Vísir - 04.10.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1916, Blaðsíða 3
VIS I»R Hindsberg Piano og Flygel eru viðurkeud að vera þau beztu og vönduðustu sem búin eru til á Norðurlöndum. — 'Verksmiðjan stotnsett 1853. Hljóðfæri þessi fengu- „Grand Prix“ í London 1909, og eru meðal annars seld: H. H. Ciiristian X, H. H. Haakon VII. Haía hlotið meðmæli frá öllum helztu tónsnillingum Norðurlanda, svo sem t. d. Joackim Audersen, Professor Bartboldy, Edward Grieg, J. P. E. Hartmann, Professor Matthison-Hansen, C. F. E. Hornemann, Professor Nebelong, Ludwie: Schytte, Aug. Winding, Joh. Svendsen, J. D. Bondesen, Aug. Enna, Charles Kjerulf, Albert Ortb. Nokkur hljóðfæra þessara eru ávalt fyrirliggjandi hér á staðn- um, og seljast með verksmiðju- verði að viöbættum flutnings- kostnaði. Verðlistar sendir um alt land, — Og fyrirsparnnm svarað öjótt og greiðlega. 0. EiriltSS, Reykjavík. Einkasali fyrir ísland. zsl ensiu í útsaumi og dönsku geta nokk- rar stúlkur fengið á Laugaveg 42 hjá Elinborgu Þ. Lárusd. Heima kl. 6—8 e. b. Veðrabrigði í Grikklandi. Það mega heita allmorkileg tíðindi, sem hermd voru í skeyt- inu til Ví9is frá 1. þ. m., að allir helstu menn í her og flota Grikk- Iands væru kornnir i flokk með Venizelos. Það hefir löngum verið talin mesta stoð og stytta Þjóð- verjasinna í Grikklandi, að þeir hefðu herinn með sér, þ. e. 8. s. hershöfðingjana. Þeir hafa verið sá þröskuldur, sem Venizelos hefir ekki getað yfirstígið, þó hanu hafi haft mikinn meiri hluta þjóðar- innar með sér. Það eru því furðu- leg veðrabrigði sem orðia eru þar í landi, ef allir helstu herforingj- arnir eru nú komnir á sveif bandamanna. Vitanlega hefir það ráðið mestu um aðstöðu þeirra, að þeir hafa haft slíka tröllatrú á Þjóðverjum, að þeir hafa talið víst að þeir myndu vinna sigur. Ea þegar sú trú var horfin, þá var fylgið farið sömu leiðina. Nú iítur því svo út, sem Kon- stantin konungur standi einn uppi og getur þá varla hjá því fariö, að dagar konungdóms haus séu senu taldir. Þess sjást engin merki, að hann ætli að hverfa frá „viilu síns vegar“ og krjúpa að fótsbör bandamanna, enda getur hann það ekki. Hann hefir tekið ráðiu af þjóðinni og brotið þingræðið, í því skyni að frelsa hana frá ógæfu, ef hann nú viður- kendi að þingræðisbrotið hefði verið framið af skammsýni eða hlutdrægni, þá fyrirgerði baan með þvi réttinum til konungs- tignarinnar. Þá gæti enginn borið traust til hans. Þegar hann verðnr að viður- kenna að hann hafi gert rangt, verður hann um Ieið að afsala sér konungstigninni af fúsum vilja. Og er þá sennilegt að hann selji hana ríkiseifingjanum í hend- ur, eins og getið hefir verið til að hann myndi gera. — En geri hann það ekki, eru allar líkur til að hún verði at honum tekin og þá væntanlega ekki fengin syni hans, heldur stofnað lýðveldi undir forustu Venizelosar. Og óvinir Venizelosar segja, að það hafi verið markmið hans frá upphafi. VÁTRYGGINGAR Brunatryggingar, sæ- og stríðsvátryggingar A. V. Tulinius, Miðstrœti — Talsími 254. Hið ofluga og alþebta bruuabótafðlag- WF ‘WOLGA (Stofnað 1871) tekur að sér allsbonar brun atry ggingar Aðalumboðsmaður fyrir ísland Halldór Eirílxsson liókari Eimskipafélagsins Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vótryggir: Hús, húsgögn, vörur alsk. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. X. B. Nielsen. LÖGMENN i Pétur Magnússon yiirdómslögmaðnr Miðstræti 7. Sími 533. — Heima kl. 5—6. Bogi Brynjólfsson yflrréttarmálattutningsmaður. Skrifstofa í Aðalstræti 6 (uppi) Skrifstotutimi frá kl. 12—1 og4—6e.m. Talsimi 250. Oddnr Gíslason yflrréttarmálaflutuingsmaður Laufásvegi 22. Venjul. heima kl. 11—12 og 4—5. Sími 26. Gott Píanó fyrir (575 kr. frá Sören Jensen KhöfD. Tekið á móti pöntunum og gefnar upplýsingar í Vöi-ulixiwinix. Einkasala fyrir ísland. K. F. U. M. Yæringjar allir, (nýliðar einnig) mæti til skrásetningar miðviku- fimtu- og föstudagskvöld kl. 6— 6Va og 8-8Va i K. F. U. M. Kaupið Visi. Dóttir snælandsins. Effir Jack London. „Við getum ekkert aðhafst, bar- ón, fyr en ísinn brotnar meira. Þá gerum við siðustu tilraunina á bátnum. Vincent, þér ættuð að ná í ábreiðurnar yðar og verða hérna í nótt. Við þurfurn meun undir árarnar og eg held að við kannske getum náð i Mc Pherson i viðbót“. „Það þarf ekki“, greip Vincent fram í, „og eg skal vera kominu hér strax í birtingu11. „Já, en því getið þér ekki haft not af mér“, spurði baróninn. Frona svaraði hlæjandi: „eg er ekki búin að kenna yður ára- lagið ennþá, munið þér það!“. „Og það verður ekki tími til þess í fyrra málið“, sagði Jakob Welse. „Þegar ísinn fer að brjóta npp, þá gengur það fljótt fyrir sig. Vincent, Mc Persou og eg verðum víst neyddir til að verða öll Bkipshöfnin. Mér þykir það slæmt, barón, en yður mun ekki veita af að vera hér eitt ár hjá okkur enn, áður en þér verðíð fær i slíka ferð“. Ea barón Coubertin bar sig mjög illa út af þessu. XXIII. KAP. „Vaknið þið, evefnpurkur, vaku- ið þið!“. Það var Del Bishoþ sem kall- aði, og Frona og faðir hennar voru ekki lengi að vakna, komast í fötin og út. ísinn á ánni var kominu í hreyf- ingu og brak og brestir og háir hvellir bárust að eyrum þeirra. „Hvenær byrjar það?“ spurði hún Del. „Það líðnr ekki á löngu“, svar- aði hann og benti npp eftir áuni, „það hækkar í henui um eitt fet á hverjum tíu mínútum“. „Hætta á ferðurn11, bætti hann við glottandi, „uei ekki hérna. Það er víst. Eu eg verð að fara til baka. Það er miklu verra niðurfrá hjá okkur. Það var orð- ið fimtáu þumlunga djúpt vatnið á kofagólfiuu og Mc Pherson og Corliss standa þar á höfði til þess að leita að öllu, sem ekki má vökna, og fleygja því upp í rúm- „Segðn Mc Pherson að veratil- búinn þegar við sendum eftir honum“, kallaði Jakob á eftir Del, og svo sneri hann sér að Fronu. „Það er annars komið mál til þess að Vincent fari að láta sjá sig“. ísinn var í hreyfingu og brak og brestir og undarleg hljóð heyrð- uít við og við. „Og eg sem hélt að þetta yrði stórkostleg sjóu“, sagði baróninn, „en svo er þetta ekki neitt“. En um leið og baróninn sagði þetta, steig- hann á ísjaka í ógáti, sem rak fram hjá. Þetta skeði í svo skjótri svipau, að Jakob Welse, sem rétti út hendina til að ná i hann, misti hans og hann var á svipstundu horfinn. En svo komu þau Jakob og Frona auga á hann þar som hann rak niður ána á jakanum. Jak- inn hoppaði upp og niður, ert bar- óninn hélt jafnvæginu, og tókst honmm litlu síðar að stökkva af jakanum og upp á árbakkann. En nú fór gamanið að grána. Jakahrönnin óx með hverju augna- bliki, sprakk í þúsund stykki með iniklum gný og hlóðst svo upp aftur. Tröllvaxnir jakar hlóðust hver ofan á aunan og mynduðu risavaxna girðingu. Jakarnir rifu stór skörð í ávbakkana og sviftu burtu með sér stórnm stykkjum og furtttrjám, sem voru rifin upp með rótum. Það var nú flugaatraumur i ánni og eyjan nötraði undir fótum þeirra. „Þetta er stórkostlegt", sagði Frona, sem hélt í sína hendina á hvorum þeirra, föður sínum og baróninum. „Finst yðnr þettá ekki stórkostlegt, barón?“. „Ó!“, sagði baróninn og hristi höfuðið, „ó, eg hafði rangt fyrir mér. Ó, hvað mér þykir það slæmt! En þetta er dýrlegt' Sko!“. Hann bsnti niður eftir ánni þar sem isjakarnir ruddust á litla eyju, hlóðust í háan garð og hrundu aftur ’niður á víxl með braki og brestum. „Það er á svona stöðum að stýfl- ur myndast“, sagði Jakob Welse, „sæktu kíkinn minn, Frona". — Hann kíkti siðan langa hríð. „Hrönnin vex, hækkar og vex“, „Já, en áin er þó að minka“, kallaði Frona. Og nú tóku þau eftir því að lækkað hafði alt i einu í ánni nm sex fet. „Maðurinn er enn þarna“, sagði Welse, „en nú hreyfir hann sig ekki“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.