Vísir - 09.10.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 09.10.1916, Blaðsíða 2
 VISIB Afgreiðsla blaðsins áEðtel ísland er opin frá kl. 8—8 á hveijnm degi. Inngangur frá Vallarstrœti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Eitstjórinn til viðtals frá kl. 3—4. Sími 400. P. 0. Box 867. Prentsmiðjan á Langa- veg 4. Sími 133. Ný hernaðartæki. „Herskip á landi“. Svo eru kallaðar tröllauknar brynvarðar bifreiðar sem Bretar hafa smíðað og nota nú í orust- unum bjá Somme. Og ýmsum öðrum nöfnum eru þær nefndar. Skrokkurinn er bygður úr stáli, og svo sterkur er hann, að vél- byssuskothríð og handsprengjur vinna ekkert á honum. Skip þessi eru á hjólum og knúin áfram af vélum, eins og bifreiðar. Þau hafa meðferðis störar fallbyssur, vélbyssur og allskonar morðvopn. — „Kafbátar á þurru landi“ hafa þau líka stundum verið kölluð, vegna þess að skipshöfnin hefst við innan í skrokknum, en ekki á þilfari undir berum himni. Þau eru því eins og sterk vígi á hjól- um. — Bretar fara í þessum stálbáknum gegn skothríð övin- anna, alla leið að skotgröfum þeirra, og yfir þær, og kúlur Þjóðverja hrökkva af stálbrynj- unni eins og hagl af húsvegg. En skothriðin frá skipinu dynur jafnt og þétt á fylkingum óvin- anna. Þegar þeir eru komnir að skotgröfum Þjóðverja, láta Bretar fallbyssur skipsins sópa grafirnar. Ferlíki þessi brölta yfir nær hvað sem fyrir er, hús og girð- ingar og mylja alt undir sér. Og í skjóli þeirra sækir svo fótgöngu- lið Breta fram, þar sem því ella * væri ókleift fyrir skothrlð Þjóð- verja. Blaðamaður einn hefir átt tal við Lloyd George um þessa nýju vigdreka, og lét bann all vel yfir þeim, en sagði að ekki væri enn unt að sjá að hverju gagni þeir kæmu, sem stæði gerðu þeir mikið gagn. En vera mætti að Þjóðverjar fyndu upp eitthvert ráð til að ónýta þá. Hermálaráð- herrann hafði látið þess getið, að það væri mest að þakka ötulli fram- göngu Churchillls, fyrv. flotamála- ráðherra, að þessir landvígdrekar Krone Lageröl er best Smurningsolla ávalt fyrirliggjandL Sími 214 Hið íslenska Steinolíuhlutafélag. Drekkið LYS CADLSBERGt Heimsins bestu óáfengu drykkir. Fást alstaðar. Aðalumboð fyrir ísland Nathan & Olsen. jiiigu TROS fæst í Liverpool. agnús Sjörsson cand. phil. Kárastíg 11 liennii- náttúrufræði, landaíræðí o. íl. Hentngt fyrir þá, sem ætla að ganga undir gagnfræðapróf að vori en leBa utanskóla í vetur. Heima kl. 7—9 á kvöldin. hefðu verið smíðaðiri Það væri nú orðið alllangt síðan hann fyrst hefði farið að berjast fyrir því, en fyrst í stað hefðu menn enga trú haft á þessari nýung. Enska skáldið H. G. Wells spáði því fyrir 10 árum síðan, að vígdrekar líkir þessum yrðu notaðir til landhernaðar, og lýsti þeim þá allnákvæmlega, „eins og risavöXDum, klunnalegum skor- dýrum — skordýrum á stærð við brynvarin beitiskip . . . .“ Óskilaauglýsing. Myndi „Vísir“ ekki vilja gera mér og öðrum þann greiða, að spyrjast fyrir um það, hvort satt muni vera, að tröllin hafi etið verðlagsnefndina okkar sælu, eins og fullyrt er, því vart myndu þeir bappar, sem hana skipa sofa jafn- fast á dýnum aðgerðaleysisins, ef ekki væri eitthvað meira en lítið að hjá jafn áhugasömum og skyldu- ræknum mönnum, sem þeim er þá nefnd skipa —! Drottinn minn góður, hrópar sveitakarlinn og brauðgerðamenn- irnir, mikil er náð þín drottinn! að hafa losað oss við verðlags- nefndina og leyfa oss óáreittum að fiá belginn af íbúnm höfuðstað- arins. Sveitakarl: í byrjun sláturtíð- arinnar þorðum vér af ótta fyrir verðlagsnefndiuni ekki að taka nema kr. 1,25 fyrir lambaslátur með mör, en síðan uefndin hásæla(I) hvarf úr sögnnni og týndist, er verðið á mörlausum lambaslátrum orðið kr. 1,00, en með mör kr. 2,25. Sjálfur mörinn kostar nú kr. 1,10 tvípundið, en verður von- andi á næstunni kr. 2,20, því ekki kemur það mál við oss, þótt stjórn- in íslenska hafi bannað útflutning tólgar. ' Áður en beljunum var slept út í vor, kostaði mjólkurpotturinn 24 aura, en 30 aura á meðan þær nutu sumarhagans, en nú er sagt að þeir dánumenn sem beljur eiga, ætli ekki að gera sig ánægða með minna, svona rétt í bili, enminst 36 til 40 aura fyrir pottinn, síðari meir myndi þá mega þoka mjólk- urpottinum upp í eins og 50 til 75 aura. Brauðgerðamennirnir: 1 sumar á meðan kolin kostuðu um 70 kr. smálestin, kostnðu 6 pd. rúgbrauð 80 aura. Seinna, þegar kolin kom- ust upp i 90 kr. smál. komust sömu brauð npp f eina kr. stykk- ið- Fyrir nokkru féll kolaverðið hér niður í 72 kr. smálestin — en viti menn, brauðverðið stendur óbreytt 1 — ein króna fyr- ir i 11 a útilátið sex punda rúgbrauð. Brauðgerðamennirnir og sveita- karlarnir troysta því sýnilega, að vérðlagsnefndin okkar hásæla finni ekki upp á þeim skolla að fara að ganga aftur til að dragastryk í reikninga framleiðendanna — sem síst verða taldir of sælir, þótt þeir óáreittir fái að eta íbúá höf- uðstaðarins upp til agna. Hinir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.