Vísir - 20.10.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 20.10.1916, Blaðsíða 3
VISIS mun komast til Kaitn í dsg eða á morgun, ef að óveðrið hefir ekki náð því". Yvonn svaraði: „Eg efast ekki um að þið hafið rétt fyrir ykkur, en það er fleira sem taka þarf til greina en það sem þið hafið sagt. Við vitum að Bleik var flnttnr bnrtu frá Englandi á skipi Wu Ling og að það á að fórnfæra honum goðum Kínverjanna. Kemur ykkur til hugar að eg muni láta slíkt við- gangast án þess að nokkuð komi í staðinn? Þið eruð farnir að gleyma skaplyndi mínu. Við er- nm hans eina lífsvon. Bigum við að yfirgefa hann? Skildi hann nokkurntíma við okkur þegar við þurftum á hjálp hans að halda? Sneri hann aftur til London þegar eg var í höndum Wu Líng, og sagði að það væri árangurslaust að reyna að bjarga mér? Það er ekki langt síðan að þú, frændi, kallaðir hann til hjálpar, þeg&r eg fór til Kilchester Tower. Neitaði hann þá? Nei, hann fór til Kil- chester Tower og var þar þangað til alt var komið í lag. Haldið þið að eg muni snúa bakinu við honam núna þegar honum ríður mest á? Nei, þá þékkið þið mig illa". Hun var orðin heit af ákafan- um og stóð frammi fyrir þeim fögur og tignárleg og bauð þeim birginn. Tiuker hafði hlustað með athygli meðan hán talaði og gat ekki stilt sig umaðhrópa: bravó! þegar hun hætti að tala. Greives og skipstjórinn ætluðu að mæla eitthvað á móti en Yvonn gaf þeim merki óg bauð þeim að þegja og nm leið fyltust augu hennar af tárnm. Hún snéri sér skjót- lega við og fór út úr herberginu. Enskt herskip bjargar norskn flntningaskipi úr sjávarháska. Norskt seglskip „John" frá Stavanger fór um miðjan septem- bermánuð frá Akureyri með 1500 tunnur af síld áleiðis til Noregs um Lerwick, en lítið gufuskip átti að verða því samferða og draga það þegar með þyrfti. Þegar kom- ið var austur af Langanesi hittu skipin enskt herskip, sem lét at- huga skjöl þeirra pg ætlaði að fá þeim menn til fylgdar. Enmorg- uninn eftir, sunnudaginn 17. sept., skall á ofsaveðrið, sem gerðistór- tjónið á Sigluflrði, og var þá hald- ið upp undir Langanesið, en brátt elitnaði „John" frá dráttarskipinu, sem þá hélt leiðar sinnar til Seyð- isfjarðar. Bnglendingar reyndu að koma flotum til „John" en gekk illa og hraktist skipið austur eftir, og um kvöldið var kominn að því svo mikill leki, að skipverjar bjuggust við að það mundi sökkva. Alla nóttina voru þrjú ensk her- skip á sveimi í kring um skipið, og tókst þeim Ioks að koma köðl- um til þess með „rakettum", en þeir slitnuðu þegar og fór þannig sex sinnum. Þegar komið var austur að Bjarnarey, var ekki ann- að sýnna en að „John" myndi reka þar á sker, og hleypti eitt henkipið þá að honum til að reyna að koma festum a hann. En skip- in rákuat saman ogbrotnaði „John" töluvert, og ekki tókst að koma festunnm. Póru nu skipverjar á „John" að búast við dauða sinum. En þá tðku Bnglendingar til þess of- dirfskuurræðis, þð stórsjór og stormur væri, að setja útbjörgun- arbát, og komst hann svo nærri „John", að skipverjar gátustokk- ið ofan í hann, en Bretar tóku á móti. Þegar báturinn kom aftur að herskipinu, voru settir á hann kaðlar og hann dreginn upp á þilfar i einni svipan með öllum mönnum. — Viðtökur fengu Norð- mennirnir, sem voru 6 að tölu, afbragðfgóðar og var hitað ofan í þá wisky og rommblanda. Og loks tókst Bretum að koma festum á „Jobn" og drógu þeir hann til Seyðisfjaðar og komu þangað í myrkri á mánudags- kvöld. Hafði verið uppi fótur og fit á Seyðisfirði, er til þeirra spnrð- ist úti í firðinum og ljósin sáust, er þeir brugðn yfir fjörðinn og bæinn, svo björt, að varla mátti í móti horfa. Skiluðu þeir „John" inn á höfn og héldu svo á braut aftur. Frásaga þessi er tekin eftir blaðinu „Austra", sem haft hefir tal af 8kipstjóranum é „John", Herskipið sðm flntti hanntilhafn- ar heitir „Chongwinale" og er20 þús. smálestir að stærð. Lauk norski skipstjórinn mjög miklu lofsyrði á framkomu Breta, og þótti það lítt sannast á þé, að þeir mætu mannslífið lítils, þar sem þrjtt. herskip höfðn heila nótt verið að reyna að bjarga 6 út- lendum ejómönnum. Skipið, sem átti draga að „ John" heim, lá ljóslaust viðbryggjuáSeyð- isfirði, er herskipið kom þangað, og hélt þaðau í burtu um nóttina svo lítið bar á, og ekki var skips- höfninni af „ John" einu sinni boð- ið far með því. — Var skipstjór- inn á „John" minna hrifinn af frammistöðu landa sinna í þessu efni en Bnglendinga, og verður það tæpast láð", segir Austri. 200 Bandaríkjamenn tapa borgararéttindum. Þegar stríðið skall á voru hundr- uð manna frá Bandaríkjunum sem búið höfðu á Englandi frá 10 og upp i 35 ár og aldrei komið heim til sín til veru. Þeir ætluðu nu að flytja vestur en fengu ekki landgöngu. Var það úrskurðað að þeir hefðu tapað eða fyrirgert borg- araréttindum sínum með þvi að dvelja allan þennan tíma í Bng- landi og það að vera í sama landi svona mörg ár án þess að fá borg- araréttindi væri grunsamt; þeir voru þvi taldir óheppilegir inn- flytjendur og neitað um landgöngu. Þeir voru að minsta kosti 200 og snmir stórauðugir. (Lögb.) H'and.avi«i'ia. kend í Hafnarfirði. Uppl. á sima- stöðinni þar. [327 Dóttir snælandsins. Effir Jack London. 85 Frh. Jörðin skalf undir fótum þeirra. Frona þreif ár og barði með herini á hendurnar á Tommy, svo hann varð að sleppa takinu á borð- stokknum. Og þá Iéttist bátnrinn svo að Corliss, með heljarátaki, gat náð honum upp og Frona ýtti 4 hann af öllum kröftum. I þeim svifum hrundi íshrönnin með braki og brestum rétt við hæla þeim, — og Tommy hvarf. Þau Tmigu niður þar sem þau stððn, máttvana af áreyuslunni, Afarstór ísjaki losnaði úr íshrönn- inni, og 14 við sjálft að þau yrðu undir honam. Prona reyndi að standa á fætnr, en gat það ekki og dró Corliss svo bæði hana og bátinn á síðasta augnabliki og með sínnm síðustu kröftum svo langt frá, að jakinn gat ekki gert þeim íöein. Og svo duttu þau um koll aft- **» en í þetta sinn voru þau í skjóli trjánna, og sólargeislarnir brostu til þeirra gegnum limarn- ar, þar sem þau lágu, örmagna á sál og líkama, eftir að bættan var afstaðin. XXV. KAP. Frona raknaði smátt og smátt við, eins og hún vaknaði af fasta svefni. Hún lá þar sem hún hafði skollið um yfir fæturna á Vance, sem lá á bakið og beint á móti sólunni. Hún skreið nær honUm. Hann lá með Iokv:, áugun og dró þungt andann. En þegar hún beygði sig niður að honumopnaði hann angun, og augu þeirra mætt- ust. Svo velti hann sér áhliðina og þau horfðu hvort á annað, — Vance! - J6. Hún rétti honum hendina. Hann þrýsti hana og þau ýmist störðu hvort á annað eða lokuðu augun- um. Hávaðann í ánni heyrðn þau eins og í fjarska. Pægileg værð seig á þau. Sóiin skein í heiði og kyrðin umhverfis þau var óvið- jafnanleg. í fjórðung stundar eða meira voru þau þarna eins og hálfsofandi — í einhverju móki. Frona varð fyrri til að vakna af þessum dvala, og settist upp. — Eg var — eg var hrædd, sagði hún. — Nei, það voruð þér ekki. — Hrædd um að eg mundi verða hrædd, bætti hún við, og fór um leið að laga til á sér hárið. — Sleppum þvi. Það er ein- mitt það sem oft kemur fyrir á slíkum dögum sem þessum. Hún bandaði með höfðinu og ljósgulu lokkarnir hrundu niður iiii herðarnar. — Tommy et horfinn, sagði Corliss hugsandi, og nú rifjaðist upp fyrir honum alt sem við hafði borið. — Já, svaraði hún. Eg barði á hendurnar á honum. Það var hræðilegtí En mögulegt er að við höfum betri mann en hann í bátnnm, og við verðum að flýta okkur að hlynna að honum. Halló! Sko, þarna! í gegnum skóginn, fá faðma i burtu sá hún i vegg á störnm kofa. Það sást enginn niaður. Hann er liklega auður og eigendurnir máske á ferðalsgi, hverir svo sem það nú eru. Gætið þér mannsins, Vance. Eg er skár til/fara en þér — og eg ætla að fara og rannsaka þetta. Hún gekk i kringum kofann, sem var stór i samanburði við aðra kofa þar í Yukon, og kom svo að framhlið hans, sem sneri út að ánni. Dyrnar voru opnar, og þegar hún staðnæmdist til þess að gera vart við sig, stóð hun eius og steini lostin. En þegar bún gat gert sér grein fyrir því, sem fyrir augun bar, sá hún að hðpur manna sat þar inni, sem var að ráðgast um eitthvert alvarlegt mál, sem þeir höfðu allan hugann við. Þegar hún barði að dyrum, skiftu þeir sér, eins og ósjálfrátt í tvær raðir meðfram veggjunum, svo að það varð að eins mjór gangur á millum þeiira. Þeir sátunuþögl- ir og alvarlegir á rúmstæðunum til beggja hliða, en undir stafa- gaflinum stóð borð, og virtist öll atbygli þeirra vera beind þangað- Hún kom þarna inn úr glans- andi sólskininu og varð henniþví dimt fyrir augum, en þó gat hun greint það að skeggjaður Vestar- heimsmaður sat við borðaendann og barði í borðið með þungri tré- sleggju. Beint á móti honum sat Vincent, og tók hún eftir því, að hann var mjög ábyggjufullur. Því næst sá hún að maður, aem mjög líktist því að vera norðlenskur, gekk að borðinu. Maðurinn með trésleggjuna lyfti nú upp hægri heudinni og sagði: — Sverjið þér að alt, sem þér ætlið að segja hér fyrir réttinum — hann þagnaði snögglega og leit reiðilega tii mannsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.