var sá mað- ur, sem alment er viðurkent að haldið hafi flokknum saman, og talið hefir verið, vafalaust með réttu, að notið hafi fullkomins rtausts flokksmanna sinna. En at- kvæðatala hans sýnir þó, að marg- ir háttvirtir kjósendur hafa tekið | aðra menn fram yfir hann, hann fær að eins 1852 atkvæði, og mismunurinn á þeirri tölu og at- kvæðafjölda listans svarar til þess að 98 kjósendur hafi strikað yfir nafn hans. En það er vitanlegt, að svo margir hafa ekki strikað yfír nafnið, og hljóta því þeim mun fleiri að hafa flutt hann nið- ur á listanum. Til þess að efsti maður á lista missi eitt atkyæði þurfa 12 menn að flytja nafn hans niður um eitt sæti, 6 um 2, 4 um 3, 3 um 4. Ef enginn kjósandi helði breytt nafnaröðinni á listanum eða strik- að yfir nöfn, hefði 2. hlotið 1787 atkv. (hlaut 1446) 3. — 1625 — ( — 1584) 4. — 1462 — ( — 1214) 5. — 1300 — ( — 1237) 6. _ H37 _( _ 1093) Atkvæðavanhöld Guðmundar } Björnssonar eru þannig 341, Guð- jóns Guðlaugssonar 41 (og græddi hann þó auðvitað mikið á því, hve margir hafa strikað yfir nafn G. B.), frú Bríetar 248, Sigurjóns Friðjónssonar 63 (fluttist þó upp um eitt sæti) Jóns Einarssonar, 44. Atkvæðavanhöld G. B. svara til þess að 372 menn hafi strikað yfir nafn hans, en á því hefur Guðjón Guðiaugsson grætt 31 atkvæði. Vanhöld Guðjóns eru því um það bil helmingi meiri en þau sýnast. þessar breytingar bera vott um mjög mikið los á flokknum, og um það að framkoma hvers ein- staks af aðalmönnunum í ein- stökum málum hafi ráðið meiru við kosninguna en stefna flokks- ins. — Og er þar ólíku saman að jafna, er athuguð er kosning B-listans, þar sem efsti maðurinn fær einum 19 atkvæðum færra en listinn og annar maður 61 atkv. minna en hann gat fengið að óbreyttum listanum. Enda er vitanlegt að sá listi var kosinn með tilliti til eins einasta máls. Frh. Sverrir. Men tu n. „það má heita ágætt hjá hon- um, ómentuðum manni". Oft eru þessi orð töluð. Og þessi: „Hefði hann notið mentunar, jj þá hefði getað orðið eitthvað úr honum". Stundum er þetta síðartalda með sanni sagt. Oftar mun það vera sleggjudómur eins og hið fyr- nefnda. Eg hefi heyrt þetta svo oft og er orðinn dauðleiður á því. Mig langar til að segja fáein orð um mentun, ef „Vísir" vill sýna mér þá velvild að flytja þau. Tilgangur minn er sá að breyta þessum hugsunarhætti — ekki allt í einu — það er ekki hægt, en smátt og smátt-------. það er talsverð lítilsvirðing í því þegar sagt er um einhvern, að, hann sé ómentaður maður. Eg skal gera grein fyrir hvern skilning eg legg í orðið mentun. því betur sem maðurinn er mentaður, því meira veit hann um heiminn og hluti þá sem í honum eru og því betur þekkir hann sjálfan sig og aðra menn. því minna sem hann er ment- aður, því minna veit hann um þetta sem hér er talið. En hver er ómentaður? Sá sem ekkert þekkir — ekk- ert veit. Sem betur fer held eg, að 'fáir séu svo ílla á sig komnir, þessi sleggjudómur um ment- unarleysi náungans er oft kveð- inn upp af því, að margir ætla, að til mentunar liggi engin leið nema skólavegurinn. þeir sem búnir eru að bíta sig mjög fast í þá skoðun, eiga víst bágtmeðað trúa mér, þegar eg segi að eg hefi rekist á lítið mentaða menn, sem stundað hafa skólanám mörg ár. Eða þegar eg segi, að eg þekki vel mentaða menn, semekkihafa notið annars skólanáms en barna- skóla og unglinga eða kvöldskóla. En satt er það þó. þessir menn eru oftast kallaðir sjálfmentaðir, og það er að nokkru leyti rétt. Sá sem hefir hlotið mentun i skóla, er líka að nokkru leyti sjálfmentaður, en báðir hafa þeir mentun sína utan að, svo mun- urinn verður ekki mikill. Að eins sá, að þeir hafa aflað sér mentunarinnar með nokkuð mis- munandi aðferð. Eg skal játa það, að skólaleiðin er hægari, en hin er líka vel fær. Eg veit ekki nema þrjár aðal- leiðir til mentunar: 1. Að hlýða á það sem aðrir segja. 2. Að lesa það sem aðrir hafa ritað. 3. Að athuga það serrt fyrir augu og eyru ber og gera sér glögga grein fyrir eðli þess og f standi. þessar leiðir verða þeir að fara báðir, skólagengni og sjálfmentaði maðurinn. Sá skólagengni er lengra studd- ur áleiðis og hefur meiri tíma, en sá sem verður að vinna. En margt getur glapið skóla- piltinn, sem aldrei verður á leið verkamannsins, og vinnan mentar; ef ekki ^er unnið hugsunarlaust. I Að endingu nokkur orð um ' sleggjudóminn, sem minnst er á X að ofan. Hann er t. d. mjög oft kveðinn upp um unga rithöfunda, sem ekki hafa gengið skólaveginn. þó dómarinn hafi aldrei svo mikið sem séð höfundinn, leggur hann samt á hann þenna dóm, að hann sé ómentaður. Hið eina sem hann veit er það að höfundurlnn hefir ekki gengið skólaveginn. þess vegna erdómurinn sleggju- dómur, og þá er betra að þegja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.