Vísir - 18.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 18.09.1916, Blaðsíða 3
ViSIR í verzlunlnhi Asbyrgi á Hverfisgötu 71 fæst á g æ t u r lúðuriklingur og á g æ t u r steinbítsriklingur °g reyktur rauðmagi — Sími 161. — í VERZLUNINNI ASBYROI á Hverfisgötu 71. fæst ágæt sðltuð grásleppa og ágætur saltrauðmagi. Sfmi 161. I verzluninni Asbyrgi á Hverfisgðtu 71 fást lampaglös og lampa- kvelkir, Kertí stór og smá og margt fleira. Sími 161 ^&%US&f&t& a»ako«ar Aldrei hefir hér verið fjölbreyttara úrval en nú er í járnvörudeild Jes Zimsens I verziuninni ÁSBYRGI á Hverfisgötu 71 fæst ||vibökurnar (smáu og góðu) eru nú aftur komnar í versl. BEEIBABLIK Lækjarg. 10. Simi 168. saltmeti alskonar. Hvergi belra né ódýrara. Sími 161. óskast í vist, 1. okt. eða fyr, á fá- ment heimili nálægt Reykjavík. Upp- lýsingar Grundarstíg 4 uppi, eftir kl. 7 siðdegis. Tauvindur Þvottavindur Prfmusar Olfuvélar fást hjá Jes Zirnsen (járnvörudeildin) Smjörlíkið g <5 ð a er nú aftur komið í versl. Broiiallit, Lækjarg. 10. Sími 161. Uppboð. Fimtudaginn 21. sept. kl. 4 verður selt á túninu fyrir sunn- an »ísbjörnínn«, hestar, vagnar, sleðar, reiðtýgi, byssur, húsgögn, eldhúsgögn, girðingavír, staurar o. fl. Petersen frá Viðey, Iðnskólanum. Fjármark mitt er: tvígagnbitaö bæði. Brennimark: Rvík. Hólmfr. Oísl adóttir Vonarstr. 3. Húsgögn til sölu: Sófi, borð og 4 stólar (gömul gerð, Chr. VHIstíli) og 1 hæginda- stóll. Einnig 6 árg. af »Hjem- metc, verða seldir ódýrt. Petersen frá Viðey, Iðnskólanum. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916 MMIftlÉtiWfffll LOGMENN ¦) ii mJ Pétur Magnússon, yfirdómslögmaOur, Hverfisgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . Oddur Gfslason yflrróttarrnálaflutningsmaCur Laufésvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálaflutningsmaOur, Skrifstofa i Aðalstræti 6 [uppi]. Skrifstofutími frá kl. 12—1 og 4—6 e.m — Talsími 250 — VATRYGGINGAR eBSBmæ? m®smm Hið öfluga og alþekta brunabótafélag mr WOLGA (Stofnað 1871) tekur «5 sér alskonar bru n at rygg i ngar Aðalumboösmaður fyrir fsland Halldór Eirfksson (Bókari Eimskipafélagsins) Brunatrygglngar, - og stríðsvátrygglngar A. V. Tulinius, Miðstræti 6 Talsími-254 Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hiís, húsgðgn, vðru- alskonsr. Skrifstofutími8-12 og 2-8. Austursíræti I. N. B. Nielsen. Dóttir snælandsíns. Eftir Jack London. 70 Frh. — Mitt álit kemur ekki þessu máli við. En, í sannleika sagt, þá undirskrifa eg og staðfesti dóm hennar í öllum atriðum. En það er ekki það, sem við eigum að tala um. Hvað ætlið þér að gera hvað Lucile snertir? Nú, nú? Hún svaraði honum ekki en gekk yfir gólfið til hins fólksins. Lucile sá hana koma og reyndi hálf óttaslegin að komast eftir þvf ' svip hennar hvaö henni byggi í brjósti. — Hefir hann sagt yður — — Aö eg sé bjáni, — já, svar- aði Frona, og eg held hann hafi rétt fyrir sér. Hún brosti. Að minsta kosti ætla eg að taka gilda um- sögn hans um að eg se það. Eg — eg get ekki fyllilega skiliö alt þetta ennþá, en-------- —- Þetta er í fyrsta sinn, sagöi Lucile, og það er þýðingarmeira — fyrir mig — langtum þýðingar- meira en fyrir flestar aðrar konur. Eg er hrædd. Þetta er dttalega hættulegt spor fyrir mig að stfga. En eg elska hann, — já, það geri eg, kæra, kæra Frona, sagði hún kjökrandi. í þessum svifum var hurðinni lokið upp, án þess að fyrst væri barið að dyrum. Það var Jakob Welse sem inn kom. Hann var með loðhúfu og vettlinga. — Hér kemur óboðni gesturinn, sagði hann, í stað þess að heilsa. Er nú alt um garð gengið? Jæja þá. Og hann faðmaði Lucile að sér. Hananú, Trethaway. Réttið mér hendina, og segið að þér virðið mér til betra vegar þó eg troði mér hér inn, og aö yður þyki leitt að þér ekki skylduð láta mig vita um þetta. Eruð þér þarna líka, Corlissl Og, góðan daginn, Alex- ander. — Hvað hefi eg gert af mér? sagði Frona þegar faðir hennar uú líka tók hana í faðm sér og þrýsti henni fast að brjósti sér. — Eg var neyddur til að koma og rétta ykkur hjálparhönd, hvisl- aði hann að henni. Og hún þrýsti nú hðnd föður sfns fast og mjög innilega. — Svona nú, Trethaway. Eg veit ekki hvað þér hafið fyrirhug- að, enda stendur mér það á sama, því þær fyrirætlanir hjaðna eins og vatnsbóla. Eg hefi haft allgóðan viðbúnað heima hjá mér. Þar bíður sá einasti ærlegi kampavínskassi sem fáanlegur er hérna meginnvið heimskautabauginn. Og auðvitað veröið þér samferða, Corliss, og þér, Alexander. — Auðvitað, svaraði hann. En hafið þér nokkra bykkju? Jakob hló. — Þaö getur nú ekki komið til mála að fara á tveimur jafn fljót- um, sagði Alexander. Og um leið og hann þaut út um dyrnar bætti hann við: Sleðarnir skulu vera komnir að dyrunum áður en þið verðið búin að búa ykkur. Þrír sleðar með nógum bjðllum á. — Við ætlum að lifa mjög kyr- látu lífi, sagði Lucile við Fronu. Klondyke er ekki allur heimurinn, og bezti hluti hans er ekki hér. En Jakob var á annari skoðun — Við verðum að ráða fram úr þessu, sagði hann við Alexander, og Alexander svaraði þvf að það væri ekki sinn siður að snúa aftur á miðri leið. Frú Schoville var bál-öskuvond. Hún safnaði eins mörgu aj kven- fólkinu og hún gat undir merki sitt og lét ekki friðlega. Lucile kom hvergi nema til Fronu. En Jakob, sem annars ekki gerði mikið að því að heimsækja fólk, kom nú mjög oft til hersis- hjónanna. Og sjaldau kom hann einn síns liðs, en fékk oftast einn eða annan með sér. — Hafið þér nokkuð sérstakt fyrir stafni í kvöld, var hann þá vanur að segja, er hann mætti hin- um eða þessum, og ef ekki, þá komið þér meö mér. Og svo fór hann með náungann með sér til hersisins. • *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.