Vísir - 01.10.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 01.10.1916, Blaðsíða 2
Combles, Svo að segja daglega hafa nú um tíma borist hingaö símfregnir um, að bandamenn hafi tekið borgir þorp og víggirtar stöðvar af Þjóð- verjum í Sommehéraðinu, og miðar þeim þar áfram jafnt og þétt, þótt hægfara sé. Einna merkasti viðburðurinn, er sagt hefir veriö frá nú nýlega, mun það hafa verið er bandamenn tóku Combles, sem Vísi barst símskeyíi um á fimtudaginn. Aðalbirgðastöðvar Þjóðverja á þessum slóðum eru í Peronne og er þeim því nauðsynlegt, að geta farið ferða sinna eftir vegunum þaðan, norður og suður með víg- stöðvunum. Combles stendur á hæð einni skamt frá veginum milli Peronne og Bapaume og er sagt að Bretar geti nú hindrað alla um- ferð eftir þeim vegi og má nærri geta, hve bagaiegt það er. Clombles var rammlega víggirt og var svo sagt í enskum blöðum snemma|í september, að Þýzkalands- keisari hefði þá nýlega eggjaö varn- arliðið þar lögeggjan, og að þang- að hafi verið sent hjáiparlið, í því skyni að varna bandamönnum þess að taka borgina, hvað sem það kostaði. 7. sept. áttu Bretar aðeins rúman þriðjung enkrar mílu vegar eftir til Combles og nokkru síðar kom sú frétt hingað að þeir hefðu umkringt hana, og má af því sjá, að kapp hefir verið Iagt á þaö af Þjóðverja hendi að verja haua. Frá Grikklaudi. Sigursæld Þjóðverja sannfærði konung og ýmsa herforingja um að þeir væru óvinnandi. Konung urinn hafði gengið í herforingja- skóla í Þýskalatidi og fylst aðdá- unar á heraaðarvísindum Þjóð- verja. Og rftir að ófriðurÍEn hófst eendu Þjúðverjer menn tílGrikk- lands til þess að sannfæra Grikki um yfirburði sína. Þessir menn hafa verið sistarfandi og gert alt sem þeir hafa getað, til að spilla áliti þjóðarinnar á bandamönnuni en vekja aðdáuu á Þjóðverjuru. Svo að ségja frá ófriðarbyriun hafa miðveldin og bandamenn bar- ist um Grikkland, hvorir fyrir sig beitt öllum hrögðum til þess að fá Grikki í lið við sig, eða að minsta kosti til þess, að sitia hjá. Upphaflega voru þeiryað sögn reiðubúnir að ganga í ófriðinn með Serbum, og má af því ejá, að það er ekki fylgi við Þjóðverja, sem síðan hefir aftrað þeim. En þegar á ófriðinn leið, sannfærðnst ýmsir heistu menn Grikkja, og þar á meðal konungurinn um að Þjóð- verjar myndu að lokum vinna eig- ur. Konungurinn á systu? Vii- hjálms Þýskalandskeisava fyrir konu, en því fer fjærri, að álitið sé að þær mægðir hafl nokkur á- hrif á afstöðu hans, síður ea svo. Það ber öllum saman um, að hann hafi farið eftir því, sem hann áleit vera landi sinu fyrir bestu. Vénizilos hefir að sögn, aldrei trúað á það að Þjóðverjar ynnn sigur að lokuro. Hann og erind- rekar bandamanna hafa unnið að því af kappi, að f'á Grikki til þess að ganga í lið við bandamenp. Og nú er svo komið, að þjóðin skift- ist í tvo andstæða flokka, og líkur til þess að uppreist yrði í íandinu hvort sem ákveðið væri að gauga í íið við bandamenn eða miðveld- in. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu rikir nú megn- asta óstjórn þar í landi. Uppreist hefir verið hafin í Austur Make- doniu (austan Vardardalsius) og átti hún npptök sín í Sdoiíiki. Tilefnið var það. að Bnlgarar óðu inn í Iandið, án þess eð Grikkja stjórn reyndi að aftra því. — Upp- reistarmenn kusu sér stjórn og tóka að safna liði til að reka Bulg- ara af höndum sér. Nokkur hluti setuliðsins í Saloniki neitaði" að ganga í íið með uppreistarmönnum, og varð það til þess að uppreiet- armenn réðust á hermauuaskálana og skutu á þá. í þeirri viðureign féllu riokkrir menn af hvoru- tveggju. En yfirhershöfðingiFrakka i Saloniki Sarrail tókst að stilla til friðar og gengu hormennirnir houum á vald og létu vopn sín af hendi. Um líkt leyti sendu bandamenn herskip til Piræus (hafnarborgar Aþer.u) og kröfðust þass, að allir erindrikar Þjóðverja, sem hafa unnið að því að æsa Gríkki gegn bandamönnum yrðu reknir úr Iandi Ermfremnr vildu þeir fá að hafa eftirlit með öllum póst- og síma- viðskiftum landsins. — Að þessu hafa Grikkir gengið. Sögur hafa geagið um það öðrn bvoru, að Grikkir væru að draga sanan her til að ganga í Iið við bandamenn. En'það eru flugufregn- ir einar. Koaungur situr fastar við sinn keip, eins og sjá má á því að hann kaus sér fyrir forsætis- ráðherra ákveðinn andstæðing Venizelosar. Við það er sagt að uppreistin hafi breiðst enu meira út. Er þó vafalaust ekki átt við það, að nppreist sé hafin á þann hátt, að landsmenn beri vopn gegn stjórninni, hðldur aðeins að beir fari sinna ferða fyrir henni og gangi i sjálfboðaliðsherinn í Saio- niki eða sem sjálfboðar í lið við bandamer”. Hversvegna er þessi mótortegnnd viðsvegar um heim, þ. á. m. einnig í Ameríku, álitin standa öllum öðrum framar? Yegna þess að verksmiðja sú er smíðar þessa mótora hefir 20 ára reynslu i mótorsmíði og framleiðir einungis fyrsta flokks vélar. Hefir eingöngu þaulvana verkamenn. Verksmiðjan. býr til allskonar mótora fyrir báta og aflstöðvar og hverja aðra notkun sem er. ^^Jjjnn fremur hráolíumótora og flytjanlega mótora með 3 til 320 hestöfluro. Bolin W^rmótorar eru ódýresta, einfaldasta ög ábyggilegasta aflsuppspretta sem til er. Verksmiðjan framleiðir einnig mötorspil og mótordælnr, Bolinder’s verksmiðjurnar i Stockholm og Kalihall, eru síærstu verksmiðjurnar á Norðurlöndum í sinDÍ röð. Hafa yfir 1500 starfsmenn, og er gólffiötur þeirrar doildar, er eingöngu framíeiðir bátamótora 100.000 □ fet. Árleg framleiðsla 60.000 hestöfi. Yfir 10.000 Bolinder’s mótorar með samtals 350.000 hestöflum eru nú notaðir um allan heim, í ýmsum löndum, alstaðar með góðum árangri. Yfir 3000 fiskiskip nota nú BolÍnder’S mótora. Stærsti skips- mótoi’ smíðaður af BolÍnder’S verksmiðjunni hefir 1.500 hestöfl. 20 hestafla mótor eyðir að eins ca. 260 grömmnm af hráoiín á kl.stund pr.hestafl. Með hvérjum mótor fylgir nokkuð af varablutum, og sfeýringar nm uppsotningn og hirðingu. Fengu Grand Prix í Wien 1873 og sömu viðurkenningu í Parfs 1900. Ennfremur hæðstu verðlaun, heíðurspening úr gulli á Alþjóðamótorsýningunni í Khöfn 1912. BoIÍHder’S mötorar hafa alls fengið 5 Grand Prix, 140 heiðurspeninga, og 106 * heiðursdiplómur, sem munu vera fleiri viðurkenningar en nokkur önnur verksmiðja á Norðurlöndum í sömu grein hefir blotið. Þau fagblöð sem um allan heim ern í mestu áliti mótorfræðinga meðal, hafa öll lokið miklu lofsorði á BolÍHder’S vélar Til sýnís hér á staðnum eru m. a. ummæli: The Motor Bsat, The Motor World, The Shipping World, Shipping Gazette, The Yachtsman, The Engineer, The Marino Engineer & Naval Architect. Auk þess hefir m. a. Prof. Nansen, sem notað hefir BolÍnder’S vélar í skip sín, hrósað þeim mjög. Einn eigandi Bolínder’S mótors skrifar verksmiðjunni: „Eg er harðánægður með vélina. Hefi látið hana gauga 4 þúsund mílur í misjöfnu veðri, án þess nokkru sinni að taka hana í sundur eða hreinsa hana“. Fjöldi annara meðmæla frá vel þektum útgerðarmönnum og félögum er nota Bolínder’S vélar, eru til sýuis. Þeir hér á Iandi sem þekkja Bolínder’S mótora eru sannfærðir um að þeir séu bestu og hentugustu mótorar sem hingað hafa fluzt. BolÍnder’S mótora cr bægt að afgreiða með mjög stuttum fyrirvara, og flestar tegundir alveg um hæl. Varahlutir ávalt fyrirliggjandi hér á staðnum. Aðgengilegir borgunarskilmálar. Allar upplýsingar viðvíkjandi mótQrum þessum gefur G. Eiríkss, Heykjavík Einkasali á íslandi fyrir J. & C. G. Bolinder’s Mekaniska Verkstads A/B IStockhoIm. Útibú og skrifstofur í New York, London, Berlin, Wien, St. Petersburg., Kristjaníu,* Helsingfors, Kaupmannahöfn etc. etc.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.