Vísir - 21.09.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1916, Blaðsíða 2
ViStR VISIR A f g r e / ö s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin irá ki. 8—7 á hverj- um degi, Inngangur irá VeUarstraeti. Skrlfstofa á sa.wtit stað, inng, frá Aðaietr, — RltstjrVinn tii viðtals trá U. 3-4. Síníi 400.— P. O. 8o* 307. Ishúsið hjá FHkirkjunni. Það er verið að undirbúa íshúss- byggingu sunnan við Fríkirkj- una! Þaö er orðiö langt nokkuð síðan byrjaö var, og tnáske of seint að amast við því nú. — En annað eins tiltæki má þó ekki vera ómótmælt opinberlega; munnlega hafa fjöldamargir menn iýst gremju sinni yfir þessu. Eins og knnnugt er, hefir bæjar- stjórnin ákveðið að banna að byggja íbúðarhús suður með Tjörninni, á minni lóðum 'en 1800 (?) ferálna. Er þaðbannsýnileg \lagtá í þvískyni, að þar verði ekki reist önnur hús en skrauthýsi. Og það virðist vera samhuga vilji allra, að alt verði sem prýðilegast í kring um Tjörn- ina. Talað hefir verið um skemti- garð við suðurenda hennar, og al- ment er álitið, að þegar vegur er kominn alla leið umhverfis hana, þá muni sá vegur mest notaður allta gatna bæjarins til skemtigöngu. Og til þess mun bæjarstjórnin sjálf ætlast. — En þó hefir hún Ieyít að byggja íshús á þessum stað. Það má nú fyrst og fremst gera ráð fyrtr því, að húsið verði alt annað en skrautlegt, og hefir því bæjarstjórnin breytt þvert á móti sínum yfirlýsta ásetningi, er hún leyfði þessa byggingu. — En auk þess er vegurinn, sem ætlaður er bæjarbúum aðallega til skemtigöngu, með þessu gerðnr ó f æ r, á nokkr- um kafla, við og við allm veturinn, meðan verið er aö flytja.ís af Tjðrn- inni í húsið. Og það yrði einmitt helzt þá daga, sem mest líkiadi eru til, að annars yröi mest umferð, eftir veginum : þegar ís er á Tjörn- inni, frost og hreinviðri í lofti. Það má finna margt að að bæj- arsljórninni okkar, það er ekki aö eins í þessu atriði, að hún hefir gert ákvarðanir þvert ofan í fyrri samþyktir sínar. Yfirleitt engin festa í gerðum hennar, alt á ringul- reið, eftir því hver í hlut á í það og það skiftið. — BæjarfuIItrúarnir tala og tala, en þeir muna ekki sjálfir stundinni lengur, hvað þeir hafa sagl, því síður hvað þeir hafa samþykt. — Ef nóg er talað, má einu gilda hvað gert er, og þó að breytt sé þver á móti því á næsta fundi. Kjrummi. Sfmfregnir. Ægissíðu í fyrradag. Tíðin göð. Brakandi þurkur. Nýting á útheyi í góðu Jagi. — Gömlu þingmennirnir hafa sent þingmenskuframboð sín. Altalað er að síra Skúli f Odda ætli líka að bjóða sig fram í þetta sinn. Heyrst hefir einnig aö Jón Jónatansson hafi leitað fyrir sér um fylgi í sýsl- unni, en óvíst um árangur. vUtt k fvaja & tagev: Rúg — Rúgmjöl — Hveiii, 4 tegundir. — ~t Kaffi, brent og óbrenl — óbrent 3 tegundir. —¦ Export »Maggi< súputeninga — Grænkái — Súrkál — Lauk - MARSMANNS vindlana: Baunir — Maísmjöl — Skonroksmjöl - Melfs hg. og st. — Púðursykur — Flórmelís — Lifrarposteik — Perur — Marmelade — Gerpúlver Maravilla — El arté — Cobden og m. fl. — Rjól og Skraa (Br. Br.) * — Hills eigarettur — Special Sunripe o. fl. — Eldspýtur — Kertí — »Pudsepomade« Gefion í glösum — Ofnsvertu — Skósvertu — Grænsápu -- Spil — Seglgarn Póstkort — Póstpappír í möppum. — Vasabækur — Sólaleður — Söðlaleður — Görfuð skinn Ullarballa — Hessian — Kjöttunnur — Ljáblöð — Skilvindur — Þakpappa — Lýsispressu — Lýsistunnur — Snyrpinót — Girðingastaura — Húfur — Nærfatnað — Peningaskáp — Mjólk og Kjöt niðursoðið írá Libby, Gula dýrið. Leynilögreglusaga. Frh. 6. kapítuli. Hugrökk kona. Þegar Tinker skildi við Bleik þá hélt hann niður að höfninni til þess að hafa gætur á þegar bátur- inn kæmi með strandvarnarmenn- ina. Hann hafði beðið í meira en klukkutíma þegar hann loksins sá bátinn koma. Þegar báturinn var lagstur við bryggjuna fór Tinker rit í hann og gaf sig á tal við mennina. Hann fékk hjá þeim ná- kvæma lýsingu á mönnunum sem yfirunnu þá í Marseyju. Af lýsing- unni var auðvelt fyrir hann að sjá að þessir menn voru engir aðrir en Wu Ling og Bóremong. Og þegar mennirnir lýstu fyrir honum flugvélinni sem þeir höfðu komið í til eyjarinnar, þá var hann ekki lengur í neinum vafa um að til- gáta sín væri rétt. Að vísu voru þetta ekki nægar sannanir ef til réttar kæmi, en það gæti reynst sterkur þáttur í málsókninn gegn þrjótunum. Að skilnaði gaf hann strandvarn- armönnunum nokkra gullpeninga hvorum og staldraði við þangað til þeir voru komnir af staö. Síðan gekk hann inn í borgitia og til lögreglustöðvanna. Þegar þangað kom var honum sagt að lögreglu- stjórinn væri heima hjá sér. Hann leitaði uppi bústað hans eftir því sem honum var tilvísað. Það var stórt gamalt hús og stóð spölkorn frá veginum. Alt í kringum það var hár garður meö vpldugum járn- hliöum. Tinker var vísaö inn í biðstofu lögreglustjórans og eftir skamma stund kom hann sjálfur. Hann heilsaði Tinker hlýlega og þegar hann heyrði að hann varaðstoðar- maður Sexton Bleik varð hann auðsjáanlega dáh'tið forvitmn. »Jæja, karl minnj hvað get eg gerl yður til þægöar?* sagði hann glaðlega. íÞað verður mikið býstegviö«, svaraði Tinker. »Eftir fyrirmælum húsbónda míns hefi eg komið hing- að. Hann sagði mér aö skýra yður frá öllum málavöxtum og það ætla eg nú aö gera með yðarieyfU Lögreglustjórinn kveikti sér í vindli. »Afram, drengur minn«, sagði hann. »Eg er mjög forvitinn að fá að heyra hvað þér hafið aö segja.« Svo byrjaði Tinker og rakti söguna um brottnám hergagnaráð- herrans og hvernig þeir leystu hann. Síðan skýrði hann frá hvernig Bó- remong og Wu Ling komust und- an og endaði sögu sína með því að nú væri Bleik mitt á meðal Kínverja að reyna að afla sér ein- hverra upplýsinga um Wu Ling. »Hann vildi ekki heyra nefnt aö fara nokkra aðra Ieið. Eg reyndi að fá hann til þess að fara ekki, en það var árangurslaust. Það sem hann vildi fá skýlaust að vita var það, hvort Wu Ling væri í Car- diff eða ekki. En áður en hann tór bað hann inig að hitta yður og segja yður hvað hann óskaði að gert væri.« Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.